Morgunblaðið - 09.02.2011, Page 17

Morgunblaðið - 09.02.2011, Page 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2011 Slagur Hún er stundum hörð baráttan hjá smáfuglunum og þessir snjótittlingar gefa ekkert eftir í slagsmálunum um bestu bitana, en gömul og syfjuð gæs fylgist með í fjarska. Ómar Það þurfti ekki færri en þrjá þingmenn Samfylkingar til að lýsa hneykslan sinni í bloggfærslum eftir að Þorsteinn Már Bald- vinsson forstjóri Sam- herja vogaði sér að andmæla málflutningi Ólínu Þorvarðardóttur á opnum fundi í Hofi á Akureyri þann 1. febr- úar sl. Fólk eins og Ólína, sem lætur ekkert tækifæri ónotað til að kasta rýrð á aðra, hlýtur að reikna með því að af og til sé því svarað af einurð. Það er ömurlegt fyrir stjórnendur og almenna starfsmenn í sjávar- útvegi að þurfa sífellt að sitja undir ómaklegum ásökunum fyrir það eitt að sinna starfi sínu samkvæmt lög- um sem sett hafa verið á Alþingi. Endurtekin rangindi Það er þekkt áróðursaðferð að endurtaka sömu rangindin nógu oft uns þau síast inn í vitund fólks sem sannleikur. Þannig hafa Ólína og pótintátar hennar hamrað á því að hningun dreifðra byggða megi snúa við með því að auka aflaheimildir smábáta og leyfa helst óheftar veið- ar þeirra. Þessi kenning stenst enga skoðun. Árið 1984 voru veidd 243 þúsund tonn af þorski, það ár veiddu smábátar 16.800 tonn. Árið 2010 voru veidd 160 þúsund tonn af þorski, það ár veiddu smábátar 76.000 tonn! Sannleikurinn er sá að fólkið yfirgaf margar strjálustu sjáv- arbyggðirnar löngu á undan þorsk- inum. Í meira en 30 ár hafa þessar byggðir margar reitt sig á innflutt vinnuafl að stórum hluta til að halda fiskvinnslu gangandi af því að heimafólkið var flutt suður. Ólína kvartaði um daginn yfir hnignun umræðuhefðar á bloggsíðu sinni. Hún hefur einnig minnt á að í siðaðri umræðu beiti menn rökum. Í þeim efnum virðist hún hins vegar undanskilja sjálfa sig. Dæmi um þann grímu- lausa málflutning sem okkur er boðið upp á má lesa úr þessari til- vitnun í blogg hennar: „En fiskinn má ekki veiða. Aflaheimildirnar eru í höndum forrétt- indahóps sem lætur þær ekki af hendi, hvorki til sölu né leigu.“ Svona öfugmæli eru ódrengileg. Þeir sem fengu úthlut- aðar aflaheimildir veiddu þær allar. Með málflutningi af þessum toga dæma menn sig úr leik. Krossferð gegn sjávarútvegi Krossferð Samfylkingarinnar gegn sjávarútvegi tekur á sig ýmsar myndir. Helgi Hjörvar gaf ekki mik- ið fyrir það í nýlegri blaðagrein að sjávarútvegsfyrirtækin greiða þrjá milljarða kóna í veiðigjald (auðlinda- skatt). Helgi sleppir auðvitað að geta þess að þetta er sértækur skattur, reiknaður af framlegð, og er til viðbótar öðrum sköttum og gjöld- um sem fyrirtækin greiða. Auðvitað hefði þingmaðurinn átt að gleðjast yfir góðri afkomu. Hún hefur skapað svigrúm til að leiðrétta eiginfjár- stöðu fyrirtækjanna eftir hrunið og greiða niður skuldir. Ef ég man rétt er ekki nema rúmt ár frá því að Helgi var einn þeirra sem hneyksl- uðust hvað mest yfir skuldum sjáv- arútvegsins. Í hvorn fótinn vill hann stíga? Eftir Pál Stein- grímsson » Það er þekkt áróð- ursaðferð að endur- taka sömu rangindin nógu oft uns þau síast inn í vitund fólks sem sannleikur. Páll Steingrímsson Höfundur er sjómaður. Krossferð Samfylk- ingarinnar gegn sjávarútvegiSpik og spannsótthreinsunardeildin er komin á fulla ferð í miðbænum. Ekki þessi sem á að þrífa tyggjóklessurnar og ruslið af gangstétt- unum því hún sefur svefninum langa. Nei, þetta er hin vaska sveit púrítananna sem þrá að vera bóhem en þola ekki kuskið í kringum sig; umbera ekki utangarðsfólkið sem vill eiga hlutdeild í gleðileiknum sem settur er á svið í miðbæ Reykjavíkur. Hreinsunardeildin sem vill ekki að rónarnir troði „al- mennilegu“ fólki um tær á Aust- urvelli. Hreinsunardeildin sem vill lækka í hljómflutningstækjunum og senda næturlífið „eitthvað ann- að“. Já, þetta er samfélagssótt- hreinsideildin sem vill að ónæðið sé annars staðar því hún hefur slegið eign sinni á miðbæ Reykja- víkur undir handarjaðri húsafrið- unar. Þetta er sótthreinsunardeild 101-ofurelítunnar. Miðbæjarelítan hefur óheftan aðgang að fréttastofu RÚV eins og þeir vita sem enn hlusta á þá áróðursstöð. Á tveimur dögum hefur RÚV látið elítunni í té heilar fimm mínútur í þremur að- alfréttatímum til að koma klögu- málum sínum á framfæri á meðan