Morgunblaðið - 16.04.2011, Page 28
28
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2011
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Forystaríkis-stjórn-
arinnar heldur
því fram að hún
sé öllum öðrum
hæfari til að
gæta hagsmuna
Íslands erlendis í
Icesave-málinu
eftir að þjóðin hefur í tví-
gang með afgerandi hætti
hafnað þeim lausnum sem
stjórnin hefur boðið upp á.
Forsætisráðherra upplýsti á
Alþingi að hún hefði meira
að segja „notað öll tæki-
færi“ sem hún hefði haft
þegar hún hitti kollega sína
„á hinum ýmsu fundum er-
lendis til að tala máli Ís-
lands“.
Þetta segir sína sögu um
viðhorf stjórnvalda til hags-
munagæslunnar í málinu.
Þegar forsætisráðherra
rekst á kollega sína nefnir
hún Icesave-málið í framhjá-
hlaupi og þá væntanlega til
þess að koma á framfæri
þeirri skoðun sinni að Ís-
lendingar eigi að gefa eftir
gagnvart löglausum kröfum.
Það sér hver maður að
hagsmunagæsla núverandi
stjórnvalda í þessu máli er
eins ótrúverðug og hugsast
getur og því miður er sömu
sögu að segja í öðru ekki
síður mikilvægu máli.
Morgunblaðið greindi frá
því fyrir réttri viku að í
fréttatilkynningu frá Evr-
ópuþinginu kæmi fram að
Ísland hefði lýst þeirri af-
stöðu að stjórn fiskveiða við
landið verði „að einhverju
leyti“ áfram í höndum Ís-
lands, sem felur í sér að Ís-
land sé reiðubúið að afsala
sér yfirráðunum að verulegu
leyti. Í sömu fréttatilkynn-
ingu er ítrekuð sú afstaða
Evrópusambandsins að Ís-
land verði að aðlaga lög um
fiskveiðar að reglum sam-
bandsins.
Sjávarútvegsráðherra
brást við með því að segja
það rangt að Ísland væri
tilbúið til að gefa eftir full-
veldisréttindi sín
í sjávarútvegi.
Hann sagðist enn
fremur telja
ástæðu til að ut-
anríkisráðherra
leiðrétti frétt
Evrópuþingsins.
Utanríkis-
ráðherra sér hins
vegar enga ástæðu til þess
að krefjast leiðréttingar, og
segir í samtali við Morg-
unblaðið: „Sjálfur hef ég nú
ekki lagt það í vana minn að
elta ólar við fréttatilkynn-
ingar, þarna geta ein-
hverjum blaðafulltrúa hafa
verið mislagðar hendur.“
Hann bætir svo við að hann
haldi mjög fast á sjónar-
miðum Íslendinga og hviki
hvergi.
Hversu trúverðugur er
þessi málflutningur? Utan-
ríkisráðherra nennir ekki að
leiðrétta ranga frétta-
tilkynningu sjálfs Evrópu-
þingsins um afstöðu Íslands
og heldur því fram að op-
inber tilkynning þess skipti
engu máli, þar gæti bara
einhverjum blaðafulltrúa
hafa orðið á! Nú er ekki
hægt að útiloka að þessi
kenning ráðherrans sé rétt,
en er þá ekki nauðsynlegt
að leiðrétta misskilninginn
og koma réttum skilaboðum
á framfæri?
Öllu alvarlegra er hins
vegar ef þessi skýring ráð-
herrans er ekki rétt og ekki
síst þess vegna er alveg
nauðsynlegt að íslensk
stjórnvöld geri athugasemd-
ir við tilkynninguna ef hún
er röng. Ef tilkynningin er
rétt lýsing á þeim skila-
boðum sem fulltrúar Íslands
hafa komið á framfæri á
fundum sínum í Evrópu er
auðvitað um grafalvarlegt
mál að ræða. Því skal ekki
trúað að óreyndu að svo sé,
en reynslan af hags-
munagæslu íslenskra stjórn-
valda gefur fulla ástæðu til
efasemda. Það er því full-
komlega óviðunandi að ekki
fáist botn í málið.
