Morgunblaðið - 16.04.2011, Síða 34

Morgunblaðið - 16.04.2011, Síða 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2011 ✝ Freyr BaldvinSigurðsson fæddist í Vest- mannaeyjum 12. ágúst 1943. Hann lést á heimili sínu Fossvegi 19, Siglu- firði 8. apríl 2011. Foreldrar hans voru Sigurður Sig- fússon og Helga Baldvinsdóttir. Hálf- systkini Freys voru sex. Freyr kvæntist 30. desember 1971 Steinunni Jónsdóttur, f. 22.1. 1943, börn þeirra eru: 1) Helga, f. 21.3. 1963, gift Gunnlaugi Odds- syni, f. 15.5. 1962, þeirra börn eru: Bjarkey Rut, f. 19.12. 1981, Freyr laug Orra. Fyrstu árin ólst Freyr upp á Sauðárkróki, en eftir að for- eldrar hans skildu fluttist hann með móður sinni til Siglufjarðar, þá sex ára, og átti heima þar alla tíð síðan. Freyr lærði rafvirkjun og í nóvember 1972 stofnaði hann fyrirtækið Rafbæ ásamt tveimur vinnufélögum sínum og voru þeir með rafmagnsverkstæði og versl- un þar til fyrir þremur árum er þeir hættu rekstrinum. Freyr var góður knattspyrnumaður og var lengi fyrirliði KS og síðan þjálf- ari. Hann vann mikið að íþrótta- málum, félagsmálum og bæj- armálum og gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir íþrótta- félög, félagasamtök og Fram- sóknarflokkinn. Freyr var glað- vær og greiðvikinn og nutu börn og barnabörn hans ekki síst og óspart góðs af því. Útför hans fer fram frá Siglu- fjarðarkirkju í dag, 16. apríl 2011, og hefst athöfnin kl. 14. Steinar, f. 8.1. 1984, Birkir Fannar, f. 27.8. 1988, og Sigþór Andri. f. 12.7. 1994. 2) Sigurður, f. 26.5. 1965, kvæntur Jór- unni Valdimars- dóttur, f. 14.8. 1964, þeirra börn eru: Ás- geir, f. 27.6. 1986, Arndís, f. 28.4. 1988, og Sigurður, f. 21.6. 1993. 3) Katrín, f. 7.1. 1977, gift Heimi Birgissyni, f. 20.5. 1976, þeirra börn eru: Rakel Rut, f. 27.12. 1998, Birna Björk, f. 19.12. 2003, Steinunn Svanhildur, f. 28.2. 2005, og Birgir Bragi, f. 25.11. 2008. Freyr átti tvö barna- barnabörn, Jón Grétar og Gunn- Ást mína alltaf munt eiga þó að þú sért horfinn mér ljúfsár minning verður ávallt helg- uð þér. Ætlað var þér ekki að mega lifa lengur – því er verr þú munt alltaf eiga líf í hjarta mér. Líf mitt sem var hluti af þínu gegnum hamingju og strit er nú tómlegt vinur misst það hefur lit. Það er sorg í hjarta mínu eins og dofið allt mitt vit meðan einmana í rökkrinu ég sit. Ótal margt við gerðum saman, áttum hamingju og ást tíminn leið við glaum og gaman uns að lokum heilsan brást. Þegar stríðið var á enda tóma- rúmið um sig bjó öllum ætlað er að lenda á floti í lífsins ólgusjó. Eftir sit ég harmi slegin og minn hugur dapur er fögur minning verður ávallt helg- uð þér. Nú er sál þín hinum megin þó er sama hvernig fer þú munt alltaf eiga stað í hjarta mér. (Þorsteinn Eggertsson) Hvíldu í friði, ástin mín, þín elskandi eiginkona, Steinunn. Elsku pabbi, ég get ekki trú- að því að þú sért farinn. Allt í einu stöndum við fjölskyldan frammi fyrir þeirri staðreynd að þú ert horfinn á braut. Eftir sitjum við ringluð, dofin, sár og uppfull af spurningum. Af hverju? Hvað gerðist? Spurn- ingar sem engin svör fást við. Ég sit hér og læt hugann reika til æskuáranna. Það eru svo margar yndislegar minning- ar. Þar má nefna sunnudags- rúntana okkar. Við byrjuðum á að skoða bæinn en enduðum alltaf á bensínstöðinni