Morgunblaðið - 02.02.2011, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2011
Stundum eru fræg ummæli úr sög-unni notuð til að varpa ljósi á at-
burði dagsins. Ólína Þorvarðardóttir
var eins og svo margir aðrir „hlut-
laus“ fréttamaður áður en hún hvarf
til stjórnmálanna.
Þá bauð hún sigfram til borg-
arstjórnar og sagt var
að sérhver maður á
fréttastofu Rík-
isútvarpsins hefði
stutt hana af öllum
kröftum til að tryggja
að hún næði sameig-
inlegu marki hennar
og þeirra að fara á
annan starfsvettvang.
Þegar hún lokshætti í borgarstjórninni var vís
maður hjá borginni spurður um þau
tíðindi að Ólína væri að hætta. „Góð-
ur endir á vondum ferli,“ var svarið.
Einn frægasti utanríkisráðherrasögunnar, Talleyrand, leiðrétti
embættismann sem taldi tiltekinn
starfsbróður haga sér glæpsamlega.
„Þetta er verra en glæpur, þetta er
heimska,“ sagði ráðherrann.
Nú er deilt um hvort Ögmundurhafi farið offari er hann sakaði
Jóhönnu Sigurðardóttur um dóm-
greindarskort fyrir að hræra í inn-
yflum Steingríms J. Fyrrnefnd Ólína
segir Ögmund verða að biðjast fyr-
irgefningar á orðum sínum eða
hætta ella sem ráðherra.
En hvert var tilefnið? Jóhannahélt ræðu þar sem hún upp-
nefndi útgerðarmenn, og hellti sér
yfir samstarfsflokkinn, fólk sem hún
hafði áður kallað villiketti.
Ef þetta var ekki dómgreind-arskortur þá er Talleyrand
með hinn kostinn í stöðunni.
Deilt um dóm-
greindarskort
STAKSTEINAR
Ögmundur
Jónasson
Ólína
Þorvarðardóttir
Veður víða um heim 1.2., kl. 18.00
Reykjavík -1 skýjað
Bolungarvík -2 alskýjað
Akureyri -1 skýjað
Egilsstaðir -1 skýjað
Kirkjubæjarkl. -1 skýjað
Nuuk -8 skafrenningur
Þórshöfn 5 alskýjað
Ósló 1 skýjað
Kaupmannahöfn 0 þoka
Stokkhólmur 2 alskýjað
Helsinki 0 skýjað
Lúxemborg -3 þoka
Brussel 0 skýjað
Dublin 8 léttskýjað
Glasgow 3 skýjað
London 7 skýjað
París -1 skýjað
Amsterdam 1 súld
Hamborg -2 þoka
Berlín -3 skýjað
Vín -3 alskýjað
Moskva -6 snjókoma
Algarve 12 heiðskírt
Madríd 8 heiðskírt
Barcelona 12 léttskýjað
Mallorca 12 léttskýjað
Róm 12 léttskýjað
Aþena 6 léttskýjað
Winnipeg -27 heiðskírt
Montreal -12 alskýjað
New York -2 þoka
Chicago -5 snjókoma
Orlando 22 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
2. febrúar Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 10:06 17:18
ÍSAFJÖRÐUR 10:27 17:07
SIGLUFJÖRÐUR 10:10 16:49
DJÚPIVOGUR 9:40 16:43
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Alls voru skráðir 215 einstaklingar á
biðlistum hjúkrunaheimila í lok ný-
liðins árs. Eru það tuttugu fleiri en
ári fyrr. Jafnvægi virðist vera komið
á í nýju vistunarmati, að sögn Þor-
bjargar Guðmundsdóttur, verkefnis-
stjóra hjá landlæknisembættinu, og
flestir fá búsetu innan þriggja mán-
aða eins og stefnt er að.
Vistunarmat er faglegt mat á
þörfum einstaklinga fyrir varanlega
búsetu á hjúkrunarheimili. Matinu
var breytt fyrir tveimur árum og
fært til vistunarmatsnefnda í sjö
heilbrigðisumdæmum. Þær hafa það
markmið að gera fólki kleift að búa á
eigin heimili eins lengi og unnt er
með viðeigandi heilbrigðis- og fé-
lagsþjónustu.
Raunhæfari biðlistar
Þegar matið var flutt frá þjónustu-
hópum sveitarfélaga til vistunar-
matsnefndanna voru mörg hundruð
manns á biðlista og var fólkið flokkað
eftir því hvort það hefði þörf fyrir bú-
setu á hjúkrunarheimili, brýna þörf
eða mjög brýna þörf. Þorbjörg segir
að sú hefð hafi myndast að fólk hafi
sótt um pláss á hjúkrunarheimili þótt
það sæi ekki fram á þörf á að nýta
það á næstunni. Fólkið hafi verið að
koma sér í röðina. Markmið breyt-
inganna hafi verið að leggja þetta af.
