Morgunblaðið - 09.02.2011, Qupperneq 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2011
✝ Olgeir Sigurðs-son fæddist 10.
október 1967. Hann
varð bráðkvaddur á
heimili sínu 27. jan-
úar 2011. Foreldrar
hans eru Guðborg
Kristín Olgeirs-
dóttir, f. 20.1. 1941,
og Sigurður Brynj-
ólfsson, f. 11.12.
1942. Systkini Ol-
geirs eru: 1) Brynj-
ólfur Sigurðsson, f.
12.4. 1965, börn
hans eru Erik Vídal-
ín, f. 24.10. 1989, Jóhanna Selma,
f. 1.9. 1995, og Nadía Líf, f.
29.11. 2009. 2) Jóhanna Selma
Sigurðardóttir, f. 16.11. 1972,
hún á eina dóttur, Söru Kristínu
Hlynsdóttur, f. 28.3. 2002.
Olgeir eignaðist eina dóttur,
Ástrós Perlu Olgeirsdóttur, f. 16.
júlí 2000, með fyrrverandi sam-
býliskonu sinni Sig-
urbjörgu Ósk
Antonsdóttur. Fóst-
urdóttir Olgeirs er
Dagbjört Kristín
Helgadóttir, f. 6.11.
1992.
Olgeir ólst upp í
Kópavogi, var í
Digranesskóla og
starfaði í unglinga-
vinnu ungur dreng-
ur. Fór í Fjölbrauta-
skólann í Breiðholti
og útskrifaðist það-
an 1990. Hann starf-
aði við malbikun hjá fyrirtækinu
Bergsteini og við ýmis önnur
störf. Olgeir útskrifaðist úr
Tækniskólanum sem viðskipta- og
vörustjórnunarfræðingur 25. jan-
úar 2003. Eftir útskrift starfaði
hann hjá Toyota.
Útför Olgeirs fór fram frá Ás-
kirkju 7. febrúar 2011.
Ég vil minnast elskulega bróður
míns, Olgeirs Sigurðssonar, sem
varð bráðkvaddur fimmtudaginn
27. janúar sl.
Það myndast svo mikið tómarúm
að vita af því að hann sé farinn og
mikill söknuður og sorg. Ég veit
að gott fólk hefur tekið vel á móti
honum því að ömmur okkar og af-
ar og einn af hans bestu vinum eru
þar sem Olgeir er núna. Minn
styrkur og trú er að hann muni
fylgjast vel með okkur og lýsa
okkur um ókomna tíð.
Hér á yngri árum fékk ég oftar
en ekki að vera með Olla og hans
vinum. Svo er við urðum eldri þá
fékk ég líka að fylgja með og mín-
ar vinkonur. Hann var hrókur alls
fagnaðar og hann var alltaf bros-
andi og hann var nú pínu stríðn-
ispúki á skemmtilegan hátt. Olgeir
var mjög hjálpsamur, ef mig vant-
aði hjálp þá var hann mættur á
svæðið. Við höfum átt svo margar
og góðar stundir saman. Allt vildi
hann fyrir mig gera er mig vantaði
aðstoð við hvað sem er.
Olli bróðir var yndislegur við
litlu frænku sína sem er dóttir
mín. Hann kom fram við frænku
sína eins og sína eigin dóttur. Hún
vafði honum um fingur sér. Hún
Sara Kristín var mikið í kringum
hann síðustu árin og hún undi sér
vel er hún var hjá Olla frænda og
dóttur hans henni Ástrós Perlu.
Sara Kristín kallaði hann stundum
pabba. Hún sagði við mig um dag-
inn: „Mamma, það er svo sorglegt
að það sem var svo skemmtilegt
verður aldrei skemmtilegt aftur.“
Þá meinti hún að hún fengi aldrei
að vera hjá Olla aftur. Fyrir hana
eins og okkur öll er fráfall Olgeirs
mikill missir.
