Morgunblaðið - 09.02.2011, Síða 15

Morgunblaðið - 09.02.2011, Síða 15
UGANDA 300 km EÞÍÓPÍA Khartoum Abyei Juba KENÍA MIÐ- AFRÍKU- LÝÐVELDIÐ AUSTUR-KONGÓ SÚDAN S U Ð U R - S Ú D A N Olíuleiðsla Helstu olíulindir Svæði þar sem fyrirtæki hafa fengið olíuvinnsluleyfi SUÐUR-SÚDAN Heimildir: Reuters, stjórn Suður-Súdans, Mannfjöldasjóður SÞ, Alþjóðabankinn Í HNOTSKURN Stærð: 640.000 ferkm Íbúafjöldi: 8,26 millj.* Þjóðflokkar Trúarbrögð Aðrir 40% Azande 8% Kristnir 20% Andatrú 80%Dinka 40% Nuer 12% *Gert er ráð fyrir því að íbúunum fjölgi um allt að þrjár milljónir á næstu sex árum vegna eðlilegrar mannfjölgunar og heimkomu fólks sem þurfti að flýja heimkynni sín vegna langvinnra átaka EFNAHAGUR Meðalneysla ámann: sem svarar 4.570 kr. á mánuði Íbúar undir fátæktarmörkum: 51% Fáni Suður- Súdans „Við erum frjáls, við höfum öðlast sjálfstæði!“ hrópaði gamall hermað- ur, William Machar, þegar tilkynnt var að tillaga um að Suður-Súdan yrði sjálfstætt ríki hefði verið sam- þykkt með 98,83% atkvæða í þjóðar- atkvæðagreiðslu í janúar. „Þetta er stund okkar í sögunni, þegar við sjáum litla landið okkar fæðast.“ Machar var á meðal þúsunda manna sem fögnuðu ákaft í Juba, höfuðstað Suður-Súdans, þegar niðurstaða þjóðaratkvæðisins var tilkynnt í fyrrakvöld. Þjóðar- atkvæðið er liður í friðarsamningi sem náðist árið 2005 og batt enda á 22 ára borgarastríð sem kostaði um tvær milljónir manna lífið. Niður- staðan gat vart verið skýrari: Af 3.837.406 gildum atkvæðum voru aðeins 44.888 á móti sjálfstæði Suður-Súdans, eða 1,17%. Barack Obama Bandaríkjaforseti og leiðtogar fleiri ríkja lýstu því yfir að þeir myndu viðurkenna sjálfstæði Suður-Súdans 9. júlí þegar nýja rík- ið verður stofnað formlega. Öldungarnir svonefndu, hópur fyrrverandi leiðtoga, fóru lofsam- legum orðum um framkvæmd at- kvæðagreiðslunnar. Nelson Man- dela, fyrrverandi forseti Suður-- Afríku, stofnaði hópinn árið 2007 til að stuðla að friði í stríðshrjáðum löndum á borð við Súdan. Einn öldunganna, Desmond Tutu, fyrrverandi erkibiskup í Suður- Afríku, kvaðst hafa hrifist af frelsis- þránni og vongleðinni sem hefði komið greinilega fram í þjóðar- atkvæðinu. „Ég hreifst sérstaklega af því hversu staðráðið fólkið var í að kjósa; sumir gengu í marga daga til að geta kosið,“ sagði hann. Tveir aðrir öldungar, Jimmy Carter, fyrrverandi Bandaríkja- forseti, og Kofi Annan, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, tóku í sama streng. Þeir hvöttu þó ríki heims til að gleyma ekki vandamálum sem steðjuðu enn að norðurhluta Súdans, svo sem fátækt, átökum og mannréttinda- brotum. bogi@mbl.is Fæðingu ríkis ákaft fagnað  Nær 99% studdu sjálfstæði S-Súdans FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2011 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Hundruð þúsunda manna streymdu inn í miðborg Kaíró í gær til að krefjast þess að Hosni Mubarak léti þegar í stað af embætti forseta. Fréttaritari breska ríkisútvarpsins í Kaíró sagði þetta fjöl- mennustu mótmæli í borginni frá því að götumót- mælin í Egyptalandi hófust 25. janúar. Skilaboð mótmælendanna til stjórnvalda væru skýr: stuðn- ingurinn meðal almennings við kröfuna um afsögn Mubaraks væri gríðarlegur og tilslakanir, sem stjórn hans hefur boðað síðustu daga, dygðu ekki. Fjölmennustu mótmælin til þessa  Hundruð þúsunda Egypta söfnuðust saman í miðborg Kaíró til að krefjast þess að Mubarak segði af sér tafarlaust  Treysta ekki loforðum um lýðræðisumbætur Mubarak hefur sagt að hann hyggist ekki gefa kost á sér til endurkjörs í forsetakosningum, sem eiga að fara fram í sept- ember, en hann neitar því að verða við kröfu mótmælend- anna um að láta af embætti þeg- ar í stað. Omar Suleiman, nýr varaforseti Egyptalands, ræddi við Mubarak í gær og sagði hann hafa samþykkt að skipuð yrði nefnd til að leggja drög að nýrri stjórnarskrá og önnur til að koma stjórnarskrár- Mótmælt í miðborg Kaíró í gær. breytingum og öðrum lýðræðisumbótum í fram- kvæmd. Þriðja nefndin ætti að rannsaka átök milli