Nú er ætlast til að aldraðir sæki
um vistunarmat þegar þeir geta
ekki lengur búið heima þrátt fyrir
stuðning heilbrigðis- og félagsþjón-
ustu og þarf viðkomandi þá að vera
tilbúinn að þiggja hjúkrunarrými
þegar það býðst.
Vistunarmatið gildir í ár en Þor-
björg segir stefnt að því að finna bú-
setu fyrir fólk áður en þrír mánuðir
eru liðnir frá því matið fer fram. Tel-
ur hún að víða sé því marki náð.
75% fá samþykki
Á síðasta ári sóttu 1295 einstak-
lingar um vistunarmat. 968 þeirra
fengu samþykki en 252 synjun. Því
til viðbótar voru 75 mál enn í
vinnslu.
Flestir eru á biðlista eftir búsetu í
hjúkrunarheimilum í Reykjavík, 79
talsins. Er það nánast sami fjöldi og
ári fyrr. Í Suðurlandsumdæmi var
41 á biðlista, 9 fleiri en í byrjun árs-
ins, og 37 á Suðurnesjum sem er
svipaður fjöldi og í lok árs 2009. Á
móti voru aðeins 4 á biðlista í Vest-
fjarðaumdæmi.
Þorbjörg telur að ekki sé sláandi
munur á biðlistum á milli landshluta.
Vekur hún athygli á því að heilbrigð-
isumdæmin séu misjöfn að stærð. Þá
geti eðlilegar sveiflur sem stafi af af-
greiðslu vistunarmats skekkt
samanburð á milli ára.
Þá segja upplýsingar um breyt-
ingar í aldurssamsetningu ekki allt-
af alla söguna. Þorbjörg nefnir að
erfitt sé að veita fólki sem býr af-
skekkt fullnægjandi þjónustu. Það
geti því þurft að fara fyrr inn á
hjúkrunarheimili en fólk sem býr
nær þjónustukjörnum.
Kröfur aukast um aðbúnað
Nokkur hjúkrunarheimili eru í
undirbúningi og byggingu, meðal
annars heimili sem sveitarfélög víða
um land byggja samkvæmt samn-
ingum við ríkið. Þau leiða ekki í
öllum tilvikum til fjölgunar
hjúkrunarrýma því kröfur
aukast sífellt um bætta aðstöðu
á þeim heimilum sem fyrir eru.
Tækifærið er því notað, þegar
bætt er við, til að fækka íbúð-
um sem tveir deila.
Sem dæmi um þetta má
nefna hjúkrunarheimilið
Mörk í Reykjavík. Þar eru
110 heimilismenn sem flest-
ir fluttu frá heimilunum í
Víðinesi og á Vífilsstöðum.
Yfir 200 á biðlista eftir
búsetu á hjúkrunarheimili
Markmið að tryggja fólki búsetu áður en þrír mánuðir eru liðnir frá vistunarmati
Morgunblaðið/Kristinn
Reykjanesbær er í viðræðum
við Nesvelli um breytingar á
öryggisíbúðum á tveimur
hæðum í hjúkrunaríbúðir.
Bæjarstjórn og Ríkiskaup hafa
náð saman um þá lausn.
37 einstaklingar voru um
áramót á biðlista eftir hjúkr-
unarrými á Suðurnesjum.
Reykjanesbær hefur samið við
ríkið um að koma upp 30
rýma hjúkrunarheimili. Fimm
rými verða notuð til að létta á
Garðvangi í Garði og því bæt-
ast við 25 ný rými. Fækkar þá
herbergjum í Garðvangi sem
tveir eru um.
Gert var ráð fyrir byggingu
90 rýma hjúkrunarheimilis á
Nesvöllum. Böðvar Jónsson,
formaður bæjarráðs, segir að
ódýrara og hagkvæmara sé að
nýta húspláss sem fyrir hendi
er á Nesvöllum, þegar
ekki sé um fleiri rými
að ræða. Innréttaðar
voru þjónustuíbúðir í
þessu húsi en verr
hefur gengið að
selja eða leigja
íbúðirnar en
reiknað var
með.
Gangi
samningar
eftir er gert
ráð fyrir að
hjúkrunar-
heimilið verði
tekið í notk-
un á árinu.
Þrjátíu rými
á Nesvöllum
HJÚKRUNARHEIMILI
Í REYKJANESBÆ
Böðvar
Jónsson
2542
rými eru samtals
á hjúkrunarheimilum
á öllu landinu
215
einstaklingar voru
á biðlistum eftir
hjúkrunarrými
í lok ársins 2010
‹ HJÚKRUNARHEIMILI ›
»