Morgunblaðið - 19.04.2011, Page 4

Morgunblaðið - 19.04.2011, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 2011 Handklæðaofnar og sturtuþil á baðkar VITA handklæðaofn kúptur króm 50x80 cm 13.490 VOTTUÐ GÆÐAVARA KRANAR OG HITASTILLAR FRÁ MARGAR STÆRÐIR Sturtuglerþil á baðkar 6 mm öryggisgler 21.900 Bæjarlind 6, Kópavogi, sími 517 6067. Opið mán. - fös. 10 -18, laugard. 11-16. Hjörtur J. Guðmundsson hjorturjg@mbl.is Samkvæmt upplýsingum frá Sigl- ingastofnun er kostnaður vegna dýpkunar Landeyjahafnar nokkurn veginn á því róli sem gert hafði ver- ið ráð fyrir á þessu ári þrátt fyrir þá erfiðleika sem glímt hefur verið við í þeim efnum frá því síðastliðið sumar. Ástæða þess mun vera sú að gerðar voru vel rúmar kostnaðar- áætlanir vegna dýpkunar hafn- arinnar áður en hún var tekin í notkun. Vonir bundar við 1. maí Frá því um miðjan janúar síðast- liðinn hefur Herjólfur ekki getað siglt inn í Landeyjahöfn þar sem hún er of grunn og þess í stað hefur skipið siglt til Þorlákshafnar. Ítrek- að hefur verið gert ráð fyrir því að ferjan gæti siglt inn á höfnina síðan þá en jafnóðum hefur þurft að fresta því. Vonir standa nú til þess að hægt verði að opna Landeyja- höfn fyrir 1. maí nk. samkvæmt upplýsingum frá Siglingastofnun en alls óvíst er þó hvort þær áætl- anir muni standast. Þá standa vonir einnig til þess að hægt verði að nýta Landeyjahöfn fyrir siglingar Herjólfs með eðlileg- um hætti í sumar en á hinn bóginn er talið að allt eins megi búast við sömu erfiðleikunum næsta haust og tekist hefur verið á við í vetur. Höfnin verið lokuð í þrjá mánuði  Segir kostnað við dýpkun á áætlun Morgunblaðið/RAX Höfn Herjólfur siglir sína fyrstu ferð inn á Landeyjahöfn í júlí. Hjörtur J. Guðmundsson hjorturjg@mbl.is Blásið var til sérstakrar herferðar í gærkvöldi sem ætlað er að hvetja fólk til þess að stunda öruggt kyn- líf og er sértök áhersla lögð í því sambandi á notkun smokksins. Að- standendur herferðarinnar eru fé- lagssamtökin Smokkur – sjálfsögð skynsemi og Ástráður, félag læknanema, auk Íslensku auglýs- ingastofunnar, en hún hefur verið í undirbúningi undanfarin tvö ár. Herferðin er endurgerð á frægri smokkaherferð sem farið var í árið 1986 og hafði það sama að mark- miði. Vitundarvakning Tímabært þótti að endurtaka leikinn að sögn Jóns Þórs Þorleifs- sonar, talsmanns herferðarinnar nú, og minna fólk á að mikilvægi þess að vera á varðbergi gagnvart kynsjúkdómum sé ekki minna í dag en það var fyrir 25 árum. „Markmiðið er fyrst og fremst að vekja fólk til umhugsunar, það benda allar tölur til þess að það sé full þörf á því. Herferðin 1986 tókst vel og hafði mikil áhrif, meðal annars á mig persónulega,“ segir Jón Þór. Yfir eitt hundrað þekktir ein- staklingar hafa lagt herferðinni lið sitt og þar á meðal Ómar Ragn- arsson, Jón Gnarr, Páll Óskar Hjálmtýsson, Hugleikur Dagsson, Felix Bergsson, Dagur B. Eggerts- son, Diddú og dr. Gunni svo fáeinir séu nefndir til sögunnar. Herferðin nú mun líkt og 1986 byggjast á því að veggspjöldum verður dreift víða þar sem lögð er áhersla á boð- skap hennar, meðal annars í skól- um, íþróttamiðstöðvum og á heilsugæslustöðvum. Þá hefur lag Valgeirs Guðjónssonar Vopn og verjur, sem samið var í tilefni af herferðinni fyrir 25 árum, verið endurgert í flutningi Friðriks Dórs. Smokkaherferðin