Morgunblaðið - 19.04.2011, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 9. A P R Í L 2 0 1 1
Stofnað 1913 92. tölublað 99. árgangur
ALLAR LÍKUR Á
ERFIÐRI STJÓRN-
ARMYNDUN
REYNIR AÐ NÁ
KYRRÐINNI Á
BAK VIÐ AUGUN
KONUR MÁTTU
EITT SINN AÐEINS
RÓA Í KJÓLUM
TEKUR PORTRETTMYNDIR 32 KEPPTI Í ÚRVALSLIÐI 10STÓRSIGUR SANNRA FINNA 15
Reuters
Fall Áhyggjufullur verðbréfasali að störf-
um í kauphöllinni í New York í gær.
Lánshæfisfyrirtækið Standard &
Poor’s breytti í gær í fyrsta sinn
langtímahorfum fyrir bandaríska
ríkið úr stöðugum í neikvæðar.
Litið er á ákvörðunina sem viðvör-
unarskot og er þess beðið með eft-
irvæntingu hvort Moody’s og Fitch
feti sömu leið og S&P.
S&P sagðist grípa til þessarar
ráðstöfunar vegna þess að sam-
anborið við önnur ríki með ein-
kunnina AAA berðust Bandaríkin
við „mjög mikinn fjárlagahalla og
vaxandi skuldsetningu ríkissjóðs og
okkur er ekki ljóst hvaða leið verð-
ur farin til að leysa þennan vanda“.
Dow Jones-vísitalan lækkaði í við-
skiptum gærdagsins um 1,15% og
lækkun varð einnig í Evrópu. »14
Lækkun S&P á horf-
um veldur öldu-
gangi á mörkuðum
Hlé á viðræðum
» Þungt hljóð er í verkalýðs-
foringjum eftir að kjara-
viðræður fóru út um þúfur.
» SA líta ekki svo á að slitnað
hafi upp úr viðræðum við ASÍ.
» Fæstir reikna með að við-
ræður komist aftur á skrið fyrr
en eftir páska.
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Vilhjálmur Egilsson, framkvæmda-
stjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að
í kjarasamningi sem gert er ráð fyrir
að verði undirritaður milli Verkalýðs-
félags Akraness og Járnblendiverk-
smiðju Elkem í dag sé í samræmi við
hugmyndir um samræmda launa-
stefnu til þriggja ára. Einnig sé þar
samið um breytingar á bónuskerfi.
„Í báðum tilvikum er verið að koma
á fót þannig fyrirkomulagi að bæði
starfsfólkið og fyrirtækið fái ávinn-
ing,“ segir Vilhjálmur. „Teknir eru
framleiðsluþættir og reynt að tryggja
að þeir séu metnir til launa.“
Hann var spurður hvort samningur
sem náðist í liðinni viku milli Einingar
á Akureyri og Becromal geti orðið
einhvers konar fordæmi í væntanleg-
um heildarsamningum milli SA og Al-
þýðusambandsins. Samið var um
verulegar greiðslur til starfsmanna
meðan verið er að koma á laggirnar
bónuskerfi en Vilhjálmur segir að-
stæðurnar sérstakar.
„Þetta er tæknifyrirtæki á upp-
byggingarstigi og menn eru að læra á
hlutina,“ segir hann. „Nú er þetta
komið svo langt áleiðis að raunhæfur
möguleiki er á að koma upp eins kon-
ar bónuskerfi. En á meðan verið er að
koma því á er greitt sérstaklega,
meiningin er að síðan taki við bón-
uskerfi. Þarna er verið að taka mið af
fyrirtækinu sjálfu og framleiðni,“ seg-
ir hann. Slík mál þurfi alltaf að semja
um, líka við önnur fyrirtæki.
Rúmast innan rammans
Vilhjálmur Egilsson segir væntanlegan samning Verkalýðsfélags Akraness við
Járnblendið í samræmi við hugmyndirnar um launastefnu til þriggja ára
Morgunblaðið/Ómar
Sjóðir Hópur lífeyrissjóða skoðar
nú kaup á hlut í HS Orku.
