Morgunblaðið - 20.12.2010, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.12.2010, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 2010 Heilsa & hreyfing Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað umHeilsu og hreyfingu mánudaginn 3. janúar. –– Meira fyrir lesendur Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, þriðjudaginn 21. desember. Í þessu blaði verða kynntir fullt af þeimmöguleikum sem í boði eru fyrir þá sem stefna á heilsuátak og bættan lífstíl í byrjun ársins 2011. Meðal efnis verður: • Hreyfing og líkamsrækt • Vinsælar æfingar • Bætt mataræði • Heilsusamlegar uppskriftir • Andleg vellíðan • Bætt heilsa • Ráð næringarráðgjafa • Hugmyndir að hreyfingu • Jurtir og heilsa • Hollir safar • Ný og spennandi námskeið • Bækur um heilsurækt • Skaðsemi reykinga • Ásamt fullt af spennandi efni. SÉRBLAÐ Gunnlaugur Júlíusson, langhlaupari og hagfræðingur Sambands íslenskra sveitarfélaga, setti í gær nýtt Norðurlandamet í 24 stunda hlaupi þegar hann hljóp rúma 208 kílómetra á hlaupabretti í líkamsræktarstöð World Class í Kringlunni. Gunnlaugur, sem hér fagnar áfanganum í gær, hóf hlaupið á hádegi á laugardag og á hádegi í gær hafði hann hlaupið 208 km og 760 metra á brettinu. Gamla Norðurlandametið var tæpir 203 km en það setti Daninn Kim Rasmussen árið 2004. Þess má geta að heimsmetið í sólarhringshlaupi á Bandaríkja- maður, að því er kemur fram á vef Gunnlaugs, en það er 257 kílómetrar. Ljósmynd/Jóhann Kristjánsson Hljóp látlaust í sólarhring á hlaupabretti í líkamsræktarstöð Gunnlaugur fagnaði Norðurlandameti Samstarfshópur friðarhreyfinga stendur fyrir blysför niður Laugaveginn í Reykjavík á fimmtudaginn kemur. Er þetta í 31. skipti sem friðarsinnar efna til slíkrar blysfar- ar á Þorláks- messu. Safnast verður saman á Hlemmi frá klukkan 17.45 og gangan hefst klukkan 18.00. Í lok göngunnar verður stuttur fundur á Ingólfstorgi. Slík ganga verður einnig á Ísa- firði. Lagt verður af stað frá Ísa- fjarðarkirkju klukkan 18.00 og gengið niður á Silfurtorg. Friðarblysför niður Laugaveginn í 31. skipti Blysför niður Laugaveg. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra, hefur skipað Halldór Runólfsson í stöðu yfir- dýralæknis til næstu fimm ára. Halldór var fyrst skipaður yfir- dýralæknir 1997 og aftur við breytta tilhögun 2005 þegar emb- ættið var sameinað Landbúnaðar- stofnun. Skipunin núna er í tilkynn- ingu ráðuneytisins sögð samkvæmt lögum um Matvælastofnun. Fékk Halldór skipunarbréfið í hendur fyrir helgi. Skipaður áfram til næstu fimm ára Halldór Runólfsson Samkvæmt almanakinu verður al- myrkvi á tungli í fyrramálið, 21. des- ember. Á morgun eru jafnframt vetrarsólstöður og stysti dagur árs- ins, upp frá því fer daginn að lengja. Ef veðurskilyrði verða hagstæð ætti tunglmyrkvinn að sjást hér á landi. Í Almanaki Háskóla Íslands segir að myrkvinn, þegar tungl snertir al- skuggann, muni hefjast kl. 06.32 að morgni. Þá er tungl allhátt í vestri frá Reykjavík séð og verður al- myrkvað frá kl. 07.40 til 08.54. Um kl. 10 verður tunglið laust við al- skuggann í birtingu í Reykjavík, þá lágt í norðvestri. „Þennan desembermorgun mun því rautt og jólalegt tungl svífa eins og risavasin náttúruleg jólakúla á himnafestingunni og boða rísandi sól,“ segir á Stjörnufræðivefnum, stjornuskodun.is, um tunglmyrkv- ann á morgun. Þar segir að tunglmyrkvar geti aðeins orðið þegar sólin, jörðin og tunglið liggja hér um bil í beinni línu. Þeir verði því aðeins þegar tungl er fullt og fer inn í skugga jarðar. „Þrátt fyrir þetta verða tungl- myrkvar þó ekki mánaðarlega því brautarplan tunglsins og brautar- plan jarðar eru ósamsíða. Tungl- brautin hallast um 5 gráður frá braut jarðar og vegna hallans fellur skuggi jarðar yfirleitt undir eða yfir tunglið,“ segir ennfremur á vefnum. Síðast sást almyrkvi á tungli hér á landi að nóttu til 21. febrúar 2008 en næst mun hann sjást frá Íslandi 10. desember 2011, að vísu um miðjan dag. bjb@mbl.is „Eins og risavaxin jólakúla á himni“  Almyrkvi á tungli á að sjást frá Íslandi í fyrramálið Almyrkvi á tungli 21. desember Als ku gg i Há lfs ku gg i Brautarferill tunglsins Suður Norður Au st ur Vestur Deildarmyrkva lýkur kl. 10.02 Almyrkva lýkur kl. 08.54 Almyrkvi hefst kl. 07.40 Deildarmyrkvi hefst kl. 06.32 Myrkvi hálfnaður kl. 08.17 Heimild: Stjörnuskoðun.is Alþingi sam- þykkti um helgina frumvarp um breytingar á lögum um virðis- aukaskatt. „Með þessu er stórt skref stigið í átt til nýrrar at- vinnugreinar á Íslandi. Net- þjónabúin eru boðin velkomin á Íslandi og komi þau sem flest,“ sagði Kristján L. Möller, þingmaður Samfylking- arinnar, þegar atkvæði voru greidd um frumvarpið. Lögin fela í sér að ekki verður lagður virðisauka- skattur á selda þjónustu til erlendra aðila. Þá verður ekki lagður virðis- aukaskattur á innflutning erlendra aðila á netþjónum, sem hýsa á í ís- lenskum gagnaverum. Samtök íslenskra gagnavera lögðu mikla áherslu á að ná þessum tveimur atriðum fram og sögðu að án þeirra væru íslensk gagnaver ekki samkeppnishæf. Frumvarpinu fagnað Þingmenn fögnuðu almennt frum- varpinu og sagði Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, þetta einu jákvæðu skatta- breytinguna sem ríkisstjórn Jó- hönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar hefði staðið að og ástæðan væri ef til vill sú, að þingið hefði tekið völdin af ríkisstjórninni og knúið fram þessar breytingar. Netþjónabú velkomin  Lagabreyting samþykkt á þingi Kristján Möller Einar Sveinbjörnsson veðurfræð- ingur segir að líkast til verði kjörin skilyrði til að virða fyrir sér tungl- myrkvann á vesturhimni í fyrra- málið. Spáð er norðan- og norð- austanátt með frosti um land allt. Sunnan og vestan til verður létt- skýjað eða heiðríkt. Einar segir að meira verði um ský á himni norðan til, en líklega þó ekki alskýjað. Spáð er éljagangi norðaustanlands og þar verður einna ólíklegast að sjáist til tunglsins, að sögn Einars. Það eru því góðar líkur á að Ís- lendingar sjái þetta fyrirbæri. Kjörin skilyrði sunnanlands HVER ER VEÐURSPÁ MORGUNDAGSINS? Morgunblaðið/Brynjar Gauti Tunglmyrkvi Vel sást hér til tunglmyrkva árið 2001.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.