Morgunblaðið - 19.04.2011, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.04.2011, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 2011 Vetrarlegt Vetur konungur virðist eiga erfitt með að sleppa sínu kalda taki af landinu og leyfa vorinu að taka við. Þótt komið sé fram í seinnihluta aprílmánaðar fellur enn snjór úr lofti. Kristinn Það var sérstök og mögnuð upplifun að sitja í Alexandrinsky-leik- húsinu í Pétursborg á sunnudagskvöld þegar Evrópsku leiklistar- verðlaunin voru afhent. Leikhúsið er sögulegt, þar áttu rithöfundarnir Dostojevski og Pushkin sín föstu sæti, þar setti einn merkasti leikstjóri síðustu aldar, Meyerhold, upp margar af sínum þekktustu sýningum og þar var Eftirlitsmaðurinn eftir Nikolaj Gogol frumsýndur. Síðar hafa margir virtustu leikstjórar heims sett þar upp eftirtekt- arverðar sýningar, nú á síðasta ári Osk- aras Korsunovas sem óhætt er að setja nú í hóp Íslandsvina. Í þessu glæsilega leikhúsi kemst enginn hjá því að anda leiklistarsögunni að sér. Það var því ekki laust við að maður fylltist lotningu þegar gengið var inn í áhorf- endasalinn þetta kvöld. En þó að allir í salnum væru meðvitaðir um söguna, þá var áherslan fyrst og fremst á það sem þykir skara fram úr í dag. Tveir eldri leikstjórar, þeir Peter Stein sem stofnaði leikhúsið Schaubühne í Berl- ín á sjöunda áratugnum og Jurí Ljubimov sem þekktastur er fyrir störf sín við hið heimsfræga Taganka-leikhús í Moskvu, hlutu heiðursverðlaun en sex leikhópar og leikstjórar hlutu verðlaunin svokölluðu Nýr veruleiki í sviðslistum. Og í þeim hópi var hinn frábæri íslenski leikhópur Vest- urport. Viðurkenningin sem Vesturporti hlotnaðist þetta kvöld er án vafa mesta viðurkenning sem íslenskt leikhús og leik- húslistamenn hafa hlotið fyrr og síðar. Á því er enginn vafi. Þar bætist Vesturport í glæsilegan hóp leikhúsa sem þótt hafa skarað fram úr. Þegar Vesturportshópurinn tók sam- einaður við verðlaununum fylltist ég miklu stolti. Þetta var söguleg stund fyrir íslenskt leikhúslíf. Saga Vesturports spannar tíu ár. Á þeim tíma hefur hópurinn verið afkasta- mikill og sett upp margar eftirtekt- arverðar sýningar og framleitt nokkrar kvikmyndir. Þegar best lætur eru sýn- ingar Vesturports framúrskarandi. Þær sýningar sem mesta athygli hafa hlotið einkennast af sterkum myndum og sirkuslistum, grípandi tónlist og ólgandi tilfinningum. Hóp- urinn hefur tekist á við klassísk verk en matreitt þau fyrir nú- tímaáhorfendur sem hafa staðið á öndinni yfir töfrum leikhúss- ins. Einnig hefur Vesturport unnið ný lönd meðal yngri leik- húsáhorfenda. En auk stórsýn- inganna hefur Vesturport sett upp áhrifamiklar sýningar þar sem einfaldleikinn er í fyrirrúmi. Ein slík, Brim, hefur lengi verið í sérstöku uppáhaldi hjá mér en þar fór saman áhrifaríkur texti sem sprottinn var úr okkar samfélagi, framúrskarandi leik- ur og snilldarleg leikræn lausn á hriplek- um dalli sem veltist um í íslensku brimi. Borgarleikhúsið hefur um langa hríð verið nánasti samstarfsaðili Vesturports. Samstarfið hefur verið einstaklega gæfu- ríkt og skemmtilegt enda eru þær ófáar sýningarnar sem leikhúsin hafa sett upp í sameiningu. Það er því óhætt að segja að við í Borgarleikhúsinu séum að rifna af stolti yfir vinum okkar og þeirri verð- skulduðu viðurkenningu sem þau hljóta nú. Staða Vesturports í alþjóðlegu sam- hengi er í dag einstök. Við skulum þó ekki gleyma því að slíkur árangur er ekki sjálf- gefinn. Hann er afrakstur þrotlausrar vinnu hópsins í tíu ár og heiðarleika þeirra gagnvart listinni. Hópurinn hefur verið samkvæmur sjálfum sér og haldið fast í sannfæringu sína. Fyrir hönd okkar allra í Borgarleikhús- inu óska ég Vesturporti hjartanlega til hamingju með verðskuldaða viðurkenn- ingu sem er öllu íslensku leikhúslífi afar dýrmæt. Megi hópurinn njóta áframhald- andi gæfu og gleði í listinni. Eftir Magnús Geir Þórðarson » Viðurkenningin sem Vesturport hlaut þetta kvöld er án vafa mesta viðurkenning sem íslenskt leikhús og leikhúslista- menn hafa hlotið fyrr og síðar. Magnús Geir Þórðarson Höfundur er leikhússtjóri Borgarleikhússins. Til hamingju Um aldir hafa her- skip frá vinaþjóðum okkar komið í vin- áttuheimsóknir til