Morgunblaðið - 02.02.2011, Side 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2011
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Antík
Antikklukkur og viðgerðir
Sérhæfð viðgerðarþjónusta á
gömlum klukkum og úrum.
Guðmundur Hermannsson úrsmíða-
meistari, ur@ur.is, s. 554 7770 -
691 8327.
Gisting
Ibúð i Barcelona i Exsample til leigu,
skammtima og langtima.
www.starplus.is
www.starplus.info English version.
Upplýsingar í síma 899 5863.
Þú átt skilið að komast í hvíld!
Í Minniborgum bjóðum við upp á
ódýra gistingu í notalegum frístunda-
húsum. Þú færð 3 nætur á verði 2.
Fyrirtækjahópar, óvissuhópar,
ættarmót. Heitir pottar og grill.
Opið allt árið.
Minniborgir.is
Gisting á góðum stað.
Upplýsingar í síma 868 3592.
Sumarhús
Sumarhús - orlofshús
Erum að framleiða stórglæsileg og
vönduð sumarhús í ýmsum stærðum.
Áratugareynsla.
Höfum til sýnis fullbúin hús og einnig
á hinum ýmsu byggingarstigum.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
símar 892 3742 og 483 3693,
netfang: www.tresmidjan.is
Verslun
Fallegu silfurskeiðarnar
eru smíðaðar í smiðjunni okkar ásamt
borðsilfrinu íslenska. Skeiðarnar
kosta 16.300,- og við getum áletrað
ef vill með stuttum fyrirvara.
ERNA, s.552 0775, www.erna.is
Óska eftir
KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR
Kaupum gull til að smíða úr.
Spörum gjaldeyri. Heiðarleg
viðskipti. Aðeins í verslun okkar
Laugavegi 61. Jón og Óskar,
jonogoskar.is - s. 552-4910.
KAUPI GULL!
Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða-
meistari, kaupi gull, gullpeninga og
gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt,
gamalt og illa farið.
Leitið til fagmanns og fáið góð ráð.
Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000
eða komið í Pósthússtræti 13 (við
Austurvöll).
Verið velkomin.
Þjónusta
ERFÐASKRÁR
Ég, Hilmar Þorsteinsson, meistara-
nemi í lögfræði, tek að mér
samningu erfðaskráa, þannig að
öllum lagaskilyrðum sé fullnægt.
Hóflegt verð — persónuleg
þjónusta. Sími: 696 8442,
netfang: hth56@hi.is
Bílaþjónusta
Ökukennsla
Bilaskoli.is
Bókleg námskeið - ökukennsla -
akstursmat - kennsla fatlaðra
Sverrir Björnsson
Volkswagen Passat '08.
8924449/5572940.
Ævar Friðriksson
Toyota Avensis '06.
8637493/5572493.
Gylfi Guðjónsson
Subaru Impreza '08.
6960042/5666442.
Snorri Bjarnason
BMW 116i.
8921451/5574975. Visa/Euro.
Húsviðhald
Þak og
utanhússklæðningar,
gler og gluggaskipti.
og allt húsaviðhald
Ragnar V Sigurðsson ehf
Sími 892 8647.
Páll Gíslason andað-
ist 1. janúar síðastlið-
inn. Ég kynntist Páli
vorið 1956, hafði þá
nýlokið svokölluðu
miðhlutanámi í lækn-
isfræði. Á þessum tímamótum í
læknanáminu byrja læknanemar
venjulega að vinna á hinum ýmsu
sjúkrahúsum. Ég ákvað þó að bíða
með það og sótti í þess stað um úti-
vinnu til að hvíla mig eftir mikla
inniveru sem fylgdi náminu og
ströngum próflestri. Hafði ég strax
að loknu prófi fengið vinnu við frá-
gang lóðarinnar við Heilsuverndar-
stöðina. Ég hafði unnið þarna í
nokkra daga og allan tímann var
rigning og rok. Ég fór þá að hugsa
að sennilega hefði verið skynsam-
legra að sækja um starf á einhverj-
um spítalanna. Þá var eins og örlög-
in gripu inn í. Við vorum allir að
vinna austanmegin við bygginguna,
en þá þurfti verkstjórinn að senda
Páll Gíslason
✝ Páll Gíslasonfæddist á Vífils-
stöðum 3. október
1924. Hann lést á
Landspítalnum í Foss-
vogi 1. janúar 2011.
