Morgunblaðið - 16.04.2011, Síða 38

Morgunblaðið - 16.04.2011, Síða 38
38 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2011 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand HÆ LÍSA, HVERNIG VAR Í VINNUNNI? JÁ ER ÞAÐ?! HÚN HJÚKRAÐI HAMSTRI Í DAG! ÉG HEF HEYRT AÐ ÞEIR SÉU GÓÐIR MEÐ TÓMATSÓSU HRÓLFUR, RÉÐSTU RISANN Í VINNU? EKKI ENNÞÁ... HANN HEIMTAR ENNÞÁ OF HÁTT KAUP ÉG GET EKKI ÆFT MIG ÞEGAR ÞÚ HANGIR YFIR MÉR FYRIRGEFÐU, ÉG BIÐST INNILEGA AFSÖKUNAR ÉG SKIL ÞIG FULLKOMLEGA, AUÐVITAÐ ER ERFITT FYRIR ÞIG AÐ EINBEITA ÞÉR... ÞEGAR ÞAÐ ER SVONA SÆT STELPA Á SVÆÐINU! FÉLAGI, EKKI GETURÐU HJÁLPAÐ MÉR AÐEINS? HVER VAR ÞETTA EIGINLEGA? ÉG, HÉRNA NIÐRI! ÉG HELD AÐ ÉG SÉ Á OF STERKUM ORMALYFJUM MÉR TÓKST AÐ FÁ KÖTU TIL AÐ HALDA Á TÖSKUNNI SINNI ÚT Á STOPPISTÖÐ ÉG BÝST VIÐ AÐ HÚN HAFI EKKI TEKIÐ ÞVÍ VEL Á MORGUN GETUR ÞÚ REYNT AÐ GERA BETUR JÁ OG MÉR MUN TAKAST ÞAÐ MEÐ ÞVÍ AÐ VERA LJÚF OG NÆRGÆTIN EN EKKI MEÐ ÞVÍ AÐ SKIPA HENNI FYRIR NEIIIIII! ELSKAN MÍN ERTU TIL Í AÐ HALDA Á TÖSKUNNI ÞINNI Í DAG LÍKA? TAKK FYRIR MIG MAY FRÆNKA JÁ, MATURINN HENNAR ER ALLTAF GÓÐUR MÉR FINNST SVO GAMAN AÐ ELDA FYRIR YKKUR TVÖ FLEIRI PÖNNUKÖKUR Á LEIÐINNI! MÉR FINNST ÓTRÚLEGT HVAÐ ÉG HEF GAMAN AÐ ÞESSU FYRST VIÐ ERUM AÐ TALA UM ELDAMENNSKU... MUNIÐ ÞIÐ EFTIR FLINT MARKO, FYRRUM SANDMAN? Efnahags- þvinganir Efnahagsþvingunum verður beitt með ófyr- irsjáanlegum afleið- ingum fyrir íslenska þjóð og afkomendur hennar. Svo er nei- fólkinu fyrir að þakka. Neyðarlögin gætu fallið. Hvar erum við þá stödd? Á reki úti á ísnum og verðum að borga margfaldar upphæðir, enginn Ice- save-samningur til að skýla okkur, svo er nei-fólkinu fyrir að þakka. Málaferli út af innstæðum Landsbanka gætu tapast, svo er nei- fólkinu fyrir að þakka. Getur svona fáheyrður dómgreind- arskortur í þjóð- aratkvæðagreiðslu kallast landráð? Hvaða afrek ætlar hinn heila- frosni nei-hópur að vinna næst, sér til ófrægðar? Á hugs- anlega að leggja Al- þingi niður og færa valdið að Bessastöð- um, ég bara spyr? Vonandi verður þetta skárra, en við höfum farið ógætilega svo ekki sé meira sagt. Góðar kveðjur frá Arnarauga. Ást er… … ekki það sem hann gerir, heldur hvernig hann gerir það. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Ég hitti karlinn á Laugaveginum. Það lá vel á honum. Hann hafði ver- ið að hlusta á vantraustsumræð- urnar og nefndi sérstaklega ræðu forsætisráðherra. „Hún gefur sig ekki,“ sagði hann, „þetta var krepputónninn. Ég held maður kannist við hann síðan í gamla daga, síðan fyrir stríð.“ Og bætti síðan við: Aum mér Framsókn þótti þar, þegar hún hrökk í sitt gamla far. Opin í báða enda var er og verður til frambúðar. Ég fékk gott bréf frá Ólafíu Mar- gréti Ólafsdóttur sem segist hafa gaman af að sjóða saman vísur og segist oft hafa sent mér stöku í Vísnaleikinn sem ég var með í Morgunblaðinu fyrir 30 árum eða svo. Hún er fyrrverandi tónmennta- kennari og segist vera núverandi gamalmenni. Mér þykja endurfund- irnir góðir og hér koma vísur henn- ar um þingið: Þetta er ekki beinlínis bagalegt en bókstaflega þó lagalegt. En hvað er með það og hvað er þá að og hvers vegna sýnist það agalegt? Já, þannig er lífið á þinginu og þess vegna linnir ei klinginu. Þar magnast um borðin öll marklausu orðin svo mörg eins og berin á lynginu. Í mig hringdi gamall þingmaður