Reykjavíkur á leið sinni um norðurhöf. Meðan skipin eru í höfn kaupa þau kost en sjóliðarnir heim- sækja búðir og bari og blanda geði við borg- arbúa. Skipherrann heimsækir hins vegar æðstu stjórnendur borgarinnar og staðfestir þannig formlega að um vináttuheimsókn sé að ræða. Með brottför Varnarliðsins og hinnar öflugu þyrlubjörg- unarsveitar þess, færðust björg- unarmál á víðlendu svæði á Norður-Atlantshafi alfarið á hendur Íslendinga en brugðist var við með því að stórauka þyrlu- og skipakost Landhelg- isgæslunnar. Allir sjá mikilvægi þess að öflugt björgunarlið sé rekið á Íslandi, ekki einungis í þágu Íslendinga sjálfra heldur einnig vegna mikillar umferðar skipa og flugvéla í nágrenni við landið. Ljóst er að miðað við all- ar aðstæður þyrftu fleiri björg- unarþyrlur að vera til taks í ís- lenskri lögsögu en Landhelgisgæslan nær nú að reka innan fjárheimilda sinna. Alþjóðlegt samstarf í björgunarmálum Við slíkar aðstæður er ánægjulegt að sjá að Landhelg- isgæslunni gengur vel að auka samstarf sitt við flota þeirra vinaþjóða okkar, sem stunda siglingar í norðurhöfum. Það er skylda stjórnmálamanna að styðja við slík samskipti og leggja gott til þeirra eftir því sem þeir hafa tök á. Það gera þeir t.d. með því að bjóða slíka gesti velkomna. Enginn veit hvenær þær að- flotadeildarinnar eins og löng hefð er fyrir. Var sagt frá því í fjölmiðlum að þetta væri í fyrsta skipti, sem þýski flotinn fengi slíkar trakteringar í vin- áttuheimsókn. Fyrir nokkrum mánuðum beitti sami borgarstjóri sér fyrir samþykkt tillögu um að umferð herflugvéla um Reykjavík- urflugvöll yrði stöðvuð. Nú eru skýr skilaboð gefin um að her- og björgunarskip vinaþjóða séu einnig óvelkomin til höf- uðborgar Íslands. Slík fram- koma er hneisa og getur haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyr- ir íslenska hagsmuni. Er líklegt að vinaþjóðir kjósi að auka sam- starf við Íslendinga í öryggis- og björgunarmálum og rétta hjálp- arhönd, t.d. með því að lána þyrlur, ef þær eru um leið látnar finna fyrir því að skip þeirra og flugvélar séu óvelkomnar til sjálfrar höfuðborgar landsins? Allt í boði Samfylking- arinnar Hér er ekki um prívatflipp borgarstjóra að ræða enda er hann dyggilega studdur af for- manni borgarráðs, Degi B. Egg- ertssyni, varaformanni Samfylk- ingarinnar. Á sama tíma og varaformaðurinn styður vænt- anlega þátttöku ríkisstjórnar Ís- lands í hernaðaraðgerðum í Líb- íu, vanvirðir hann samstarf okkar í björgunarmálum við hina þýsku vinaþjóð. stæður skapast að þörf verði fyrir sameig- inleg viðbrögð björgunarliðs frá mörgum ríkjum í senn, t.d. vegna nátt- úruhamfara, mengunarslyss, flugslyss, sjó- slyss eða jafnvel hryðjuverka í ís- lenskri lögsögu. Komi til slíks er nauðsynlegt að samskipti Íslendinga við erlenda vinaflota og björgunarsveitir hvíli á traustum og vinsam- legum grunni, rækt með sam- hæfðum björgunaræfingum og margvíslegum öðrum sam- skiptum, t.d. gagnkvæmum vin- áttuheimsóknum. Í kringum Ís- land eru fjölfarnar flug- og siglingaleiðir og mun umferð um þær líklega aukast enn frekar á komandi áratugum. Við eigum ekki að tortryggja eða leggjast gegn umferð flug- og skipaflota vinaþjóða um lög- sögu okkar heldur hvetja til hennar á grundvelli sameig- inlegra hagsmuna þjóðanna í ör- yggis- og björgunarmálum. Heimsókn þýsku flotadeild- arinnar til Reykjavíkur er gott dæmi um slíkt samstarf. Eitt skipanna er fljótandi sjúkrahús og hefur sinnt hjálpar- og björg- unarstarfi víða um heim. Með þýsku skipunum er þyrla, sem mun aðstoða Landhelgisgæsl- una á meðan önnur þyrla hennar er í viðgerð. Við njótum því þeg- ar góðs af þessari heimsókn. Þáttur borgarstjóra Við komu þýsku flotadeild- arinnar til Reykjavíkur ákvað borgarstjórnarmeirihluti Besta flokksins og Samfylkingar að sýna hinum erlendu gestum að þeir væru óvelkomnir og neitaði borgarstjóri að hitta yfirmann Eftir Kjartan Magnússon »Er líklegt að vina-þjóðir vilji auka samstarf við Íslend- inga í öryggis- og björgunarmálum ef skip þeirra og flug- vélar eru óvelkomnar til Reykjavíkur? Kjartan Magnússon Höfundur er borgarfulltrúi. Borgarstjóri vanvirðir vinaþjóð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.