Morgunblaðið - 16.04.2011, Side 32

Morgunblaðið - 16.04.2011, Side 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2011 Rangt var farið með útfar- ardag Vigdísar Þormóðsdóttur í æviágripi sem birtist í Morg- unblaðinu í gær. Morgunblaðið biður alla hlutaðeigandi innilega velvirð- ingar á mistökunum. Það er svo skrítið hvað tím- inn líður hratt. Svo skrítið hvað lífið breytist. Ég er víst ekki lengur lítil stelpa á leið- inni upp í Skorradal með ömmu og afa. Lítil stelpa sem ligg þvert í aftursætinu í fjalla- bílnum hans afa. Þá löngu stund, að mér fannst, að keyra upp í sumarbústað styttir þú mér amma með því að segja sögur. Áður en ég vissi af vor- um við komin á leiðarenda enda kunnir þú þær margar. Ég er heldur ekki lengur 10 ára stelpa sem bý hjá ömmu minni og afa í Grænuhlíð. Stelpa sem á hverjum morgni kem fram úr og hitti þá ömmu mína sem var löngu vöknuð með bros á vör, tilbúin til að gera allt fyrir mig. Þá er ég heldur ekki lengur unglingur- inn sem beið óþolinmóður eftir að amma mín kláraði að sauma kjólinn minn fyrir árshátíðina í skólanum. Þeir voru víst ófáir kjólarnir sem við saumuðum saman. Mikið rosalega væri nú gott að geta stundum farið aft- ur í tímann og haft það huggu- legt í Grænuhlíðinni með þér og afa. En eitt er víst að í dag átt þú amma mín stóran hluta í mér og þeirri manneskju sem ég er og af þeirri staðreynd verð ég alltaf stolt. Með þér og afa fór ég mína fyrstu útlandaferð um það bil 12 ára gömul. Við fórum, ég, þú og afi, saman til Stokk- hólms þar sem afi var í heim- ildasöfnun fyrir eina af bók- unum sínum. Á meðan afi sat líklega sveittur við vinnu á bókasöfnum borgarinnar nut- um við veðurblíðunnar í Sví- þjóð saman. Þar voru meðal annars tíndir sveppir, sniglar og blóm, farið í göngutúra, far- ið út að borða, horft af svöl- unum yfir höfnina og skemmti- ferðaskipin og að sjálfsögðu fórum við aðeins í búðir saman. Í Grænuhlíðinni fékk ég allt- af að sofa í rúminu með þér amma. Alltaf eins og prinsess- Vigdís Þormóðsdóttir ✝ Vigdís Þor-móðsdóttir fæddist á Finns- stöðum í Ljósa- vatnshreppi 1. júní 1931. Hún lést á Landspítalanum, Borgarspítala 8. apríl 2011. Útför Vígdísar Þormóðsdóttur fór fram frá Fossvogs- kirkju fimmtudag- inn 14. apríl 2011. an á bauninni, undir mér voru að minnsta kosti fjór- ar sængur og ekki voru þær færri of- an á. Afi færði sig í hornherbergið svo við stelpurnar gætum legið, haft það huggulegt saman og horft á sjónvarpið. Allra þessara ára minnist ég með bros á vör og gleði í hjarta. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér svona vel. Þakklát fyrir að hafa lært svo margt af þér. Síðast en ekki síst er ég þakk- lát fyrir þær stuttu en mik- ilvægu stundir sem við áttum saman á spítalanum síðustu daga. Ég hélt þó og vonaði að þær yrðu fleiri en við ráðum víst ekki örlögunum. Líklega ert þú núna búin að skála við hann afa minn og þið saman fylgist með okkur afkomendum ykkar. Í hjarta mínu er sorg en líka gleði yfir þeirri tilhugs- un og von minni að þið afi séuð nú sameinuð á ný í annarri veröld. Þið afi kennduð mér svo margt og vonandi fæ ég tæki- færi síðar til að kenna litlu fólki að sá fræjum, baka klein- ur, föndra