Morgunblaðið - 02.02.2011, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2011
Hugrún Halldórsdóttir
hugrun@mbl.is
Kosningar til stúdentaráðs og há-
skólaþings Háskóla Íslands fara
fram í dag og á morgun. Fjögur
framboð bárust að þessu sinni til
stúdentaráðs og eru það A-listi
Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúd-
enta, V-listi Röskvu, samtaka fé-
lagshyggjufólks við Háskóla Ís-
lands, S-listi Skrökvu, félags
flokksbundinna framapotara, og H-
listi Stúdentafélags hægrimanna,
sem býður nú fram í fyrsta sinn.
Vaka og Röskva taka einnig þátt í
kjöri til háskólaþings.
Í ár ganga kjósendur ekki til kjör-
klefa heldur kjósa rafrænt á viðmóti
nemenda, Uglunni. Að sögn Jens
Fjalars Skaptasonar, formanns
stúdentaráðs, var þetta fyr-
irkomulag tekið upp í fyrsta sinn í
fyrra og reyndist vel. Aðspurður
segist hann vonast til að rafrænar
kosningar eigi eftir að koma til með
að auka kosningaþátttökuna en kjör-
sókn í fyrra var um 40%. Viðmótið
verður opið á milli klukkan 9 og 18
báða kosningadagana en utankjör-
fundardagur var í gær. Á kjörskrá
eru allir nemendur háskólans á
þessu skólaári og eru það um 14.600
manns.
Líflegur Hanaslagur
Hinn árlegi Hanaslagur, kapp-
ræður milli stúdentafylkinganna í
aðdraganda kosninga, fór fram á
Háskólatorgi í gær þar sem fylking-
arnar fjórar héldu stuttar kynningar
og tóku við spurningum úr sal. Það
er Politica, félag stjórnmála-
fræðinema við Háskóla Íslands, sem
stendur fyrir atburðinum. Guðrún
Rós Árnadóttir, formaður Politicu,
segir umræðurnar í ár snúast mest
um það hvernig stúdentaráð eigi að
starfa. „Það kom ný fylking í fyrra
sem álítur sig hafa breytt stúd-
entaráði með því að vera ekki lengur
með meirihluta og minnihluta, held-
ur samstarf allra flokka. Svo segja
Vaka og Röskva að þetta hafi ekki
breytt miklu. Núna er komið inn
fjórða félagið, stúdentafélag hægri-
manna, sem telur að rödd hægri-
manna í Háskólanum hafi ekki verið
nógu sterk undanfarið.“ Aðspurð
segir hún heitar og líflegar umræður
fara í gang á Hanaslagnum og sér-
staklega í ár þar sem fjórar fylk-
ingar etja nú kappi í kosningunum.
Kosið til stúdentaráðs og háskólaþings
Nemendur Háskóla Íslands kjósa rafrænt Fjórar fylk-
ingar etja kappi í ár Heitar og líflegar umræður í gangi
Morgunblaðið/Golli
Slagurinn Nemendur HÍ mættu á kappræðurnar Hanaslaginn í gær þar
sem fylkingarnar fjórar kynntu stefnumál sín og sátu fyrir svörum.