Morgunblaðið - 02.02.2011, Side 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2011
Svo mikill arnsúgur
fylgir sumum mönn-
um, að við skyndilegt
og ótímabært fráfall
þeirra er eins og nístandi þögn
hvolfist yfir eftirlifandi samferða-
menn þeirra. Óli G. Jóhannsson list-
málari á Akureyri var tvímælalaust
í þeim hópi. Ungur maður var hann
meðal fræknustu sundmanna sinnar
kynslóðar, seinna gerðist hann
ástríðufullur hestamaður, stang-
veiðimennskuna fékk hann í föð-
urarf og sinnti henni af ákefð, síðan
hefur ötulli sýningarhaldari vart
sést á Akureyri. Loks nam hann
myndlist af sjálfum sér og gerðist á
endanum einn víðförlasti myndlist-
armaður okkar Íslendinga. Óli G.
var ekki einasta alltumlykjandi í at-
hafnasemi sinni, heldur var hann
stærri í sér en flestir menn. Mót-
læti tók hann af auðmýkt og karl-
mennsku, erfði ekki missætti við
nokkurn mann og kappkostaði að
deila síðbúinni velgengni sinni með
fjölskyldu og vinum. Skyndilegt frá-
fall hans örfáum dögum eftir opnun
glæsilegrar málverkasýningar í
Listasafni Reykjaness í Keflavík
minnir á harmrænan viðsnúning ör-
laganna í grískum leikbókmenntum.
Sá Óli G. sem kvaddi sýningargesti
laugardaginn 15. janúar var glaður
og reifur, þakklátur fyrir velvild
Keflvíkinga í sinn garð fyrr og síð-
ar.
Tengsl okkar Óla G. ná allt aftur
til áttunda áratugar síðustu aldar.
Hann vann þá að því að koma
myndlist á Akureyri til nokkurs
þroska; ég var þá myndlistargagn-
rýnandi DV. Og þessi tengsl rofn-
uðu ekki fyrr en yfir lauk. En upp í
hugann kemur fyrst mynd frá síð-
asta sumri, þegar ég hitti Óla G. við
veiðar í Staðará á Snæfellsnesi.
Við lágt klettabelti sem liggur að
einum hylnum hafði Óli G. komið
sér fyrir eins og herforingi, um-
hverfis hann voru nokkrir opnir
kassar með flugum í öllum regn-
bogans litum. Þar við bættust
stangirnar: klassísk flugustöng,
kaststöng með spún og voldug tví-
henda fyrir maðk. En Óli G. var
„multitasking“ eins og sagt er á al-
þjóðlegu viðskiptamáli, því meðan
hann kastaði flugunni í sífellu talaði
hann í farsíma við umboðsmenn
sína í útlöndum og leiðbeindi
óreyndum veiðimanni um köst og
veiðistaði. Í kappsemi sinni hafði
honum einnig láðst að fara í vöðlur,
en sat á steini í betri buxum og
blankskóm. Skyndilega fær óreyndi
veiðimaðurinn átta punda sjóbirting
á línuna en ræður illa við fiskinn.
Þá er það Óli G. sem stekkur út í
hylinn með háf á lofti, klöngrast þar
um stund með straumharða ána
upp að mitti, og í sameiningu landa
þeir fengnum. Af meðfæddu örlæti
hrósaði Óli G. veiðimanninum síðan
fyrir frammistöðuna, þó svo hann
hefði sjálfur lagt sig í lífshættu við
að aðstoða hann.
Myndlist Óla G. var framlenging
af honum sjálfum, örlát í sköpunar-
gleði sinni og vísan til myndlist-
arhefðarinnar, kraftmikil, gáskafull
og margbrotin. Hún er reist á
þeirri sannfæringu að nýstefna
20stu aldar, módernisminn, hafi
ekki enn runnið sitt skeið á enda,
heldur eigi enn mikið inni, eins og
sagt er á íþróttamáli. Sjálfur átti
Óli G. mikið inni þegar örlögin
gripu í taumana.
Fjölskyldu Óla sendi ég hug-
heilar samúðarkveðjur.
Aðalsteinn Ingólfsson.
Þær voru hreint lamandi frétt-
irnar af veikindum og andláti Óla.