Hvaða skilaboð hafa
stjórnvöld verið að
senda til Evrópu um
afstöðu Íslands í
sjávarútvegs-
málum?}
Illa haldið á hagsmun-
um Íslands erlendis
Höfuðborginneitar að
taka á móti op-
inberum gestum
frá Þýskalandi
með hefðbundnum
hætti, af því að
þar séu sjóliðar á
ferð. Virðist engu
breyta þótt þar
fari gömul vinaþjóð og flotinn
sé hluti af varnarbandalagi
sem Ísland er aðili að. Sam-
fylkingin, sem er í meirihluta-
samstarfi í borginni, er um
þessar mundir í ábyrgð fyrir
sprengjum sem rigna yfir
Líbíu. Þýskaland,
stríðslandið sem
borgarstjórinn
neitar að sýna
þann sóma sem
ber, treysti sér
ekki til að ganga
jafn langt í hern-
aðinum og Sam-
fylkingin sem
stjórnar með Jóni Gnarr
Kristinssyni. Því væri meiri
ástæða fyrir Jón að hætta að
heilsa varaformanni Samfylk-
ingarinnar á förnum vegi en
taka vel á móti friðsömum
flotaforingja.
Borgarstjórinn er í
bandalagi við flokk
sem fer mikinn í
styrjöldum og sýnir
Þjóðverjum dóna-
skap}
Höfuðborg kann sig ekki
Þ
að er alltaf jafn gaman að undirbúa
merkilegar stundir í fjölskyldunni.
Nú er fermingardagur runninn
upp (bjartur og fagur miðað við
gamla spá sem ég fann á netinu í
gær) og því verið í nógu að snúast upp á síð-
kastið. En skemmtilegt.
Allir í fjölskyldunni voru afslappaðir í gær-
kvöldi, fóru snemma að sofa enda undirbúningi
löngu lokið, eins og Íslendinga er siður.
Brosið verður hengt á fjölskylduna áður en
haldið verður í kirkjuna í dag því ekki viljum
við hitta Guð með fýlusvip.
Svo verður líka brosað framan í prestinn,
ættingjana og loks ljósmyndarann áður en
skundað verður til veislu.
Þar verður líka brosað, ekki vegna gjafanna,
heldur því að hitta alla góðu vinina og ættingjanna og eiga
með þeim notalega stund. Svo verður brosað heima í kvöld
vegna gjafanna, og afganganna úr veislunni.
Við hjónin (lesist: eiginkona mín, systur hennar, systir
mín og móðir, dætur mínar þrjár og fáeinir að auki) höfum
haft nóg við að vera síðustu daga og notið aðstoðar nokk-
urra hjartahlýrra fagmanna.
Mig hafði lengi dreymt um að útbúa smáréttina en
þurfti síðan ekki að hafa áhyggjur af því. Búið var að
redda fólki í það áður en ég bað um að sjá um þann þátt.
En marsipanterturnar?
„Sonur Steinu vinkonu? Nú, er hann menntaður í fag-
inu? Allt í lagi.“
Þá gæti ég kannski bakað og sett saman hin-
ar ómissandi kransakökur.
„Nú, ein vinkvenna þinna? Margreynd?“
Ég vissi að fermingarbarnið langaði í tertur
úr sykurpúðum. Bauð fram krafta mína.
„Hildur? Olræt.“
Best að strauja skyrtuna.
„Jæja, baðstu mömmu að gera það?“
Ættingjar og vinir vita að ég er lúsiðinn og
fellur aldrei verk úr hendi, þegar heimilið er
annars vegar. Er af nýja skólanum hvað það
varðar.
Allir sáu því hve ég kvaldist yfir því í gær að
fá ekki að leggja hönd almennilega á plóg.
Ekki þýddi að ræða málið við húsbóndann.
„Hvað heldurðu að dóttir okkar haldi?Að ég
nenni ekki að taka þátt í undirbúningi ferm-
ingar hennar? Hún heldur kannski að mér þyki ekki vænt
um hana lengur.“
???
„Jú, líklega þekkir hún pabba sinn nægilega vel til þess
að taka þetta ekki nærri sér.“
Svo þurfti að panta pítsur ofan í vinnumennina undir
kvöld. Og sækja pítsurnar.
Jess! Ég vissi að ég kæmi að notum einhvers staðar í
ferlinu.
Áttu svo ekki eftir að skrifa pistil í blaðið á morgun?
„Jú.“
Fyrst ég sótti pítsurnar, og skrifaði pistil, fæ ég að vera
í veislunni í dag. skapti@mbl.is
Skapti
Hallgrímsson
Pistill
Af fermingarundirbúningi
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Hjörtur J. Guðmundsson
hjorturjg@mbl.is
U
mtalsverðar breyt-
ingar eru að verða á
lífríki Íslands um
þessar mundir meðal
annars sem afleiðing
af hlýnandi loftslagi samkvæmt um-
fjöllun sem birtist nýverið á heima-
síðu Náttúrufræðistofnunar Íslands.
Aðrir áhrifavaldar eru t.a.m. breyt-
ingar á búskaparháttum hér á landi
og landnýtingu. Ekki síst vegna
minnkandi sauðfjárbeitar sem hefur
veruleg keðjuverkandi áhrif á lífríkið
samhliða hlýnun.
