Morgunblaðið - 28.02.2011, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.02.2011, Blaðsíða 13
13 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. FEBRÚAR 2011 Auðveldara að vera einstæð móðir á Íslandi Viðbrigðin voru mikil fyrir Silviu AliceMartins Zingara að koma í kuldann áÍslandi úr steikjandi hitanum heima í Algarve á Portúgal, þaðan sem hún flutti hingað til lands árið 2007. „Systir mín og bróðir bjuggu hér og ég kom bara í heimsókn til þeirra en varð ást- fangin af landinu og nú er líf mitt hér,“ seg- ir Silvia. Hún fékk fljótt vinnu við að þjóna til borðs og varð ástfangin af íslenskum manni. Þau eru nú skilin en eiga saman litla dóttur sem verður tveggja ára í apríl. Brá við rasistaumræðu Silvia er þeirrar skoðunar að betra sé að ala upp barn hér en í Portúgal og hún eigi meiri von hér um að koma dóttur sinni til mennta. „Einstæðar mæður fá stuðning og ég hef fengið mjög góða hjálp og líður vel.“ Silvia segist almennt hafa mætt mikilli vin- semd síðan hún flutti til Íslands og flestir vinir hennar séu Íslendingar. Eina vísbendingin sem hún hefur séð um rasisma hér var að hennar sögn umdeilt við- tal í DV við yfirlýsta rasista. „Mér brá þegar ég sá það og velti því í fyrsta skipti fyrir mér hvort ég væri kannski ekki velkomin hér, en ég veit að flestir hugsa ekki svona.“ Þrátt fyrir að kreppan hafi gert hlutina erfiðari telur Silvia sig hafa góðan grund- völl til að skapa sér framtíð á Íslandi. Hún missti þó vinnuna þegar kaffihúsið sem hún vann á varð gjaldþrota. Sjálf var Silvia þá komin á steypirinn og var heima með dóttur sinni til 15 mánaða aldurs þegar hún komst inn á leikskóla. Þá fór hún að hugsa sér til hreyfings og er nú í virkri atvinnuleit. „Ég er orðin þrítug svo ég vil síður fara aftur í að þjóna því þá óttast ég að festast í því starfi það sem eftir er,“ segir Silvia sem hefur mestan hug á að vinna sem túlkur. Hún hefur undanfarið lagt stund á íslenskunám á vegum Vinnu- málastofnunar en sækir auk þess ýmis nám- skeið sem eru í boði hjá Rauða krossinum í gegnum átakið Ungt fólk til athafna. Stundum við það að gefast upp „Þar höfum við fengið fyrirlestra um hvernig við getum sótt um vinnu, hjálp við að gera ferilskrá og svo fáum við tækifæri til að fara inn í fyrirtæki í starfskynningu eða vinna sjálfboðastarf fyrir Rauða kross- inn.“ Silvia segist ánægð með að geta með þessu móti aukið reynslu sína og bætt við ferilskrána þrátt fyrir atvinnuleysi. Í fyrra var RKÍ með tvo hópa sérstaklega ætlaða innflytjendum í atvinnuleit en Silvia er nú eini útlendingurinn í hópi með Íslend- ingum og segir það ganga ljómandi vel. „Ef ég gerði þetta allt bara á ensku myndi ég ekkert fá að vinna með Íslendingum og á íslensku. Það er auðvitað erfitt og stundum er ég við það að gefast upp en þá verð ég að vera sterk. Ég skil ekki allt, en þá get ég spurt hina og þau hjálpa mér.“ una@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Mæðgur Silvia vill að dóttirin María Isabella Zingara Steinarsdóttir alist upp á Íslandi. Silvia Alice Martins Zingara frá Portúgal Pólverja þyrstir í íslenskar fréttir Þegar fólk flytur til nýs lands án þess aðskilja tungumálið er það nánast einsog blint. Við gengum í gegnum það sama svo við skiljum hvernig það er og vilj- um vera brú á milli Íslendinga og innflytj- enda,“ segja þær Beata Anna Janczak og Marta Niebieszczanska sem saman reka nýja frétta- og viðburðasíðu