Morgunblaðið - 20.12.2010, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 20.12.2010, Qupperneq 31
DAGBÓK 31 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 2010 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÞESSAR MYNDIR VORU TEKNAR ÞEGAR MAMMA OG PABBI VORU AÐ BYRJA SAMAN HANN BAUÐ HENNI ÚT AÐ BORÐA Á HVERJUM LAUGARDEGI HÉRNA ERU ÞAU Á LEIÐINNI NIÐUR Í BÆ ÉG HEF ALDREI SÉÐ LOFTPÚÐA Á HESTVAGNI FYRR ÞEIR ERU MEÐ MANN Í FYRSTU HÖFN EN ÉG LÆT ÞAÐ EKKI TRUFLA MIG ÞEIR ERU MEÐ MENN Í FYRSTU TVEIMUR HÖFNUNUM EN ÉG LÆT ÞAÐ EKKI TRUFLA MIG VEISTU HVERJU ÉG VELTI FYRIR MÉR Á STUNDUM SEM ÞESSARI? NEI, HVERJU? AF HVERJU GETA ÞEIR EKKI FUNDIÐ HEILBRIGÐARI LEIÐ TIL AÐ FÁ ÚTRÁS FYRIR REIÐI SINNI?! HVAÐ GETUR GRÍMUR HINN MIKLI GERT FYRIR ÞIG? ÉG VEIT EKKI HVER FAÐIR MINN ER GETURÐU SAGT MÉR EITTHVAÐ UM HANN? JÁ, MÉR ERU AÐ BERAST BOÐ FAÐIR ÞINN... JÁ? JÁ? FAÐIR ÞINN... FAÐIR ÞINN... ...VAR MEÐ FJÓRA FÆTUR OG SKOTT. ÞAÐ GERA 5.000 KR. HÚRRA! NÚ ÞEKKI ÉG LOKSINS FÖÐUR MINN! KÁLIÐ VIRÐIST VAXA MJÖG HRATT NÚ ÞURFUM VIÐ BARA AÐ TAKA ÞAÐ UPP SVO MEIRA KÁL FÁI RÝMI TIL AÐ VAXA OG DAFNA ÆTLARÐU AÐ DREPA KÁLIÐ!? REYNDAR HEITIR ÞETTA AÐ „GRISJA” ÉG ÞARF AÐ DRÍFA MIG AÐ STOPPA DR. OCTOPUS! BÍDDU HÆGUR! ÉG SÉ ENGA ÁSTÆÐU FYRIR ÞVÍ AÐ ÉG BÍÐI HÉRNA Á MEÐAN EF ÞÚ VILT AÐ ALLIR VITI AÐ ÞÚ SÉRT KOMINN TIL NEW YORK... FÓLK ER EKKI VANT AÐ TAKA STÖKKBREYT- LINGUM VEL ÞAÐ ER VISSULEGA GÓÐUR PUNKTUR Frjálslega farið með kjötgaffalinn Um síðustu helgi skrapp ég í Fjarðar- kaup til að ná mér í helgarsteikina. Að öllu jöfnu ætti slík ferð að vera hættu- lítil, en í þetta sinn mátti litlu muna að slys yrði. Ég stóð við kjötborðið og beið þess að ungur af- greiðslumaður af- greiddi mig. Við hlið hans stóð ung stúlka, augsýnilega nýbyrjuð, a.m.k. sýndist mér það á vinnubrögðum hennar. Hún var vopnuð voldugum kjötgaffli og beitti honum af mikl- um móð í viðureign sinni við kjöt- bitana. Skyndilega missti hún alla stjórn á kjötgafflinum, sem þeytt- ist af miklum krafti yfir afgreiðslu- borðið. Hann skaust framhjá mér á mikl- um hraða innan við fimm sentimetra. Ég hefði ekki boðið í sjálfa mig hefði gaff- allinn hæft mig. Unga afgreiðslu- manninum brá heldur betur í brún og varð að orði, svona lagað á ekki að geta gerst. En kjötmærinni brá ekki hið minnsta og hélt hún ótrauð áfram að berjast við kjötbitana og baðst ekki einu sinni afsök- unar. Ég legg til við stjórnendur Fjarðarkaupa, að þeir sjái til þess að svona atburðir verði útilokaðir í framtíðinni. Viðskiptavinur. Ást er… … þegar ást hans hjálpar þér að jafna þig. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Upplestur úr nýjum bókum alla virka daga kl. 12.15 til jóla. Árskógar 4 | Handavinna/smíði/ útskurður kl. 9. Félagsvist kl. 13.30. Myndlist kl. 16. Bólstaðarhlíð 43 | Jólatrésskemmtun 21. des. kl. 14. Jólasveinarnir mæta. Súkkulaði og kökur. Frítt fyrir börn og unglinga. Skráning og greiðsla eigi síðar en 20. des. Bólstaðarhlíð 43 | Bútasaumur og handavinna allan daginn, á morgun verður jólatrésskemmtun kl. 14. Dalbraut 18-20 | Myndlist og postulín kl. 9, leikfimi kl. 10, brids kl. 13. Dalbraut 27 | Handavinnustofa kl. 8, bænastund og umræða kl. 9.30, söngur á 2. hæð kl. 10.30, leikfimi kl. 11, upp- lestur kl. 14, jólasokkasýning. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Heitt á könnunni frá kl. 9.30. Félagsstarf Gerðubergi | Vinnustofur kl. 9, spilasalur opinn. Háteigskirkja - starf eldri borgara | Félagsvist kl. 13. Hraunsel | Opið kl. 9-16, engin dag- skrá. Dansleikur 29. des. kl. 20.30-24, Þorvaldur Halldórsson leikur og syngur, kr. 1000. Hvassaleiti 56-58 | Opið kl. 8-16. Brids kl. 13. Hæðargarður 31 | Við Hringborðið kl. 8.50. Listasmiðja kl. 9. Félagsvist kl. 13.30. Panta þarf Þorláksmessuskötuna í tæka tíð, s. 411-2790. Korpúlfar Grafarvogi | Gönguhópur kl. 10 í dag í Egilshöll og sjúkraleikfimi í Eirborgum kl. 14.30 í dag, sundleikfimi á morgun kl. 9.30. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja, bókband, morgunstund, botsía, upp- lestur, handavinnustofan opin, stólad- ans. Hárgreiðslu- og fótaaðgerðastofur opnar. Sigrún Haraldsdóttir lagði leiðsína í bæinn, kannski að leita að jólagjöfum, og sendi Vísnahorninu kveðju eftir það: „Ég hitti kerl- inguna áðan, nýklippta og upp- skveraða. Ég spurði hana hvort hún ætlaði að þiggja boð karlsins á Laugavegi og fara með honum til Parísar. Hún brosti og svaraði: Ég vilja minn fer ekki að fela að fús með þeim karlrembudela í góðviðri lygnu skal ganga með Signu í rökkri með rauðvín á pela. Með þeim sótrafti flissandi flakka og flottustu ostrurnar smakka og bara ef ég vil þá breyti ég til og næ mér í fjörugan Frakka.“ Það eru merkileg tíðindi fyrir alla sem unna góðum kveðskap að Þór- arinn Eldjárn skáld hefur sent frá sér Vísnafýsn með úrvali vísna. Ein sígild vísa nefnist „Höfundarréttur“: Ritdómarinn harði úr hörku er að springa höfunda telur sakborninga. Jafnvel eftirlætishöfundur hans hefur réttarstöðu grunaðs manns. Grétar Snær Hjartarson sendir kveðju: „Með þessari jólakveðju föð- ur míns frá árinu 1984 óska ég ykk- ur gleðilegra jóla og þakka allar ánægjustundirnar við lestur „Vísna- horns“ Morgunblaðsins: Við göngum til móts við gleðileg jól og góðvild í hverju hjarta og nú er horft móti hækkandi sól og heillandi vorinu bjarta.“ Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af kerlingu og Vísnafýsn - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is –– Meira fyrir lesendur - nýr auglýsingamiðill ...þú leitar og finnur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.