Morgunblaðið - 02.02.2011, Blaðsíða 19
UMRÆÐAN 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2011
Í heiðnum sið fögn-
uðu menn aukinni
dagsbirtu með jólum.
Og enn gleðjumst við
á þessum árstíma;
hver kannast ekki við
að hafa upplifað
hversu yndislegt er
þegar bjartara verður
með hverjum morgn-
inum í janúar? Sann-
arlega verður líka
lengur bjart á daginn, og sú vissa
að bjartar sumarnætur eru fram-
undan er gott veganesti í skamm-
deginu.
Nýlega kom fram þingsályktun-
artillaga á Alþingi um breyttan
tíma og bjartari morgna. Í kjölfarið
hafa ýmsir látið þá skoðun í ljós að
birta síðdegis væri mikilvægari
mannlífi hér á norðurhjara og að-
alrök eru þau að kvöldkulinu seink-
aði og við gætum líkt eftir daglegu
lífi suðrænna þjóða. En það er
sýndarveruleiki, Ísland verður
hvorki fært austar né sunnar á
hnöttinn. Heili okkar skynjar áfram
birtuna miðað við hnattstöðu lands-
ins og miðlar þeim upplýsingum til
líkamans.
Enginn velkist í vafa um að rann-
sóknir á hinum ýmsu fyrirbærum
heimsins hafa eflst hin síðari árin,
m.a. í stjörnufræði, veðurfræði en
einnig á sviði lífvísinda. Þar hefur
t.d. verið sýnt með æ skýrari hætti
fram á að aðlögun lífvera að bú-
svæði sínu er skilyrði fyrir afkomu
tegundarinnar og víðkunnir nátt-
úrulífsþættir í sjónvarpi hafa gefið
okkur innsýn í lífsbaráttuna í ýms-
um afkimum jarðarinnar. Í yf-
irgnæfandi tilvikum ræður dags-
birtan hvað mestu um atferli dýra,
sum eru virk á daginn, önnur að
nóttu. Lífveran hefur skynnema
sem mælir birtustig og úr þeim
upplýsingum er unnið til þess að
samhæfa líkamsstarfsemina til sam-
ræmis við þarfir dags eða nætur!
Líkamsklukkan er því stillt reglu-
lega og aðalviðmið er umhverf-
isbirta. Hjá manninum, eins og hjá
mörgum dýrum, er melatón-
ínhormón myndað í myrkri en birta
hindrar það. Styrkur þess í blóði
miðlar því óbeint upplýsingum um
birtu í umhverfinu til
frumna líkamans, hár
blóðstyrkur táknar
einfaldlega nótt fyrir
frumur líkamans, sama
hvað veggklukkan sýn-
ir!
Með seinkaðri dag-
renningu vegna flýttr-
ar klukku sem við höf-
um búið við í rúm 40
ár, er lífeðlisfræðileg-
um ferlum seinkað. Við
höfum því tilhneigingu
til að verða seinna
syfjuð en vakna á morgnana, áður
en við höfum sofið nægju okkar,
enda klukkan þá í raun 90 mínútum
of fljót, sami tími og í Englandi.
Það leiðir til innri togstreitu því
þrátt fyrir að heilinn gefi enn merki
um næturhvíld neyðist líkaminn til
að hefja daginn samkvæmt stað-
artíma. Slíka togstreitu hafa margir
upplifað í fyrstu eftir ferð yfir mörg
tímabelti, þegar ósamræmi skapast
milli innri og ytri klukku. Þessar
aðstæður valda styttingu næt-
ursvefns, sem leiðir til dagsyfju,
minni einbeitingar og árvekni. Ný-
legar rannsóknir sýna einnig fram á
fylgni milli of stutts svefns og of-
fitu.
Andmælendur þess að stilla
klukkuna til samræmis við nátt-
úrulegan tíma benda gjarnan á að
víða í heiminum sé klukkunni
breytt að vori og hausti og því sé
okkur engin vorkunn. En það virð-
ist gleymast að við skiptum ekki
milli sumar- og vetrartíma heldur
erum við stöðugt föst á röngum
tíma.
