Morgunblaðið - 19.04.2011, Side 28

Morgunblaðið - 19.04.2011, Side 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 2011 Í kvöld kl. 20 verður opnuð í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni, yfirlitssýning á verkum mynd- listarkonunnar Barböru Árna- son, í tilefni af aldarafmæli hennar. Sýn- ingarstjóri er forstöðumaður safns- ins, Guðbjörg Kristjánsdóttir. Sýn- ingin verður í öllum sölum safnsins en það er Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sem opnar hana. Yfir 250 verk eftir listakonuna verða til sýnis auk fjölda mynd- skreyttra bóka, jóla- og tækifær- iskorta, jólamerkja og fleira sem Barbara hefur skreytt. Mörg verk- anna á sýningunni eru í einkaeigu og hafa aldrei áður komið fyrir al- menningssjónir. Um sýninguna og Barböru segir í tilkynningu: „Barbara Árnason er fædd og uppalin á Englandi og lauk þar listnámi. Hún var fengin til að myndskreyta endursagnir úr Ís- lendingasögunum skömmu eftir að hún lauk námi og kveikti það í henni áhuga á landi og þjóð. Hún hélt til Íslands árið 1936 og reynd- ist það mikil örlagaferð í hennar lífi. Hún kynntist Magnúsi Á. Árna- syni, myndhöggvara og málara, og gengu þau í hjónaband 1937. Sama ár fluttist hún til Íslands. Á neðri hæð Gerðarsafns eru verk eftir Barböru sem sýna hvern- ig henni tókst að ná undraverðum tökum á hinni ofurnákvæmu og vandasömu tækni tréstungunnar. Barbara lagði með tréstungunum grunninn að íslenskri þrykklist og telst meðal brautryðjenda á því sviði hér á landi. Í vestursal eru vatnslitamyndir eftir Barböru en þær eru m.a. vitn- isburður um þær byggðir Íslands sem hún heimsótti ásamt eig- inmanni sínum á árunum 1937 til 1975. Síðustu vatnslitamyndirnar málaði hún á Þingvöllum sumarið áður en hún lést. Þá málaði hún barnamyndir, sem urðu mjög eft- irsóttar, sem og myndir af dýrum og villi- og stofublómum. Í austursal má m.a. sjá verk sem Barbara vann úr lopa. Til þessara verka teljast bæði veggteppi og tískuvara. Lopaverk Barböru eru eitt af því frumlegasta sem lagt hef- ur verið af mörkum til íslenskrar vefjarlistar á síðustu öld. Hún sýndi þau margsinnis í París og seldi vel.“ Aldarafmæli Barböru Árnason 100 ár Eitt verka Barböru Árnason sem sjá má á yfirlitssýningunni.  Yfirlitssýning opnuð í öllum sölum Gerðarsafns Guðbjörg Kristjánsdóttir Konfúsíusarstofnunin Norður- ljós sýnir í dag kínversku heimildarmyndina Á valdi for- tíðarinnar, í stofu 132 í Öskju, Háskóla Íslands, kl. 17.30- 18.30. Í myndinni segir af ung- um manni, Bing. Skilnaður for- eldra hans tekur mikið á hann og hann ákveður að grennslast fyrir um hvað olli honum en or- sökin virðist tengjast Menn- ingarbyltingunni. Hann heldur með föður sínum og unnustu hans í 12.000 kíló- metra ferðalag og verður á því margs fróðari um orsakir skilnaðarins. Myndin er frá árinu 2008 og leikstjóri eða höfundur hennar Chao Gan. Sýningin er öllum opin og ókeypis. Kvikmyndir Á valdi fortíðarinn- ar sýnd í Öskju Chao Gan Sextett sænsku söngkonunnar Isabel Sörling heldur tónleika í kvöld kl. 20 í Norræna húsinu, í samvinnu við Jazzhátíð Reykjavíkur og Nordjazz með stuðningi Tónlistarskóla FÍH. Sörling og hljómsveit hennar fóru með sigur af hólmi í nor- rænu djasskeppninni Young Nordic Jazz Comets í fyrra í Finnlandi og eru meðlimir nú á tónleikaferð um Norðurlöndin. Auk sextettsins koma fram á tónleikunum í kvöld tvær ungar íslenskar söngkonur, Unnur Birna Björnsdóttir og Anna María Björnsdóttir. Þær eru báðar um það bil að ljúka söngnámi við Tón- listarskóla FÍH. Tónlist Sextett Sörling, Unnur og Anna Isabel Sörling Leikfélagið Hugleikur frum- sýndi fyrir helgi nýtt íslenskt leikrit eftir Árna Hjartarson sem nefnist Einkamál.is, í húsnæði leikfélagsins á Eyj- arslóð 9. Leikstjórar eru Hulda B. Hákonardóttir og Þorgeir Tryggvason. Einka- mál.is er dramatískur fjöl- skyldugamanleikur um sam- tímafjölskyldu í heima- tilbúnum vanda. Hvað gerir barnelskur karl þegar hann kemst að því að einkasonur hans og tengdadóttir hafa ákveðið að eignast ekki börn? Verkið verður sýnt í kvöld kl. 20 og á sama tíma 26. og 27. apríl, 1., 3. og 6. maí. Nánari upplýsingar má finna á hugleikur.is. Leiklist Hugleikur sýnir Einkamál.is Þorgeir Tryggvason Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Síðustu hádegistónleikar vetrarins hjá Íslensku óperunni hefjast kl. 12.15 í dag og verða drottningar og draugar áberandi á þeim. Á efnis- skránni eru