Morgunblaðið - 19.04.2011, Side 19

Morgunblaðið - 19.04.2011, Side 19
UMRÆÐAN 19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 2011 Kæri lesandi, ég hef lengi verið að velta einu fyrir mér og mig langar að deila því með þér. Mér er svo minn- isstætt átakið „Til fyr- irmyndar“ sem átti sér stað síðasta sumar og gekk út á það að segja fólki, ef það sem það gerir eða stendur fyrir þykir til fyrirmyndar. Ég velti því stundum fyrir mér hvers vegna við gerum ekki meira af þessu. Að láta einstaklingana í kringum okkur vita að okkur þyki þeir til fyrirmyndar, að okkur þyki vænt um viðkomandi eða jafnvel segja þeim að nærvera þeirra sé manni mikils virði. Í daglegum samskiptum okkar á milli er áherslan svo oft á því að tala um og einblína á það hvað allt gengur illa eða hinir og þessir ein- staklingar séu nú „svona og hin- segin“ og ekki að standa sig nógu vel. Sérstaklega á tímum sem þess- um þar sem umræðan í samfélag- inu einkennist af neikvæðum frétt- um þar sem efnahagsörðugleikar, stríð, átök og fleira gegna lyk- ilhlutverki. Lykilinn að góðum samskiptum tel ég vera að snúa þessu dæmi al- veg við. Að beina sjónum frekar að því hvað býr í fólkinu í kringum okkur og draga fram sterku hlið- arnar í hverjum og einum. Síðast en ekki síst segja fólki frá og láta vita af því þegar það sem það hefur fram að færa er gott, gilt og oft öðrum til fyr- irmyndar. Þetta leiðir til spurningarinnar „Hvað er að vera til fyrirmyndar?“ Er sá fyrirmynd sem á mestan pening, á flesta vini, er í góðu starfi eða hvað? Kannski. Er sá jafnvel fyr- irmynd sem sigrast á persónulegum erf- iðleikum eða sá sem tekur tíma til þess að nota styrk sinn og reynslu til þess að hjálpa öðrum? Er sá fyrirmynd sem hreykir sér ekki upp fyrir hjálp- semi sína heldur í hljóði réttir öðr- um hjálparhönd? Í sjálfu sér er viss kúnst að vera fyrirmynd. Að kunna að leggja sjálfan sig til hliðar fyrir aðra og hleypa þeim að sér en gleyma sér ekki allt of aftarlega í forgangsröð- uninni. Sumir eru þó fyrirmyndir fyrir aðra án þess að vita af því. Hver veit nema að þú eigir sam- ræður við ákveðna einstaklinga eða jafnvel sért léttlynd/ur, bros- andi og upplífgandi og það geri þig að fyrirmynd einhvers án þess að þú hafir hugmynd um það. Orð hafa áhrif, það er gömul staðreynd. Í góðri bók segir að dauði og líf séu á tungunnar valdi. Ég er ekki frá því að það sé heil- mikið til í því. Niðurrif eða upp- bygging einstaklinga getur nefni- lega oltið á orðum annarra, meira en okkur gæti grunað. Því langar mig svo endilega að vekja þig, eins og sjálfa mig, til umhugsunar um það hvað við segj- um við fólk. Já, því orð hafa áhrif og orð geta verið álög. Hrós og uppbyggileg orð krefjast svo lítils af manni en gefa svo einstaklega mikið af sér. Maður meira að segja, oftar en ekki, fær það til baka – margfalt. Sé einhver sem þér þykir vænt um, þykir gaman að eyða tíma með, gerir fyrir þig góða hluti, tal- ar fallega til þín eða gerir yfir höf- uð eitthvað sem þú kannt að meta vil ég eindregið benda þér á að segja viðkomandi frá því. Það er svo einfalt og lítið mál að segja öðrum að maður meti þá fyrir það sem þeir eru og gera fyrir mann og maður veit aldrei nema það sé akk- úrat það sem viðkomandi þarf á að halda að heyra. Nú sem aldrei fyrr er þörf á að byggja upp fólkið