fyrir Pólverja á Ís- landi, Informacje.is. Marta og Beata fluttu báðar til Íslands frá Póllandi, með 10 ára millibili. Þær hafa unnið ýmis störf hér en í kreppunni hægðist heldur um sem varð til þess að þær tóku ráðin í eigin hendur. Stofnuðu eigið fyrirtæki Báðar fundu þær fyrir mikilli þörf í sam- félagi Pólverja hér á landi fyrir fréttir og upplýsingar um Ísland á pólsku. Þær ákváðu að sameina krafta sína og komu á fót vefsíð- unni Informacje.is haustið 2010. Í janúar síð- astliðnum stofnuðu þær svo fyrirtæki utan um reksturinn. Þær segjast finna mikinn meðbyr og lestur síðunnar aukist með hverjum mánuðinum. Pólverjar sé sannarlega fréttaþyrstir um samfélagið sem þeir búa í. „Pólverjar eru langstærsti minnihlutinn hér og þeir vilja vera hluti af íslensku samfélagi. Þeir vilja ekki bara sitja heima og upplifa sig sem „við“ á móti „hinum“,“ segir Beata og Marta bætir við að það geti þó verið erfitt fyrir þá sem ekki skilji íslensku. „Þeir geta ekki lesið blöðin til að skilja hvað er að gerast, þeir vita að það er kreppa en geta ekki fylgst með. Fólk vill vita meira, það vill vita hvað er að gerast á Alþingi, og hvað forsetinn er að pæla.“ Tilbúin að leggja mikið á sig Það sem brennur ekki síst á Pólverjum, rétt eins og Íslendingum, er þróunin í at- vinnumálum. „Atvinnuleysi er stærsta áhyggjuefnið og vafinn um hvort ástandið muni batna eða ekki. Þess vegna bíður fólk eftir öllum fréttum um ný störf“ segir Marta. Þær benda á að meirhluti Pólverja sem eru hér enn sé ungt fjölskyldufólk. Flest eigi það sammerkt að vera tilbúin að leggja mikið á sig til að skapa sér og börnum sínum framtíð á Íslandi, þrátt fyrir kreppu. „Hér er gott að stofna fjölskyldu og fólk virkilega vill búa hér áfram. En það þarf upplýsingar,“ segir Beata. Hún segir að erf- itt geti reynst að fá upplýsingar um margs- konar hversdagsleg atriði, allt frá lækn- isþjónustu til trygginga og bílaskoðunar til tómstunda barna. Á Informacje.is sé öllum þessum upplýsingum safnað á einn stað, auk daglegra þjóðfélagsfrétta. Góð hjálp í Nýsköpunarstofnun Að stofna fyrirtæki frá grunni í miðri kreppu fylgir mikil og erfið vinna, en Marta og Beata segjast hafa ástríðu fyrir starfinu. „Við höfum unnið að þessu launalaust og það hefur tekið á en við erum núna að sækja um styrki og reyna að afla auglýsingatekna.“ Þær segja engan vafa á því að fleiri í hópi innflytjenda gangi með viðskiptahugmynd í kollinum. „Pólverjar hafi margir stofnað fyr- irtæki hér, sumum gengur vel en oft loka þau eftir stuttan tíma. Ég held að það geti reynst þeim erfitt að þeir þekki ekki viðskiptaum- hverfið hér eða nái ekki til viðskiptavina því tungumálið gerir þeim erfitt fyrir,“ segir Beata. Sjálfar leituðu þær til Nýsköp- unarmiðstöðvar og fengu þar ráðgjöf sem þær sögðu hafa veitt þeim styrk og fullvissu um að þær væru á réttri leið. Ætla að ná til fleiri þjóðerna Þær Marta og Beata stefna að því að efla síðuna áfram og vonast til að geta sinnt fleiri þjóðernum en Pólverjum með því að ráða til sín fólk og þýða efnið á fleiri tungumál. „Því þetta er ekki bara pólskt vandamál, allir út- lendingar glíma við sama vanda að það vant- ar upplýsingar.“ una@mbl.is Marta Niebieszczanska og Beata Anna Janczak frá Póllandi Morgunblaðið/Árni Sæberg Frumkvöðlar Marta og Beata vilja auðvelda innflytjendum að aðlagast íslensku samfélagi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.