þar sem ég gat platað út úr þér pylsu, en alltaf með því skilyrði að mamma fengi ekkert að vita. Þorláksmessa er önnur hefð sem við áttum okkur. Eftir að Helga systir flutti og ég stækk- aði fékk ég þann heiður að fara með þér í búðina til Önnu Láru til að finna jólagjöfina handa mömmu. Ég var svo stolt. Önn- ur minning tengd jólunum er dagatalasalan, að fá að fara með þér að selja dagatöl var það besta sem lítil jólastelpa gat hugsað sér. Þér tókst alltaf að láta mér finnast eins og ég væri einstök. Þegar ég varð eldri kom strax í ljós hver réði. Mamma var kannski búin að ríf- ast og skammast í unglingnum en það þurfti ekki nema eitt augnatillit frá þér og málið var afgreitt. Og það var ekki bara ég sem bar þessa miklu virðingu fyrir þér. Hana sá ég líka þegar ég stóð á hliðarlínunni á fót- boltaleikjum hjá KS þegar þú varst þjálfari. Leikmenn virtu þig og þeir keyrðu sig út til að sanna sig. Eitt man ég sérstak- lega. KS var að spila á mal- arvellinum og var undir í hálf- leik, að mig minnir vel undir. Ég man að ég horfði á þig við vara- mannaskýlið, sá svipinn á þér og dauðvorkenndi liðinu að þurfa að fara með þér í hálfleik. En viti menn, KS-ingar komu, sáu og sigruðu í seinni hálfleik. Oft hef ég hugsað að ég vildi að ég hefði verið fluga á vegg og heyrt hvað þú sagðir við þá. Í seinni tíð varst þú mér óþrjótandi viskubrunnur í því sem ég tók mér fyrir hendur. Í pólitíkinni kenndirðu mér þá list að tala skýrt, hnitmiðað og sleppa öllu bulli, jafnframt að tala aðeins ef ég hefði eitthvað að segja því að það að sitja og hlusta var oft það sem gaf best. Þegar börnin okkar Heimis fæddust kom í ljós að þú varst jafnyndislegur afi og þú varst pabbi. Afi Freyr var alltaf svo skemmtilegur segja börnin mín þegar við tölum um þig. Þú hafð- ir svo mikinn áhuga á barna- börnunum þínum, varst alltaf að spyrja um hvað þau væru að gera og stríða þeim þegar þau hittu þig. Þú ert sá besti pabbi sem hugsast getur. Þú varst allt- af til staðar, tilbúinn að hlusta, veita ráð og koma með ábend- ingar. Ég á eftir að sakna þess að heyra þig ekki flauta eða raula lagleysurnar þínar. Hver veit, kannski á ég eftir að ganga um flautandi og raulandi áður en langt um líður. Það eru ekki til nógu sterk orð til að lýsa tilfinn- ingum mínum til þín. Ég á eftir að sakna þín svo sárt og leita ráða hjá þér þótt ég viti að það verði fátt um svör. Við söknum þín sárt. Katrín og Heimir. Elsku pabbi. Aldrei, aldrei hefði okkur dottið í hug að hann pabbi, þessi hrausti maður, færi svona fljótt, hann sem alltaf hafði svo gaman af útivist og íþróttum, fótbolta, blaki, skokki og að ganga á fjöll. Hann var nýbúinn að fara í aðgerð sem gekk vel og allt leit svo vel út, hann ætlaði að fara í öllu eftir því sem læknarnir sögðu og ná upp þreki svo að hann og mamma gætu farið í sína heitt- elskuðu sveit þar sem hann hafði svo gaman af því að fylgj- ast með fuglunum og svo átti að huga að trjánum og setja niður fleiri tré og kartöflur. Pabba fannst gaman að sitja úti í kvöldsólinni og kallaði oft á okkur út til að horfa á sól- arlagið og hlusta á fuglana og sagðist ekki þurfa neina aðra tónlist. Á veturna stillti hann sólstólnum við suðurgluggann, lá þar með bók í hendi, leit annað slagið upp úr bókinni yf- ir móana