Kanadíska fyrirtækið Magma gæti
grætt hátt í 3,5 milljarða króna á
sölu á fjórðungshlut í HS Orku til ís-
lenskra lífeyrissjóða, þótt kaupverð-
ið í krónum talið sé það sama og
Magma greiddi fyrir hlutinn á sínum
tíma. Er það vegna þess að Magma
greiddi fyrir hlutinn með svokölluð-
um aflandskrónum, íslenskum krón-
um sem keyptar höfðu verið á af-
landsgengi. Á þeim tíma var
aflandsgengi krónunnar gagnvart
Bandaríkjadal í kringum 200 krónur,
en gengi Seðlabankans er um 114
krónur núna.
Viðræðunefnd, sem hópur lífeyr-
issjóða skipaði til viðræðna við
Magma Energy um möguleg kaup
sjóðanna á fjórðungshlut í HS Orku,
hefur ákveðið að stíga næsta skref í
viðræðuferlinu og hefja áreiðan-
leikakönnun á orkufyrirtækinu.
Verði af kaupunum er gert ráð
fyrir að greiddir verði um 8,06 millj-
arðar króna fyrir fjórðungs hlut. Þá
hefur Magma ennfremur boðið sjóð-
unum að auka hlut sinn í HS Orku í
33,4 prósent með kaupum á nýjum
hlutum í HS Orku fyrir 10. febrúar
2012. »14
Magma græðir milljarða
Sala á hlut í HS Orku gæti skapað mikinn gengishagnað
Ragnar Axelsson, RAX, ljósmyndari Morgun-
blaðsins, fór í gær á Norðurpólinn ásamt Michel
Rocard, fyrrverandi forsætisráðherra Frakk-
lands, og aðstoðarmanni hans, Laurent Mayet.
„Norðurpóllinn var staður í norðri sem ég átti eft-
ir að fara á. Mér bauðst tækifæri og ákvað að
fara,“ segir RAX. „Það var 35 stiga frost og ísinn
fullur af vökum og sprungum. Þarna er enginn til
að bjarga þér og þú þarft að stóla á sjálfan þig.“
Í fannfergi og frosti á Norðurpólnum
Morgunblaðið/RAX
Jeppi með fjórum mönnum innan-
borðs valt efst í Kömbunum um hálf-
tíuleytið í gærkvöldi. Mikil hálka var
í brekkunni, að sögn lögreglunnar á
Selfossi, en það snöggkólnaði á
Hellisheiðinni eftir að sólin settist.
Lögregla og sjúkralið frá Selfossi
var kallað á vettvang og var óttast
að stórslys hefði orðið. Fór þó betur
en á horfðist í fyrstu, og að sögn lög-
reglunnar er fólkið lítið eða ekkert
slasað.
Von var á bíl frá Vegagerðinni til
að salta veginn. Í eftirlitsferð um
áttaleytið í gærkvöldi var engin
hálka en að sögn lögreglu virðist
sem ísing hefði myndast skjótt eftir
sólsetur.
Óttuðust að stór-
slys hefði orðið
Netfrelsi er minnst í Íran, Búrma, á
Kúbu og í Kína. Mest er frelsi net-
verja í Eistlandi, næst á eftir í
Bandaríkjunum, þá Þýskalandi og
Austurríki. Þetta eru niðurstöður
bandarísku hugveitunnar Freedom
House, sem birti í gær
skýrslu um frelsi á net-
inu en hún byggist á ýt-
arlegum samanburði á
stöðu mála í 37 lönd-
um.
Í skýrslunni kem-
ur fram að gróflega
má skipta því efni
sem reynt er að
hamla aðangi að í
tvo flokka: annars vegar ósiðlegt
efni, s.s. fjárhættuspil, klám og stol-
in hugverk, og hins vegar pólitískt
efni sem hugnast ekki ráðandi
stjórnvaldi.
Stjórnvöld geta og hafa gripið til
ýmissa ráða til að tak-
marka frelsi netnotenda.
Bæði er hægt að loka al-
gjörlega fyrir óæskileg-
ar vefsíður, sía efni
jafnóðum og jafnvel
taka netið úr sam-
bandi, eins og gert
var í Egyptalandi
fyrir nokkrum vik-
um. »16
Stjórnvöld hafa víða lagt mikla áherslu á
að ritskoða netið sér til hagsbóta
MBúa sig undir næstu lotu »12