jólapoka, skera laufabrauð, setja niður kart- öflur og sauma kjóla. Í leiðinni mun ég segja þeim frá henni ömmu Dísu sem gerði alla þessa hluti og svo marga marga fleiri með mér og fyrir mig þegar ég var lítil. Nú er það svo einkennileg tilfinning að amma Dísa sé far- in úr þessum heimi. Furðulegt að vakna einn daginn og átta sig á því að hún amma mín er ekki lengur hér með okkur. Ég get ekki lengur komið í heim- sókn til þín í Hvassaleitið. Ég hugga mig þó við þá tilhugsun að geta í staðinn talað við þig hvar sem er og hvenær sem er. Því að ég veit að þú ert með okkur áfram og munt fylgjast með okkur hinum sem eftir stöndum. Ég hlakka til að fara í Skorraskjólið okkar í Skorra- dalnum í sumar. Þar mun ég, eins og svo oft áður, ganga „ömmustíg“ og „afastíg“. Í það skiptið veit ég að þú og afi verðið bæði með mér. Takk elsku amma mín fyrir allar þær samverustundir sem við áttum, fyrir alla þína visku og þá þolinmæði sem þú hefur sýnt mér og sérstaklega fyrir allar þær minningar sem ég á um þig og hann afa Skorra. Elsku amma mín, þessum stundum með þér og minning- um okkar mun ég aldrei gleyma. Þín dótturdóttir, Valgerður.                                             HÓTEL SAGA, REYKJAVÍK P IP A R \T B W A • S ÍA ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, GUÐMUNDUR BJÖRN SVEINSSON, Kirkjuteig 13, Reykjavík, andaðist á Landspítala Landakoti föstu- daginn 25. mars. Útförin fer fram frá Laugarneskirkju þriðjudaginn 19. apríl kl. 15.00. Esther Ósk Karlsdóttir, Sævar Sveinn Guðmundsson, Elísabet Anna Guðmundsdóttir, Bengt Wallin, Auður Björk Guðmundsdóttir, Siegfried Gudmundsson, Sabina Gudmundsson, Sarah Gudmundsson, Belinda Wallin-Tolf, Nicklas Tolf, Isabelle og Patricia, Nathalie Wallin, Ozzy Wallin, Philip Wallin, Arthúr Sveinsson, Már Sveinsson, Margrét Björnsdóttir, Sveina M. Sveinsdóttir, Runólfur Sölvason, Linda M. Runólfsdóttir, Birgir Þór Runólfsson, Jón Guðmann Jónsson, Karítas Sól Jónsdóttir og aðrir aðstandendur. ✝ Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÁSGEIR HÓLM JÓNSSON, Dalsgerði 2e, Akureyri, lést fimmtudaginn 14. apríl. Jarðsungið verður frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 20. apríl kl. 10.30. Guðrún Elín Hartmannsdóttir, Haukur Ásgeirsson Þorbjörg Kristín Jónsdóttir, Hulda Ásgeirsdóttir, Heiðar Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, EYGLÓ ÞÓRÐARDÓTTIR frá Laugarvatni, lést á líknardeild Landspítalans miðviku- daginn 13. apríl. Útför hennar fer fram frá Selfosskirkju laugar- daginn 23. apríl kl. 11.00. Jarðsett verður að Laugarvatni. Jón G. Óskarsson, Kolbrún Leifsdóttir, Þórður Óskarsson, Ingunn Gylfadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORVALDUR THORODDSEN, Heiðarhjalla 37, lést á gjörgæsludeild Landspítalans Fossvogi þriðjudaginn 5. apríl. Jarðarförin fer fram frá Grensáskirkju mánu- daginn 18. apríl kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún Guðmundsdóttir, Ægir Gauti Þorvaldsson, Hrefna Kristín Ágústsdóttir, María Ásgeirsdóttir, Ágúst Breiðfjörð, Kristrún Guðmundsdóttir, Tristan Berg Arason. ✝ Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁRNI ÁRNASON húsasmíðameistari og bóndi frá Höskuldarnesi, dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, lést föstudaginn 8. apríl. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 20. apríl kl. 13.30. Jóhannes Árnason, Ragnhildur Þorgeirsdóttir, Jórunn Árnadóttir, Árni Árnason, Kristín Margrét Axelsdóttir, Guðbjörg Árnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, LISSÝ BJÖRK JÓNSDÓTTIR, Hlíðarhjalla 61, Kópavogi, lést á Landspítalanum sunnudaginn 10. apríl. Útför hennar fer fram frá Árbæjarkirkju miðvikudaginn 20. apríl kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á að láta krabbameins- lækningadeild 11-E njóta þess, sími 543 1159. Jón Viðar Matthíasson, Helga Harðardóttir, Hörður Már Jónsson, Elfa Björg Aradóttir, Viðar Jónsson, Mardís Heimisdóttir, Björk Jónsdóttir, Arnar Jónsson, Aldís Helga og Hjördís Svava Harðardætur. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BALDVINA JÓNA GUÐLAUGSDÓTTIR, Bella, lést á dvalarheimilinu Dalbæ Dalvík laugar- daginn 9. apríl. Útför hennar fer fram frá Dalvíkurkirkju miðvikudaginn 20. apríl kl. 13.30. Ebba Gunnlaugsdóttir, Magnús Bjarnason, Margrét Gunnlaugsdóttir, Björgvin Þorleifur Gunnlaugsson, Hafdís Sigurbergsdóttir, Gunnlaugur Jón Gunnlaugsson, Ósk Finnsdóttir, Kári Gunnlaugsson, Kolbrún Sigurðardóttir, Albert Gunnlaugsson, Víðir Gunnlaugsson, Rósa Ragúels, Andrea Guðrún Gunnlaugsdóttir, Jónas Rafn Tómasson og fjölskyldur. ✝ Ástkær eiginmaður minn og minn besti vinur, faðir okkar, tengdafaðir, tengdasonur og afi, LÁRUS SIGURBERG ÁRNASON, lést á krabbameinsdeild Landspítalans eftir stutt veikindi miðvikudaginn 13. apríl. Útför fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtu- daginn 28. apríl kl. 15.00. Valborg Fríður Svanholt Níelsdóttir, Hjörvar Örn Brynjólfsson, Guðný Björg Karlsdóttir, Arnar Helgi Lárusson, Sóley Bára Garðarsdóttir, Jón Björn Lárusson, Jóna Rúna Erlingsdóttir, Ægir Þór Lárusson, Ágústa Guðný Árnadóttir, Guðrún Jóna Lárusdóttir, Benedikt Rafn Guðjónsson, Lýður Valgeir Lárusson, Nína Hildur Oddsdóttir, Þorvarður Lárusson, Hólmfríður Anna Aðalsteinsdóttir, Ágústa Þórey Haraldsdóttir, Níels P. S. Björgvinsson og barnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RÓSA RÖGNVALDSDÓTTIR PEDERSEN, áður til heimilis í Þingvallastræti 42, Akureyri, lést á dvalarheimilinu Hlíð fimmtudaginn 7. apríl. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Alúðarþakkir til starfsfólksins í Einihlíð fyrir góða umönnun. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á dvalarheimilið Hlíð. Ragna Guðný Pedersen, Hildur Pedersen og fjölskyldur. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, RAGNA SIGRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR, lést á heimili sínu laugardaginn 9. apríl. Útför hennar verður gerð frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 20. apríl kl. 13.00. Pétur Hafsteinn Bjarnason, Selma Karlsdóttir, Bryndís Bjarnadóttir, Hörður Gunnarsson, Bjarnheiður S. Bjarnadóttir, Kristjón Másson, Bjarni Þór Pétursson, Edda Björk Pétursdóttir, Már Kristjónsson, Brynjar Harðarson, Ragna Sigrún Kristjónsdóttir, Auður Þóra Harðardóttir, Birta Hugadóttir, Eva Lóa Pétursdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.