sína og sagðist vera að bíða eftir sólinni. Hann hafði óskaplega gaman af því þegar við systkinin vorum öll sam- ankomin í sveitinni og vorum að elda, þá kom hann og kíkti yfir öxlina á okkur og spurði hvað í ósköpunum við værum að elda, en svo borðaði hann það með bestu lyst. Pabbi fór oft að skokka í sveitinni og hafði mjög gaman af því þegar nágrannarnir fóru að heilsa þessum skrítna manni sem datt í hug að vera hlaup- andi um alla sveit. Á þessum hlaupum sínum var hann oftast með útvarp í eyrunum, hlustaði á útvarpsmessuna á sunnudög- um, annars ýmsa þætti sem hann ræddi svo um þegar hann kom inn aftur. Hann pabbi hugsaði vel um fjölskylduna sína, alltaf spurði hann eftir barnabörnunum og hvernig gengi á sjónum. Eftir að við byrjuðum verslunarrekstur átti hann ótal góð ráð handa okkur, þar sem hann var búinn að standa í svona rekstri lengi. Þegar pabbi seldi Rafbæ fór hann að vinna við að koma upp fiskvinnslu hjá Gunna, vann svo við fiskvinnsluna, því það átti ekki við hann að sitja auðum höndum. Þarna naut hann sín vel, grínaðist við starfsfólkið, alltaf glaður og kátur. Þannig viljum við muna hann pabba, glaðan og kátan, tilbúinn í smá- stríðni og spjall en alltaf til staðar. Elsku pabbi við söknum þín sárt, hvíldu í friði. Helga og Gunnlaugur. Knattspyrna var honum mik- ið áhugamál og mínar fyrstu minningar um hann tengjast knattspyrnu. Ég man það nefnilega að þegar ég var pínu- lítill, 4-5 ára, og pabbi fór úr bænum til að keppa þá keypti hann oftast eitthvert lítið leik- fang til að gefa mér þegar hann kom til baka. Þannig að ég beið spenntur eftir pabba, ekki eftir úrslitum leiksins, ég vissi þó að hann var að spila fótbolta, held- ur eftir pabba og litlu leikfangi. Pabbi hafði mikinn íþróttaáhuga og stundaði margar íþróttir með góðum árangri og metnaði, og þó svo hann hefði líka gaman af að „tala“ um t.d. knattspyrnu- leiki og „greina“ frammistöðu einstakra leikmanna þá varð hann aldrei svona „ofvirkur íþróttapabbi“ sem missti sig í metnaðinum fyrir hönd barna sinna. Hann passaði sig vel á því að pressa okkur ekki út í íþróttir, hann studdi okkur vel, en við fengum aldrei neina af hans frægu þjálfararæðum sem KS-ingarnir fengu og sumir ótt- uðust ef þeir stóðu sig ekki nógu vel. Maður sá það samt á honum að þegar manni gekk vel var hann stoltur og þegar mað- ur klúðraði illa að ræðan var tilbúin, en hún kom ekki, heldur kom stuðningur og uppörvun. Pabbi hafði mikinn áhuga á pólitík og bæjarmálum og hafði gaman af að ræða þau, en þarna eins og í íþróttunum ýtti hann ekki á eftir okkur að fylgja sér þó svo við slyppum ekki við að taka þátt í umræðunum. Hann hafði gaman af að ræða málin hann pabbi. Pabbi var dagfars- prúður, skemmtilegur og greið- vikinn, oftast stutt í góða skapið og fyndnina sem yfirleitt var samt ekki á kostnað annarra. Það var gott að ræða við hann um vandamál því hann hafði hæfileika til að greina hismið frá kjarnanum, finna hvar vand- inn lá og koma með góðar ráð- leggingar. Það var alltaf gott að koma heim á Siglufjörð í fríum og seinna líka í Gröf, en þar sýndi pabbi á sér nýjar hliðar sem trésmiður og bóndi þar sem pallasmíði, kartöflurækt og gerð og viðhald fjárheldra girðinga var mikið kappsmál. Við Jórunn nutum góðs af þessu síðasta