Útför Páls fór fram
frá Hallgrímskirkju
10. janúar 2011.
mig eftir „járnkarli“
sem var geymdur
vestanmegin þ.e. Bar-
ónsstígsmegin. Á
þessum tímapunkti,
sem varaði aðeins
nokkrar mínútur,
gengur maður nokkur
niður Barónsstíginn
og kallar til mín:
„Daníel, hvað ert þú
að gera þarna í þessu
slagviðri. Af hverju
ferðu ekki upp á Akra-
nes til hans Páls Gísla-
sonar, hann vantar að-
stoðarlækni.“ Hér var á ferðinni
Ólafur Jónsson, sérfræðingur í melt-
ingarsjúkdómum. Ég hringdi í Pál
og sagði hann mér að taka rútuna þá
seinna um daginn. Páll gerði sér far
um að leiðbeina læknanemum og gaf
sér alltaf góðan tíma þrátt fyrir mik-
ið annríki, en á þessum tíma var
hann yfirlæknir alls spítalans.
Auk starfa sinna við sjúkrahúsið
sinnti hann margvíslegum félags-
málum í bænum. Hann sat í bæj-
arstjórn, stjórn Norræna félagsins,
en hæst bar starf hans fyrir Skátafé-
lagið. Það ríkti ákaflega góður andi á
sjúkrahúsinu og var það ekki síst að
þakka Páli sem gerði sér far um að
öllum liði vel í starfinu.
Páll hafði fallega og mjúka söng-
rödd og hafði gaman af að taka lagið,
jafnvel við skurðarborðið. Páll var
frumkvöðull í æðaskurðlækningum á
Íslandi og framkvæmdi fyrstu slag-
æðaaðgerð á ganglim á Akranesi
1961. Páll var ákaflega farsæll í
starfi og vel liðinn af samstarfs-
mönnum og sjúklingum. Segja má að
Páll hafi verið mikill örlagavaldur í
mínu lífi, því á Akranesi kynntist ég
konu minni. Ég minnist þess að hann
þurfti að fara úr miðri brúðkaups-
veislu okkar hjóna vegna bráðaað-
gerðar. Segja má að Páll hafi verið á
„krónískri“ vakt við spítalann allan
tímann sem hann var þar.
Soffía, kona Páls, stóð þétt við bak
hans og studdi hann á alla lund. Eft-
ir 15 ára starf á Akranesi varð Páll
yfirlæknir á Landspítalanum og var
þar mikill drifkraftur og vel látinn.
Sonur okkar hjóna, Guðmundur,
vann hjá Páli í tæp tvö ár að loknu
læknanámi og átti það drjúgan þátt í
að hann valdi æðaskurðlækningar
sem sérgrein. Páll hætti störfum í
árslok 1994. Þrátt fyrir vaxandi
sjóndepru gerði hann sér far um að
sækja sem flesta fundi í læknastétt-
inni og tók þátt í umræðum af lífi og
sál. Hann sótti alla fundi hjá eldri
læknum og keyrði ég hann oft til
síns heima að loknum þessum fund-
um.
Að leiðarlokum sendum við Gerð-
ur innilegar samúðarkveðjur til
Soffíu og barna þeirra. Blessuð sé
minning Páls.
Daníel Guðnason.
