Morgunblaðið - 19.04.2011, Qupperneq 32
32 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 2011
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Einar Snorri hóf hinn 16. apríl sl. að
taka portrettmyndir af fólki gegn
vægu gjaldi fyrir fyrirhugaða ljós-
myndabók og mun halda portrett-
myndatökunum áfram til og með 21.
apríl. Þegar blaðamaður ræddi við
hann í liðinni viku lá ekki fyrir
hversu margar fyrirsæturnar yrðu,
enda var Einar þá um það bil að
hefjast handa við verkefnið. Þátt-
takendur munu fá stórt eintak af
portrettmyndinni auk geisladisks
með völdum römmum úr myndatök-
unni. En hvers vegna fer Einar
þessa óvenjulegu leið, að lýsa eftir
þátttakendum frekar en að velja þá
sjálfur?
„Í rauninni eru þetta bara þeir
sem hafa áhuga. Fólk sem hefur
áhuga á því að fá svona mynd af sér
og eiga. Þetta er náttúrlega mynd
sem fólk fær í stóru eintaki og get-
ur rammað inn og átt,“ segir Einar.
„Það eru allir teknir fyrir á sama
hátt og ég er með smápælingu í
sambandi við það. Þá felst styrkur í
fjöldanum, það væri ágætt að ná
100-200 manns, þá kemur þessi
heild sem hefur þessi áhrif sem ég
er að leitast eftir.“
Burt með egóið
Einar segir myndatökuna ekki
hefðbundna, ekki myndatöku þar
sem fólk komi og sitji fyrir með
þeim hætti sem það sé vant í por-
trettmyndatökum. Fyrirsæturnar
verði berar að ofan og myndin tekin
frá öxlum og upp úr. Myndirnar
verði svarthvítar með gráum bak-
grunni. „Fókusinn er á augunum,
lítil fókusdýpt þannig að þegar þú
horfir á myndina finnurðu votta fyr-
ir uppsprettu þeirrar veru sem
manneskjan er. Ég er að reyna að
ná eins miklu hlutleysi og hægt er.
Venjuleg manneskja er kannski full
af egói eða hugmyndum um sjálfa
sig eða hugmyndum sem aðrir hafa
um hana,“ útskýrir Einar. Hann
vilji komast í gegnum þau mörgu
lög sem búi í hverri manneskju.
„Ég er að reyna að ná þessari
kyrrð sem er þarna á bak við. Þetta
hljómar voða einfalt og er það nátt-
úrlega,“ segir Einar. Ef myndatak-
an væri ókeypis myndi hann líklega
ekki ná til þeirra sem virkilega
vildu taka þátt í svona verkefni. Það
gæti farið úr böndunum. Einar seg-
ist vonast til þess að sem flestir
verði með, þeir sem virkilega vilji
eiga svona mynd af sér og þekki til
hans verka. Með því sé grundvöll-
urinn réttur. „Þetta er tilraun.
Kannski á hún eftir að virka voða
vel eða kannski verður útkom-
an óvænt.“
Þeir sem hafa áhuga á að
nýta sér þetta tækifæri og
láta mynda sig eru
hvattir til að senda
tölvupóst á
krunkproduc-
tions@gmail-
.com. Einnig
má kynna sér
verkefnið á
Facebook með
því að slá inn í leit-
arglugga „Portrait
vika – Einars Snorra“.
Tvær konur Björk og Sigga, myndir sem Einar Snorri tók um miðjan tíunda áratuginn og eru í svipuðum stíl og myndirnar sem hann mun taka næstu daga.
Kyrrðin bak við augun
Ljósmyndarinn Einar Snorri lýsir eftir fólki í portrettmyndatöku Í leit að
einfaldleika og hlutleysi Úrval ljósmyndanna mun enda í ljósmyndabók
Ljósmynd/Einar Snorri
Ljósmynd/Brynjar Snær
Hlutleysi „Ég er að reyna að ná eins miklu hlutleysi og hægt er,“ segir Einar Snorri um portrettmyndir sínar.
