Morgunblaðið - 02.02.2011, Síða 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2011
Laugavegi 53, s. 552 1555
TÍSKUVAL
Opið virka daga kl. 11-18, lau. kl. 11-16
Útsalan heldur áfram
Einnig nýjar vörur komnar
• Engjateigur 5
• Sími 581 2141
• www.hjahrafnhildi.is
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
Útsala
50-70% afsláttur
Á föstudag nk. verður Dagur
stærðfræðinnar haldinn líkt og gert
er fyrsta föstudag í febrúar ár
hvert. Margir leik-, grunn- og fram-
haldsskólar hafa haldið þennan dag
hátíðlegan undanfarin ár. Stjórn
Flatar, samtaka stærðfræðikenn-
ara ákveður þema dagsins hverju
sinni og nú var ákveðið að það yrði
„Stærðfræði og spil“ til að vekja
þar með athygli nemenda á
skemmtigildi stærðfræðinar. Á
heimasíðu flatar http://flotur.is-
mennt.is má finna tillögur að leikj-
um, spilum og þrautum sem kenn-
arar geta nýtt sér við kennslu.
Einnig hafa Spilavinir á Langholts-
vegi mikið úrval stærðfræðispila.
Kennarar eru hvattir til að halda
daginn hátíðlegan og spila við nem-
endur.
Árlegur dagur
stærðfræðinnar
Mikið hefur verið fjallað um stað-
göngumæðrun í fjölmiðlum og víð-
ar undanfarnar vikur. Af því tilefni
verður haldinn fundur í dag, mið-
vikudag kl. 12:00, um stað-
göngumæðrun. Fundurinn fer fram
á Jafnréttistorgi í Háskólanum á
Akureyri. Sigurður Kristinsson,
siðfræðingur og forseti hug- og fé-
lagsvísindasviðs HA og Ingibjörg
Elíasdóttir, lögfræðingur á Jafn-
réttisstofu, munu ræða þar nokkur
álitaefni sem tengjast stað-
göngumæðrun.
Staðgöngumæðrun
STUTT
Rangt með
farið og ófeðrað
Blaðinu hefur borist eftirfarandi til-
skrif frá Heimi Bergmann:
Í minningargrein um Sólveigu
Karvelsdóttur sem Sólmundur
Tryggvi Einarsson ritar í Mbl. 28.
janúar sl. er ljóð sem sagt er eftir
óþekktan höfund, og er að auki
rangt með farið.
Ljóðið er eftir Árna Grétar Finns-
son og birtist fyrst í bókinni: „Skipt-
ir það máli“ sem var gefin út 1989 og
svo aftur í ljóðasafninu „Lífsþor“
(bls 197) sem börn hans tóku saman
og gáfu út núna fyrir nýliðin jól.
Þú ert það, sem þú öðrum miðlað getur,
og allar þínar gjafir lýsa þér
og ekkert sýnir innri mann þinn betur
en andblær hugans, sem þitt viðmót ber.
Því líkt og sólin ljós og yl þér gefur
og lífið daprast, ef hún ekki skín,
svo viðmót þitt á aðra áhrif hefur
og undir því er komin gæfa þín.
Þessari leiðréttingu vildum við
koma að, svo allt verði í sóma næst,
þegar til þessara hugljúfu ljóðlína
verður gripið.
LEIÐRÉTT
Næsta þriðjudag munu mennta-
málaráðuneytið, innanríkisráðu-
neytið og SAFT standa fyrir ráð-
stefnu um internetið á alþjóða
netöryggisdeginum. Ráðstefnan fer
fram á Hilton hóteli Nordica og
stendur kl. 8:30-16:30. Rafræn
skráning er www.saft.is/skraning/.
Ókeypis er á ráðstefnuna.
Meðal fjölmargra fyrirlesara má
nefna Lee Hibbard, verkefnisstjóra
hjá Evrópuráðinu og dr. William
Drake. Í málstofun verður m.a.
fjallað um fjölmarga fleti netnotk-
unar, svo sem barna og unglinga,
samspil mannréttinda og netnotk-
unar, stafrænt aðgengi mennta- og
menningarefnis, uppbyggingu
nýrra atvinnugreina á netinu, þró-
un á efni til náms og kennslu og
álitaefni varðandi öryggi fjar-
skiptainnviða á Íslandi.
Netráðstefna
BAKSVIÐ
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Flaggað var í hálfa stöng við St. Jósefsspítala í
Hafnarfirði í gær og báru starfsmenn sorgarbönd
á hendi eða slaufur í barmi. Tilefnið var samein-
ingin við Landspítalann sem tók gildi í gær, en
mjög þungt hljóð er í starfsfólki vegna hennar. Til
marks um það var rituð frétt á vef spítalans í gær
undir yfirskriftinni „Sorgardagur í sögu St. Jós-
efsspítala“ en sagan nær allt aftur til ársins 1926.
Óánægja starfsmanna er mjög mikil og sagði einn
þeirra við Morgunblaðið að um hreina yfirtöku
væri að ræða, ekki sameiningu í sátt beggja aðila.
Efast starfsmenn um að sameining skili einhverj-
um sparnaði, í raun sé allt tekið af St. Jósefsspít-
ala en ekkert komi frá Landspítala.
„Þetta er ekki síst sorgardagur í nafni nunn-
anna sem byggðu upp spítalann og unnu hérna
mjög góð störf,“ sagði einn starfsmanna spítalans.
