Morgunblaðið - 09.02.2011, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.02.2011, Blaðsíða 10
Sjálfstraust er lykillinn að því að breytast úr áhorfanda í geranda samkvæmt bókinni Meira sjálfstraust: Sannleikurinn um það af hverju lítil breyting getur gert gæfumuninn. Bókin kom nýverið út í íslenskri þýðingu og í henni má lesa um það hvernig allt sem þú tekur þér fyrir hendur veltur á því hvernig sjálfstraust þitt er. En það er ótrúlegt hve miklu þú færð áorkað þegar þú hefur sjálfs- traust til að fara af stað. Höfundur bókar- innar er Paul McGee, atferlis- og félags- sálfræðingur. Endilega … … eflið sjálfstraustið Úrslit French 1. sæti meistara - Rósa Björk Hauks- dóttir 2. sæti meistara - Olga Eremina 1. sæti nema - Hafrún Helga Arnar- dóttir 2. sæti nema - Íris Dögg Asare Helga- dóttir Fantasía 1. sæti meistara - Una Nikulásdóttir 2. sæti meistara - Ingunn María Guð- jónsdóttir 1. sæti nema - Íris Dögg Asare Helga- dóttir 2. sæti nema - Marjorie Paola Hernandez 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2011 Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Einar Erlendsson ljós-myndafræðingur fer afstað með fjölbreyttanámskeiðsröð er varðar stafræna myndvinnslu næstkom- andi mánudag. Einar hefur víðtæka reynslu og þekkingu á sviði staf- rænnar myndvinnslu og hefur hald- ið fyrirlestra bæði erlendis og hér- lendis um efnið. „Ég er lærður ljósmyndafræð- ingur og starfaði um alllangt skeið á íslenskum markaði, var t.d. með framköll- unarfyrirtæki á síðustu öld. Þeg- ar tölvutæknin kom hreifst ég af henni. Til að byrja með var hugur minn all- lengi við að innleiða skjalastjórn á myndum á tölvutæku formi í ís- lenskt samfélag en það reyndist þrautin þyngri. Síðar ákvað ég að láta gamlan draum rætast, það var að standa fyrir alþjóðlegum ljós- myndanámskeiðum á Íslandi þar sem vel þekktir ljósmyndarar eru leiðbeinendur og nemendurnir eru aðallega erlendir ljósmyndarar,“ segir Einar. Fólk heldur hópinn Hann var með fyrsta slíka námskeiðið árið 2008 og hafa þau gengið vel síðan. „Ég er með 8 til 12 námskeið árlega, þau eru viku- löng og aðallega hugsuð fyrir er- lenda ljósmyndara. Ég sá útlend- inga koma með fallegar filmur í framköllun á sínum tíma með heillandi myndum af Íslandi og mig langaði að bjóða þessu fólki upp á betri aðstöðu og dagskrá tengdri innlendri þekkingu á birtunni og staðháttum. Skemmtilegt er að það er að verða til FocusOnNature-fjölskylda í Bandaríkjunum, en það eru að- allega Bandaríkjamenn sem koma á þessi námskeið og það myndast vinskapur á milli þátttakenda og þeir halda sýningar á myndum sín- um frá Íslandi sem er verðmæt landkynning.“ Í gegnum verkefnið hefur Ein- ar myndað tengsl við stórfyrirtæki í Bandaríkjunum og víðar varðandi hugbúnaðarlausnir og vélbúnað. „Í gegnum þau sambönd gefst mér svo gott tækifæri til að fylgjast með öllum nýjungum á mark- aðinum.“ Gagn og gaman Námskeiðin fyrir erlendu ljós- myndarana taka sumartímann hjá Einari, hann notar svo skammdegið til að læra á nýjungarnar. „Í fram- haldi af því býð ég upp á nám- skeiðsröð fyrir íslendinga. Miðla því sem ég er að læra í sambandi við nýjungar, verkferla, grunn- atriði, stafræna myndvinnslu, vist- un, skráningu, flokkun vinnslu og prentun,“ segir Einar sem hefur alltaf boðið upp á þessi námskeið af og til en ekki í sama mæli og nú. Hann kenndi einnig ljósmyndun í Iðnskólanum í 25 ár. „Markmið þessara námskeiða er að bjóða þeim sem hafa áhuga á eða starfa við ljósmyndun að koma á einstök námskeið sem fjalla um tiltölulega afmörkuð svið með von um að allir