Morgunblaðið - 19.04.2011, Qupperneq 18
18 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 2011
Heimili og hönnun
Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað
um Heimili og hönnun föstudaginn 6. maí.
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16, mánudaginn 2. maí
Katrín Theódórsdóttir
kata@mbl.is
Sími: 569-1105
Í blaðinu verða kynntir geysimargir möguleikar og sniðugar lausnir fyrir
heimilin. Skoðuð verða húsgögn í stofu, hjónaherbergi, barnaherbergi
og innréttingar bæði í eldhús og bað.
MEÐAL EFNIS:
Hvaða litir verða áberandi í vor og sumar?
Hönnun og hönnuðir.
Sniðugar lausnir á heimilinu.
Stofan: sófasett og borð.
Eldhúsið:
ísskápar, uppþvottavélar,
eldavélar, span og gas.
Baðið: sturtugræjur og
baðinnréttingar.
Svefnherbergið:
rúm og náttborð.
Barnaherbergið:
barnahúsgögn.
Myrkvunargardýnur.
Teppi, mottur, dúkar og parket.
Hillur í geymsluna.
Þjófavörn.
Ásamt fullt af öðru spennandi
efni um heimili og hönnun.
SÉ
R
B
LA
Ð
–– Meira fyrir lesendur
Hart er nú deilt um
hvort hægt verði að
fjármagna gerð Vaðla-
heiðarganga með
veggjaldi á hvern bíl.
Spurningin sem vakn-
ar er hvað vegtollar í
göngunum undir heið-
ina þurfa að vera háir
til að standa undir
vöxtum og afborgun-
um. Áformað er að lán
við gerð jarðganganna
undir Vaðlaheiði verði tekin hér inn-
anlands til 30 eða 40 ára og greidd
niður með vegtollum, líkt og gert er
með Hvalfjarðargöngin. Talað er um
að Vaðlaheiðargöng séu flýtifram-
kvæmd sem ekkert verði af án veg-
gjalda. Fullyrt er að þessi fram-
kvæmd eigi ekki að bitna á öðrum
verkefnum Vegagerðarinnar.
Vegna slysa er samfélagskostnað-
ur margfalt meiri á öðrum vegköflum
en þeim sem veggöngin undir Vaðla-
heiði eiga að leysa af hólmi. Þegar ör-
yggissjónarmið knýja á um vegabæt-
ur á suður- og suðvesturhorni
landsins virðast byggðarsjónarmið
lögð til grundvallar við flýtimeðferð
við gerð fyrirhugaðra jarðganga und-
ir Vaðlaheiði. Uppreiknaðar tölur úr
slysaskrá Umferðarstofu sýna að á
meðan 50 slys hafi orðið á veginum
norðan Vaðlaheiðar á níu ára tíma-
bili, hafi orðið sex sinnum fleiri óhöpp
á sambærilegum vegarkafla á
Vesturlandsvegi og átta sinnum fleiri
á 27 km kafla á Suðurlandsvegi. Í töl-
um sem fengust frá Umferðarstofu
kemur fram að frá árbyrjun 2002 til
septemberloka 2010 hafi einn látist á
veginum sem Vaðlaheiðargöng
myndu leysa af hólmi. Fimm slös-
uðust alvarlega og 33 lítið. Án
meiðsla eru óhöpp 50 talsins.
Á svipuðum vegarkafla á Vestur-
landsvegi létust á sama tíma fimm
manns og 20 slösuðust alvarlega. Þá
sýna uppreiknaðar tölur verkfræði-
stofunnar Línuhönnunar gífurlegan
mun á samfélagslegum kostnaði
vegna þessara þriggja vegarkafla á
tímabilinu, að ekki sé talað um þær
þjáningar sem alvarleg slys hafa í för
með sér. Miðað við uppreiknaðar töl-
ur nemur kostnaður vegna slysa á
veginum norðan Vaðlaheiðar á þessu
tímabili rúmum 975 milljónum króna.
Vegna slysa á vegarkaflanum á Vest-
urlandsvegi er kostnaður tæpir 4,4
milljarðar kr. og 6,2 milljarðar á veg-
arkaflanum á Suðurlandsvegi.
Hjá Félagi íslenskra bifreiðaeig-
enda segjast menn vona að til lengri
tíma litið auðnist mönnum að fara í
framkvæmd á borð við Vaðlaheiðar-
göng sem hefði átt að ákveða á undan
Héðinsfjarðargöngum. Best væri að
klára fjármögnun Hval-
fjarðarganganna áður
en talað verður um að
borga upp tvöföldun
Suðurlandsvegar og
Vesturlandsvegar og
með innheimtu veggja-
lds á hvern bíl. Nú leiðir
tíminn í ljós hvort inn-
heimta vegtolla á hvert
ökutæki í Vaðlaheið-
argöngum geti valdið
því að vegfarendur
kjósi frekar að keyra
um Víkurskarð eða
Dalsmynni sem oft hefur lokast
vegna snjóflóða.