frá 1986 endurtekin  Yfir eitt hundrað þekktir einstaklingar leggja átakinu lið Í fréttatilkynningu frá aðstandendum smokkaherferðarinnar er meðal annars vakin athygli á því að á síðasta ári hafi yfir 2.200 manns greinst með klamydíu á Íslandi og 24 með HIV-smit. Fleiri hafi aldrei verið greindir með HIV-smit hér á landi á einu ári. Mikilvægt sé því að auka fræðslu um mikilvægi öruggs kynlífs. „Eina þekkta vörnin gegn kynsjúkdómum í samlífi fólks þar sem annar einstaklingurinn er smitaður er að nota smokk. Smokkar veita ekki fullkomna vörn gegn öllum kynsjúkdómum en draga þó veru- lega úr smitlíkum. Kynsjúkdómar geta haft alvarlegar afleiðingar á heilsufar fólks, bæði líkamlega og tilfinningalega, sérstaklega ef þeir eru ekki greindir í tæka tíð. Á Íslandi greinast yfir 2.000 manneskjur með kynsjúkdóma ár hvert, en óhætt er að áætla að margfalt fleiri smitist á hverju ári.“ Mikilvægi öruggs kynlífs SMOKKAHERFERÐIN 2011 Morgunblaðið/Ómar Sóttvörn Haraldur Briem sóttvarnalæknir og Gunnlaugur I. Grétarsson, formaður HIV-félagsins, kampakátir. Icelandair áætlar að um 50% fleiri ferðamenn komi til landsins með félaginu í apríl en í sama mánuði í fyrra og um 15% fleiri en 2009. Annars vegar er um aukið flugframboð að ræða ásamt öflugu markaðsstarfi í vetur auk þess sem eld- gosið í Eyjafjallajökli setti strik í komu ferða- manna til landsins á þessum tíma í fyrra. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Ice- landair, segir að aukið flugframboð taki meðal annars mið af því hvað páskarnir eru seint í ár. Margir eigi frí um páskana og fólk noti því tím- ann gjarnan til þess að ferðast. Sem fyrr heilli ís- lenska náttúran erlenda ferðamenn mest og mannlífið í Reykjavík sé alltaf visst aðdráttarafl en veitingastaðir séu opnir sem og ýmis af- þreying. Lögreglan vekur athygli á því að skemmtanir, eins og dansleikir eða einkasamkvæmi á op- inberum veitingastöðum eða á öðrum stöðum sem almenningur hefur aðgang að, eru bannaðar á ákveðnum tíma um bænadaga og páska, þar á meðal frá kl. 24 á skírdag til kl. 24 á föstudaginn langa og frá kl. 03 aðfaranótt páskadags til mið- nættis sama dag. Opinberar sýningar og skemmtanir þar sem happdrætti, bingó eða önn- ur spil fara fram eru líka háðar takmörkunum þessa daga. Lögreglan áréttar að listsýningar, tónleikar, leiksýningar og kvikmyndasýningar eru undanþegnar banni um helgidagafrið á föstudaginn langa. steinthor@mbl.is Ferðamönnum fjölgar um páskana  Aukið sætaframboð og aldrei fleiri með Icelandair í apríl  Afþreying í boði og veitingastaðir opnir en dansleikir á opinberum stöðum bannaðir á ákveðnum tíma um bænadaga og páska Morgunblaðið/Kristinn Ferðamenn í Reykjavík Höfuðborgin hefur upp á margt að bjóða og líka um páskana. Föstudagurinn langi » Föstudagurinn langi er mesti sorgardagur kirkjuársins. Lengi vel voru allar skemmtanir bannaðar þennan dag en á því hefur orðið mikil breyting. » Engin ein skýring er á nafni dagsins en Árni Björnsson seg- ir í Sögu daganna að eðlileg- asta skýringin sé sú að dag- urinn hafi verið langur í lífi Krists samkvæmt píslarsög- unni og endað með langri pínu á krossinum. Önnur skýring er að fyrr á öldum þótti kaþ- ólskum mönnum dagurinn langur eftir föstu í vikur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.