Morgunblaðið - 28.02.2011, Side 1

Morgunblaðið - 28.02.2011, Side 1
APPELSÍNA NORÐURSINS 10 M Á N U D A G U R 2 8. F E B R Ú A R 2 0 1 1  Stofnað 1913  49. tölublað  99. árgangur  BORÐA UM 80 TONN AF GULRÓFUM Á SPRENGIDAG EGIPTALAND OG KÍPUR EIGA SÖGULEGA HEFÐ SIGRÍÐUR SOFFÍA HÖFUNDUR NÝS DANSVERKS BAKSVIÐ 16 SIRKUS OG MENNING 25 Rúnar Pálmason veltir fyrir sér ríkjaheitum og ræðir við Jóhannes B. Sigtryggsson Reuters Flóttamannastraumur Egypskir flótta- menn í túnísku landamæraborginni Zarzis.  Gríðarlegur flóttamannavandi er í uppsiglingu á landamærum Líbíu við Túnis, þar sem þúsundir manna hafa safnast saman á flótta undan ofbeldi og óróa í landinu. Á frétta- vef BBC er haft eftir fulltrúa Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna að um 20.000 Egyptar séu fastir við landamærin í sárri þörf fyrir mat og húsaskjól. Margir sofa undir berum himni þrátt fyrir vetr- arkulda. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti aðfaranótt sunnudags að setja viðskiptabann á stjórn Gaddafis vegna viðbragða hennar við uppreisninni í Líbíu. »15 Mikill og alvarlegur flóttamannavandi í uppsiglingu í Líbíu Þórður Gunnarsson thg@mbl.is „Það eina ábyrga sem við getum gert er að horfast í augu við að breytinga er þörf,“ segir Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, um afkomu Byggðastofnunar á síðasta ári, en 2,6 milljarða tap varð á rekstrinum. Hún segir að nefnd um endurskoðun á lánveitingum Byggðastofnunar muni skila af sér innan tveggja mánaða. Stærstan hluta taps Byggðastofnun- ar á síðasta ári má rekja til afskriftar á lánum sem stofnunin veitti fimm sparisjóðum, samkvæmt upplýsing- um Morgunblaðsins. Stofnunin af- skrifaði um 1,2 milljarða vegna lána til sparisjóða Bolvíkinga, Vestfirð- inga, Þórshafnar, Norðlendinga og Norðfjarðar. Einnig þurfti stofnunin að afskrifa um 700 milljónir króna í kjölfar þess að sjávarútvegsráð- herra gaf rækjukvóta frjálsan, sem gerði veð í aflaheimildum fyrir rækju verðlaus. Að auki kostaði uppgjör á gjaldmiðlaskiptasamningi við skila- nefnd Glitnis um 360 milljónir. Ríkissjóður lagði Byggðastofnun til 3,6 milljarða króna eiginfjárfram- lag í fyrra. Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar, segir að afskriftum vegna bankahrunsins sé nú að mestu lokið: „Ef Byggðastofn- un á að halda áfram lánastarfsemi í núverandi mynd þarf að koma til aukið framlag frá ríkissjóði,“ segir Aðalsteinn, sem segir að stofnunin þurfi um 2,5 milljarða framlag til að ná lögbundnu lágmarki eiginfjár- hlutfall, en eigið fé er nú neikvætt um 498 milljónir. Katrín Júlíusdóttir segir að beðið verði með fjárveiting- ar til stofnunarinnar, umfram þann milljarð sem gert er ráð fyrir í fjár- lögum, þar til endurskoðunarnefndin hefur lokið störfum og skilað skýrslu. Enn tapar Byggðastofnun  Þurfti að afskrifa 700 milljónir króna eftir að rækjuveiðar voru gefnar frjálsar  Fékk 3,6 milljarða í fyrra en þarf 2,5 milljarða á þessu ári  Eigið fé neikvætt Una Sighvatsdóttir una@mbl.is Atvinnulausir innflytjendur sem eiga rétt á félagslegri aðstoð, ann- arri en atvinnuleysisbótum, neita sér oft um hana til að missa ekki möguleikann á að fá ríkisborgara- rétt. Samkvæmt lögum mega um- sækjendur um ríkisborgararétt ekki hafa þegið framfærslustyrk frá sveitarfélagi í tvö ár og því reyna margir að draga fram lífið á litlum sem engum tekjum. Hætt er við því að heilu fjölskyldurnar einangrist félagslega þar sem atvinnulaust foreldri situr heima með börnin, sem ekki eru send í tómstunda- starf vegna kostnaðar og læra fyrir vikið enga íslensku. Ráð- gjafi hjá Vinnumálastofnun segir að útlendingar standi verr að vígi en aðrir á vinnu- markaði. »12 og 13 Einangrast vegna atvinnuleysis  Atvinnuleysi er meira meðal innflytjenda en annarra landsmanna  Guðni A. Jóhannesson, orku- málastjóri, segir að innan Orku- stofnunar hafi menn áhyggjur af ofnýtingu svæðisins við Reykjanes- virkjun. Þess vegna geri drög að virkjanaleyfi HS orku, veitt til að framleiða 50 megavött til viðbótar á svæðinu, ráð fyrir að vinnslu- svæðið verði stækkað. Guðni segist ekki draga tölur frá HS orku um aukinn kostnað í efa. Virkjanaleyfi séu hins vegar ekki veitt á grund- velli hugsanlegs kostnaðar fyrir- tækja. »4 Hafa áhyggjur af ofnýtingu svæðisins „Sjávargrænmeti er nýjasta hollustan og megrunarfæðan hjá stjörnunum í Hollywood og á neyslan eftir að aukast mikið í hin- um vestræna heimi, en í Asíu er aldalöng hefð fyrir neyslu á sjávargróðri,“ segir Símon Sturluson, einn af eigendum Ís- lenskrar bláskeljar ehf. í Stykk- ishólmi. Íslensk bláskel er eina íslenska fyrirtækið sem hefur leyfi til þess að selja ferska bláskel hérlendis. »9 Bláskelin dafnar og þarinn vinnur á sem hollustufæði Boðið var til sannkallaðrar bolluveislu í gær á heimili hjónanna Ásdísar Ármannsdóttur og Helga Heiðars Stefánssonar í Bústaðahverfinu í Reykjavík. Samtals voru bakaðar 317 bollur af tólf mismunandi tegundum og vinafólk þeirra ásamt börnum gæddi sér á þeim. Bolluveislan var fyrst haldin fyrir fjórum árum og hefur smám saman fest sig í sessi. Hún hefur alltaf ver- ið haldin sunnudaginn fyrir bolludaginn nema í ár þar sem sá dagur hentaði ekki nú. Bolludagurinn verður haldinn hátíðlegur 7. mars næstkomandi. Morgunblaðið/Ómar Yfir 300 bollur af 12 tegundum „Það er svo gott að hitta annað fólk og spjalla en sitja ekki bara heima. Mér finnst þetta hjálpa mér mjög mikið en það getur verið að ekki viti allir af úrræðunum,“ segir Silvia Alice Martins Zingara sem kemur frá Portúgal en hefur verið búsett á Ís- landi í þrjú ár. Silvia missti vinnuna þegar kaffihúsið sem hún vann á varð gjaldþrota en hún heldur sér virkri með því að sækja ýmis námskeið. Hjá Vinnumálastofnun reynist þó oft erfiðara að hjálpa útlendingum enda staða þeirra flóknari en atvinnulausra Íslendinga. Mikilvægt að halda sér virkum 15,5% ATVINNULEYSI MEÐAL ÚTLENDINGA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.