Morgunblaðið - 09.02.2011, Page 30
Davíð Roach Gunnarsson
drg@hi.is
Plöturnar „Jukk“ með Prinspóló og
„Skot“ með Benna Hemm Hemm verða
gefnar út í Japan af japanska útgáfu-
fyrirtækinu Afterhours í apríl næst-
komandi. Báðar þessar plötur komu út
á Íslandi síðastliðið haust á vegum Kimi
útgáfunnar sem hefur nú framselt jap-
anska útgáfuréttinn til Afterhours. Það
er þekkt útgáfa á sviði jaðartónlistar
sem hefur m.a. gefið út Íslendingana
Kríu Brekkan og Kiru Kiru og hinn
ameríska Bill Callahan (Smog).
Textar þýddir
Baldvin Esra, framkvæmdastjóri
Kimi, segir að viðræður hafi staðið yfir
frá útgáfu platnanna á Íslandi. Honum
þykir síður en svo leitt að sjá á eftir
skífunum til japönsku jaðarútgáfunnar:
„Alls ekki. Þeir eru í svo miklu betri að-
stöðu til að kynna plöturnar þarna úti
en við, þetta er held ég heppilegt fyrir
alla aðila.“ En hvers vegna skyldi jap-
önsk útgáfa hafa áhuga á þessum
hljómsveitum sem báðar syngja á ís-
lensku? „Það er erfitt að segja, þetta er
náttúrlega jaðarútgáfa þannig að það
er ekki búist við einhverjum rosalegum
sölutölum. Svo er líka fólk í Japan eins
og annars staðar sem hefur mikinn
áhuga á Íslandi og íslenskri tónlist. En
textarnir verða í umslaginu þýddir yfir
á japönsku fyrir útgáfuna.“ Í maí er svo
áætlað að sveitirnar fari í stuttan túr
um Japan í tilefni af útgáfunni.
Aukin áhersla á dreifingu erlendis
Kimi er nú á sínu fjórða starfsári og
er ekkert að draga saman seglin. „Þetta
er búið að ganga almennt mjög vel, sér-
staklega undanfarið og í ár munum við
auka áhersluna á útgáfu í Evrópu og
Bandaríkjunum,“ segir Baldvin. Í sum-
ar hyggst útgáfan dreifa breiðskífum
með Miri, Prinspóló og Benna Hemm
Hemm um Evrópu og Bandaríkin auk
10" vínylplatna með
Sudden Weather
Change og The Heavy
Experience. Önnur plata
Sin Fang kemur út 4.
mars en Morr sér um
útgáfu hennar er-
lendis. Þá er
von er á nýj-
um breið-
skífum frá
Reykjavík!,
Sudden
Weather
Change og
Nolo á
árinu.
Höfundur er
meistaranemi
í blaða- og
fréttamennsku.
Prinspóló
og Benni
Hemm Hemm
til Japans
Japansfari
Benni Hemm
Hemm og fleiri
eru á leið austur.
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2011
Æringjarnir í Nýdönsk frumsýna Tónleik í tveim þáttum í Borgarleikhúsinu í kvöld. Kallast
hann Nýdönsk í nánd en þar mæta áhorfendur sveitinni í miklu návígi. Tildrög þessa verkefnis
liggja hjá sveitinni sjálfri sem bar hugmyndina undir Magnús Geir Þórðarson og tók hann óðar
vel í verkefnið, enda dyggur aðdáandi hljómsveitarinnar frá því hann var í MR að sögn Jóns
Ólafssonar. Gunnar Helgason leikari aðstoðaði sveitina svo við að koma verkinu á fjalirnar.
Nýdönsk frumsýnir í kvöld
Morgunblaðið/Ómar
Á ferð Jón Ólafsson fer hér hamförum miklum á hljómborðið.
Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
Nú á sunnudaginn, nánar tiltekið kl. 21.00,
mun nýstofnuð sveit, Danshljómsveit Vil-
hjálms Guðjónssonar, koma fram og leika fyrir
dansi. Ekki nóg með það, heldur verður sjálfur
Heiðar Ástvaldsson á staðnum til að aðstoða
þá sem það þurfa við að finna fótum sínum for-
ráð. Já, hugmyndin er að endurvekja alvöru
dansiballastemningu en að sögn meðlima er
aðstaða fyrir þá sem vilja fá sér ærlegan snún-
ing bágborin. Til spjalls eru mættir þeir Hilm-
ar Sverrisson, Heiðar og hljómsveitarstjórinn
Vilhjálmur. Aðrir sem sveitina skipa eru þeir
Ásgeir Óskarsson, Haraldur Þorsteinsson,
Kristinn Svavarsson og Hlöðver Smári Har-
aldsson.