Góðvinir kveðja og
saknaðarkennd fer
um hugans inni. Fyrir
hugskotssjónum
leiftra minningamynd-
ir frá bernsku- og æskudögum þeg-
ar Baldvin félagi minn og vinur er
allur. Sumarið er 1946 og á næsta
bæ er kominn drengur á mínu reki
og ekki líður á löngu að fundum beri
saman og kynni góð takast með
sveitastráknum og Norðfirðingnum,
því þaðan er hann Baldvin kominn,
hann Baddi eins og hann vildi láta
kalla sig. Baldvin missti móður sína
barnungur, var alinn upp hjá ágæt-
um móðursystkinum sínum, systur-
sonur Sveinbjargar sem aftur var
mágkona Gunnu minnar konu Gísla
Baldvin Róbert
Þorsteinsson
✝ Baldvin Þor-steinsson var
fæddur í Neskaupstað
20. apríl 1934. Hann
lést á Landspít-
alanum, Hringbraut
6. janúar 2011.
Útför Baldvins fór
fram í kyrrþey 14.
janúar 2011.
frænda míns og þann-
ig kom til sumardvöl
hans hjá þeim sóma-
hjónum. Kynnin urðu
að góðri vináttu okkar
tveggja sem entist vel
og ávallt vinafundir er
við hittumst. Þó að
ólíkir værum við um
margt náðum við vel
saman og alveg sér-
lega vorum við sam-
rýndir í pólitíkinni þó
að ungir værum og
ræddum hana fram og
aftur, „brennandi í
andanum“ að eigin mati. Enn minn-
ist ég þess þegar við æfðum okkur í
„íþróttum“, ég stökk og hljóp, hann
varpaði kúlu og kringlu en svo köll-
uðum við steinana, afrekin mæld og
skráð og enn á ég bókina góðu. Vor-
ið 1948 var ég svo sendur á Norð-
fjörð til að freista þess að læra
sundíþróttina og gekk ekki alltof
vel. Þá var ómetanlegt að eiga Bald-
vin að sem góðvin og mega rölta
með honum um bæinn ásamt Jóni
Barðasyni sem ég átti síðar samleið
með á Eiðum. Þetta voru góðir fé-
lagar feimnum sveitastráknum og
ekki aldeilis verið að minna hann á
hversu brösótt sundnámið sóttist.
Gott er í dag gömlum huga að
minnast þessara stunda heima á
Reyðarfirði og á Norðfirði, finna yl
þeirra og angan á ný þegar hinzta
kveðjan ein er eftir. Á ferðum mín-
um hitti ég Baldvin oft á Seyðisfirði
þar sem hann hafði fest ráð sitt,
eignast ágætan lífsförunaut í henni
Arabellu og það fann ég að fjöl-
skyldan var honum allt, fyrir hana
gerði hann allt sem unnt var, vakinn
og sofinn í umhyggju sinni. Hann
var verkmaður ágætur og harðdug-
legur, laginn og samvizkusamur.
Léttur hlátur hans ómar enn fyrir
eyrum mér, því hann var gaman-
samur vel á góðum stundum. Bald-
vin flutti suður og stöku sinnum
hittumst við og þá barst talið gjarna
að löngu liðnum æskustundum, hlýtt
var handtakið, einlægnin söm við
sig. En svo er komið að kveðju-
stund. Ég hlýt að minnast þakk-
látum huga þessara góðu stunda
forðum þegar ýmsar vonir fengu
vængi í sumarblænum og gleði leikj-
anna var allsráðandi. Henni Ara-
bellu og fólkinu þeirra sendi ég mín-
ar hlýju samúðarkveðjur um leið og
ég kveð góðan dreng þakklátum
huga.
Blessuð sé kær minning Baldvins
Róberts Þorsteinssonar.
Helgi Seljan.
Sveit Simon Gillis sigraði í 67
sveita keppni sem lauk sl. sunnu-
dagskvöld í lokakeppni Bridshátíðar.
Simon er Breti en með honum í
sveitinni spiluðu norðmennirnir Bo-
ye Brogeland, Marianne Harding og
Odin Svendsen.
Norðmenn urðu einnig í öðru sæti
og Svíar í því þriðja. Sveit Garðsapó-
teks hélt uppi heiðri gestgjafanna og
varð í fjórða sæti.
