Morgunblaðið - 19.04.2011, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 19.04.2011, Qupperneq 36
ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 109. DAGUR ÁRSINS 2011 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Einar Bárðar laminn í klessu 2. „Undrabarnið“ í forsætis… 3. 200 króna veggjald 4. Leikskólar opnaðir á sunnudegi »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Leikhópurinn Vesturport tók við Evrópsku leiklistarverðlaununum í Pétursborg í fyrradag. Gísli Örn Garð- arsson ræddi við Morgunblaðið um athöfnina og næstu verkefni þessa farsæla leikhóps. »33 Allt að gerast hjá Vesturporti  Íslensku sveit- irnar Severed Crotch og Gone Postal eiga hvor sitt lagið á nýrri safnplötu bresku útgáfunnar Grin- dethic Records. Ásamt sveitum eins og Hate Divi- sion, Zombified og Splattered Entr- ails. Gaman að því! Íslenskt dauðarokk á breskri plötu  Ása Richardsdóttir, forseti Leiklist- arsambands Íslands, setti eftirfar- andi á fésbókarsíðu sína í gær: „Vest- urport fékk Evrópsku leiklistar- verðlaunin, Jónsi Norrænu tónlistarverðlaunin, Gyrðir Norrænu bókmenntaverðlaunin og nú er iphone-leikurinn með Maxímús Músíkús tilnefndur til Nor- rænu leikjaverð- launanna. Menn- ing og skapandi greinar mjög sterk útflutn- ingsvara – hug- um alvarlega að því!“ Menning sterk út- flutningsvara Á miðvikudag SV 8-13 m/s og rigning eða slydda. Hiti 2 til 10 stig, hlýjast A-til, en frystir víða um kvöldið. Á fimmtudag og föstudag Sunnan 8-15 m/s og rigning, en yf- irleitt þurrt á norðaustanverðu landinu. Hiti víða 6 til 12 stig. VEÐUR Deildarmeistarar Akureyrar og FH-ingar leiða saman hesta sína í úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik karla. Það varð ljóst eftir að liðin lögðu HK og Fram í odda- leikjum í undanúrslitum á Akureyri og í Hafnarfirði í gærkvöldi. Úrslitarimman um titilinn hefst á þriðjudaginn eftir viku í Íþróttahöllinni á Ak- ureyri. »2-3 Akureyri og FH mætast í úrslitum „Við vorum að grínast með það að kannski þurfum við að mála grænar línur á vellina og spila með rauða bolta. Ég verð hins vegar að segja al- veg eins og er að ég veit ekki hvort það sé æskilegt að spila hérna í byrj- un maí,“ segir Frank Pétur Hall, vall- arstjóri í Víkinni, sem er einn þeirra valla sem til stend- ur að spila í fyrstu umferð Pepsi-deildar hinn 2. maí. Út- tekt er á stöðu vall- anna í deild- inni í Morg- unblað- inu í dag. »4 „Þurfum við að mála grænar línur?“ Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr GKG, heldur í dag utan til Bandaríkj- anna þar sem hann verður við æfing- ar næstu tvær vikurnar. Birgir komst á þriðja stig úrtökumótsins fyrir Evr- ópumótaröðina síðasta haust og öðl- aðist þar með þátttökurétt á Áskor- endamótaröðinni. Birgir stefnir að því að spila eins mikið á þeirri móta- röð í sumar og hægt er. » 1 Birgir Leifur á leið til Flórída í æfingabúðir ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Það getur verið dauðans alvara að greinast með krabbamein, að ekki sé talað um sjö sinnum, en banda- ríska konan Mary Schnack lætur það ekki á sig fá, heldur heldur áfram að lifa þýðingarmiklu lífi og leggur áherslu á að aðstoða og hjálpa konum í atvinnurekstri víða um heim. Mary Schnack er tæplega 55 ára. Fyrir um 15 árum greindist hún með þvagfærakrabbamein (e. ut- erine cancer) og þótt læknar teldu að þeir hefðu náð að fjarlægja mein- ið hefur hún alls greinst sjö sinnum með krabbamein og var síðast í upp- skurði í janúar sem leið. Önnum kafin „Að greinast aftur og aftur og aft- ur … að lifa með krabbameini“ var yfirskrift ráðstefnu sem Krabba- meinsfélag Íslands hélt í gær, en þar greindi Mary Schnack frá bar- áttu sinni við sjúkdóminn. „Ég hef verið í stöðugum rannsóknum og sjö uppskurðum í 15 ár en hef stjórnað tveimur fyrirtækjum á sama tíma, ferðast um heiminn og alið upp fatl- aða dóttur,“ segir hún. Hún segist hafa bjartsýnina að leiðarljósi, þetta sé það líf sem sér hafi verið gefið og hún ætli ekki að eyða því í rúminu, þótt hún hafi greinst með krabba- mein. „Ég hef ekki tíma til þess því ég hef svo mikið að gera,“ segir hún. Mary var í óskyldri aðgerð þeg- ar krabbameinið kom í ljós. Hún segir að það hafi komið sér í opna skjöldu og hún hafi orðið mjög hrædd. Dóttir hennar hafi verið 13 ára og þetta hafi verið mikið áfall fyrir þær mæðg- ur. En hún hafi strax snúið vörn í sókn og einbeitt sér að því sem hún gæti gert frekar en að láta lífið snúast um krabbameinið. Því hafi hún haldið áfram að ferðast um heiminn og aðstoða við að ýta undir konur í atvinnurekstri. „Að gefa af sér skiptir miklu máli,“ segir hún. Mary segir að hún hafi ekki verið líkleg til stórræða í janúar og febr- úar eftir síðasta uppskurð en annars láti hún sjúkdóminn helst ekki trufla sig. Samt sé stundum erfitt að láta hlutina ganga upp og hún hafi aldrei verið eins langt niðri og í byrjun líð- andi árs. „Það komu stundir þar sem ég vildi helst öskra og hætta þessari baráttu, en ég er enn hér og ég vil áfram lifa þýðingarmiklu lífi.“ Hún segir mikilvægt að vera í jafn- vægi og byggja upp stuðningslið. „Stuðningurinn skiptir öllu í þessari baráttu.“ Bjartsýni og stuðningur  Hefur greinst sjö sinnum með krabbamein Morgunblaðið/Kristinn Jákvæð Bandaríska konan Mary Schnack er í fjórðu heimsókn sinni til Íslands og á hún hér góða vini. Fyrir um ári stofnuðu Rúna Magnúsdóttir og Bjarney Lúð- víksdóttir alþjóðlega þjálf- unarstofu, Brandit, og er Mary Schnack hluti af teym- inu og vinnur með þeim að því að koma konum og fyrir- tækjum þeirra á framfæri erlendis. Konurnar fá þjálfun í framtíðarsýn, að- stoð við að styrkja vöru- merki þeirra og gerð eru kynningarmyndbönd sem dreift er til kvenna í atvinnurekstri í yfir 70 löndum í gegnum alþjóðlegan tengslavef athafnakvenna (Con- nected-Women.com) sem Rúna stofnaði fyrir um fjórum árum. Um helgina tóku 16 konur frá 14 er- lendum og innlendum fyrir- tækjum, m.a. varaforseti félags kvenna í atvinnurekstri í Perú, þátt í þjálfunarstofunni og var Mary Schnack þar með fyrirlestur. Kemur þeim á framfæri KONUR Í ATVINNUREKSTRI Rúna Magnúsdóttir SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan 2-7 m/s en suðaustan 8-13 í kvöld og rigning eða slydda á Suður- og Vesturlandi. Hiti víða 0 til 5 stig.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.