Óli G. Jóhannsson
✝ Óli G. Jóhannssonfæddist á Ak-
ureyri 13. desember
1945. Hann lést á
Landspítalanum í
Reykjavík 20. janúar
2011.
Útför Óla G. fór
fram frá Akureyr-
arkirkju 31. janúar
2011.
Síðast þegar við hitt-
umst í Örkinni hans
Nóa, þar sem hann
var tíður gestur og
sagði oft við komuna
„Vantar ekki góða
lykt í húsið?“, var
hann svo yfirvegaður
og ánægður með lífið.
Hann hreinlega ljóm-
aði enda hefur vegur
hans og frami verið
hreint stórkostlegur
síðustu ár.
Kynni okkar hjóna
og vinskapur ná langt
aftur. Við Óli unnum saman á póst-
húsinu þar sem ég var sumarmaður
og hann gjaldkeri, Lilja var mín
hægri hönd hjá DNG í 17 ár og Óli
tók líka að sér söluverkefni hjá fyr-
irtækinu. Við hjónin hittumst oft og
reglulega og gerðum okkur glaðan
dag.
Við Óli höfðum sameiginlegan
áhuga á hestum og hrossarækt, átt-
um saman hesthús um árabil og
spáðum mikið í þau fræði og rugl-
uðum reytum í ræktuninni. Sameig-
inlegur áhugi okkar á myndlist var
líka mikill og þar eins og í hest-
unum var mikið spáð og spekúlerað.
Hann var óþreyttur að sýna mér
það sem var í gangi og nýtt á strig-
anum. Snemma fórum við að gant-
ast um það að vera saman við opn-
un hans í New York, það væri ekki
spurning um hvort heldur hvenær.
Svo kom stundin, samstarf Óla við
Opera-galleríið hafði gengið með
einstökum ágætum. Vorið 2008 var
ákveðið að hann sýndi í New York á
vegum Opera og mikið lagt í und-
irbúning og kynningu. Nokkru áður
hafði Óli samband og sagði: „Þið
hjónin verðið með í New York, við
Lilja erum búin að ganga frá öllu
og allt klárt!“ Það stóð heima.
Ferðin var eitt ævintýri, algerleg
ómetanleg reynsla og upplifun.
Svona var Óli, stórbrotinn karakter
sem kallaði ekki allt ömmu sína í
lífinu. Hann var afar skýrt dæmi
um hvað stórhugur, vilji, dugnaður
og að sjálfsögðu einstakir hæfileik-
ar geta skilað miklum árangri.
Í framhaldi af ferðinni til New
York bauð Óli mér að vera með sér
á vinnustofunni og mála undir leið-
sögn sinni, andrúmsloftið var ein-
staklega rólegt og yfirvegað, þetta
var eins og að detta yfir í annan
heim. Enn og aftur ómetanleg
reynsla fyrir mig. Hann skammaði
mig að vísu einu sinni fyrir að taka
til á vinnustofunni: „Þetta á að vera
svona!“ Við sýndum saman afrakst-
urinn í Festarkletti við afar góðar
viðtökur í júní 2009. Hann ákvað að
hafa sínar myndir sem minnst af-
gerandi í þetta skiptið, mínar áttu
að njóta sín.
Tómið er mikið við fráfall Óla,
hann átti eftir að gera svo margt og
stórar sýningar og sigrar voru
framundan. Lilja, Öddi, Siggi, Hjör-
dís, Hrefna og fjölskyldur, við hjón-
in sendum ykkur innilegar samúð-
arkveðjur. Hugur okkar er með
ykkur. Óli var stórbrotinn og alger-
lega einstakur.
Kristján Eldjárn.
Hinn 12. september 1962 tóku sig
til nokkur ungmenni á Akureyri og
stofnuðu Sundfélagið Óðin. Þetta
unga fólk var á aldrinum 15-18 ára
og hafði um tíma verið óánægt með
hvernig staðið var að málefnum
sundmanna innan félaganna KA og
Þórs. Þar virtist skipta meira máli
kapp milli félaganna, en ekki íþrótt-
in sjálf eða íþróttamennirnir. Þau
sem fremst fóru í flokki þessara
ungmenna voru Óli G., sem við
kveðjum í dag, Júlíus Björgvinsson,
Björn Arason, Björn Þórisson og
Erla Hólmsteinsdóttir. Margir
töldu að þetta félag myndi lognast
fljótt út af þar sem stofnendur voru
svo ungir og reynslulitlir. En með
seiglu og dyggum stuðningi nokk-
urra eldri einstaklinga tókst að
halda félaginu á floti og er það í dag
eitt af stærri sundfélögum landsins.