Tekist er á um klukkuna víðar en
á Íslandi. Í breska þinginu deila
menn nú um frumvarp að lögum um
að flýta klukkunni um eina klukku-
stund og festa hana á þeim tíma allt
árið. Hvort tveggja er stutt vellíð-
unar- og efnahagsrökum líkt og hér
á landi. Helsti talsmaður þess hér,
Vilhjálmur Egilsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs-
ins heldur því ítrekað fram í fjöl-
miðlum að engar rannsóknir séu til
um áhrif þessa fyrirkomulags, og
trúi ég að hann viti ekki betur.
Raunin er sú að fjölmargar rann-
sóknir hafa verið gerðar, sem varpa
ljósi á mikilvægi þess að tekið sé
mið af náttúrulegri birtu. Í tilefni
tímabreytinga í Bretlandi nú í haust
birtist í British Medical Journal
grein tveggja evrópskra vísinda-
manna, sem báðir eru þekktir fyrir
rannsóknir sínar á þessu sviði. Þar
segir m.a.: Líkamsklukka mannsins
hefur tilhneigingu til að byggja
frekar á dagrenningu en sólsetri, og
þess vegna seinkar svefntíma okkar
eftir því sem sólarupprás er seinna
að deginum. Ennfremur: Vegna
minni birtu sérstaklega vegna inni-
vinnu hafa líkamsklukkur okkar til-
hneigingu til að seinka sér. Kann-
anir sýna að yfir 90% einstaklinga
vakna á vinnudögum áður en svefn-
þörfinni er fullnægt og 74% reiða
sig á vekjaraklukku til að vakna.
Þetta ósamræmi milli líkamsklukku
og staðarklukku kallast „félagslegt
dægurrask“ (e. social jetlag.) Þeim
mun meira sem dægurraskið er,
þeim mun líklegri eru einstaklingar
til að neyta tóbaks, áfengis og
kaffis. Morgunbirtan flýtir líkams-
klukku okkar, en kvöldbirtan seink-
ar henni enn frekar og við það
eykst félagslegt dægurrask með
fyrrgreindum áhættuþáttum fyrir
heilsuna. Við þurfum meiri birtu og
við þurfum hana sárlega á morgn-
ana.
Þeir fullyrða að markmiðið ætti
að vera að samræma staðar- og lík-
amsklukku, þannig að vekj-
araklukku yrði ekki lengur þörf.
Þetta skapaði þrenns konar ávinn-
ing: aukin afköst og framleiðni,
bætt heilsufar og lífsgæði og minni
fjárútlát til heilbrigðismála.
Ljóst má vera af framansögðu að
sterk heilsufarsleg rök, en einnig
vellíðunar- og efnahagsrök, hníga
að því að seinka klukkunni og færa
með því íslenskan staðartíma nær
náttúrulegum tíma.
Tíminn og birtan
Eftir Björgu
Þorleifsdóttur » Sterk heilsufarslegrök, en einnig vellíð-
unar- og efnahagsrök,
hníga að því að seinka
klukkunni og færa ís-
lenskan staðartíma nær
náttúrulegum tíma.
Björg Þorleifsdóttir
Höfundur er lífeðlisfræðingur og
áhugamaður um rétta klukku.
Það sló mig um dag-
inn þegar ég var að lesa
undir próf í Háskóla Ís-
lands að í glærum frá
þekktu almanna-
tengsla- og ráðninga-
fyrirtæki hér í bæ kom
fram að þegar ráðgjafar
fyrirtækisins ræða um
samskiptastjórnun við-
skiptavina eða (CRM)
Customer Relationship
Management þá meina
þeir að öll slík samskipti miði að því að
hámarka virði eigenda fyrirtækisins.
Þetta útskýrði sérfræðingurinn
með mynd þar sem í miðju var fern-
ingur sem í var ritað – Hámörkun
virðist til eigenda – og í hvert horn
ferningsins kom nýr ferningur sem
snertir þann stærsta og í þá var ritað
– Hámarka tekjur, – Lágmarka
kostnað, –Stjórna áhættu, – Nýta
eignir. Þetta fannst mér hrikaleg
mynd.