Starfsmannafundur var í gær með stjórnendum
Landspítalans, þar sem samruninn var kynntur
nánar, en trúnaðarmenn á St. Jósefsspítala munu
funda í dag með fulltrúum sinna stéttarfélaga.
Einnig er óánægja meðal starfsmanna yfir fram-
göngu bæjaryfirvalda í Hafnarfirði, þar sem þeir
telja að þau hefðu getað beitt sér mun meira gegn
samrunanum og varið spítalann betur.
Engum starfsmönnum hefur verið sagt upp
störfum en fólki boðin önnur störf annars staðar,
aðallega á Landspítalanum í Fossvogi eða við
Hringbraut í Reykjavík. Um 115 starfsmenn hafa
verið í tæplega 80 stöðugildum á St. Jósefsspítala
og margir þeirra eru búsettir í Hafnarfirði. Stef-
anía G. Ámundadóttir, læknaritari og trúnaðar-
maður SFR, sagði við Morgunblaðið að í raun væri
verið að leggja St. Jósefsspítala niður. Eina deild-
in sem ætti að fá að standa væri lyfjadeildin. Þar
væru verkefnin óljós og líklega minni en áður.
„Við skiljum ekki forgangsröðun ríkisstjórnar-
innar. Það vantaði ríflega 300 milljónir króna í
þennan spítala, til að halda honum í fullum rekstri.
Á meðan er ausið hér 14 milljörðum í Sparisjóð
Keflavíkur og 12 milljörðum í Sjóvá. Fyrir starfs-
fólk í heilbrigðiskerfinu er þetta óskiljanlegt. Það
er bara verið að plata fólk,“ sagði Stefanía, sem ef-
aðist um að allir myndu þiggja þau störf sem í boði
væru. Starfsfólki væri tvístrað út og suður.
Gæti þurft að fækka fólki
Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, segir alla
starfsmenn St. Jósefsspítala halda sínum störfum,
enda gildi um það lög við sameiningu stofnana, en
þeir geti þurft að skipta um vinnustað. Hins vegar
geti þurft með tímanum að fækka starfsfólki á
Landspítalanum en engum sé sagt upp beint
vegna sameiningarinnar sem slíkrar. Björn segir
sameininguna hafa verið undirbúna eins vel og
kostur var, m.a. með þátttöku verkefnastjórnar
sem skipuð var fulltrúum beggja spítala. Eftir sé
m.a. að koma í ljós hverjir þiggja áframhaldandi
starf og hverjir ekki.
Morgunblaðið/RAX
Flaggað í hálfa Nokkrir starfsmenn St. Jósefsspítala létu mynda sig fyrir utan spítalann í gær, þegar sameining við Landspítalann tók formlega gildi.
Starfsmenn flögguðu í hálfa
stöng og báru sorgarbönd
Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, segist vel
skilja óánægju og áhyggjur starfsmanna St.
Jósefsspítala. Óöryggi grípi alltaf um sig við
breytingar á starfsumhverfi fólks.
„Fólk hefur haft sitt sjálfstæði í Hafnarfirði
og er skiljanlega óánægt með að sameinast
stærri stofnun. Það var ákvörðun velferð-
arráðherra, áður heilbrigðisráðherra, að gera
þetta svona og við munum vinna úr því með
starfsmönnum að gera þetta sem best fyrir
þá,“ segir Björn. Hann segir
það hafa legið fyrir lengi að
flutningur yrði á verk-
efnum, í tengslum við nið-
urskurð í heilbrigðiskerf-
inu. Mikil sparnaðarkrafa
hafi verið sett á St. Jós-
efsspítala fyrir samein-
ingu og hugsun ráðherra
væntanlega verið sú að
ná fram hagræðingu
með sameiningunni.
Segist vel skilja
áhyggjur starfsfólks
FORSTJÓRI LANDSPÍTALANS
Björn Zoëga
Mikil óánægja á St. Jósefsspítala með sameininguna við Landspítalann
Leit að Matthíasi
Þórarinssyni, 21
árs, hefur enn
engan árangur
borið. Í síðustu
viku barst lög-
reglu höfuðborg-
arsvæðisins vís-
bending um
mannaferðir í
Reykjadal við
Hveragerði. Vit-
að er til þess að Matthías hefur kom-
ið við á svæðum þar sem eru heitar
lindir. Björgunarsveitarmenn leit-
uðu í Hveradal en án árangurs.
„Það hefur mjög lítið komið inn af
vísbendingum,“ sagði Ágúst Svans-
son, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á
höfuðborgarsvæðinu, í samtali við
fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is, og
bætti við að slíkt væri mjög sérstakt.
Ekkert hefur spurst til Matthías-
ar frá 27. október sl. Lögregla höf-
uðborgarsvæðisins stýrir leitinni og
er talið líklegt að Matthías haldi til
einhvers staðar á Suðurlandi en
sjálfur bjó hann lengi á Stokkseyri.
Að sögn lögreglunnar þykir Matt-
hías nokkuð sérstakur í háttum og
mikill einfari. Hann ferðaðist um
landið á gömlum Rússajeppa en gæti
nú haft annað ökutæki til umráða.
Þeir sem geta gefið upplýsingar
um ferðir Matthíasar eru vinsamleg-
ast beðnir um að hafa samband við
lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í
síma 444-1000.
Leitin að Matthíasi hefur
enn engan árangur borið
Leitað í Reykjadal í síðustu viku
Matthías
Þórarinsson