Morgunblaðið - 16.04.2011, Page 48

Morgunblaðið - 16.04.2011, Page 48
Guðni Einarsson gudni@mbl.is Enn er of snemmt að segja fyrir um páskaveðrið með neinni vissu og hvort við fáum páskahret, að sögn Einars Sveinbjörnssonar veður- fræðings. „En það líða fáir páskar án þess að því fylgi eitthvert páskahret einhvers staðar á landinu,“ sagði Einar. Í gær taldi hann hægt að fá þokkalega marktæka mynd af veð- urhorfum allt fram á þriðjudag. Útlit er fyrir hraglanda fram yfir helgi. Eftir það lítur út fyrir einhverjar breytingar en ekki verður séð nú hvernig þær verða. „Hvort hér tekur við betri tíð með vorgróanda eða við fáum 2-3 daga svoleiðis áður en aftur fer í hragl- anda eða við fáum norðanátt með meiri kulda fyrir norðan er ekki vit- að,“ sagði Einar. Hann taldi aðaltíðindin vera þau að háloftakuldinn, sem verið hefði vestan við Ísland og beint ein- hverjum öngum til landsins úr vestri, virtist ætla að verða úr sög- unni eftir helgina. Þessi háloftakuldi hefur haldið sig á þessum slóðum frá því fyrir síð- ustu helgi. Óveðrið sem brast hér á síðastliðinn sunnudag var beint af- sprengi þessa háloftakulda, að sögn Einars. Páskaveðrið er enn á huldu  Einar Sveinbjörnsson veðurfræð- ingur spáir hraglanda fram yfir helgi LAUGARDAGUR 16. APRÍL 106. DAGUR ÁRSINS 2011 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 649 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Vísað úr Hörpu 2. Ráðgáta að Ísland skyldi ekki … 3. Segist ekki skilja Icesave-kröfu… 4. Brúðgumi réðst á brúði sína  Grammy-verðlaunahafinn Elvis Costello heldur tónleika í tónlistar- húsi Reykjavíkur, Hörpu, 21. nóv- ember næstkomandi. Fáir starfandi dægurtónlistarmenn eru jafn leitandi og litríkir og Costello og á 34 ára löngum ferli hefur hann lagt fyrir sig ótal stíla, allt frá nýbylgjurokki til nú- tímatónlistar og starfað með mönn- um eins og Burt Bacharach og Paul McCartney. Forsala aðgöngumiða mun fara fram á Harpa.is og hefst miðasalan klukkan 12:00 stundvís- lega þriðjudaginn eftir páska, 26. apríl. »43 Elvis Costello með tónleika í haust  Dagskrá Rásar 2 um þessa helgi verður að miklu leyti helguð söngv- aranum ástsæla úr Hafnarfirði, Björgvini Helga Halldórssyni, sem verður einmitt sextugur í dag. Í gær brá hann sér t.a.m. í hlutverk út- varpsmanns í þættinum Hunangs- raddir, en þar leikur hann lög með uppáhaldsröddunum sínum. Bergs- son & Blöndal birta lista yfir 30 bestu lög Björgvins að mati hlust- enda Rásar 2 þennan morgun en valið fór fram á Facebook-síðu þáttarins. Á sunnudaginn verður Björgvin eini gestur Rokklands og á sunnudags- kvöld er það svo Af fingrum fram, upptaka frá tón- leikum Jóns Ólafssonar og Björgvins í Salnum í Kópavogi 10. mars sl. Björgvin Helgi á Rás 2 um helgina FÓLK Í FRÉTTUM ÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestan 8-13 og skúrir eða él en léttir til á Norðaustur- og Aust- urlandi. Hiti 1 til 10 stig, hlýjast austanlands. Á sunnudag Suðvestan 5-13 og él á vestanverðu landinu, en hægari og þurrt austantil. Hiti 0 til 8 stig að deginum, mildast austanlands. Á mánudag Ákveðin sunnanátt og víða rigning, en slydda vestast. Vestlægari