Hann var svo blíður og ynd-
islegur við allt og alla og hörku-
duglegur var hann í vinnu og utan.
Hann var frábær og yndislegur
bróðir, sem ég mun eiga mikið eft-
ir að sakna. Það verður skrítið að
geta ekki tekið upp símtólið og
hringt í hann og heyrt rödd hans
til þess að fá ráðleggingar eða
bara til að spjalla.
Guð geymi þig, elsku bróðir
minn. Þú varst gull af manni. Með
söknuði í hjarta mun ég muna eftir
þínum frábæra hlátri og fallega
brosi. Elska þig alla eilífð. Nú
kveð ég þig með söknuði.
Þín litla systir,
Jóhanna Selma Sigurðardóttir.
Ég vil minnast elskulega frænda
míns, hans Olla. Hann var alltaf
svo góður við mig. Ég minnist þess
er við fórum saman í sjoppuna þá
vildi hann oftast leiða mig og við
spjölluðum mikið.
Olgeir kom fram við mig eins og
litlu stelpuna sína. Olli hringdi oft
í mig þegar Ástrós Perla var hjá
honum til þess að fá mig til að
koma að leika og gista. Og oftast
var hann til í að leika við okkur.
Við gerðum svo mikið skemmti-
legt saman sem ég mun geyma í
hjarta mínu alltaf. Ég mun alltaf
elska þig, elsku besti frændi
minn. Ég á svo margar ljúfar og
góðar minningar um þig, elsku
frændi minn, sem ég mun varð-
veita vel í huga mínum. Ég mun
sakna hláturs þíns og góða knúss-
ins sem ég fékk frá þér.
Elsku frændi minn, hvíl þú í
friði og megi Guðs englar vaka yf-
ir þér.
Þín dúllufrænka,
Sara Kristín Hlynsdóttir.
Ég kynntist þér fyrir tæpum 16
árum þegar þú birtist óvænt með
vinkonu minni á heimili mínu.
Það fór ekki fram hjá mér að
hún var frekar spennt fyrir þér
og byrjuðuð þið fljótlega að búa.
Þú stóðst þig eins og hetja sem
faðir gagnvart Dagbjörtu þá fjög-
urra ára gamalli og sá ég hvað þið
blómstruðuð fjölskyldan, sérlega
þegar þið fluttust til Danmerkur.
Á þeim stutta tíma kom ég í tví-
gang til ykkar, eitt sinn þegar ég
var ófrísk að yngsta barni mínu,
er mér minnisstætt þegar þú
leiddir mig í gegnum Kristjaníu
og sýndir mér mannlífið á allt
annan hátt og kom það mér
skemmtilega á óvart hvað mann-
lífið var fjölbreytt og yndislegt,
við fórum í Parken, út um allt í
tæki og lestar, létum eins og við
værum innfædd og í minningunni
heyri ég alltaf hvað við hlógum
mikið. Þér leið vel. Ég sé fyrir
mér bros þitt og heyri þig hlæja
þegar ég hugsa til þín. Það var
alltaf yndislegt að taka á móti þér
og þínum á heimili mínu og Jóns.
Ástrós mín kom alltaf með pabba.
Því miður komu svo veikindin
þín ávallt upp og þú náðir aldrei
almennilega tökum á þeim hvað
sem þú reyndir.
Að kveðja ungan mann eins og
þig er ekki gott.
Elsku Olgeir, ég veit ekki ná-
kvæmlega hvernig ég á að orða
neitt núna, erum við ekki alltaf að
reyna að vera með front – eða kúl
– nei, í einlægni þá bið ég fyrir
litlu blómunum þínum, henni
Dagbjörtu og Ástrósu, pabbas-
telpum og bið Guð og vaka yfir
þeim og hjálpa þeim í gegnum
þeirra sorg, ég bið Guð að vaka
yfir Sirrý minni og bið hann að
blessa og hjálpa foreldrum þínum
og systkinum í gegnum þessa
miklu sorg.
