Morgunblaðið - 02.02.2011, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 02.02.2011, Qupperneq 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2011 Elsku bróðir minn er fallinn frá aðeins 47 ára að aldri eftir erfiða baráttu við óregluna. Það var þungt högg þegar lögreglan hringdi heim þann 11. janúar og tjáði okkur að þú hefðir orðið bráðkvaddur í heimahúsi. Ég vissi ekki alveg hvort ég ætti að trúa því enda ekki nema rétt um 4 mán- uðir síðan mamma kvaddi okkur. En elsku Guðmundur minn, núna veit ég að þú hefur fengið hvíldina og ert sáttur, enda kominn til pabba, mömmu og ömmu sem þú þráðir svo að hitta aftur enda alinn mikið upp hjá ömmu á Lýtings- stöðum og þar leið þér alltaf best. Það er ekki nema rétt ár síðan þú komst til mín á Barnaspítala Hringsins til að sjá litlu tvíburana mína. Það skein af þér gleðin yfir þeim enda varst þú allra fyrstur til að koma og kíkja á þá. Þú reyndist okkur líka mjög vel þann tíma sem við dvöldum á spítalanum í Reykjavík og varst alltaf tilbúinn til að keyra okkur eða lána okkur bílinn þinn, enda alltaf boðinn og búinn að gera allt fyrir alla og vild- ir öllum svo vel, ég vil þakka þér fyrir það. Ég er líka mjög þakklátur fyrir allar góðu móttökurnar sem þú veittir mér þegar ég kom suður, það var alltaf svo fínt hjá þér og gott að koma til þín, ég er líka svo þakklátur fyrir öll þau símtöl sem við áttum og öll byrjuðu á setning- unni elsku Björn bróðir. Alltaf varstu ákveðinn í því að standa Guðmundur Ingi Baldursson ✝ Guðmundur IngiBaldursson fædd- ist á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki 10. júlí 1963. Hann lést 11. janúar 2011. Útför Guðmundar Inga fór fram frá Mælifellskirkju 20. janúar 2010. þig. En því miður ráðum við ekki hve- nær kallið kemur en ég mun sakna þess að heyra ekki frá þér oftar. En að lokum lang- ar mig þakka Guð- mundi Jónssyni, vini Guðmundar bróður, fyrir að hafa reynst honum svo vel og staðið við bakið á honum síðustu ár. Þinn Björn bróðir. Elsku bróðir minn hann Guð- mundur Ingi er fallinn frá 47 ára gamall. Það voru hræðilegar fréttir sem bárust okkur hinn 11. janúar, að þú hefðir orðið bráðkvaddur, enda maður á besta aldri. Ég var alveg tvo daga að átta mig á því að þú værir virkilega farinn og kannski er ég ekki enn búinn að því enda ekki nema rétt fjórir mánuðir síðan við kvöddum mömmu eftir erfið veikindi. Alltaf gátum við spjallað saman í góðu og þú varst duglegur að hringja í litla bróður og ræddum við allt milli himins og jarðar, en ég sá alltaf rosalega eftir því að hafa ekki komist í veiðiferðina sem við vor- um búnir á ákveða að fara í síðasta sumar. En góður maður varstu og alltaf tilbúinn að hjálpa manni ef eitt- hvað vantaði enda eru það ófá skiptin sem þú hjálpaðir mér að flytja og að dytta af bílnum mínum þegar ég bjó fyrir sunnan. En nú er víst komið að kveðjustund í bili. Ég vona svo innilega að þú sért búinn að finna friðinn sem þú þráðir svo heitt og ég veit að mamma, pabbi og sérstaklega amma taka vel á móti þér en ég mun sakna þín, Guðmundur minn. Þinn litli bróðir, Jónas Helgi. Sumar manneskjur eru þeirrar gerðar að á einhvern eðlislægan og áreynslulausan hátt setja þær svip á umhverfi sitt hvar sem þær koma. Andrúmsloftið verður á einhvern hátt léttara og einkennist af bjart- sýni og glaðværð. Armæðu- og niður- rifshjal víkur fyrir jákvæðni og hlý- hug. Þær gefa lífinu lit og með útgeislun sinni og góðri nærveru líð- ur fólki vel í návist þeirra. Þannig manneskja var hún amma mín. Með glæsileik sínum og fágaðri framkomu bar hún af hvar sem hún kom. Það var eftir henni tekið fyrir smekklegan klæðaburð og reisn sem hún hélt alla tíð. Amma var einstak- lega viðræðugóð, minnug og fróð. Hún átti vini á öllum aldri. Fólk lað- aðist að henni og þótti gott að leita til hennar. Það fannst mér líka. Elsku amma mín. Ég man stund- irnar þegar ég dvaldi hjá ykkur afa á Ísafirði þegar ég var barn. Alltaf ný- bakað á borðum og nammi í kjallar- anum. Við fórum á samkomur og nut- Guðbjörg Salóme Þorsteinsdóttir ✝ Guðbjörg Sal-óme Þorsteins- dóttir