aríur og samsöngvar úr ýmsum verkum og má þar nefna Aidu, Spaðadrottninguna, Don Pas- quale, Don Giovanni, My Fair Lady og Óperudrauginn. Gestasöngvari er Maríus Sverrisson en auk hans koma fram Bragi Jónsson, Bylgja Dís Gunnarsdóttir, Erla Björg Káradótt- ir, Hlynur Andri Elsuson, Hörn Hrafnsdóttir, Jóhanna Héðinsdóttir og Natalía Druzin Halldórsdóttir ásamt Antoníu Hevesí píanóleikara. Um sviðsetningu sér bassasöngv- arinn Bjarni Thor Kristinsson og mun hún vera hans fyrsta í Íslensku óperunni. Létt og skemmtilegt „Þetta verða mjög léttir og skemmtilegir tónleikar, aðaláherslan er á létt efni. Þetta er allt frá drama- tískri óperu yfir í léttan söngleik og allt þar á milli,“ segir Maríus, gesta- söngvari á tónleikunum, um efnis- skrána. „Þetta er sett létt á svið, þetta er leikið en samt ekki eins og leiksýning beint, létt sviðsett myndi ég segja. Það gerir hann Bjarni, hann sér um það. Það er mjög gaman að hitta hann aftur, við lærðum sam- an í Vín á sama tíma.“ – Þetta er hans fyrsta sviðsetning í Íslensku óperunni, hvernig er að vera undir stjórn Bjarna? „Þetta er búið að vera alveg frá- bært, mjög skemmtilegt og gaman að vinna með kollegum að svona hlut- um. Hann hefur náttúrlega mikla reynslu, hefur unnið með mörgum frábærum leikstjórum úti og veit al- veg hvernig á að gera svona. Mér finnst þetta virka bara vel.“ Maríus segir að söngvararnir verði ekki í búningum en muni þó ramma allt saman inn með smekklegum klæðnaði. Maríus segist ekki hafa unnið áður með neinum söngvaranna sem koma fram á tónleikunum, þeir séu margir ungir og upprennandi og ekki síður spennandi fyrir fólk að fá að heyra í þeim. Rómantísk lög – Hvaða lög syngur þú á tónleik- unum? „Ég er að syngja einn dúett og eina aríu úr Don Giovanni og dúett Raoul og Christine úr Phantom of the Opera, „That’s All I ask of You“, það ættu nú flestir að þekkja það. Svo syng ég lag úr My Fa- ir Lady, „On the Street Where You Live“. Þann- ig að ég er með róm- antísku lögin, svolítið.“ – Eru þetta lög sem þú hefur sungið áður á sviði? „Já, söngleikjalögin hef ég sungið bæði áður og Raoul söng ég í uppfærslu í Þýskalandi, í svona „greatest hits of music“-sýningu. Fyrsta sýningin sem ég var í á Ís- landi var My Fair Lady, þegar ég var að byrja, var bara 18 ára eða þar um bil. Svo hef ég fengið ýmis tækifæri til að syngja þetta úti,“ svarar Mar- íus en hann er lýrískur baritónn. Hann segir lögin úr Don Giovanni hins vegar eitthvað nýtt og spenn- andi fyrir hann að takast á við, hann hafi sungið létta klassík áður og væri til í að gera meira af því. Lögin henti rödd hans vel. „Við ferðumst víða, þetta verður svolítil heimsreisa. Við erum þarna í París, London og Egyptalandi, þetta er svona ferð um heiminn í tónum,“ segir Maríus að lokum um tón- leikana. Heimshorna á milli í hádeginu Morgunblaðið/Ómar Létt Antonia Hevesí, Maríus og Bjarni Thor á æfingu í síðustu viku. Það var létt yfir þeim enda áherslan lögð á skemmtilega efnisskrá. Fiðlukonsert kvölds- ins var sá fimmti sem Mozart samdi á aðeins átta mánaða tímabili árið 1775 29 » Maríus H. Sverrisson nam söng og leiklist í Vínarborg, New York og Hamborg og býr bæði í Þýskalandi og á Íslandi. Hann hefur tekið þátt í fjölda leiksýninga víða um Evrópu, m.a. í Sound of Music, Kiss me Kate, La Cage aux fol- les, Mosees, Cabaret, Blood Brothers, Sweeney Todd og Space Dream. Maríus hefur m.a. sungið við opnunarhátíð Potsda- mer Platz í Berlín og komið fram sem ein- söngvari í Berliner Friedrickstadt Palast, Schillertheater, Admiralspalast og í sjónvarps- þættinum Wetten Das. Hann hefur einnig farið með aðalhlutverkið í söngleiknum Titanic og fór með sönghlutverk í sýningunni Apas- sionata 2009-10. Í Zürich stofnaði hann ásamt félögum sínum leik- hópinn Schnabeltheater og frum- flutti hann söngleikinn Der Kobold König eftir Maríus og Eric Müller á síðasta ári. Maríus hefur einnig komið fram sem einsöngvari og leikari erlendis og á Íslandi, m.a. með Sinfóníuhljómsveit Íslands og í Íslensku óperunni, í Þjóðleikhús- inu, Borgarleikhúsinu og með Frostrósum. Sjóaður í söngleikjum ÚR FERILSKRÁNNI Draugur Andrew Lloyd Webber, höfundur söngleiksins Phantom of the Opera.  Síðustu hádegistónleikar Íslensku óperunnar verða haldnir í dag  Aríur og samsöngvar úr verkum á borð við Aidu, Don Giovanni og Óperudrauginn eru á efnisskránni www.opera.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.