stúkan í Breiðholtinu, sem ógnað var með sveðju, fær aðeins 33 sek- úndur samanlagt í þremur auka- fréttatímum. Elítan límir sig nú við vandamál verslunareigenda á Laugaveginum; lætur þá draga vagninn til að koma hugðarefnum sínum á framfæri. Ekki efast ég um vandann sem verslunareig- endur við Laugaveg glíma við né vil ég gera lítið úr ógn sem að þeim steðjar. En ógæfufólk er hluti af borgarmenningu og vandi þess verður ekki leystur með því að flytja það í úthverfin. Verslun á Laugavegi á við víðtækari vanda að stríða en þetta ógæfufólk sem leitar sér samlætis meðal bræðra í eymdinni. Vandi verslunar við Laugaveg felst ekki síst í að laða til sín við- skiptavini. Húsnæði flestra er óhentugt og álögur miklar. Túr- istar eyða minna en áður. Úthverfafólk lætur helst sjá sig á tyllidögum. Það má telja á fingrum ann- arrar handar. Venju- legt fólk drekkur kaffið sitt bara heima en gerir sér ekki sér- staka ferð í bæinn til þess. Í dag eru 6 verslunarrými og einn veitingastaður, sem aldrei virðist hafa átt sér tilverugrundvöll, ónýtt við Laugaveg frá númer 40 að 80, sum með neglt fyrir glugga. Og guð einn má vita hve oft þær verslanir sem enn lifa við Lauga- veginn hafa skipt um eigendur á undanförnum árum. En götin milli 40-80 grafa und- an samkeppnismöguleikum hinna sem ofar standa, því kaupgleði kúnnans kólnar á leið um auðnina. Mér segir svo hugur að grundvall- arvandinn sé tilkominn vegna van- hugsaðrar skipulagsstefnu í miðbæ Reykjavíkur. Síðastliðin 15 ár hefur einmitt markvist verið unnið að því að gera miðbæinn að skemmtanahverfi og til að halda utan um það hafa borgarbúar nú kosið sér skemmtanastjóra. Það er ekki til sú hola sem ekki hýsir kaffihús eða bar. Endurbyggðar „fornminjar“, þar sem lofthæð leyfir engan atvinnurekstur þar sem kúnninn fær staðið uppréttur, fylla nú alla auða reiti og gott bet- ur. Í haust átti ég leið í eitt elsta hús Reykjavíkur, Aðalstræti 10, þar sem prúðar dömur í dúkkuleik pakka rándýrum gjafavarningi í mislitan silkipappír. Í herberg- iskytru sem snýr að götunni stóðu tveir hoknir menn innikróaðir af húsgögnum sem þöktu gólfflötinn. Þrisvar gekk ég framhjá þeim og velti fyrir mér hví þeir stæðu þarna eins og illa gerðir hlutir. Það var ekki fyrr en ég yfirgaf herlegheitin að upp fyrir mér rann að þeir gætu verið húsgagna- arkitektar að kynna hönnun sína. Hvorki mennirnir né húsgögnin fengu notið sín í þessari örsmáu herbergisboru, en ekki er að efa að þeim hafi verið mikill heiður gerður að fá að sýna afrakstur sköpunargáfu sinnar í þessu forna hofi sögulegra minja. Sú stefna sem rekin hefur verið við að safngera miðbæinn er ótæk. Það þarf kröftugri starfsemi til að draga fólk í bæinn þannig að eðli- legs jafnvægis sé gætt meðal gest- anna. Til þess þarf hús sem fólk vill stunda raunverulegan atvinnu- rekstur í. Strategísk staðsetning nútímalegra viðskiptakjarna, bíla- stæði og skjól fyrir norðanáttinni er grundvöllur þess að borgarbúar telji sig eiga erindi í miðbæinn. Það tækifæri er nú glatað. Fyrir- tækin flúðu miðbæinn þegar versl- unarmiðstöðvar buðu upp á frí bílastæði. Á þeim tíma leyfði tæknin ekki að bílastæði væru byggð neðanjarðar. Nú er það barnaleikur einn. En vegna þessa er Reykjavík án miðborgar. Að- eins túristaverslun á daginn og skemmtanalíf á kvöldin. Mynstur sem nú er farið að ógna næturró elítunnar. Samfélagssmiðirnir sem tóku ákvörðun um að kaffihúsa- væða miðbæinn, sem innan við tí- undi hluti borgarbúa sækir heim, hefðu mátt segja sér að dæmið gengi ekki upp. Kaffihúsin bera sig ekki nema þau umbreytist í drykkjubúllur á kvöldin þar sem næturfjólurnar blómstra. Því einn- ig þær eiga sér tilverurétt. Þessi mislukkaða skipulagsstefna sem fylgt hefur verið undanfarin ár er rót þess vanda sem miðbærinn á við að stríða. Besti flokkurinn ætl- aði að koma með nýjar og „skemmtilegri“ lausnir inn í borg- armálin. Hann er nú fallinn í gryfjuna sem fyrir var. Jafnvel dýpra, því nú á að gefa í og sækja „menningarminjar“ út í hverfin. Hugsanlega til að þar skapist meira rými fyrir rónana. Eftir Ragnhildi Kolka » Leysum við vanda miðbæjarins með því að senda næturlífið út í hverfin? Sótthreins- unardeild samfélagsins telur svo vera. Ragnhildur Kolka Höfundur er lífeindafræðingur. Borg hinna glötuðu tækifæra

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.