og spurði mig um höfund þessarar stöku, sem var ort vegna prófkjörs framsóknarmanna: Nú ómar háreysti, urr og gelt um annes og fram til dala, hlaupið, riðið og froðufellt: framsóknarmenn að smala. Í fórum föður míns fann ég blað- snifsi, sem á stóð „26. fundur í Nd., 6. dagskrármál“ og þessi vísa sem minnir á andrúmsloft þingsins í dag: Hann er að brölta í bárunum, bólar á nokkra lokka, hann er að ganga úr hárunum, hann er á milli flokka. Vísan er sögð eftir Sigurvin Ein- arsson, sem ef til vill hefur verið starfsmaður þingsins á þessum tíma, en á Viðreisnarárum var hann þingmaður Framsóknarflokksins, skemmtilegur ræðumaður og smá- stríðinn. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Hlaupið, riðið og froðufellt Íslendingar hafa löngum haft gaman af því að uppnefna fólk eða auðkenna það með viðurnöfnum. Stundum hafa menn gefið tilefni til þess sjálf- ir. Til dæmis skrifaði Sigurður Kristjánsson, ritstjóri og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í Morgunblaðið 5. apríl 1931, þegar framsóknar- menn utan af landi flykktust til Reykjavíkur á flokksþing sitt: „Þeir þvo sér úr sápu og strjúka fiðrið af tötrunum og mosann úr skegginu.“ Þetta mæltist að vonum misjafnlega fyrir í sveitum, en höfundur orðanna var eftir þetta jafnan kallaður „Sig- urður mosi“. Eftir að Björn Jónsson, ritstjóri og síðar ráðherra, birti í misgáningi ljósmynd af Gatkletti við Arnarstapa á Snæfellsnesi í Sunnanfara 1901, sagði hann vera Dyrhólaey og vildi síðan ekki viðurkenna mistök sín, kallaði keppinautur hans á blaða- markaðnum, Hannes Þorsteinsson ritstjóri, hann „Dyrhólagatistann“. Enn sárari broddur var í þessu upp- nefni vegna þess, að Björn hafði löngu áður gengið frá prófi í Kaup- mannahöfn. Einar Benediktsson skáld gat ver- ið orðljótur og uppnefndi óspart andstæðinga sína. Hann kallaði til dæmis Pál Eggert Ólason sagn- fræðiprófessor „Mokstrar-Pál“, af því að honum þóttu gæði skrifa hans ekki í samræmi við afköstin. Og Jón Magnússon forsætisráðherra kallaði Einar „hálfhringinn“, af því að hann hallaði stundum á aðra hliðina, þeg- ar hann gekk. Sigurður Jónasson var kunnur maður í Reykjavík á öndverðri tutt- ugustu öld. Hann fylgdi ýmsum flokkum að málum og var um- svifamikill fésýslumaður, drykk- felldur og sérkennilegur í háttum. Um skeið sat hann í bæjarstjórn fyr- ir Alþýðuflokkinn og var þá áhuga- samur um virkjun Sogsins. Reyndi hann jafnvel að semja sjálfur við er- lenda aðila um málið. Einn þeirra, umboðsmaður þýska fyrirtækisins AEG í Kaupmannahöfn, sendi þá bæjaryfirvöldum í Reykjavík skeyti: „Er Byraadsmedlem Sigurdur Jo- nasson seriøs?“ Er Sigurði Jónas- syni bæjarfulltrúa full alvara? Eftir þetta var Sigurður jafnan kallaður „Sigurður seriös“. Eftir að Freymóður Jóhannsson, listmálari og textahöfundur, hóf her- ferð gegn klámi, kölluðu gárung- arnir hann iðulega „Meyfróð“. Al- kunna er einnig, að Guðni Guð- mundsson, sem var rektor Mennta- skólans í Reykjavík í minni tíð þar, var oft kallaður „Guðni kjaftur“, en þeir, sem töldu viðurnefnið óvirðu- legt, lögðu til, að hann yrði kallaður „Guðni munnur“. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar. Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolarúr sögu og samtíð Uppnefni og viðurnefni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.