Morgunblaðið - 16.04.2011, Síða 26

Morgunblaðið - 16.04.2011, Síða 26
GJALDEYRISFORÐINN EYKST Heimildir: AGS, COFER, seðlabankar ríkjanna, Reuters *Skv. síðustu gögnum ** Þ.e. þegar gjaldeyris- samsetning forðans er þekkt Kína Japan Rússland Sádi-Arabía Taívan Brasilía Indland Suður-Kórea Sviss Hong Kong ALLS 9.258 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. milljarðar $ 3.044,70 $ 1.116,03 $ 493,84 $ 448,89 $ 392,63 $ 317,15 $ 301,59 $ 297,67 $ 275,02 $ 272,50 $ TÍU EFSTU RÍKIN Röð skv. opinberum tölum* Evrur 1.348 Japanska jenið 195 Svissneski frankinn 5 Aðrir 224 Breska pundið 203 FORÐINN EFTIR GJALMIÐLUM** 2010, milljarðar $ GJALDEYRISFORÐI HEIMSINS 2010, milljarðar $ 3.144 $ Banda- ríkja- dollar Þróunar- lönd 6.165 Iðnríki 3.093 Gjaldeyrisforði Kína heldur áfram að stækka og fór í fyrsta skipti yfir þrjár billjónir Bandaríkjadollara, eða 3.000 milljarða dollara, í lok mars. Ennfremur var skýrt frá því í gær að hagvöxturinn í Kína á fyrsta fjórð- ungi ársins hefði verið 9,7% ef miðað er við heilt ár, ívið minni en á síðasta fjórðungi liðins árs þegar hagvöxtur- inn mældist 9,8%. Verðbólgan hefur aukist í Kína og hefur ekki verið jafnmikil í 32 mán- uði. Neysluverðsvísitalan hækkaði um 5,4% í mars miðað við sama mán- uð á liðnu ári og um 5% á fyrsta fjórðungi ársins. Matvælaverð hækkaði um 11% á fyrstu þremur mánuðum ársins og húsnæðiskostn- aður um 6,5%, samkvæmt hagtölum sem birtar voru í gær. Forðinn stækkar enn  Gjaldeyrisforði Kína fór í fyrsta skipti yfir þrjár billjónir dollara í lok mars 26 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2011 Ný sending af Gardsman öryggiskerfum komin Dalvegi 16b Sími: 554-2727 Öryggiskerfi fyrir fastlínu CTC-1131 hægt að tengja við 20 þráðlausa skynjara Öryggiskerfi GSM CTC-1132 hægt að tengja 30 þráðlausa skynjara Öryggiskerfi GSM CTC-1563 g e t u r u n n i ð e i n g ö n g u á r a f h l ö ð u m Skoðið nánar á www.hugna.is 20% páska afsláttur Gildir út apríl Vertu þinn eigin öryggisvörður og verðu þína eign. G a rd sm a n PÁSKATILBOÐ Faxafeni 5, Reykjavik Sími 588 8477 • www.betrabak.is Heilsudýnan sem styður svo vel við þig að þér finnst þú svífa í svefni Heilsudagar í apríl Allar TEMPUR® heilsudýnur og -koddar á 25% afslætti ÞRÝSTIJÖFNUNAR HEILSUDÝNUR OG HEILSUKODDAR Frakkar ýja að nýrri ályktun  Leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands segja það „óhugsandi“ að Gaddafi verði við völd í Líbíu  Rússar segja að SÞ hafi ekki heimilað loftárásir Trípolí. AFP. | Leiðtogar Bandaríkj- anna, Bretlands og Frakklands sögðu í sameiginlegri grein, sem birt var í gær, að „óhugsandi“ væri að Muammar Gaddafi yrði áfram við völd í Líbíu. „Það er óhugsandi að maður, sem hefur reynt að strádrepa eigin þjóð, geti átt aðild að ríkis- stjórn hennar í framtíðinni,“ sagði í sameiginlegri grein Baracks Obama, forseta Bandaríkjanna, Davids Camerons, forsætisráðherra Bret- lands, og Nicolasar Sarkozy, forseta Frakklands. Greinin var birt í dag- blöðunum The Times, The Wash- ington Post og Le Figaro. Segja að forðast beri hernað Gerard Longuet, varnarmálaráð- herra Frakklands, sagði að með þessari yfirlýsingu gengju leiðtogar ríkjanna þriggja lengra en gert var í ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Í ályktuninni heimilar ráð- ið „allar nauðsynlegar aðgerðir“ til að vernda íbúa Líbíu en ekkert er þar sagt um aðgerðir til að steypa stjórn landsins af stóli. Longuet bætti þó við að til greina kæmi að ör- yggisráðið samþykkti nýja ályktun sem heimilaði aðgerðir til koma Gaddafi frá völdum í Líbíu. „En ég tel að þegar þessi þrjú miklu veldi segja það sama sé það mikilvægt fyr- ir Sameinuðu þjóðirnar og ef til vill samþykkir öryggisráðið nýja álykt- un.“ Enn er þó deilt um málið á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna. Fulltrú- ar Brasilíu, Rússlands, Indlands, Kína og Suður-Afríku sögðu í gær að forðast bæri hernað í Líbíu. Dmítrí Medvedev, forseti Rússlands, gekk lengra og sagði að ályktun öryggis- ráðsins heimilaði ekki loftárásirnar á Líbíu. Anders Fogh Rasmussen, fram- kvæmdastjóri Atlantshafsbanda- lagsins, sagði hins vegar að banda- lagið væri staðráðið í því að halda loftárásunum áfram eins lengi og þörf væri á til að vernda óbreytta borgara í Líbíu. „Og það er óhugs- andi að hættan hverfi á meðan Gadd- afi er við völd.“ Reuters Vilja frið Líbískar stúlkur í Benghazi mynda friðarmerki með fingrunum. Mennta- málaráðuneytið í Armeníu hyggst gera skák að skyldufagi í barnaskólum landsins. „Skák- kennsla í skólum verður traustur grunnur að því að landið verði stórveldi í skák,“ sagði embættis- maður í ráðuneytinu. Ríkisstjórn Armeníu hefur lofað að verja sem svarar rúmum 170 milljónum króna í skákkennsluna. Börnin eiga að byrja að læra skák þegar þau eru sex ára og skák- kennslan á að standa í tvær klukku- stundir á viku. Skák nýtur mikilla vinsælda í Armeníu. Lið landsins fékk gull- verðlaun á ólympíuskákmótum á árunum 2006 og 2008 og öflugasti skákmaður Armena, Levon Aroni- an, er álitinn þriðji sterkasti skák- meistari heims. ARMENÍA Skák gerð að skyldufagi í öllum barnaskólum Levon Aronian Skannaðu kóðann til að lesa það nýj- asta um Líbíu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.