Í stað Héðinsfjarðarganga hefðu
fyrrverandi þingmenn Norðurlands
eystra átt að flytja á Alþingi tillögu
um undirbúningsrannsóknir á jarð-
gangagerð undir Víkurskarð. Ekki
er útilokað að veggöng undir skarðið
sem komið hefðu út í Fnjóskadal
hefðu þá orðið styttri en fyrirhuguð
göng undir Vaðlaheiði. Undir Vík-
urskarð hefðu þessi veggöng að öll-
um líkindum verið tekin norðan Mið-
víkurfjalls. Hvort sem göngin koma
undir heiðina eða yrðu tekin utar í
Fnjóskadal verður vetrarsamband á
milli byggðanna öllu öruggara. Hins
vegar styttist vegalengdin sáralítið
milli Eyjafjarðar og byggðanna aust-
an Vaðlaheiðar ef jarðgöngin yrðu
grafin undir Víkurskarð. Að loknum
framkvæmdum við Héðinsfjarð-
argöng sem kostuðu um 12 milljarða
króna og urðu dýrari heldur en talið
var í upphafi verður nú enn erfiðara
að forgangsraða öðrum verkefnum á
hringveginum sem eru meira aðkall-
andi þegar fullyrt er að kostnaðurinn
við gerð Vaðlaheiðarganga geti
stefnt í 10 milljarða kr. Nýja sam-
gönguáætlun þarf að ákveða strax til
þess að hægt verði að forgangsraða
þeim jarðgangaverkefnum sem hefði
átt að ákveða á undan Héðinsfjarðar-
göngum. Má þar nefna Dýrafjarð-
argöng, göng undir Klettsháls,
Bröttubrekku, Siglufjarðarskarð, og
í Suðurkjördæmi undir Reynisfjall.
Ákveðum framkvæmdir við Norð-
fjarðargöng á undan Vaðlaheið-
argöngum. Frestum jarðgangagerð
undir Öxnadalsheiði. Afskrifum há-
lendisveginn endanlega.
Jarðgöng undir
Víkurskarð
Eftir Guðmund
Karl Jónsson
Guðmundur Karl
Jónsson
» Best væri að klára
fjármögnun Hval-
fjarðarganganna áður
en talað verður um að
borga upp tvöföldun
Suðurlandsvegar og
Vesturlandsvegar...
Höfundur er farandverkamaður.
Þann 5. maí næst-
komandi verður kosið
um allt Bretland.
Þingkosningar verða
haldnar í Skotlandi,
Wales og á Norður-
Írlandi, sveitar-
stjórnarkosningar
verða haldnar á Eng-
landi og Norður-
Írlandi, auk þess sem
áhugaverðar kosn-
ingar verða um nýtt
kosningakerfi fyrir bresku kosn-
ingarnar. Skosku kosningarnar í ár
líta út fyrir að verða mjög spenn-
andi líkt og fyrir fjórum árum og
er hugsanlegt að Þjóðernisflokk-
urinn haldi völdum.
Flókið kosningakerfi
Kosningakerfið í Skotlandi er
langt frá því að vera einfalt. Skot-
ar kjósa á fjögurra ára fresti 129
þingmenn á skoska þingið í Ed-
inborg, fyrst gert árið 1999. Hver
kosningabær maður kýs tvisvar
sinnum, fyrst er kosinn þingmaður
og svo flokkur, þingmaðurinn þarf
ekki að tilheyra sama flokknum. Af
129 þingmönnum eru 73 þingmenn
kosnir beinni kosningu í einmenn-
ingskjördæmum en hinir 56 eru
kosnir af listum flokka í hlutfalls-
kosningu. Kosningakerfið í Skot-
landi er ólíkt því breska og er not-
ast við ákveðna útgáfu af
hlutfallskosningakerfi sem kemur í
veg fyrir að flokkur með 40% at-
kvæða geti fengið meirihluta, ólíkt
því sem nú gerist í bresku kosn-
ingunum. Samsteypustjórn er lík-
legasta stjórnarformið og voru
Verkamannaflokkurinn og Frjáls-
lyndir jafnaðarmenn í
stjórn frá 1999-2007.
Kosningarnar 2007
mörkuðu hins vegar
tímamót en síðan þá
hefur minnihluta-
stjórn Þjóðern-
isflokksins verið við
völd en flokkurinn
fékk þá 47 þingmenn
af 129 í kosningunum.
Slakt gengi
Íhaldsins
Íhaldsflokkurinn er
lítill í Skotlandi og
hefur t.a.m. aðeins einn fulltrúa
frá Skotlandi á breska þinginu
þrátt fyrir sigur Íhaldsflokksins í
kosningunum í fyrra. Í kosning-
unum 2001 og 2005 fékk Íhaldið
einnig einn þingmann en árið 1997
var enginn fulltrúi Íhaldsflokksins
frá Skotlandi á breska þinginu.