sumar þegar við vorum nýbúin að kaupa hús fyrir austan, en þá komu hann og mamma austur að hjálpa okkur við að flytja. Meðan við gerðum klárt inni bar hann á allt húsið, girð- inguna og sólpallinn, sagðist gera miklu meira gagn úti en inni og það fór ekki á milli mála. Einhverjar sögur af pabba sem koma upp í hugann? Þær eru til ótalmargar og skemmti- legar, en það sem stendur alltaf upp úr þegar ég hugsa til hans er hversu gott var að koma í heimsókn eða tala við hann í síma og finna væntumþykjuna og stuðninginn sama hvað bját- aði á. Vertu bless elsku pabbi, ég klára Skarðshringinn fyrir þig í sumar, við söknum þín mikið og við munum öll passa upp á mömmu. Sigurður (Siggi). Freyr B. Sigurðsson  Fleiri minningargreinar um Frey B. Sigurðsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins. Smellt á reitinn Senda inn efni á forsíðu mbl.is og viðeigandi efn- isliður valinn. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hve- nær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minn- ing@mbl.is og láta umsjón- armenn minningargreina vita. Minningargreinar Útfararþjónusta Davíðs Ósvaldssonar ehf Davíð Ósvaldsson Útfararstjóri S. 896 8284 / 551 3485 Óli Pétur Friðþjófsson Útfararstjóri S. 892 8947 ✝ Innilegar þakkir til ykkar allra sem sýnduð okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elsku sonar okkar, bróður og dóttursonar, KÁRA ÞORLEIFSSONAR, Drekavogi 16. Guðný Bjarnadóttir, Þorleifur Hauksson, Þórunn Þorleifsdóttir, Álfdís Þorleifsdóttir, Ari Þorleifsson, Mette, Mathilde, Jóhann, Sigrún Hermannsdóttir. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞORGERÐAR ÁRNADÓTTUR BLANDON, Sóltúni 2, Reykjavík. Sérstakar þakkir fær starfsfólk á hjúkrunarheimilinu Sóltúni fyrir ómetanlega aðstoð og vináttu. Guð blessi ykkur öll. Þorbjörg Skarphéðinsdóttir, Sigurður Þorgrímsson, Haraldur Sigurðsson, Guðleif Helgadóttir, Arnheiður E. Sigurðardóttir, Óskar Sæmundsson, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vinarhug vegna andláts elsku- legs eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður og afa, GUÐBJARTS Á. KRISTINSSONAR múrara, Dalseli 20, Reykjavík. Sérstakar þakkir fær starfsfólk á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ fyrir hlýja og góða umönnun. Helga Pétursdóttir, Guðrún Guðbjartsdóttir, Guðjón Þ. Sigfússon, Kristinn H. Guðbjartsson, Laufey Ó. Hilmarsdóttir, Álfheiður J. Guðbjartsdóttir, Olaf Sveinsson og barnabörn. ✝ Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og langalangafa, ALFREÐS JÓNSSONAR frá Reykjarhóli, Fornósi 9, Sauðárkróki. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Sauðárkróks fyrir góða umönnun. Guð blessi ykkur öll. Viktoría Lilja Guðbjörnsdóttir, Heiðrún Guðbjörg Alfreðsdóttir, Símon Ingi Gestsson, Bryndís Alfreðsdóttir, Sigurbjörn Þorleifsson, Sólveig Stefanía Benjamínsdóttir, Jón Alfreðsson, Guðlaug Guðmundsdóttir, Hallgrímur Magnús Alfreðsson, Guðrún Ósk Hrafnsdóttir og afabörnin. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og kærleika við andlát og útför ástríks eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, SR. JÓNS BJARMAN. Hanna Pálsdóttir, Páll Jónsson, Anna Pála Vignisdóttir, Páll Loftsson og afabörnin.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.