Morgunblaðið - 28.02.2011, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.02.2011, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. FEBRÚAR 2011 Öflugir TUDOR High Tech rafgeymar fyrir jeppa. Kristinn Ingvarsson, ljósmyndari á Morgunblaðinu, fékk þrenn verð- laun við opnun Ljósmyndasýn- ingar Blaðaljósmyndarafélags Ís- lands í Gerðarsafni sl. laugardag. Kristinn átti myndröð ársins 2010 sem er af hjartaskiptum í Svíþjóð, portrett ársins af Erró og íþróttamynd ársins af íþrótta- manni ársins, Alexander Pet- ersson. Við sama tækifæri afhenti Blaðamannafélag Íslands Blaða- mannaverðlaunin ársins 2010. Verðlaun fyrir bestu umfjöllun fóru til ritstjórnar Morgunblaðs- ins, Fréttastofu RÚV og Frétta- stofu Stöðvar 2 fyrir umfjöllun um eldgosin. Verðlaun fyrir rann- sóknarblaðamennsku fékk Ingi- björg Dögg Kjartansdóttir, blaða- maður á DV, fyrir skrif um kynferðisbrotamál. Blaða- mannaverðlaun ársins fékk Krist- inn Hrafnsson fyrir fréttir um þyrluárás í Bagdad og störf á veg- um WikiLeaks. Brynjar Gauti Sveinsson átti ljósmynd ársins. Fréttamynd árs- ins átti Gunnar V. Andrésson. Rakel Sigurðardóttir, Vilhelm Gunnarsson og Óskar Páll Elf- arsson voru einnig verðlaunuð fyrir myndir sínar og Baldur Hrafnkell Jónsson og Guðmundur Bergkvist fyrir myndskeið. Kristinn með þrenn verðlaun  Umfjöllun um eldgosin verðlaunuð Morgunblaðið/Kristinn Íþróttamynd ársins Alexander Petersson í landsleik. Morgunblaðið/Kristinn Portrettið Listamaðurinn Erró. Morgunblaðið/Kristinn Úr myndröð ársins Hjartaflutningur á Sahlgrenska sjúkrahúsinu. Morgunblaðið/Ómar Verðlaunahafar Blaðamenn með verðlaun sín. Verðlaunahafar Ljósmyndarar og kvikmyndatökumenn í Gerðasafni. FRÉTTASKÝRING Hjörtur J. Guðmundsson hjorturjg@mbl.is Óvíst er hver niðurstaðan kann að verða í atkvæðagreiðslu á Alþingi um að þingið skipi stjórnlagaráð í stað stjórnlagaþingsins sem kosið var til í nóvember sl., en eins og kunnugt er ógilti Hæstiréttur kosn- ingarnar í síðasta mánuði vegna ým- issa ágalla á framkvæmd þeirra. Tveir þingflokkar eru óklofnir í af- stöðu sinni til stjórnlagaráðs svo vit- að sé. Þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins leggjast allir gegn málinu en allir þrír þingmenn Hreyfingarinnar styðja það. Að sögn Margrétar Tryggvadóttur, þingflokksformanns Hreyfingarinnar, skipti sköpum í þeim efnum að samþykkt var að tryggja sjálfstæði ráðsins í störfum sínum. Hins vegar væri þessi leið engin óskaniðurstaða. Óljóst með Samfylkinguna? Ögmundur Jónasson innanríkis- ráðherra ætlar ekki að styðja skipun stjórnlagaráðs og hefur sagt að með því sé verið að fara í kringum ákvörðun Hæstaréttar. Þá hefur Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG, staðfest við Morgunblaðið að hún ætli ekki greiða málinu atkvæði sitt m.a. af sömu ástæðu. Ekki er ósenni- legt að fleiri þingmenn flokksins geti lagst gegn málinu. Meirihluti þingmanna Framsókn- arflokksins er andvígur stjórnlaga- ráði og þar með talinn formaður flokksins, Sigmundur Davíð Gunn- laugsson. Aðspurð hvort þingflokkur Samfylkingarinnar væri alfarið hlynntur málinu svaraði Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingflokksfor- maður flokksins, að það yrði að koma í ljós. Sjálf ætlaði hún hins vegar að greiða því atkvæði sitt. Samkvæmt Ríkisútvarpinu ætla a.m.k. 14 af þeim 25 sem náðu kjöri á stjórnlagaþing í nóvember að taka sæti í stjórnlagaráði. Óvissa um stuðning við stjórnlagaráð  Lilja Mósesdóttir andsnúin málinu Morgunblaðið/Ernir Alþingi Þingmenn og ráðherrar í sætum sínum í þinginu. Íris Lind Sæmundsdóttir lögfræðingur Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur Þorgeir Tryggvason texta- og hugmyndasmiður Jón Ólafsson prófessor Magnús Thoroddsen fv. hæstaréttarlögmaður Birna Þórðardóttir ferðaskipuleggjandi Gunnar Hersveinn rithöfundur Guðrún Högnadóttir framkvæmdastjóri Þorsteinn Arnalds verkfræðingur Árni Indriðason framhaldsskólakennari Næstir inn STJÓRNLAGARÁÐ Hjörtur J. Guðmundsson hjorturjg@mbl.is „Það var bara meiriháttar mæting hjá íbúum. Þetta hafa verið um 70 til 80 manns allavega sem er auðvitað rosalega gott á þessu svæði. Þetta er eins og 12 til 15 þúsund manns mættu í Reykjavík,“ segir Ásgeir Harðarson hjá Íbúasamtökum Kjal- arness en samtökin stóðu fyrir mót- mælum í gær gegn lokun endur- vinnslustöðvar Sorpu á Kjalarnesi. 130 tonn af úrgangi Ásgeir segir að lokunin þýði að íbúar svæðisins þurfi að fara 30 kíló- metra með úrgang í næstu endur- vinnslustöð, en um 130 tonn fari í gegnum stöðina á Kjalarnesi á ári. Hann segir að vilja skorti til þess að finna leiðir til þess að reka stöðina á Kjalarnesi með ódýrari hætti en ver- ið hefur og tryggja þannig áfram- haldandi rekstur hennar. Það væri himinn og haf á milli þess t.d. að stytta afgreiðslutíma eða eitthvað í þá veruna og að loka alveg fyrir þessa þjónustu. „Borgarráð tók ekki málið fyrir á fundi sínum á fimmtudaginn var sem þýðir að lokunin frestast um ein- hvern tíma þar sem samþykki þess þarf til,“ segir Ásgeir en stjórn Sorpu hafði tekið ákvörðun um að loka endurvinnslustöðinni 1. mars sl. Því hafi verið ákveðið að safnast saman fyrst og fremst í þeim til- gangi að vekja athygli á því að þessi starfsemi skipti máli fyrir íbúa Kjal- arness. Vilja ekki keyra 30 km á næstu endurvinnslustöð  Tugir mót- mæltu vegna lok- unar á Kjalarnesi Morgunblaðið/Eggert Mótmæli Fjöldi íbúa á Kjalarnesi mætti við endurvinnslustöð Sorpu á svæð- inu til þess að mótmæla fyrirhugaðri lokun hennar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.