Ég veit í mínu hjarta að Guð
tekur á móti þér með opnum örm-
um, ég skal fylgjast með stelp-
unum þínum, kæri vinur.
Halla Ruth Sveinbjörnsdóttir.
Olgeir Sigurðsson
Okkur gömlu félög-
unum úr körfuboltanum í KR barst
sú harmafregn í síðustu viku að lát-
inn væri okkar góði vinur og félagi;
Þorvaldur Blöndal aðeins 63 ára að
aldri. Valdi eins og hann var alltaf
kallaður á meðal okkar var leik-
maður deildarinnar í 13 ár eða frá
1965-1978 og vann með okkur fjöl-
marga Íslands- og bikarmeistara-
titla. Hann var m.a. í fyrsta Ís-
landsmeistaraliðinu 1965 og fastur
maður næstu árin þegar unnust 4
Íslandsmeistaratitlar í röð, 1965-68.
Samtals lék hann 199 leiki með
meistaraflokki og yfir 100 leiki með
hinum ósigrandi 1. flokki á seinni
tíma ferilsins.
Valdi var glæsimenni og einstakt
prúðmenni bæði innan vallar sem
utan og man ég eftir því að hafa
Þorvaldur G. Blöndal
✝ Þorvaldur G.Blöndal húsa-
smíðameistari var
fæddur í Reykjavík
18. nóvember 1947.
Hann varð bráð-
kvaddur á heimili
sínu, Hraunbæ 14, í
Reykjavík 12. janúar
2011.
Útför Þorvaldar
fór fram frá Nes-
kirkju við Hagatorg
21. janúar 2011.
kvartað við hann að
hann mætti beita and-
stæðingana meiri
hörku ef á þurfti að
halda. Valdi svaraði
fáu, brosti bara og
sagðist myndi taka þá
næst. Ekki man ég
hvort hann gerði það
en hann lét engan
ganga yfir sig, það er
nokkuð víst.
Valdi fór með okk-
ur í margar utan-
landsferðir og var
ávallt okkur til mikils
sóma og hrókur alls fagnaðar þegar
sá gállinn var á honum. Valdi var
alinn upp við hestamennsku og
kannski kynntist ég honum best
þegar við fórum saman upp í
„Gamla-Fák“ til að hirða hesta
þeirra feðga. Þetta var einstakt
tækifæri fyrir mig til að viðhalda
„hestabakteríunni“ sem hafði hel-
tekið mig í sveitinni og aldrei yf-
irgefið mig síðan en það er önnur
saga. Það var stórkostlegt að fá að
kynnast Valda á hans „heimavelli“
og hrossin léku í höndum hans. Ég
er honum ævinlega þakklátur fyrir
þessar sælustundir.
Eftir að ferlinum lauk hjá okkur
báðum skildu leiðir en Sigrún eig-
inkona mín man vel þegar við hitt-
um hann í Ólafsvík þar sem hann
var kennari um nokkurra ára skeið.
Hann var léttur á sér og líkaði lífið
vel á Snæfellsnesinu og er nokkuð
víst að þar hafi hann átt mörg góð
ár. Hin síðari ár sá ég Valda helst
þegar afmælisárgangar hittust og
það var mál manna að lífið hefði
farið mjúkum höndum um hann.
Hann var nánast eins og hann var
40 árum fyrr, ótrúlegt! Hann mætti
alltaf á þessa skemmtilegu endur-
fundi og þá var nú ýmislegt látið
flakka en þó mest í gamni. Hann
var mikill KR-ingur og stoltur af
sínu félagi sama af hvaða átt hann
blés.
Alltaf var stutt í brosið hjá Valda
og ég held að ef það er eitthvað
sem stendur upp úr í minningunni
þá er það hversu jákvæður hann
alltaf var. Mikið væri lífið yndis-
legra ef það fyndust fleiri svona já-
kvæðar manneskjur í heiminum.