hafi gagn og gaman af. Námskeiðunum er skipt niður í flokka eftir þekkingu og reynslu og það þarf ekkert að skrá sig, bara labba inn eins og í bíó. Fólk bara velur þau námskeið sem það langar til að sækja og borgar á staðnum. Ef það koma bara tveir þá kenni ég tveimur, kannski koma tíu og þá kenni ég tíu,“ segir Einar. Hann býður upp á allskonar námskeið á mánudags- og miðvikudagskvöldum og laugardögum fram í apríl. „Ég á eftir að bæta við námskeiðum um svokallaðar viðbætur, prentun Besta leiðin til að læra hlutina er að kenna þá Ljósmyndafræðingurinn Einar Erlendsson hefur í nægu að snúast. Hann er að fara af stað með fjölbreytta námskeiðsröð fyrir ljósmyndara og áhugafólk um ljós- myndun í næstu viku. Á sumrin fær hann hingað til lands þekkta erlenda ljós- myndara til að kenna ferðamönnum ljósmyndun og á haustin gerir hann við gamlar myndir og endurmenntar sig í ljósmyndafræðunum. Ljósmyndun Hægt er að eiga góðar stundir við það að taka myndir. Fræðingurinn Einar Erlendsson. Fyrir ljósmyndarann og þá sem hafa áhuga á ljósmyndun er eflaust áhugavert að fara inn á síðuna Photo- zone.de. Þarna má lesa sér til um ljósmyndatækni og hvernig á að taka myndir svo vel sé. Ýtarlegar upplýs- ingar eru um það sem ætti að gagnast sem flestum sem eiga myndavél og vilja nýta hana betur. Það sem virðist þó vera vinsælast á síðunni og það sem hún fær athygli sína út á er gagnrýni á myndavéla- linsur. Framkvæmdar eru ýtarlegar prófanir á linsunum og svo skrifaður langur texti um þær og þeim gefnar einkunnir eftir gæðum. Það er gaman að sjá hvað það eru til margar gerðir af linsum og hversu ólíkar þær eru að gerð og gæðum. Gagnrýnin er vel sett upp eftir merkjum og gerðum. Vefsíðan www.photozone.de Myndavél Linsan á þessari vél er heldur betur stór og mikil. Gagnrýni á myndavélalinsur Íslandsmeistarakeppni í naglaásetningu fór fram í Snyrtiskólanum íKópavogi síðastliðinn laugardag.Keppt var í tveimur flokkum meistara og nema í french- ásetningu þar sem voru ellefu keppendur, og í fantasíunöglum þar sem keppendur voru fimm. „Íslandsmeistaramót í naglaásetningu hefur ekki verið haldið síðan 2008 en var haldið í fjögur ár fram að því. Við stefnum að því að hafa þetta árlegt núna enda gekk keppnin um helgina mjög vel,“ segir Sig- urbjörg Ingólfsdóttir, framkvæmdastjóri heildverslunarinnar Hjölur sem er með umboð fyrir Professionails á Íslandi og stóð fyrir keppninni. Sigurbjörg segir að það sé alltaf vinsælt að læra naglaásetningu, margir taki námið með skóla enda eru þetta kvöldnámskeið, einnig eru margir að vinna við að gera neglur með námi. ingveldur@mbl.is Tíska Morgunblaðið/Kristinn French og fantasía Eldfjall Una Nikulásdóttir lenti í fyrsta sæti meistara í fantasíu- flokknum en módelið hennar var rauðmálað eldfjall. Forvitnilegt Þessi stúlka skoðar lista- verkið á nöglunum. –– Meira fyrir lesendur . Morgunblaðið gefur út ÍMARK fimmtudaginn 3. mars og er tileinkað íslenska markaðsdeginum sem ÍMARK stendur fyrir en hann verður haldinn hátíðlegur 4. mars. PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, fimmtudaginn 24. febrúar. Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: ÍMARK íslenski markaðsdagurinn S É R B L A Ð MEÐAL EFNIS: Viðtöl við fyrirlesara ráðstefnunnar Viðtal við formann Ímark Saga og þróun auglýsinga hér á landi Neytendur og auglýsingar Nám í markaðsfræði Góð ráð fyrir markaðsfólk Tilnefningar til verðlauna Hverjir keppa um Lúðurinn Viðtöl við fólkið á bak við tjöldin Ásamt fullt af öðru spennandi efni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.