Hlýnandi loftslag hefur t.a.m. í
för mér sér landnám nýrra dýrateg-
unda, breytingar á gróðurfari sem og
á lífríki hafsins í kringum Ísland.
Breytingarnar eru þó margar hverj-
ar umdeildar þó aðrar, eins og t.a.m.
sjálfgræðsla á örfoka landi, séu að
flestra mati ánægjulegar.
Nýir landnemar
Landnám ýmissa framandi
dýrategunda í vaxandi mæli er eins
og áður segir ein afleiðing hlýnandi
loftlags, ekki síst ýmiss konar smá-
dýra, sem og landnám nýrra plöntu-
tegunda. Nýjar plöntur koma til
landsins fyrst og fremst fyrir til-
stuðlan mannanna með innflutningi á
þeim. Nýjar fuglategundir og teg-
undir sjávarlífvera koma af sjálfs-
áðum en smádýr koma hins vegar
bæði til landsins af eigin rammleik
og einnig með hjálp mannfólksins.
Smádýrin hafa tvær leiðir til
þess að berast til landsins samkvæmt
því sem segir í umfjöllun Nátt-
úrufræðistofnunar. Annars vegar er
um að ræða flugleiðina með hag-
stæðum vindum frá meginlandi Evr-
ópu, sem t.a.m. fiðrildi nýta sér, og
hins vegar flutningsleiðin með ýmiss
konar varningi sem berst hingað til
lands.
Engan veginn er þó ljóst í öllum
tilfellum að sögn Náttúrufræðistofn-
unar með hvaða hætti nýjar tegundir
smádýra kunni að hafa komið til
landsins. Þá sé heldur ekki hægt að
fullyrða að allar þær tegundir sem
uppgötvaðar hafa verið hér á landi á
síðustu árum hafi verið alveg nýjar í
landinu. Í einhverjum tilfellum
kunna t.a.m. aðstæður að hafa valdið
því að ekki hafi borið mikið á þeim en
það hafi síðan breyst með hlýnandi
veðráttu og þar með auknum mögu-
leikum þeirra til þess að ná fótfestu
hér á landi.
Mikill innflutningur á gróð-
urvörum er ekki síst talinn stuðla að
vaxandi landnámi framandi smádýra
hér á landi en einnig innflutningur á
kornvörum, grænmeti og timb-
urvörum ýmiss konar. Þá er sá
möguleiki alltaf fyrir hendi að smá-
dýr lokist inni í umbúðum fyrir slysni
án þess að tengjast umræddri vöru á
neinn hátt.
Heilu vistkerfin
Í umfjöllun Náttúrufræðistofn-
un er bent á að þegar fluttar eru inn
plöntur og annar gróður erlendis frá
sé með því oft á tíðum verið að flytja
inn heilu vistkerfin. Ekki síst þegar
um er að ræða stórar plöntur eins og
tré ýmiss konar. Í jarðveginum sem
kemur með þeim geti fylgt mosi,
jarðvegssveppir, þörungar auk ým-
iss konar örvera og smádýra. Þessu
sé síðan gjarnan plantað í garða með
tilheyrandi áhrifum á umhverfið.
Fram kemur það álit Nátt-
úrufræðistofnunar að heimildir til
innflutnings á plöntum í jarðvegs-
hnausum þyrfti að endurskoða frá
grunni þar sem tekið sé tillit til þessa
og mögulegra áhrifa þess á lífríkið.
Hlýrra veður fjölgar
nýjum landnemum
Morgunblaðið/Ómar
Breytingar Hlýnandi loftslag hefur haft í för með sér umtalsverðar breyt-
ingar á lífríki Íslands á síðustu árum. Myndin er frá Þingvöllum.
„Það er alveg ljóst að gróð-
urinn er að aukast á landinu
víðast hvar sem er breyting
sem verður að teljast jákvæð.
Þar hefur tvennt aðallega haft
áhrif. Það hefur hlýnað og það
er minni beit, en hún hefur
minnkað mjög mikið frá því
um 1980,“ segir Sigurður H.
Magnússon, gróðurvistfræð-
ingur hjá Náttúrufræðistofnun
Íslands.
Hann segir að fyrir vikið sé
um að ræða talsvert landnám
gróðurs á ýmsum stöðum á
landinu þar sem hann hafi
kannski áður átt undir högg að
sækja og verið í litlum mæli.
Þannig megi taka sem dæmi
að birki sé að breiðast mjög út
á Skeiðarársandi sem hafi
varla sést fyrir ekki svo mörg-
um árum.
Gróður í vax-
andi mæli
SIGURÐUR H. MAGNÚSSON