í kringum okkur, njóta tímans, faðma vorið sem loksins virðist ætla að taka við af vetrinum og sjá gleðina í litlu hlut- unum sem skreyta tilveruna okkar. Segðu því fólkinu þínu og fyr- irmyndum hvað þér raunverulega finnst þau frábær og hvað þú met- ur litlu hlutina mikils, þau gætu þurft á því að halda að heyra það í dag. Ekki spara orðin þar til þú að lokum skrifar minningargreinina því þá koma þau ekki lengur að gagni. Ef þú hefur sagt það áður, gerðu það þá aftur. Við höfum öll gott af því. Það eru orð í tíma töluð. Orð í tíma töluð Eftir Hrund Erlingsdóttur » Beinum sjónum frekar að því hvað býr í fólkinu í kringum okkur og drögum fram sterku hliðarnar í hverjum og einum. Hrund Erlingsdóttir Höfundur er sálfræðinemi við Háskólann í Reykjavík. Morgunblaðið birtir alla út- gáfudaga aðsendar umræðu- greinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni eða í bréfum til blaðsins. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráð- stefnur. Innsendikerfið Þeir sem þurfa að senda Morgunblaðinu greinar eru vin- samlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Formið má m.a. finna undir Morgunblaðs- hausnum efst t.h. á forsíðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvu- pósti og greinar sem sendar eru á aðra miðla eru ekki birtar. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið, en næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá notandasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri hámarkslengd sem gefin er upp fyrir hvern efnisþátt en boðið er upp á birtingu lengri greina á vefnum. Nánari upplýsingar gefur starfsfólk greinadeildar. Móttaka aðsendra greina Ég hef áður skrifað um mismuninn á tog- veiðum og vistvænum veiðum. Mig furðar á því hversu fáir fjalla um þetta atriði, sem varðar mjög miklu um framtíð fiskiveiða við Íslands- strendur Takmörkun á að- gangi í auðlindina á sín- um tíma tel ég að hafi verið nauðsynleg, en þann óskapnað sem hún er nú orðinn vegna misviturlegra aðgerða tel ég algerlega óviðunandi. Lífríki hafsins er afskaplega við- kvæmt og röng veiðarfæri tel ég ráða mjög miklu um sjálfbæra framvindu þess. Togveiðar tel ég þar afskaplega óheppilegar á ótrúlega margan máta og vil ég nefna án langs rökstuðnings, helstu atriði þess gífurlega mis- munar, sem er á vistvænum fiskiveið- um eða togveiðum. Togskip sem tekur 1 tonn af fiski úr sjó eyðir tíu sinnum meiri orku (ol- íu) til þess heldur en skip sem veiðir með vistvænum veiðarfærum, (línu, nót eða netum). Þetta á aðeins við meðan skip er með veiðarfæri í sjó, þ.e. togskip sem dregur á eftir sér um 20 tonna veið- arfæri yfir botninn (botntroll) og tog- skip með flottroll af sömu stærð eða stærri í eftirdragi. Fiskiskip sem veiðir með línu, nót eða netum notar sáralítinn vélarkraft til að taka sitt veiðarfæri úr sjó, þannig að orku- notkun þess er tíu sinnum minni en togskipa því þetta eru kyrrstæð veið- arfæri. Togskip mengar þar af leiðandi tíu sinnum meira en fiskiskip sem veiða með vistvænum veiðarfærum. Fiski- skipaflotinn notar um 15-17% af mengunarkvóta Íslands. Við stöðugt hækkandi olíuverð er olíunotkun að verða stærri og stærri kostnaðarliður í útgerð. Allan bolfisk- afla sem nú er leyft að veiða við Ísland er mjög auðvelt að veiða á vist- vænan hátt, þ.e. á línu, í net eða í nót