Flokknum gengur betur á skoska
þinginu en það er að hluta til
vegna þess að kosningakerfið er
öðruvísi, þar er mun meira sam-
ræmi milli atkvæðafjölda og fjölda
þingmanna, ólíkt því sem gerist á
breska þinginu. Íhaldsflokkurinn
hefur ekki alltaf verið svona veikur
í Skotlandi, á sjötta áratugnum
fékk hann um 50% atkvæða, en í
bresku þingkosningunum 2010
fékk hann um 17% atkvæða. Slakt
gengi flokksins í Skotlandi má
rekja að miklu leyti til Thatcher-
tímabilsins en stefnumál hennar
voru mjög óvinsæl og það end-
urspeglast enn í slöku gengi
flokksins þar.
Þjóðernisflokkurinn sækir á
Verkamannaflokkurinn hefur
verið langstærsti flokkurinn í
Skotlandi síðustu áratugi með yfir
40% fylgi. Þrátt fyrir að Gordon
Brown og Verkmannaflokkurinn
hafi misst meirihluta sinn í bresku
þingkosningunum í fyrra, þá hélt
flokkurinn fylgi sínu í Skotlandi og
fékk 41 þingmann af 59 á breska
þingið. Í kosningunum í Skotlandi
2007 fékk Verkamannaflokkurinn
46 þingmenn eða einum færri en
Þjóðernisflokkurinn. Gott gengi
Þjóðernisflokksins þá mátti m.a.
rekja til þreytu Skota á þáverandi
valdhöfum, lítils traust á þeim og
bruðls á almannafé.
Í aðdraganda þessara kosninga
hefur Verkamannaflokkurinn verið
með 10-15% forskot í könnunum.
Frá því í janúar hefur fylgi Verka-
mannaflokksins minnkað en Þjóð-
ernisflokkurinn sótt í sig veðrið og
eru báðir flokkar nú með um 36-
39% fylgi þegar innan við mánuður
er til kosninga. Ástæðurnar fyrir
hrapi Verkamannaflokksins í könn-
unum má að einhverju leyti rekja
til þess að flokkurinn þurfti að
endurskoða stefnuskrá sína þar
sem ekki var búið að áætla kostn-
að við ýmis stefnumál auk þess
sem lítið hefur farið fyrir leiðtoga
flokksins í kosningabaráttunni. Að
mati flestra á leiðtogi Verk-
mannaflokksins lítið í Alex Sal-
mond leiðtoga Þjóðernisflokksins
sem er maður mælskur og mikill
karakter.
Hvernig fara kosningarnar?
Ekki er ljóst eins og staðan er
núna rúmum þremur vikum fyrir
kosningar hvor flokkurinn muni
fara með sigur að hólmi. Það sem
bíður sigurvegarans er einnig
óljóst. Æskilegast væri að ná sam-
an einhvers konar samsteypu-
stjórn en fylgi Íhaldsflokksins og
þá sérstaklega Frjálslyndra
jafnaðarmanna er að öllum lík-
indum ekki nægjanlegt til að búa
til tveggja flokka stjórn. Nýjustu
kannanir gefa til kynna að Verk-
mannaflokkurinn og Þjóðern-
isflokkurinn kunni báðir að bæta
lítillega við sig. Íhaldið stendur
nokkurn veginn í stað en Frjáls-
lyndir jafnaðarmenn munu koma
verst út úr kosningunum. Talið er
að þeir séu að gjalda fyrir sam-
starfið syðra með Íhaldinu og telja
sumir þingmenn flokksins í Skot-
landi að flokkurinn sé orðin hækja
Íhaldsins.
Það er ljóst að Verkamanna-
flokkurinn myndi vilja vinna með
Frjálslyndum en líklegt tap þeirra
gerir þennan kost óraunhæfan.
Slíkt samstarf myndi hugnast
Frjálslyndum og gefa þau skilaboð
að þeir séu ekki fastir í hjóna-
bandi með Íhaldinu á breska
þinginu. Verkamannaflokkurinn og
Íhaldið er ólíkleg stjórn enda er
það stefna Verkamannaflokksins
að forða Skotum frá niðurskurði
Íhaldsins. Stjórn Þjóðernisflokks-
ins og Íhaldsins gæti hugsanlega
gengið en líklegast er þó að ein-
hvers konar minnihlutastjórn haldi
áfram, hvort það verður Verka-
mannaflokkurinn eða Þjóðern-
isflokkurinn kemur í ljós 5. maí.
Spennandi kosningar
framundan
Eftir Pétur Berg
Matthíasson »Hver kosningabær
maður kýs tvisvar
sinnum, fyrst er kosinn
þingmaður og svo flokk-
ur, þingmaðurinn þarf
ekki að tilheyra sama
flokknum.
Pétur Berg
Matthíasson
Höfundur er stjórnmála- og stjórn-
sýslufræðingur, stundaði nám og
starfaði um tíma í Skotlandi.
- nýr auglýsingamiðill
569-1100
finnur@mbl.is