Ég hef verið að læra stjórnun og
stefnumótun undanfarin ár og í námi
mínu hef ég auðvitað komið inn á
markaðsfræði og sölumennsku auk
vöruþróunar, bókhalds, reiknings-
halds, sálfræði og hagfræði auk fleiri
greina.
Þegar ég sá þessa skýringamynd
og heyrði rök sérfræðingsins tengd-
ust allskonar óþægilegar tilfinningar
eða straumar sem ég hef fundið í
kennslutímum í gegnum námið í ólík-
um fögum. Tengingin
var þessi miðjukassi –
Hámörkun virðis til eig-
enda –.
Nú er enginn vafi á
því að fjárfestar og aðrir
leggja pening í fyrirtæki
í þeirri von og trú að
þeir muni ávaxta sig þar
og þá oft betur en ann-
ars staðar. Þeir setja
fjármuni sína yfirleitt
þar sem þeir sjá fyrir
sér mestu ávöxtunina
eða bestu nýtnina. Það
er bara eðlilegt.
Ég hef engar athugasemdir við
þessa hugsun.
Mín vanlíðan á uppruna sinn í því
að kennt er að tilgangur rekstrar fyr-
irtækja sé að ávaxta eignir eigenda
þeirra. Þessu er ég ósammála og tel
reyndar þessu vera öfugt farið.
Tilgangurinn hlýtur alltaf að vera
að bjóða viðskiptavinum sínum bestu
vöru og þjónustu á hagkvæmasta
verðinu og skapa þannig atvinnu fyrir
eigendur og starfsmenn. Þegar þetta
kemur allt saman verður eðlileg af-
leiðing þess mikil ávöxtun eigna eig-
endanna. Ávöxtunin getur aldrei verið
frumorsök rekstrarins.
Afleiðingin af vel reknu fyrirtæki
er mikil ávöxtun og aukning virðis
eigendanna vegna aukinna viðskipta.
Það er og verður aldrei annað en af-
leiðing af öðru því án ánægðra við-
skiptavina, ánægðs starfsfólks og vel
rekins fyrirtækis hækkar virði eig-
endanna ekki.
Í námi mínu er einnig kennt mik-
ilvægi þeirra hlutverka sem við sem
einstaklingar tökum að okkur í lífinu
og hvernig hægt er að hafa áhrif á
hegðun okkar í gegnum hlutverk.
Búningar, einkennisföt, vinnuum-
hverfi, bitlingar, allt eru þetta atriði
sem hafa áhrif og mögulega geta
breytt hegðun okkar og annarra til
hins betra eða verra allt eftir að-
stæðum og áreitinu.
Þetta er grundvallarþekking sem
krafist er í markaðsfræðum, stjórnun
og sölumennsku því umhverfi og útlit
skiptir gríðarlegu máli þegar kemur
að því að sannfæra aðra. Upplifun ein-
staklingsins fer langt með að sann-
færa hann og því þarf að vanda til
allra hluta.
Traust er annað sem kennt er að
skiptir verulegu máli þegar kemur að
samskiptum og fólk er fljótt að skynja
þegar því er ekki treyst eða traust
þess er ekki endurgoldið. Allt hefur
þetta áhrif á gengi fyrirtækja og sam-
skipti því viðskiptavinurinn leggur
ósjálfrátt allt þetta saman, eigin upp-
lifun, það sem augun sjá, það sem eyr-
að nemur og hvað stenst og hvað
stenst ekki.
Með því að leggja höfuðáherslu á
það að virði eigendanna hámarkist er
það mín skoðun að eggið sé þannig
farið að segja hænunni fyrir verkum.
Út úr því kemur ekkert gott og má í
því sambandi horfa yfir stöðu versl-
unar og þjónustu á Íslandi í dag.