Lokastaðan:
Gillis 190
Rune Hauge 184
Iceland Express 183
Garðsapótek 180
Sweden/USA 179
USA 178
Sparisj. Siglufjarðar 194
Grant Thornton 173
Jón Baldursson og Þorlákur Jóns-
son sigruðu í tvímenningsmótinu eft-
ir harða atlögu frá Norðmönnum í
lokaumferðunum en þar varð loka-
staðan þessi í %:
Jón Baldursson - Þorlákur Jónss. 58,7
Rune Hauge -Tor Helness 58,2
Thor E. Hoftaniska - Thomas Charlsen 58,1
Arve Farstad - Lars Eide 56,7
Erik Sælensminde - Per Eric Austberg 55,6
Anja Alberti - Nikolas Bausback 55,4
Helgi Sigurðss. - Ísak Ö. Sigurðss. 54,4
Pörin í 2.-5. sæti eru öll frá Nor-
egi, parið í 6. sæti frá Þýzkalandi og
okkar menn svo í 7. sæti.
Í upphafi bridshátíðar fer fram
stjörnukeppni þar sem stigaminni
spila með meisturunum í sveit. Þar
var íslenskur sigur, „gamlir“ harð-
jaxlar sem kölluðu sig Logoflex. Í
sveitinni spiluðu Guðmundur Bald-
ursson, Steinberg Ríkharðsson,
Sveinn Rúnar Eiríksson og Steinar
Jónsson.
Mótið var að þessu sinni spilað í
bakhúsi við Síðumúla og verður að
segjast eins og er að merking hús-
næðisins og staðsetning nær ekki
þeim gæðum sem þetta velþekkta og
vel skipulagða mót á skilið.
Frá eldri borgurum
í Hafnarfirði
Föstudaginn 28. janúar var spilað
á 18 borðum.
Úrslit urðu þessi í N/S
Björn Árnason – Örn Einarsson 382
Sverrir Jónsson – Óli Gíslason 344
Jón Sigvaldason – Skúli Bjarnason 340
Sæmundur Björnss.– Hreinn Hjartars. 338
A/V
Katarínus Jónsson – Oddur Jónsson 399
Kristrún Stefánsd. – Sigríður Magnúsd. 383
Sigurður Hallgrímss. – Anton Jónsson 382
Bragi V. Björnsson – Guðrún Gestsd. 371
Bridsdeild Félags eldri
borgara í Reykjavík
Tvímenningskeppni spiluð í Ás-
garði, Stangarhyl 4, fimmtudaginn
27. janúar. Spilað var á 13 borðum.
Meðalskor: 312 stig. Árangur N/S:
Júlíus Guðmss. – Rafn Kristjánsson 394
Jón Þór Karlsson – Birgir Sigurðss. 377
Jens Karlsson – Auðunn Guðmss. 368
Magnús Oddsson – Oliver Kristóferss. 350
Árangur A/V:
Helgi Samúelss. – Sigurjón Helgason 471
Björn Svavarss. – Jóhannes Guðmannss. 408
Elías Einarss. – Höskuldur Jónsson 337
Gunnar Jónsson – Óskar Ólafsson 328
Skor Helga og Sigurjóns er eft-
irtektarvert, tæp 70%.
Tvímenningskeppni spiluð mánu-
daginn 31. janúar. Spilað var á 13
borðum. Meðalskor: 312 stig.
Árangur N - S:
Þorvaldur Matthíass. - Svava Ásgeirsd. 350
Sigurður Tómass. - Guðjón Eyjólfsson 339
Jón Lárusson - Ragnar Björnsson 330
Sigurður Pálss. - Þorsteinn Sveinsson 323
Árangur A /V:
Gunnar Jónsson - Óskar Ólafss. 359
Óli Gíslason - Oddur Halldórss. 344
Björn Svavarss. - Jóhannes Guðmannss. 327
Bergur Ingimundars. - Axel Lárusson 326
Ljósmynd /Jón Bjarni Jónsson.
Sigursveitin Bridshátíð lauk sl. sunnudag með sigri sveitar Bretans Simon
Gillis en með honum spiluðu þrír Norðmenn. F.v. Boye Brogeland, Simon
Gillis, Marianne Harding og Odin Svendsen.
Norðmenn fjölmenn-
ir og sigursælir
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is