fæddist í Hörgshlíð í Mjóa- firði 8. janúar 1919. Hún lést á heimili sínu Pól- götu 6 á Ísafirði 19. janúar 2011. Útför Guð- bjargar fór fram frá Ísafjarð- arkirkju 29. janúar 2011. Jarðsett var í Ísafjarðarkirkju- garði. um samverunnar til fulls. Ég minnist þess einnig hversu góðan tíma við áttum saman þegar þið dvölduð hjá okkur og ég svaf uppí hjá ykkur. Við báðum bænirnar saman og enn í dag fer ég með sömu bænirnar á hverju kvöldi og í sömu röð. Þið afi eruð alltaf í bænum mínum. Í seinni tíð hef ég verið svo heppin að njóta samverunnar með þér þegar þú dvaldir hjá mömmu og pabba í Kópa- voginum. Það verður tómlegt í „ömmu herbergi“ nú þegar þú ert farin. Það var alltaf svo gaman að spjalla við þig og heyra þig segja sög- ur. Við nutum þess líka að máta og skoða föt saman. Það var einstakt hvað þú hafðir mikið vit á nýjustu tískustraumum. Ég er svo glöð að þú skyldir vera viðstödd brúðkaup okkar Ragnars og að Sigríður dóttir okkar skyldi fá að kynnast þér. Mér er minnisstætt þegar þú varst hjá mér í Klapparhlíð- inni síðustu dagana áður en hún kom í heiminn. Síðar urðuð þið góðar vin- konur og þótti henni afar vænt um langömmu sína. Mikið þótti okkur vænt um þegar þú komst til Danmerkur og dvaldir hjá okkur í Kaupmannahöfn, ekki einu sinni heldur tvisvar á síðastliðn- um þremur árum. Við erum svo þakklát fyrir að hafa fengið þennan tíma með þér og stolt af þér að leggja í þetta ferðalag komin á tíræðisaldur. Ég var svo hreykin af þér og notaði hvert tækifæri til þess að segja frá ömmu minni sem var komin yfir ní- rætt, dugleg að nýta sér tæknina, vera á facebook og ferðast. Þú hefðir eflaust viljað ganga menntaveginn ef þú hefðir haft tæki- færi til þess, enda góðum gáfum gædd. Þú hvattir mig til náms og grínaðist með að þig dreymdi um að ég yrði sýslumaður á Ísafirði. Af því verður þó varla en ég mun hugsa til þín amma mín þegar ég lýk lokapróf- inu í lögfræðinni með þakklæti fyrir hvatninguna. Ég kveð yndislegu ömmu mína með söknuði og sárum trega. Ég mun sakna þess að geta ekki faðmað hana og sagt henni hvað mér þykir vænt um hana. Sakna stundanna þegar hún sagði mér sögur af lífi sínu og fólkinu í kringum sig. Sakna samver- unnar sem var mér alltaf svo dýr- mæt. Ég mun varðveita vel minninguna um þig elsku amma mín. Þú varst einstök manneskja. Ég sakna þín – alltaf. Þín Anna Lilja. HINSTA KVEÐJA Bless elsku langamma, ég ætla aldrei að gleyma þér. Takk fyrir hvað þú varst allt- af góð við mig. Nú ertu orðin engill. Ég man þegar við vorum að tala um það í vetur hvað englarnir borða, nú ert þú kannski að borða það. En það er gott að þú ert komin til lang- afa því núna saknar hann þín ekki lengur. Þegar ég syng í gospelkórnum í Noregi ætla ég að hugsa um þig. Þín Sigríður Ragnarsdóttir. Margs er að minnast, margt er hér að þakka Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem) Nafna mín er dáin, mig langar að minnast hennar með nokkrum orðum. Ég var svo heppin að fá nöfnin þeirra beggja Ástu og Bergs en Ásta var uppeldissystir ömmu minnar. Ég minnist hennar sem sérstakrar vin- konu, sem var hægt að tala um allt við. Hreinskiptin kona sem sagði sína meiningu. Fyrst man ég eftir stund- unum í Vanabyggðinni, þar sem voru blóm út um allt og alltaf tími til að hlúa að þeim, eins stundirnar í Sörla- tungu í sumarbústaðnum og allar góðu stundirnar í skóbúðinni og ferðalögum til útlanda. Nafna var listakona í höndunum hún gat allt, jafnvíg á prjónaskap, heklunál, útsaum, hnýtingar, málun dúka og matargerð. Seinna þegar hún kom til okkar suður þegar við vorum farin að reka ferðaþjónustu sat hún og bakaði samfellt í tvær til þrjár vik- ur, og flestalla daga pönnukökur því „ömmu“ pönnukökur eru bestar. Þá ræddum við oft um þau forrétt- indi að hafa tíma til að spjalla saman við verk, hún var viljug að segja mér frá fyrri tíma, hvernig það var að fá tæknina eins og þvottavél, vatn í krana, rafmagn o.fl. eins frá þeim tíma er hún var að alast upp á Flugumýri í Skagafirði, en hún talaði alltaf um Skagafjörðinn með sérstakri virðingu. Seinni