og él vest- antil síðdegis. Hiti 0 til 10 stig, hlýjast á norðaustanverðu landinu. Hólmar Örn Eyjólfsson, leikmaður 21 árs landsliðsins í knattspyrnu, yfir- gefur enska félagið West Ham í vor eftir þriggja ára dvöl þar. Hólmar seg- ir að allt sé opið hjá sér og ýmsir kostir í boði en hann sé nokkuð spenntur fyrir því að leika í Dan- mörku eða Belgíu. Hann bíður jafn- framt spenntur eftir úrslitakeppni EM í Danmörku. »2 Hólmar spenntastur fyr- ir Danmörku og Belgíu „Þetta var mjög góður leik- ur af okkar hálfu og sá besti í mótinu að mínu mati,“ sagði markahrók- urinn Egill Þormóðsson þegar 5:3 sigur Íslands á Kína var í höfn í Sportova- höllinni í Zagreb í gær. Með sigrinum steig Ísland stórt skref í áttina að bronsverðlaunum í 2. deild heimsmeistaramótsins í ís- hokkí annað árið í röð. »3 Brons er innan seilingar í Zagreb Derrick Rose hefur farið á kostum með Chicago Bulls í NBA-deildinni í körfubolta í vetur og lið hans stóð uppi sem besta lið tímabilsins. Úr- slitakeppnin hefst í kvöld og Gunnar Valgeirsson, NBA-sérfræðingur Morgunblaðsins, er ekki jafn viss og hann var í haust um að Lakers og Boston séu næsta örugg með að komast alla leið í lokaúrslitin. »4 Ekki jafn viss að Lakers og Boston fari alla leið Vegagerðin gaf í gær út nýtt kort sem sýnir ástand fjallvega. Þar er stórum svæðum lokað fyrir öllum akstri vegna hættu á vegarskemmdum. Kjalvegur er opinn og hægt er að fara í Þórsmörk . Opið er úr Sig- öldu í Landmannalaugar en Sprengisandur, Fjalla- baksleiðir og Öskjuleið eru til dæmis lokaðar. Búast má við að lokunin vari í 2-4 vikur. „Það er komin bullandi drulla í kringum allar snjó- línur,“ sagði Bjarni Jón Finnsson, yfirverkstjóri Vega- gerðarinnar í Vík. Hann sagði að hægt væri t.d. að komast upp Mýrdalsjökul fyrir þá sem vilja fara í vél- sleðaferðir. Talsverður snjór er t.d. enn á milli Eldgjár og Landmannalauga. Lokunina ber nánast upp á sama dag nú og í fyrra. „Það er komin bullandi drulla í kringum allar snjólínurnar“ FJALLVEGUM LOKAÐ Á STÓRUM SVÆÐUM Ferð Vélsleðar eru vinsæl farartæki. VEÐUR Gestastofan á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum verður opnuð formlega í dag fyrir gesti og gangandi. Hjón- in Ólafur Eggertsson og Guðný A. Valberg voru önnum kafin við að undirbúa móttöku fyrir vini sína í gærkvöldi í tilefni af opnuninni. Ólafur sagði að í gær hefðu komið um 50 manns þótt í raun væri ekki búið að opna. „Við vorum að vinna hérna og fólkið bankaði bara upp á,“ sagði Ólafur. Í Gestastofunni er búið að setja upp sýningar á veggspjöldum af sögu gossins í Eyjafjallajökli sem hófst 14. apríl 2010. Einnig má fræðast þar um sögu fjölskyldu Ólafs á Þorvaldseyri frá því að afi hans, Ólafur Pálsson, flutti þangað árið 1900. Sýnd verður kvikmynd um gosið sem Ólafur lét gera. Þá geta gestir keypt þar minjagripi og afurðir frá Þorvaldseyri, m.a. morgunkornið Byggi sem gert er úr korni af ökrum bæjarins. Morgunblaðið/Guðni Einarsson Gestastofa Hjónin Guðný A. Valberg og Ólafur Eggertsson voru kampakát í nýju Gestastofunni í gærkvöldi. Gestastofa opnuð á Þorvaldseyri

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.