Hvaða tilfinningu hefur þú sem
neytandi þegar þú horfir á þau fyr-
irtæki sem bjóða þér núna þjónustu
sína og vörur? Við getum í huganum
flokkað fyrirtækin í hópa, annars veg-
ar þau sem hafa hagsmuni okkar sem
viðskiptavina að leiðarljósi og hins
vegar þeirra sem hafa hagsmuni eig-
enda sinna að leiðarljósi.
Muninn sjáum við væntanlega á
vöru- og þjónustugæðunum.
Ég spyr svona að lokum, hvers
vegna ég ætti, ef ég kemst hjá því, að
versla við fyrirtæki sem ég veit að set-
ur hagsmuni eigenda sinna töluvert
ofar mínum hagsmunum?
Hvers vegna ætti ég ekki að beina
viðskiptum mínum til þess fyrirtækis
sem ég finn og sé greinilega að ber
mína hagsmuni fyrir brjósti? Jafnvel
þó að verðið sé örlítið hærra.
Mínir hagsmunir sem neytandi
liggja því í öflugu viðskiptasiðferði og
öflugum eftirlitskerfum sem eru fær
um að refsa fyrirtækjum sem brjóta af
sér en einnig í því að hámenntaðir sér-
fræðingar sem snúa öllu á hvolf upplifi
gagnrýna hugsun frá þeim sem á þá
hlusta.
Hámörkun virðis til eigenda
Eftir Ásmund R.
Richardsson »… Traust er annað
sem kennt er að
skiptir verulegu máli
þegar kemur að sam-
skiptum og fólk er fljótt
að skynja þegar því er
ekki treyst …
Ásmundur R.
Richardsson
Höfundur er viðskiptafræðingur.
Menn eru hugsi eftir
persónukjörið til
stjórnlagaþings 27.
nóvember. Á kjördag
var ég í hverfis-
kjörstjórn í Laug-
ardalshöll, stærsta
kjörstað landsins. Þar
tók mig tali maður frá
Skotlandi, kvaddur af
dómsmálaráðuneytinu
vegna kosningarinnar.
Áður hafði hann verið hér í sept-
ember, þá tilkvaddur af alþingi vegna
lagasamningar um kosninguna.
Hann endursamdi lögin, sagði hann.
Sem sagt kunnáttumaður um að-
ferðina, greiðslu einfalds yfirfær-
anlegs atkvæðis. Aðferðin væri við-
höfð í Skotlandi, Írlandi,
Norður-Írlandi, Ástralíu, Nýja-
Sjálandi og Kanada – í breska heim-
inum, skaut hann inn – og í Cam-
bridge í Massachusetts á Nýja-
Englandi. Gjarna væru kosnir 10-12,
og flestir hefðu frambjóðendur verið
70 í sögu þessarar aðferðar. Þá gátu
menn raðað 1, 2 o.s.frv, 69 og 70, en
nú aðeins 25.
Aðferðin verður hér metin að feng-
inni reynslu. Fyrst dæmi, sem ekki
er samkvæmt reynslu, og þar á að-
eins að kjósa einn. Kjósendur eru 21.
Deilitalan til að finna sætishlut, þá
tölu atkvæða, sem þarf til að ná kjöri,
er tala þeirra, sem á að kjósa, 1+1.
Teknir eru aukastafir af útkomunni
og bætt við 1, sem sagt 21/2=10,5,
sem styttist í 10 og bætt við 1. Það
gerir 11.
Um 5 er að velja: A, B, C, D og E.
11 kjósendur raða
A
B
C
D
E
en 10 kjósendur raða
B
C
D
E
A
A nær sætishlut. Þeir 11, sem því
ráða, setja allir B næst-
an. 10 setja B fremstan
og A neðstan.
Þetta dæmi hef ég
áður kynnt til að bera
greiðslu einfalds yf-
irfæranlegs atkvæðis
saman við raðval (Lýð-
ræði með raðvali og
sjóðvali, bls. 52-54). Í
raðvali nær B kjöri; fyr-
ir að vera í fyrsta sæti
fær hann 10x4 stig og
fyrir að vera í öðru sæti
11x3 stig, samtals 73 stig. A fær 11x4
stig, 44, fyrir að vera í fyrsta sæti, en
ekkert stig fyrir neðsta sæti.