Þetta má ekki síst þakka Óla G. og
Jóni Árnasyni, sem voru í fremstu
röð íslenskra sundmanna á sínum
tíma, sem og öðrum er komu að
frumkvöðlastarfi félagsins. Þótt Óli
hafi hætt sundiðkun vissi hann
samt alltaf hvað var að gerast og
var með tímana á hreinu. Hann
heiðraði nú síðast sundið árið 2009
á Landsmóti UMFÍ á Akureyri og
veitti verðlaun í sundgreininni.
Við minnumst Óla G. með þakk-
læti og virðingu fyrir framlag hans
til sundsins á Akureyri. Eftirlifandi
eiginkonu Óla, börnum og öðrum
aðstandendum vottum við samúð á
þessum erfiðu tímum.
F.h. stjórnar og þjálfara Sund-
félagsins Óðins,
Karen Malmquist.
Það eru ekki mörg ár frá því að
ég kynntist Óla G. Jóhannssyni.
Hann gekk inn á vinnustofu mína
þar sem ég var við vinnu og kynnti
sig, ófeiminn en hæverskur. Við átt-
um ágætt samtal og ég fann að
hann var góður viðmælandi.
En þetta var ekki sá Óli G. sem
ég átti eftir að kynnast síðar því sú
persóna, sem mig grunaði ekki að
ætti eftir að verða samstarfsfélagi
minn og vinur, reyndist önnur og
stærri en við fyrstu kynni.
Ævintýrið um Óla G. Jóhannsson
byrjaði árið 2007 þegar opnaðist
fyrir einkasýningu í Opera Gallery í
London á tólf stórum myndum sem
hann hafði málað sérstaklega af því
tilefni. Eigendum gallerísins hafði
borist sýningarskrá frá Íslandi með
verkum þessa hispurslausa málara
og höfðu þeir ákveðið að kynna
hann í galleríi sínu í London. Töldu
þeir verk Óla kærkomna og ferska
viðbót við flóru þeirra u.þ.b. 200
listamanna sem þeir höfðu á sínum
snærum.
Mér verður ævinlega minnisstætt
það augnablik þegar ég vaknaði við
símhringingu frá London um há-
bjarta júnínótt og rödd í símanum
sagði „þær eru allar seldar“. Ég
áttaði mig ekki í fyrstu hvað um var
að vera en skildist brátt að kampa-
kátur Óli G. Jóhannsson hafði sleg-
ið rækilega í gegn með sinni fyrstu
einkasýningu í London.
Þessi velgengni átti eftir að halda
áfram því sýningar á vegum Opera
Gallery urðu í kjölfarið úti um allan
heim allt frá New York til Seoul að
ónefndum sýningum í Mónakó,
Dúbaí og Singapúr.
Árangur Óla G. með málverk sín
á erlendri grundu varð með ólík-
indum en má skýra að nokkru með
því öfluga kynningarstarfi sem gall-
eríið í London stóð fyrir. Þeir sem
þar réðu ferð höfðu álit og trú hon-
um sem málara og stóðu rækilega
við sinn hlut. Hann varð einn sölu-
hæsti listamaður gallerísins og var
orðinn þekkt nafn á erlendri
grundu. En það er líka í velgengn-
inni sem reynir á hvaða mann hver
hefur að geyma. Óli G. var sjálf-
menntaður sem málari sem gerði
þar af leiðandi róður hans erfiðari,
en kannski um leið hann sjálfan
frjálsari í sinni sköpun. Hann hafði
vaxið upp af sjálfum sér sem lista-
maður með mikilli elju og var á leið
með málverk sitt inn á nýjar braut-
ir sem enginn veit nú hvar hefði
endað. Hann var enn að reyna nýj-
ar leiðir í listsköpun sinni, en um
leið að taka ákveðnari stefnu. En
það verða ekki til fleiri málverk
gerð af hendi Óla G. Jóhannssonar.