Á kristilegum tíma
„Þeir sem stunda það að dansa af einhverri
elju þurfa að gera slíkt í lokuðum klúbbum,“
segir Heiðar. „Fólk sem vill skreppa út og taka
snúning hefur ekki að neinu að hverfa.“
Hilmar og Vilhjálmur, í samráði við Heiðar,
ákváðu því að láta reyna á það að halda dansi-
ball sem er öllum opið. Kostnaði verður haldið
í hófi en herlegheitin fara fram í gyllta salnum
á Hótel Borg. „Við ákváðum líka að vera með
þetta á kristilegum tíma,“ segir Hilmar. „Á
föstudögum og laugardögum stígur enginn á
svið fyrr en löngu eftir miðnætti og þá er fólk
líka aðallega að pæla í því að sletta ærlega úr
klaufunum.“
Æðislegt
„Það verður leikið undir samkvæmis-
dönsum, gömlu dönsunum og svo rokki og
róli,“ segir Heiðar að lokum. „Ég mun leið-
beina þeim sem þurfa. En annars er allt þarna;
frábær hljómsveit, æðislegur staður og stað-
setningin er í hjarta borgarinnar.“
Morgunblaðið/Golli
Klárir Danshljómsveit hins þaulreynda Vilhjálms Guðjónssonar ætlar að gera skurk í dansmenntar málum Mörlandans.
„Ég býð þér upp í dans …“
Danshljómsveit Vilhjálms Guðjónssonar á Hótel Borg á sunnudögum
Fimmtudaginn nk., 10. febrúar kl. 20,
munu aðstandendur tónlistarhátíðarinnar
Aldrei fór ég suður, bæjarstjórn Ísafjarðar-
bæjar og velunnarar hátíðarinnar halda op-
inn borgarafund í sal Edinborgarhússins á
Ísafirði um hátíðina, framtíð hennar og
framþróun. „Farið verður yfir síðustu hátíð-
ir, hvað hefur verið gert rétt og hvað ekki og
viðraðar verða hugmyndir um hvert hátíðin
getur þróast,“ segir í tilkynningu.
Ennfremur segir að í ár hafi íbúar Ísafjarð-
arbæjar og nágrannabyggðarlaga „lýst yfir
vilja til að bretta upp ermar og aðstoða við
hátiðina og er því markmiðið að safna saman
í góðan og öflugan hóp vaskra meyja og
sveina til að stuðla að öflugri hátíð í ár“.
Fundurinn verði stuðmældur með nýjustu
tækni og þá í travoltum. Hátíðin var fyrst
haldin árið 2004 og í ár fer hún fram 20.-24.
apríl. Umsjónarmaður hátíðarinnar er Jón
Þór Þorleifsson en hann titlar sig rokk-
stjóra.
Fundur um Aldrei fór
ég suður stuðmældur
Tónlistarmennirnir Epic
Rain og Beatmakin Troopa
sem eru eigendur plötufyr-
irtækisins 3angle Produc-
tions eru að fara gefa út
sína fyrstu plötu saman.
Í gegnum árin hafa þeir
félagar unnið saman að
ýmsum vekefnum staðið
fyrir tónleikum og verið
iðnir við kolann í tónlistar-
útgáfum.
Platan ber nafnið Campfire Rumors og
tónlistinni er best lýst sem blöndu af alterna-
tive, hipp hopp,blús, þjóðlagatónlist og
kántrí. Tónlistin er að mestu „live“ og eru
fjölda margir hljóðfæraleikarar sem koma
við sögu á plötunni. Platan mun aðeins koma
út á netinu og verður fáanleg á gogoyoko og
bandacamp.com.
Útgáfudagur er 8. febrúar og eru tónleikar
framundan.
Epic Rain og Beatmakin
Troopa gefa út plötu
Beatmakin Troopa.