Auðvitað er ekkert vit í því að mað-
ur á besta aldri skuli vera hrifinn
svona á brott en við verðum víst
bara að sætta okkur við það.
Góður vinur og félagi er horfinn
á braut, við drúpum höfði en minn-
ingarnar streyma fram, minningar
um góðan dreng sem alltaf var til
taks, liðsfélagi út í gegn og gegn-
heill KR-ingur. Móður Valda, systr-
um, bróður og fjölskyldum þeirra
sendi ég innilegar samúðarkveðjur
og bið Guð um að styrkja þau í sorg
sinni.
F.h. félaga úr
körfuknattleiksdeild KR,
Einar G. Bollason.
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir,
ÞORSTEINN ARNBERG JÓNSSON,
Fjarðarstræti 7,
Ísafirði,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði sunnu-
daginn 6. febrúar.
Útför hans fer fram í kyrrþey.
Benjamín Rúnar Þorsteinsson,
Málfríður Þorsteinsdóttir, Baldur Kristjánsson,
Kristín Una Baldursdóttir
og systkini.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
GUÐBJÖRG GUÐRÚN SIGURÐARDÓTTIR,
Gröf,
Laxárdal,
lést á dvalarheimilinu Silfurtúni, Búðardal, þriðju-
daginn 25. janúar.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Hjartans þakkir öllum þeim sem sýnt hafa okkur samúð og hlýhug.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólkinu á Silfurtúni.
Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Minningarsjóð dvalarheimilis
aldraðra Búðardal.
Ríkarður Jóhannsson,
Margrét Ríkarðsdóttir, Jón Bjarni Guðlaugsson,
Jóhann Hólm Ríkarðsson, Jónína Kristín Magnúsdóttir,
Ívar Hólm, Bergþóra Hólm, Anna Guðbjörg Hólm,
Sigurður Loftur, Ríkarður Hólm,
Dögg Hólm og Helga Dóra Hólm.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
ANDREA MARGRÉT ÞORVALDSDÓTTIR,
dvalarheimilinu Hlíð,
Akureyri,
lést á sjúkrahúsinu á Akureyri föstudaginn
4. febrúar.
Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju mánu-
daginn 14. febrúar kl. 13.30.
Þorvaldur Aðalsteinsson, Aðalheiður Ingólfsdóttir,
Auður Aðalsteinsdóttir,
Þórey Aðalsteinsdóttir, Stefán Jóhannsson,
Þórólfur Aðalsteinsson, Árni Júlíusson,
Signý Aðalsteinsdóttir, Jóhann Austfjörð
og ömmubörnin.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
SNORRI ÁRNASON,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Ási, Hveragerði,
þriðjudaginn 1. febrúar.
Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn
11. febrúar kl. 14.00.
Guðrún Snorradóttir,
Þuríður Árný Snorradóttir, Steinar Gunnbjörnsson,
Erla Hrönn Snorradóttir, Jóhann Steinsson,
Árni Ómar Snorrason, Sigurlaug Ingvarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elsku mamma okkar, tengdamamma, amma og
systir,
ELSA TRYGGVADÓTTIR
hjúkrunarfræðingur,
Tunguseli 11,
Reykjavík,
áður Vík í Mýrdal,
kvaddi okkur á krabbameinsdeild Landspítalans
fimmtudaginn 3. febrúar.
Elsa verður jarðsungin frá Kópavogskirkju mánudaginn 14. febrúar
og hefst athöfnin kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Ljósið, sími 5613770.
Hjalti Jón Pálsson, Dagmar Valsdóttir,
Svavar Páll Pálsson, Ása Sigríður Ingadóttir,
Vignir Þór Pálsson
og barnabörn,
Áslaug, Haraldur, Svava og Sigríður Tryggvabörn.