Morgunblaðið - 09.02.2011, Side 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2011
✝ GuðmundurSölvason fæddist
í Snæfellsnessýslu
14. janúar 1927.
Hann andaðist á
dvalarheimilinu
Jaðri í Ólafsvík 27.
janúar 2011.
Foreldrar hans
voru Sölvi Kristinn
Þórðarson, f. 1900,
d. 1979, og Kristín
Sigurrós Árnadóttir,
f. 1900, d. 1967. Guð-
mundur var elstur af
fjórum systkinum
sem ásamt honum voru Runólfur
Jóhann Sölvason, f. 1931, Björg
Sölvadóttir, f. 1934, d. 2010, og
Þórunn Rósa Sölvadóttir, f. 1941,
d. 2010.
Guðmundur
kvæntist Þuríði Guð-
mundsdóttur, f.
1922, d. 1999, og
saman eignuðust þau
tvö börn sem eru
Sölvi Guðmundsson ,
f. 1962, og Hafrún
Guðmundsdóttir, f.
1963. Barnabörnin
eru sjö og barna-
barnabörnin eru
fjögur.
Guðmundur ólst
upp í Ólafsvík en
hélt ungur til sjós,
hann silgdi víða um heiminn og sá
margt.
Jarðarför Guðmundar fór fram
frá Ingjaldshólskirkju 5. febrúar
2011.
Tímabili er lokið. Kær frændi
minn, Guðmundur, er allur. Síðustu
5 til 10 árin voru mér ómetanleg að
kynnast þér vel. Þú fórst í látleysi og
æðruleysi, sem einkenndi
þig … varst að standa upp frá
kaffinu þegar hjartað brást … um
það bil búinn að klára lífið þitt, 84
ára.
Stundum töluðum við saman dag-
lega í síma. Það var svo mikill léttir
að eignast virkilegan sálufélaga um
myndlistina. Báðir máluðum við. Og
geta allt í einu rætt við einhvern um
innstu rök fegurðarinnar og litanna
var gleði. Málverkin þín eru ógleym-
anleg og sem betur fer gafst þú mér
nokkur sem ég get ornað mér við í
framtíðinni. Jökullinn og Eldborg-
irnar á Snæfellsnesi eru í myndun-
um þínum en einnig einhver óskil-
greind fegurð blóma (blómstur eins
og þú kallaðir það) og lita, sem þú
sást einn og miðlaðir til okkar hinna.
Við fílósóferuðum mikið og vorum
sammála um að Jón prímus væri
okkar maður. Stundum fannst mér
þú vera holdgervingur Kristnihalds-
ins undir jökli, viðhorfanna og nátt-
úrunnar sjálfrar, eins og svo margir
aðrir í okkar ætt. Við vorum líka
ósammála um sumt, en það var svo
gott við þig að þú sagðir skoðun þína
umbúðalaust og hvikaðir ekki frá
henni, allt frá fyrsta tebolla á morgn-
ana.
Á Hellissandi er Jökullinn í fyr-
irrúmi. Ég hringdi oft til þín, þegar
ég sá hann héðan úr borginni og
spurði þig hvernig hann liti út hjá
þér. Minnisstætt er sólríkt sumar-
kvöld, þegar ég kom til þín og Þuru,
stoltur yfir að hafa hjólað yfir Jökul-
hálsinn og klifið Kónginn.Við sátum í
stofunni og vorum að kynnast.
Klukkan var 11 og fyrir utan stofu-
gluggann var Jökullinn í allri sinni
hvítu og skornu fegurð. Allt í einu
kom Þura inn með þessa fínu lúðu-
súpu. Endapunkturinn á frábærum
degi í litlu sólríku þorpi.
Daginn eftir fórum við upp á hól
eins og þú orðaðir það en á Ingjalds-
hóli er fegursti kirkjustaður lands-
ins. Við lögðumst í grasið í kirkju-
garðinum innan um sóleyjar og fífla,
Jökulinn og Búrfell og héldum áfram
að fílósófera og reyktum London
Docks. Er til nokkur betri lykt?
Minnti mig óneitanlega
á bernskar upplifanir með föður
mínum og föðurbróður þínum.
Seinna fórum við iðulega á Ingj-
aldshól. Við vissum báðir að þar
mundir þú hvíla og því var dauðinn
alltaf nálægur, kannski eins og vera
ber. Og við spurðum Kasper hvort
hann væri sammála okkur í guð-
fræðilegum útleggingum og hann
virtist vera það. Við vorum ekki
kirkjunnar menn en það var allt í
lagi að fara í messu á hólinn, enda
fátt uppbyggilegra á góðum degi,
eins og þar segir.
Kasper var kapítuli út af fyrir sig.
Þessi kolsvarti Labradorhundur,
sem fylgdi þér eins og skugginn síð-
ustu árin. Á milli elti hann mink út í
sjó til að drepa.
Lífskrafturinn sjálfur.
Hjá þér sá ég enn á ný látleysi,
hlýju og góða nærveru, sem ég hafði
áður kynnst t.d. hjá Huldu föður-
systur. Í kringum ykkur er sjálfur
jarðvegurinn.