Í kvöld kl. 20 verða haldnir
tónleikar á Blúshátíð í Reykjavík
á hótelinu Reykjavík Hilton Nor-
dica. Hinn nýsextugi söngvari
Björgvin Halldórsson mun
spreyta sig á blúsnum auk Páls
Rósinkranz og Blúsmafíunnar.
Blúsmafíuna skipa Þórir Bald-
ursson, Guðmundur Pétursson,
Róbert Þórhallsson, Pálmi Sig-
urhjartarson, Jóhann Hjörleifsson
ásamt blásurum og bakröddum.
Þá mun söngkonan Jóhanna Guð-
rún blúsa með Elvari Erni Frið-
rikssyni og hljómsveit sem sér-
legir ungliðar hátíðarinnar.
Hljómsveitin Ferlegheit kemur
einnig fram og spilar blús.
Morgunblaðið/Eggert
Bo, Páll, Jóhanna og
Elvar Örn blúsa
Nemendur á lokaári í mynd-
listar-, hönnunar- og arkitekt-
úrdeildum Listaháskóla Íslands
afhjúpa útskriftarverk sín undir
lok vikunnar á sýningu í Lista-
safni Reykjavíkur, Hafnarhúsi.
Veislan hefst með tískusýn-
ingu útskriftarnema í fatahönn-
un, fimmtudaginn 21. apríl kl. 20.
Tveimur dögum síðar, 23. apríl,
verður opnuð útskriftarsýning
nemenda í myndlist, hönnun og
arkitektúr, kl. 14.
Sýningunni lýkur 8. maí og
verður hún opin daglega frá kl.
10-17 en á fimmtudögum til kl.
20.
Morgunblaðið/Ómar
Útskriftarsýning LHÍ
opnuð í Hafnarhúsinu
Evróvisjón-spekingurinn Páll
Óskar Hjálmtýsson, mun halda
sitt árlega og gríðarvinsæla Evr-
óvisjón-partí á skemmtistaðnum
Nasa 14. maí, sama kvöld og úr-
slitkeppni Evróvisjón fer fram í
Düsseldorf í Þýskalandi. Auk Páls
munu stíga á svið íslenskar Evr-
óvisjón-stjörnur, þau Stefán Hilm-
arsson, Eyjólfur Kristjánsson,
Selma Björns, Sigga Beinteins, Jó-
hanna Guðrún, Helga Möller, Hera
Björk og Sigrún Eva Ármans-
dóttir.
Morgunblaðið/Kristinn
Stebbi, Eyfi, Sigga,
o.fl. í teiti Palla
Einar Snorri er margreyndur ljós-
myndari og hefur komið að gerð
fjölda tónlistarmyndbanda, aug-
lýsinga og stuttmynda. Hann leik-
stýrði m.a. stuttmynd fyrir Live
Earth-tónleikana sem voru haldnir
víða um heim í júlí árið 2007 og
tónlistarmyndbandi við lagið „Day
Sleeper“ með hljómsveitinni
R.E.M. sem hann gerði með fé-
laga sínum í fyrirtækinu
Snorri Bros., Eiði Snorra.
„Ég hef alltaf verið að
taka myndir en ekki beint
eins og fyrstu árin, frá 1991-
2000, eða þar um bil. Þá var
ég meira að taka myndir af alls
konar hljómsveitum og listafólki
fyrir tímarit,“ segir Einar. Einar
átti lengi samstarf við Eið Snorra
og vakti dúóið Eiður og Einar
Snorri býsna mikla athygli á sín-
um tíma, á árunum 1991-1995,
fyrir ljósmyndir sínar og blaða-
útgáfu. Félagarnir gáfu út Extra-
blaðið og tímaritið Hamingju en
þau fjölluðu um listir og menn-
ingu og var ætlað að höfða til
ungs fólks.
Einar hefur starfað bæði í New
York og Berlín til fjölda ára og í
Berlín vann hann m.a. að stutt-
mynd fyrir myndlistarmanninn
Ólaf Elíasson, tók hana og klippti,
á síðasta ári. „Maður er opinn í
allar áttir,“ segir Einar kíminn.
R.E.M., Live Earth og Ólafur
FJÖLBREYTTUR FERILL
Ólafur Elíasson