stuðningsmanna og andstæðinga Mubaraks í Kaíró í vikunni sem leið og niðurstöðum hennar yrði vísað til ríkissaksóknara Egyptalands. Dag- inn áður hafði stjórn Mubaraks tilkynnt að laun opinberra starfsmanna yrðu hækkuð um 15%. Nokkrir mótmælendanna í Kaíró sögðu að til- slakanir ríkisstjórnar Mubaraks væru skref í rétta átt, en aðrir sögðust ekki telja að Suleiman stæði við loforðin. „Við treystum þeim ekki lengur,“ sagði einn mótmælendanna um Mubarak og vara- forsetann. Veðji á lýðræði » Alain Juppe, varnarmálaráð- herra Frakklands, sagði í gær að vestræn stjórnvöld þyrftu að „veðja á lýðræðisöflin“ þótt ráðamennirnir í Kaíró fullyrtu að valið stæði á milli þeirra og íslamskra öfgamanna. » Robert Gates, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, sagði að stjórn Egyptalands þyrfti að koma á lýðræðislegum umbót- um. Börn leika á hljóðfæri á snjóskúlptúr af Himnahofinu í Peking á árlegri snjóhátíð í borginni Sapporo á eyjunni Hokkaido í Japan. Snjóhátíðin er nú haldin í 62. skiptið og stendur til sunnudagsins kemur. Hún er ein af vin- sælustu vetrarhátíðum Japans og var fyrst haldin 1950 þegar framhaldsskólanemar tóku upp á því að búa til snjólistaverk í almenningsgarði í borginni. Hátíðin hef- ur undið upp á sig og um tvær milljónir manna koma í borgina til að skoða hundruð snjólistaverka. Sum þeirra eru meira en 25 metra breið og 15 metra há. Reuters Vinsæl snjóhátíð í Japan Geimrannsóknastofnun Bandaríkj- anna, NASA, hefur birt fyrstu þrívíddarmyndirnar frá tveimur geimförum sem send voru á braut um sólina í því skyni að taka þrí- víðar myndir af henni og rannsaka sólgos, sólvinda og áhrif þeirra á jörðina. Þetta er í fyrsta skipti sem sólin er rannsökuð frá tveimur stöðum í einu í geimnum. Við rannsóknina eru einnig notuð gögn frá athug- unarstöðvum á jörðinni. Geimförunum var skotið á loft í október 2006. Þau fóru sitt hvorum megin við sólina og eru nú í fyrsta skipti aðskilin í 180 gráður, þannig að þau geta ljósmyndað og rann- sakað sinn helming sólarinnar hvort. Vísindamenn NASA geta nú rannsakað sólina í þrívídd í átta ár meðan myndavélarnar haldast í réttri stöðu. Meginmarkmiðið er að rannsaka sólvinda og sólgos sem geta haft mikil áhrif á jörðina, t.a.m. valdið rafmagnsleysi, fjarskiptatruflunum og norðurljósum. M.a. á að rann- saka svonefnd kórónugos, gríðar- stórar gasbólur sem springa út frá kórónu sólar og geta valdið miklum segulstormum við jörðina með til- heyrandi norðurljósum. „Með slíkum gögnum getum við flogið í kringum sólina til að sjá það sem gerist handan við sjóndeildar- hringinn án þess að fara frá skrif- borðinu okkar,“ sagði einn vísinda- manna NASA, Lika Guhathakurta, í höfuðstöðvum stofnunarinnar. „Við væntum mikilla framfara í sólareðlisfræði og geimveður- spám.“ Heimild: NASA Lýsing: Þyngd: 620 kg Stærð hvors geimfars: 1,1 m (h) x 2,0 m (l) x 1,2 til 6,5 m (b)* Eru nákvæmlega eins, kanna sólina frá tveimur ólíkum sjónarhornum. Í hvoru geimfari eru alls sextán rannsóknartæki SECCHI Rannsakar þróun kórónu- gosa í þrívídd IMPACT Mælir jónir og rafeindir þegar þær þeytast frá kórónu sólar (kórónugos) og í sólblossum HGA Loftnet með mikla mögnun PLASTIC Rannsakar kórónu sólar, sólvinda og sólvindahvolfið STEREO-GEIMFÖRIN S/WAVES Fylgist með því hvernig fjarskiptatruflanir hefjast og þróast þegar sólvindar nálgast braut jarðar SÓLIN Í ÞRÍVÍDD Átt brautar Jörð Sól Merkúr VenusSTEREO„B” (á eftir) STEREO„A” (á undan) 2007 2008 2009 2010 2012 2012 2013 2013 2014 2014 2015 2007 2008 2009 2010 Febr. 2011 Febr. 2011 BRAUTIN Staða geimfaranna á brautinni ár hvert frá júní 2007 til júní 2015 Tvö geimför Nasa, STEREO (Solar Terrestrial Relations Observatory) hafa náð 180 gráðu aðskilnaði hvort frá öðru á braut um sólu til að taka þrívíðar myndir af sólinni og virkni hennar. Geimförunum var skotið á loft árið 2006 Annað farið er á undan jörðinni á braut um sólina, hitt á eftir Geimför NASA rann- saka sólgos í þrívídd

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.