árin töluðum við saman í Ásta Ingibjörg Tryggvadóttir ✝ Ásta IngibjörgTryggvadóttir fæddist á Bark- arstöðum í Miðfirði 12. ágúst 1923. Hún lést á Dvalarheimilinu Hlíð 10. janúar 2011. Útför Ástu fór fram frá Akureyrarkirkju 20. janúar 2011. síma oft í viku og oft hringdi ég í hana til að spyrja um uppskriftir en þar áttum við sam- eiginlegt áhugamál. Það verður skrítið að geta ekki tekið upp símann og hringt, en samtölin okkar verða að bíða eitthvað um sinn. Hún var mér eins og móðir og stelpunum mínum amma, fyrir það er ég endalaust þakklát. Ég kveð þessa vin- konu með sérstakri þökk fyrir allt og sendi mínar bestu samúðarkveðjur til Gísla, Áslaugar, Bergs Brynjars og annarra aðstandenda. Ásta Berghildur. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sig.) Elsku amma Ásta, við þökkum fyr- ir að hafa fengið að kynnast þér, þú kenndir okkur svo margt. Elsku Gísli, Áslaug og Bergur Brynjar, við send- um okkar bestu samúðarkveðjur til ykkar. Inga Berg og Katla Gísladætur. Ég kallaði hana alltaf „Frænku“ frá því ég man eftir mér. Þegar ég var um eins árs gömul fór ég í fyrsta skiptið í heimsókn til þeirra Ástu og Bergs (frænku og frænda). Upp frá því varð ekki aftur snúið og var ég mjög mikið hjá þeim, bæði heima í Vanabyggðinni og í sumarbústaðnum í Sörlatungu. Oft var ég einnig með í vina- og ættingjaheimsóknum auk þess að hafa verið boðið með í eft- irminnilega utanlandsferð. Þetta var mér (og væntanlega þeim báðum einnig) mikil gleði, en alltaf höfðu þau tíma og þolinmæði fyrir mig. Í Sörlatungu þótti þeim gott að vera og naut ég þess að vera býsna oft tekin með og þar bjó ég til minn æv- intýraheim þar sem ég gat látið mér líða yndislega vel. Hún Ásta frænka kenndi mér að sauma, prjóna, hekla og hnýta og hafði endalausa þolin- mæði í það. Einnig man ég vel eftir öllum þeim kvöldum sem hún las fyrir mig þegar ég gisti hjá henni. Hún kallaði mig aldrei Karen heldur ávallt „Karen mín“. Ég gleymi aldrei sumarbústaða- ferðum okkar og öllum þeim stór- veislum sem hún gat galdrað fram með lítilli gaseldavél, sleif og hand- þeytara að vopni. Hún elskaði blómin sín, sérstaklega rósirnar sínar, sem hún ræktaði með mikilli ástúð í gróð- urhúsinu sínu í Vanabyggðinni og öll þau blóm og jarðarber í „Tungu“. Þegar kom að eldamennsku voru fáir sem komust með tærnar þar sem hún hafði hælana, sandkökur og hafrakex voru sér á báti hjá Ástu frænku. Ófáar eru prjónaflíkurnar þínar í minni fjölskyldu og pabbi á birgðir hvítra skíðasokka sem endast honum til æviloka. Við áttum margar yndislegar stundir í Sörlatungu og þar fannst mér hún líka njóta sín best þegar við vorum þar saman ásamt Bergi frænda. Í Sörlatungu var stanslaus gestagangur öll þau sumur sem ég man eftir mér, en þau höfðu yndi af að taka á móti gestum. Þó að Ásta frænka hafi verið frekar fámál, hafði hún yndislega nærveru og leið mér ávallt ótrúlega vel hjá henni og frænda. Hún Ásta var meira í að framkvæma hlutina heldur en að tala um þá eins og margir gera. Á seinni árum hafði Ásta frænka mjög gaman af að fara í bíltúr með mér þar sem við keyrðum um ýmis svæði á Akureyri og fórum í búðarferðir. Við gátum ávallt talað saman um heima og geima þegar við hittumst. Ég elska þig og sakna þín mikið. Gísli minn, ég votta þér og þínum innilega samúð. Þú varst mömmu þinni svo góður og þið voruð hvort öðru svo kær. Þín elsku frænka, Karen Björk Óskarsdóttir (Karen mín). ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, KRISTJÁNS BJÖRGVINSSONAR. Þuríður Kristín Guðlaugsdóttir, Hjördís Sigurðardóttir, Sigurður Blöndal, Guðlaugur Kristjánsson, Albertina Rosa Brodthagen, Björgvin Kristjánsson, Elfa Kristín Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar okkar hjartkæru VIGDÍSAR THEODÓRU BERGSDÓTTUR, Dósýjar. Megi birta og ylur umlykja hjörtu ykkar um ókomna tíð. Ellert og stórfjölskyldan Bjarnastöðum. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins. Smellt á reitinn Senda inn efni á forsíðu mbl.is og viðeigandi efnisliður valinn. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.