Fyrir andvirði tog- skips upp á tvo millj- arða (nýi Vestmann- eyjatogarinn) sem er smíðað erlendis væri hægt að kaupa 15 hrað- fiskibáta 15-18 tonn, smíðaða hér (gjaldeyr- issparnaður upp á tvo milljarða). Tveggja milljarða togskip veitir 15-20 sjómönnum at- vinnu, en 15 fiskibátar 40-50 sjó- mönnum atvinnu. Þetta eru meðaltal- stölur miðað við togskip og 15-18 tonna dagróðrabát. Togskipin veita hinum smáu sjáv- arbyggðum enga atvinnu, það gera aðeins dagróðrabátar, sem nota ein- göngu vistvæn veiðarfæri (langmest línu). Í hinum mörgu minni sjáv- arbyggðum allt í kringum landið eru engir togarar gerðir út og skapa því enga vinnu fyrir landverkafólk. Framsal aflaheimilda hefur valdið gífurlegri byggðaröskun í landinu og um leið efnahagslegum glundroða. Í hinum minni byggð- arlögum, sem byggja afkomu sína að mestu á sjávarafla, hefur orðið mikill fólksflótti. Á mörgum stöðum standa vönduð og vel byggð hús auð og óselj- anleg vegna þessa, á markaðsverði langt undir kostnaðarverði, og sveit- arstjórnir eiga erfitt með að sinna brýnustu þjónustuskyldum sínum við íbúana vegna lélegra skatttekna. Framsal aflaheimilda er einhver mesta vitleysa í þessu glórulausa fisk- veiðikerfi og sannar það best að Mannréttindanefnd SÞ telur það brjóta mannréttindasáttmála SÞ sem við erum aðilar að. Atvinnugreinin er nú gífurlega skuldsett vegna kerf- isins, vegna þess að þegar aðilar þeir sem fengu úthlutað aflamagni selja aflamarksúthlutun sína, skapaðist fjármagnsflótti frá atvinnugreininni. Áætlað er að skuldir atvinnugrein- arinnar nú séu allt að 300 milljarðar kr. Í dag er vitleysan slík að menn sem ætla að fara í útgerð fá engin lán til að kaupa atvinnutækin, bátinn eða veiðarfærin ef þeir hafa ekki aflaheimild. Að mati lánveitanda er báturinn og veiðarfærin einskis virði án aflaheimilda. Með stöðvum á togveiðum í áföng- um gætu sjávarbyggðirnar end- urheimt auðlindarétt sinn. Þ.e. strandveiðar með vistvænum veið- arfærum og þar með skapað grund- völl fyrir uppbyggingu sjávarbyggð- anna á ný. Þetta væri hægt að gera á margan máta, t.d. með að skilyrða hverja úthlutun aflaheimilda til ákveð- inna veiðafæra, þ.e. að ákveðinn hluti allra aflaheimilda skuli veiða á línu, í net eða á annan vistvænan máta. Það er margsannað að togveiðar eru mikill skaðvaldur í lífríki sjávar, sérstaklega botnvörpuveiðar og snur- voð. Línu-, nót-, og netaveiðar eru það ekki. Nokkur lýsing á skaðsemi botn- vörpuveiða væri ef stór traktor eða skriðdreki færi yfir land, móa, mela og kjarr, með 20 tonn af kúlum, vírum, netum og hlerum í eftirdragi. Hvernig halda menn að það land liti út eftir slíka yfirferð, eða lífríki þess. Öll þessi atriði er hægt að rökstyðja ennfrekar á sannfærandi hátt og væri jafnvel efni í doktorsritgerð svo marg- slungin áhrif hefur núverandi sjáv- arútvegsstefna haft á þjóðlíf okkar. Stjórnvöld ættu að sjá sóma sinn í því að taka þetta mál til alvarlegrar at- hugunar því ein er sú staðreynd sem enginn getur hrakið; stærstur hluti þess sem okkar er í dag er sjáv- arauðlind okkar að þakka. Eftir Hafstein Sigurbjörnsson »Með stöðvum á tog- veiðum í áföngum gætu sjávarbyggðirnar endurheimt auðlinda- rétt sinn. Hafsteinn Sigurbjörnsson Höfundur er eldri borgari. Vistvænar veiðar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.