En þú varst reyndar einnig í mín-
um augum töffari og heimsborgari
og það er gaman að minnast þín
þannig líka.
Kæru Sölvi og Hafrún, innilegar
samúðarkveðjur til ykkar og ann-
arra aðstandenda.
Einar Þorleifsson.
Guðmundur átti jafnan skamma
viðdvöl í Ólafsvík. Hans svið var út-
nesið þar sem hann var í nánu sam-
bandi við sína kærustu og sjóinn úti
fyrir Keflavíkurbjargi. Eins og afi
okkar Þórður Matthíasson sótti Guð-
mundur sjóinn frá Ólafsvík og Hell-
issandi. Sá er eyðir mörgum ævidög-
um sínum í fangbrögðum við Ægi
kann frá mörgu að segja, er marg-
fróður og vís. Töfrar Snæfellsjökuls
verða dýpri og hátíðlegri þegar siglt
er á djúpið, þar birtist hann sjó-
manninum eins og föðurleg tilbeiðsla
til sköpunarverksins. Hann umvefur
allt nesið og sýnir hvernig eldhraun-
ið hefur náð að skapa land, voga og
kletta. Guðmundi var þessi smíð kær
og fullur lotningar gat hann útskýrt
líf, land og sögu við hvert fótmál.
Hann hafði sínar skýringar og
blandaðist þar fræðimennska og sú
þekking sem lífið eitt gefur.
Um gullkistu Snæfellsnes varð
honum tíðrætt og kunni hann marg-
ar skýringar á fiskigöngum við Önd-
verðarnes. Ef krían náði ekki að
koma upp ungum við Ingjaldshól eða
önnur afföll urðu hjá mönnum og
dýrum jarðar tók Guðmundur því
með snæfellskri ró. Göngutúrar með
hundinum Kasper gáfu honum auk-
inn kraft og þrótt þegar elliárin sóttu
hann heim. Þrek hans við að búa
sjálfstæður og einn á efri árum var
ótrúlegt sem aðeins veikindi gátu
raskað. Þá fékk hann inni á glæsi-
heimili en hugur hans sótti út.
Í mörg ár stundaði Guðmundur
fjárbúskap með sjómennskunni, það
gaf honum aukinn lífskraft og inn-
lifun í sögu og landshætti. Á einum
sjómannadeginum var hann heiðrað-
ur og í nokkur sumur kom hann að
minjavörslu í Sjómannasafni Hellis-
sands. Hafði hann unun af að spjalla
við gesti og uppfræða þá um sögu og
örnefni, tók þá jafnvel í róður og gaf
þeim nýja innsýn í lífsbaráttuna við
nesið. Svartbikaðan áttæring í safn-
inu, Blikann, frá árunum í kringum
lok fyrri heimstyrjaldar sýndi hann
mér gjarnan. Á þóftum hans höfðu
feður okkar setið og róið úr Keflavík
á sínum manndómsárum. Hlöðnu
fiskibyrgin við Gufuskála voru hon-
um heldur engin ráðgáta.
Guðmundur var margfróður um
lönd og heimsálfur og hafði á yngri
árum siglt um öll heimsins höf með
Norðmönnum. Systur hans tvær í
Ameríku, Þóra og Björg sem eru ný-
látnar voru honum kærar og mikið
þótti honum vænt um allt er kom frá
þeirri heimsálfu. Faðir hans hafði og
langa og góða reynslu af umgengni
við Ameríkana og Guðmundur fann
þann hlýhug einnig í gegnum veru
systra hans í Vesturheimi.
Á kveðjustundu eru Guðmundi
sendar þakkir fyrir að veita mér inn-
sýn inn í undraheima Snæfellsness,
land Bárðar Snæfellsáss. Fyrir sam-
fylgdina, gönguferðir um hraunið og
berjabrekkur, en eftirminnilegast
verður hans sýn á tilveruna og lífið.
Að gönguför lokinni veit ég að Guð-
mundi þykir gott að hvíla á Ingjalds-
hóli hjá sinni kæru eiginkonu Þuríði
Guðmundsdóttur. Þar hefur hann
útsýni til jökulsins og til hafs sem
hann málaði af innlifun lífslista-
manns.
Sigurður Antonsson.
Guðmundur Sölvason
Virtur maður og vel
metinn, Jón Bjarna-
son rafvirki, er fallinn
frá. Ég varð þeirrar
gæfu aðnjótandi að Jón var meðal
fyrstu manna sem ég kynntist eftir
að við fjölskylda mín fluttumst til
Hafnarfjarðar.
Kynni okkar hófust þegar mér var
bent á hann sem rafverktaka af
gamla skólanum sem væri vandur
orða sinna og verka og ætíð stæði
það sem hann segði. Einu sinni var
mér sú ráðlegging gefin að biðja
aldrei mann að vinna fyrir mig verk
sem hefði til þess nægan tíma, því
hann væri líklega sá hinn sami og sá
Jón M. Bjarnason
✝ Jón M. Bjarnasonfæddist í Hafn-
arfirði 26. október
1931. Hann lést á
Hrafnistu í Hafn-
arfirði 10. janúar
2011.
