Morgunblaðið - 19.04.2011, Side 7
FRÉTTIR 7Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 2011
ERU EINS
Engir tve
ir einsta
klingar e
ru nákvæ
mlega e
ins. Þett
a skiljum
við hjá V
erði og þ
ess vegn
a viljum
við kynn
ast
viðskipta
vinum o
kkar bet
ur. Við læ
rum að þ
ekkja þá
svo að þ
eir fái ör
ugglega
þá þjónu
stu sem
þeim he
ntar.
Við viljum
sjá til þe
ss að þú
sért með
réttu try
ggingarn
ar, hvort
sem um
er að ræ
ða líf- og
heilsutry
ggingu,
trygging
u fyrir h
úsið, bíl
inn eða
fyrirtæki
ð.
VIÐ VILJ
UM KYN
NAST ÞÉ
R BETUR
STANGVEIÐI
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
„Ég dáðist að því hvað strákarnir
sýndu mikla þrautsegju og þeir voru
ótrúlega seigir við að kasta flugunni í
fyrsta skipti,“ segir Róbert Haralds-
son, kennari við Grunnskóla Fjalla-
byggðar. Hann hélt í síðustu viku til
veiða í Litluá í Kelduhverfi ásamt níu
nemendum úr níunda bekk skólans
sem höfðu tekið fluguhnýtingar sem
valfag í vetur og stundað það af svo
miklu kappi að ákveðið var að fara
með þá í vorveiðiferð.
„Ég er áhugamaður um veiði en
hafði ekki heldur farið í vorveiði
þannig að þetta var mikil upplifun
fyrir okkur alla,“ segir Róbert. Hann
segir að hópurinn hafi gist í Keldunesi
við Litluá og móttökurnar verið frá-
bærar. Sturla bóndi sýndi þeim hvar
væri vænlegt til árangurs. „Við náð-
um alls 19 fiskum, mest staðbundnum
urriðum og sá stærsti var 73 cm,“ seg-
ir hann. Nokkrir strákanna fengu
sína fyrstu flugufiska á flugur sem
þeir höfðu sjálfir hnýtt en annars
voru allskyns nobblerar öflugastir.
„Þegar tók að kvölda datt fiskurinn
í tökustuð og þá settum við nokkrir
hinna reyndari í fiska sem strákarnir
lönduðu. Það skemmtu sér allir kon-
unglega,“ segir Róbert og bætir við
að Stangaveiðifélag Siglufjarðar
hyggist halda kastnámskeið í sumar
sem búast megi við að hinir ungu
hnýtarar sæki.
„Við verður að halda áfram að
bjóða upp á fluguhnýtingar í vali,
þetta tókst svo vel,“ segir hann.
SVFR selur leyfin í Elliðavatn
Á morgun, 20. apríl, hefst stang-
veiðitímabilið í Elliðavatni. Margir
veiðimenn líta svo á að þegar Elliða-
vatn er opnað, þá hefjist veiðitímabil-
ið. Yfirleitt hefur veiðin hafist þar 1.
maí en í fyrra var breytt til og byrjað
mánuði fyrr. Veiðifélag Elliðavatns
ákvað nú að hefja veiðina 20. apríl, svo
hægt væri að veiða um páskana.
Fyrirkomulagi við sölu veiðileyf-
anna hefur verið breytt. Hingað til
hafa veiðimenn þurft að banka upp á í
Kríunesi og á Elliðavatnsbænum en
nú hefur verið samið við SVFR um að
annast sölu leyfanna. Bæði er hægt
að nálgast leyfi á skrifstofu félagsins
og í vefversluninni. Verð veiðileyfa er
sama og í fyrra, kr. 1.200, en kr.
13.500 fyrir sumarkort.
„Þetta var mikil upplif-
un fyrir okkur alla“
Lukkulegur Einn nemandinn hampar fallegum urriða sem hann veiddi.
Nemendur lærðu
að hnýta flugur og
héldu í veiðiferð
Umbunað fyrir iðjusemi
» Nemendur úr Fjallabyggð
lönduðu margir fyrstu flugu-
fiskum sínum í Litluá. Þeir
héldu í veiðiferð eftir að hafa
valið að læra að hnýta flugur.
» Elliðavatn verður opnað
veiðimönnum á morgun; nýtt
fyrirkomulag verður á sölu
veiðileyfanna.
Mývatnssveit | Fjörutíu göngu-
menn og -konur létu sig nýverið
ekki muna um að ganga í Orku-
göngunni, sem er um 60 km skíða-
ganga frá Kröflu til Húsavíkur. Á
meðal þeirra var hópur starfs-
manna Vélsmiðjunnar Gríms á
Húsavík, sex menn sem saman hafa
æft skíðagöngu nú í vetur. Um eft-
irlit sá björgunarsveitin Garðar á
Húsavík og sá hún einnig um að
manna 2-3 stöðvar á leiðinni þar
sem drykkjarföng og meðlæti voru
í boði fyrir göngugarpana.
Vélsmiðjan Grímur er ekki stór
vinnustaður á landsmælikvarða en
mikilvægur í dreifbýlinu. Þar vinna
fimmtán manns. Vinnustaðurinn
þeirra þjónustar Húsavíkursvæðið
og einnig háhitasvæðin á Þeista-
reykjum, Kröflu og í Bjarnarflagi,
en Orkugangan er einmitt tengd
þeim svæðum. Auk góðrar þátttöku
í Orkugöngunni gengu fjölmargir á
göngusvæði Húsvíkinga styttri
vegalengdir sama dag. Þannig voru
ríflega 100 manns víðsvegar að af
landinu í kappgöngu á frábæru
skíðasvæði Húsvíkinga á Reykja-
heiði.
Morgunblaðið/Birkir Fanndal
Upphafið Framar eru: Heiðar Sigvaldason og Þórir Gunnarsson. Aftar: Sig-
urður Ólafsson, Jósep Sigurðsson, Helgi Kristjánsson, Ásgeir Kristjánsson.
Fjörutíu saman í
sextíu km göngu
Gengu frá Kröflu til Húsavíkur