Ævintýrinu er lokið.
Samstarf okkar Óla var með
ágætum þann stutta tíma sem við
áttum samleið. Hann hélt þrjár
einkasýningar hjá mér í Studio
Stafni auk þess sem hann var með
verk í sölu milli sýninga. Það var
ýmislegt á döfinni, ný bók í smíðum
á fjórum tungumálum og væntanleg
sýning í New York á vordögum.
Við vorum í nær daglegu sam-
bandi þann tíma sem kynni okkar
stóðu og bar aldrei skugga þar á.
Þegar vel gekk var hann manna
kátastur og örlátastur. Hann naut
þess að gefa og vera aflögufær.
Ég þakka Óla gott samstarf og
vináttu og votta Lilju, börnum hans
og fjölskyldum samúð mína á erf-
iðum tímum við ótímabært fráfall
Óla G. Jóhannssonar. Megi hann
hvíla í friði.
Viktor Smári Sæmundsson.
✝
Þökkum af alhug auðsýnda vináttu og samúð við
andlát okkar ástkæra eiginmanns, föður, tengda-
föður, bróður, afa og langafa,
STEFÁNS JÓHANNSSONAR
forstjóra,
Seyðisfirði.
Sérstakar þakkir til Heilbrigðisstofnunar Austur-
lands í Neskaupstað og á Seyðisfirði fyrir góða
umönnun.
Guðrún Auðunsdóttir,
Ólafía Þ. Stefánsdóttir, Guðjón Már Jónsson,
Nína S. Waldmann, Paul Waldmann,
Auður J. Stefánsdóttir, Níels E. Daníelsson,
Jóhann Stefánsson, Bára Mjöll Jónsdóttir,
Stefán Þór Stefánsson,
Helga Ó. Jóhannsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir til ykkar allra sem sýnduð okkur
vináttu, hlýhug og samúð við andlát og útför
ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
SKARPHÉÐINS ÁRNASONAR.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk Dvalarheimilisins
Höfða fyrir nærgætni og hlýju.
Landssamtökum smábátaeigenda færum við
einnig sérstakar þakkir fyrir einstaka vináttu og
virðingu sem þau sýndu honum með þátttöku sinni í athöfninni.
Sigurbjörn Skarphéðinsson, María Karlsdóttir,
Sigrún Birna Skarphéðinsdóttir, Pétur Örn Jónsson,
Aðalheiður Skarphéðinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug
við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður
okkar, tengdaföður, afa, langafa og bróður,
ÁRNA BALDVINS HERMANNSSONAR,
Hátúni 26,
Keflavík.
Sérstakar þakkir viljum við færa öllu því yndislega
starfsfólki D-deildar á Heilbrigðisstofnun Suður-
nesja fyrir ómetanlegan stuðning og kærleik.
Guð blessi ykkur öll.
Þóra Svanlaug Ólafsdóttir,
Sveindís Árnadóttir,
Hermann Árnason, Ásta Baldvinsdóttir,
Jón Ólafur Árnason, Soffía Karen Grímsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn,
Sigríður Hermannsdóttir.
✝
Hjartans þakkir færum við þeim sem heiðruðu
minningu mömmu okkar, tengdamömmu, ömmu
og langömmu,
PÁLDÍSAR EYJÓLFS.
Við þökkum auðsýnda samúð og vináttu og færum
starfsfólki Droplaugarstaða kærar þakkir fyrir
kærleiksríka umönnun.
Halldóra Konráðsdóttir, Þorvaldur Sigurbjörnsson,
Elísabet Konráðsdóttir, Sigurður Halldórsson,
Elín Konráðsdóttir, Guðni Bergsson,
barnabörn og langömmubörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
MARGRÉT EYÞÓRSDÓTTIR,
verður jarðsungin á morgun, fimmtudaginn
3. febrúar kl. 13.00, frá Hafnarfjarðarkirkju.
Ástríður Gunnarsdóttir, Trausti Gunnarsson,
Sesselja Gunnarsdóttir, Eggert Kristinsson,
Ingibjörg Jóna Gunnarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.