Jarðarför Jóns fór
fram frá Fríkirkjunni
í Hafnarfirði 19. jan-
úar 2011.
sem nennti því ekki.
En Jón Bjarnason var
ekki sú manngerðin,
svarið sem hann gaf
var alltaf svipað þegar
ég leitaði til hans: Það
er mikið að gera en ég
finn tíma. Svo stóð
það. Allt stóð sem Jón
sagði.
Ég var svo lánsam-
ur að Jón mælti með
mér inn í Lionsklúbb
Hafnarfjarðar. Í starfi
klúbbsins leiddi Jón
mig fyrstu sporin,
kynnti mér grunngildin og aðstoðaði
mig á alla lund.
Jón var í Lionsklúbbi Hafnar-
fjarðar um aldarfjórðung og þar
nutu sín vel mannkostir hans og
ósérhlífni. Öll störf sem Jóni voru
þar falin, vann hann svo að til fyr-
irmyndar var og öðrum til eftir-
breytni. Jón var mjög félagslyndur
maður og gott var að vera í návist
hans.
Við hjón áttum þess kost að um-
gangast þau Jón og Kristínu konu
hans sem ætíð stóð sem klettur hon-
um við hlið. Í verkefnum fyrir klúbb-
inn og hreyfinguna voru þau sam-
hent. Þau mættu alltaf á makakvöld
og í skemmtiferðir á vegum klúbbs-
ins en þar var Jón jafnan hrókur alls
fagnaðar á sinn þægilega hátt.
Ein er sú skemmtiferð sem við fór-
um saman og er sérlega minnisverð,
þá fórum við um þrjátíu manna hóp-
ur íslenskra Lionsmanna á Alþjóða-
þing Lions í Miami á Flórída. Á því
þriggja vikna ferðalagi til Ameríku,
fyrst á þingið sjálft og síðan dvöl á
hótelum, baðströndum og siglingu
um Mexíkóflóann þjappaðist hópur-
inn saman og varð nánari en nokkru
sinni fyrr. Á köflum vorum við eins
og myndatökulið, full rúta af glað-
væru fólki og þá var Jón alltaf með
kvikmynda- eða myndavélina á lofti
og safnaði ógleymanlegum heimild-
um og minningum um ferðina.
Eins og að líkum lætur eru flestar
minningarnar um þau ágætu hjón,
Jón og Kristínu frá starfinu í Lions-
klúbbnum. Þau skilja eftir sig stórt
skarð sem ekki verður fyllt af öðrum.
Við félagarnir í klúbbnum minnumst
Jóns með hlýhug og vottum aðstand-
endum hans okkar dýpstu samúð.
F. h. Lionsklúbbs Hafnarfjarðar,
Halldór Svavarsson.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
GUÐJÓN TÓMASSON
fyrrv. atvinnubílstjóri,
Gnoðarvogi 70,
Reykjavík,
andaðist mánudaginn 24. janúar.
Útförin hefur þegar farið fram í kyrrþey að ósk hins
látna.
Margrét Einarsdóttir,
Ragnar Guðjónsson, Sigurbjörg Þorgrímsdóttir,
Sólrún Ragnarsdóttir, Sveinn Bjarnason,
Margrét Ragnarsdóttir, Sveinn Þorgrímur Sveinsson,
Guðný Ragnarsdóttir, Bergþór Pálsson
og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, amma, langamma og langa-
langamma,
NANNA HELGA ÁGÚSTSDÓTTIR,
lést á Hrafnistu í Hafnarfirði sunnudaginn
6. febrúar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Margrét Ámundadóttir,
Jón Örn Ámundason.
✝
Okkar ástkæri
GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON
fyrrv. skipstjóri,
lést á Hrafnistu í Reykjavík aðfaranótt laugar-
dagsins 5. febrúar.
Sigurður Guðmundsson, Steinunn K. Árnadóttir,
Guðmundur Guðmundsson, Þórey K. Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma
og langamma,
MARGRÉT KOLBRÚN FRIÐFINNSDÓTTIR,
Hlíðarbyggð 5,
Garðabæ,
lést á Landspítalanum Fossvogi föstudaginn
4. febrúar.
Sigurður Ingibergsson,
Ingibergur Sigurðsson, Marcela Munoz,
Friðfinnur Ragnar Sigurðsson, Margrét Guðvarðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
ÁSDÍS EYJÓLFSDÓTTIR,
Aflagranda 40,
lést á heimili sínu sunnudaginn 6. febrúar.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn
23. febrúar og verður nánar auglýst síðar.
Víglundur Þorsteinsson, Kristín M. Thorarensen,
Hafdís B. Þorsteinsdóttir, Fleming Korslund,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær frændi okkar og vinur,
JÓN FRIÐRIKSSON
frá Seldal
í Norðfirði,
lést á hjúkrunardeild Fjórðungssjúkrahússins í
Neskaupstað fimmtudaginn 3. febrúar.
Útför hans verður gerð frá Norðfjarðarkirkju
föstudaginn 11. febrúar kl. 14.00.
Jarðsett verður á Skorrastað.
Seldalsfjölskyldan.