Morgunblaðið - 16.04.2011, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 16.04.2011, Qupperneq 10
María Ólafsdóttir maria@mbl.is Þ að er dálítið vætusamt veður og rok þegar ég tipla á lakkskónum eft- ir Laugaveginum og inn á skemmtistaðinn Boston. Örugglega aldrei svona vont veður á Manhattan, hugsa ég þar sem hárið feykist til og festist í varalitnum. Hvernig myndu þessar Mad Men-skvísur annars ná að halda sér svona sætum allan dag- inn? Örugglega ekki með því að vera úfnar og veðurbarðar. Kannski þær noti alltaf svona plast yfir hárið eða úði það bara með mörgum lítrum af hárlakki … Í anda Manhattan-skvísanna frá sjötta áratugnum hef ég troðið mér í þröngt pils og litla gollu við. Bæði gollan og bolurinn eru af systur minni og númeri of lítil. Því hef ég átt erfitt með öndun yfir daginn en hvað gerir maður ekki til að sýna vöxtinn? Ég er reyndar ekki með uppsett hár en ég kann að vélrita. Fékk 9 ef ekki 10 í lokaprófinu í Hagaskóla hér í denn og þá vantar mig bara að geta hrist saman góða kokteila. Þá verð ég orðin hinn full- komni ritari samkvæmt Mad Men- stöðlum og get hengt upp hatt yf- Hrist og hrært á Manhattan Það er list að hrista saman ljúffenga kokteila. Blaðamaður spreytti sig á kokteil- gerð í anda Mad Men-þáttanna sem segja frá störfum á stórri auglýsingastofu á Manhattan á sjöunda áratugnum. Hann drakk þó ekki áfengi á vinnutíma held- ur smakkaði drykkina aðeins lítillega. Morgunblaðið/Kristinn Fagmaður Stefán Bjartur Runólfsson, barþjónn á Boston, kann réttu handtökin og blaðamaður fylgist vel með. 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2011 Nú þegar dagur bókarinnar er fram- undan er um að gera fyrir foreldra að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að hvetja börn sín til bóklesturs. Fyrir þau sem ólæs eru ætti að vera regla að lesa upphátt fyrir þau, hvort sem er fyrir svefn- inn eða á einhverjum öðrum tímum dagsins. Það eru einstaklega gef- andi gæðastundir. Snemmvakinn bókaáhuga taka börnin svo með sér út í lífið. Líf án bóka er svo miklu fátækara en líf með bókum, það vita allir sem kynnst hafa. Ekki þarf að fjárfesta í bókum til að lesa þær, bókasöfnin eru jú kjörinn vett- vangur til að nálgast bækur, fá þær lánaðar um stundarsakir. Auk þess eru ferðir á bókasöfn einstakar skemmtiferðir og heilmikil upplifun, þar er svo margt forvitnilegt. En það er líka gaman að eignast bækur og það er gaman að vera í bóka- klúbbi. Einn slíkur heitir Bókaklúbb- ur barnanna og nálgast má hann á vefsíðunni klubbhusid.is. Klúbburinn er sniðinn að áhugasviði og þroska 2-6 ára barna og bækurnar eru sí- gild ævintýri með geisladiskum. Vefsíðan klubbhusid.is Morgunblaðið/Heiddi Bóklestur Börn hafa gaman af að hverfa inn í töfraheim bókanna. Bókaklúbbur fyrir börnin Það verður nóg að gera hjáEddu Björgu Eyjólfsdótturleikkonu um helgina enda ætlar hún að flakka landshluta á milli til að sinna vinum, ættingjum og vinnu. „Mig langar að hitta afa og ömmu svo ég ætla að reyna að fara í smá-kaffi til þeirra fyrir hádegi á laugardag,“ segir hún. „Eftir hádegi ætla ég síðan að fljúga norður til að sýna þar eina sýningu á Farsælum farsa á laugardagskvöldinu.“ Undanfarið hefur Edda lagt áherslu á heilsusamlegt fæði og drykk. „Ég er búin að borða hollan mat og drekka detoxsafa í svolítinn tíma og ætla að halda því áfram yfir helgina svo ég eigi góða innistæðu fyrir páskalambi og páskaeggi helgina á eftir. Tobba vinkona mín fyrir norðan er líka í þessu svo við eigum eftir að taka stöðuna á því hvernig við höfum staðið okkur og svo fáum við okkur eitthvað hollt og gott að borða eftir sýninguna. Ég ætla líka að reyna að hitta Sunnu Borg, sem er leikkona fyrir norðan en hún rekur líka heilsuverslun þar sem hún er með blómaolíur og ann- að slíkt. Það væri frábært að ná að kíkja til hennar fyrir sýningu svo hún gæti jafnað mig alla út, orku- lega séð,“ segir Edda og skellir upp úr. Á sunnudeginum verður svo flug- ferð suður á ný. „Það er óráðið hvað ég geri á sunnudagskvöldið. Það er búið að vera dálítið mikil vinna á kvöldin hjá okkur hjónunum und- anfarið og þar sem maðurinn minn er í fríi er líklegt að þetta verði kær- komið kvöld heima með fjölskyld- unni.“ Hvað ætlar þú að gera um helgina? Nærist á heilsufæði og þeytist milli Norður– og Suðurlands Ljósmynd/Kristinn Á flakki Edda Björg Eyjólfsdóttir. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND WWW.UTILIF.IS FERÐAÆVINTÝRI Í FERMINGARGJÖF Silva ferðasjónaukar 10X25 vandaðir, léttir og handhægir. Verð: 7.990 kr. Polar FT4 púlsmælir Tilvalið fyrir þá sem vilja púlsmæli með innbyggðu æfingakerfi. Innbyggt armbandsúr. Vatnshelt allt að 30 m. Fermingartilboð: 15.990 kr. Garmin eTrex Legend HCx Handhægt GPS-tæki. Möguleiki að bæta Íslandskorti í tækið. Verð fyrir 39.990 kr. Fermingartilboð 29.990 kr. Íslandskortið kostar 18.990 kr. aukalega. ÍSLE N S K A /S IA IS /U T I 54 21 2 03 /1 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.