Lítum á, hvernig getur farið um
slíkt mat kjósenda, að forðast kosn-
ingu sumra frambjóðenda, með að-
ferðinni, sem viðhöfð var í nóvember.
Í dæminu á að kjósa 25; deilitalan er
því 25+1. Kjósendur eru 100000.
Sætishlutur, nauðsynleg tala til að ná
kjöri, er 3847. A er efstur hjá 3900
kjósendum. Það tryggir honum sæti.
Þetta getur gerst, enda þótt allir aðr-
ir hafi hann alls ekki meðal þeirra 25,
sem þeir raða. Á sama hátt getur far-
ið fyrir B, sem 3850 setja efstan, en
allir aðrir leiða hann hjá sér og hafa
hann alls ekki á kjörseðli sínum.
Þannig geta náð kjöri 25, hver með
þröngan hóp að baki, enda þótt lang-
flestir telji þá ekki koma til greina,
en í öðru og þriðja sæti gætu verið
yfirleitt sömu frambjóðendurnir,
sem sagt almennt nokkuð vel metnir,
en við uppgjörið koma þeir ekki til
álita.
Af þeim 25, sem kjörnir voru á
stjórnlagaþing, eru 24 frá höfuð-
stöðum landsins og nágrenni, 22 frá
höfuðborginni og nágrenni og 2 frá
höfuðstað Norðurlands, en einn utan
þeirra. Svona fór, enda þótt líklegt
sé, að ekki nokkur kjósandi hafi vilj-
að það. Í greiðslu einfalds yfirfær-
anlegs atkvæðis er nefnilega engin
samstilling, heldur veljast menn
óvart saman. Það getur reyndar
gerst, þó að aðeins eigi að velja tvo,
eins og sýnt skal með dæmi, sem er
ekki fjarri veruleikanum.
Kennarafélag á að velja tvo full-
trúa í stjórn skólans. Skólinn starfar
á tveimur stöðum, í Kvennastræti, en
þar eru fræðigreinar, sem konur
kenna helst, og í Karlagötu, þar sem
eru fræðigreinar, sem karlar kenna
helst. Allir eru á því, að hvor staður
skuli hafa sinn fulltrúa og hvort kyn
sinn mann. Í lausbeisluðu persónu-
kjöri, hvort heldur eins og menn eiga
að venjast eða með greiðslu einfalds
yfirfæranlegs atkvæðis, þar sem allir
skipa í tvö efstu sætin samkvæmt of-
ansögðu, er undir hælinn lagt, að nið-
urstaðan verði í samræmi við þetta
sameiginlega álit, heldur getur hún
vel orðið sú, að tveir veljist úr Karla-
götu eða tvær úr Kvennastræti. Með
raðvali tvennda getur ekki farið svo.
Þar mundu allar tvenndir, sem kost-
ur er á, hafa þessa eiginleika, sem
einhugur var um. Kjósendur raða
tvenndunum, og stig eru reiknuð
samkvæmt reglum raðvals.
Þetta er auðvelt, þegar 2 eru kosn-
ir og aðeins er um tvo eiginleika að
ræða. Þegar kjósa á 25 og fleiri eig-
inleikar koma til álita kjósenda, verð-
ur raðval ekki viðhaft umsvifalaust,
en umfjöllun um raðval stjórnar í
Lýðræði með raðvali og sjóðvali (bls.
65-67) má hafa til hliðsjónar við leit á
aðferð án framangreindra annmarka
greiðslu einfalds yfirfæranlegs at-
kvæðis.
Persónukjör
- 2 kosnir
Eftir Björn S.
Stefánsson
Björn S. Stefánsson
» Lýst er tvenns konar
annmörkum á að-
ferðinni við kosningu til
stjórnlagaþings. Ef
gera á betur í persónu-
kjöri, er bent á að hafa
raðval til hliðsjónar.
Höfundur starfar í Lýðræðissetrinu.