Morgunblaðið - 19.04.2011, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.04.2011, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 2011 ENGIR TVEIRÍSLENSK A /S IA .I S /V O R 53 52 5 04 /1 1 Kristján Jónsson kjon@mbl.is Hvorki gengur né rekur í deilunni um fjárframlögin til heimilis fatl- aðra, Sólheima í Grímsnesi, heimilið fær nú fé til rekstrarins einn mánuð í senn. Ekki hafa tekist samningar við sveitarfélagið Árborg sem held- ur utan um málið fyrir þau 13 sveit- arfélög á Suðurlandi sem tóku við um áramótin. Þá hurfu málefni fatl- aðra með lagabreytingu úr umsjá ríkisvaldsins til sveitarfélaganna. Guðmundur Ármann Pétursson, framkvæmdastjóri Sólheima, segir að samningaþófið við ríkið og nú fulltrúa Árborgar hafi staðið í nokkra mánuði en árangur verið lít- ill sem enginn. Fram hefur komið hjá Árborg að Sólheimum hafi verið boðið að fá þær 275 milljónir króna sem ríkið hafði ákveðið að færu til rekstrarins á þessu ári, sama fjár- hæð og í fyrra. En er ekki eðlilegast að Sólheimar taki því boði til að minnka óvissuna og tryggja að reksturinn haldist óbreyttur? „Það sem Ásta Stefánsdóttir [framkvæmdastjóri Árborgar] segir er rétt,“ svarar Guðmundur. „Ár- borg fær tékka upp á 275 milljónir til þess að það sé hægt að veita þjón- ustu á Sólheimum. Vandinn er að upphæðin sem Sólheimum er ætluð er of lág vegna þess að hún miðast við þjónustuþörf íbúa Sólheima eins og hún var árið 2002. Við gerðum kröfu um að þetta yrði leiðrétt áður en yfirfærsla mál- efna fatlaðra til ríkisins færi fram. Gera yrði nýtt þjónustumat á þeim einstaklingum sem hér eru og greiða síðan í samræmi við það. Við börðumst fyrir þessu eins og við gátum en höfðum ekki erindi sem erfiði.“ Ekkert þjónustumat frá 2002 Guðmundur segir að samkvæmt lögum eigi að gera þjónustumat af þessu tagi á hverju ári en það hafi lengi verið trassað. Ekki er ljóst hvaða breytingar slíkt mat myndi hafa í för með sér enda margt gerst síðan 2002. Krónan hefur fallið en einnig verður að geta þess að hvar- vetna hefur verið skorið harkalega niður í opinberri þjónustu. Guðmundur Ármann segist að- spurður ekki kvarta undan því að Sólheimar verði fyrir sama niðurskurði og aðrar stofn- anir. En árið 2009 hafi fjár- framlög ríkisins til heim- ilisins af einhverjum ástæðum verið skert auka- lega um 11 milljónir króna. Sólheimadeila enn í hnút  Framkvæmdastjórinn segir framlög of lág og miðuð við gamalt þjónustumat  Býðst sama fjárhæð og heimilið fékk í fyrra þegar mál fatlaðra voru undir ríkinu Morgunblaðið/ÞÖK Heimilið Um 40 vistmenn eru nú á Sólheimum og starfsemin fjölbreytt. Guðbjartur Hannesson velferð- arráðherra segir að Sólheimar hafi lengi notið og njóti enn virðingar fyrir það starf sem þar sé unnið. En deilan um framlögin eigi sér djúpar rætur. Nú sé Alþingi búið að ákveða að málefni fatlaðra skuli fram- vegis vera á forsjá sveitarfélag- anna og hann muni því ekki skipta sér af deilunni að svo komnu máli. Ekki hafi verið neinn stuðn- ingur við það á þingi að taka Sólheima út fyrir sviga en ráða- menn heimilisins segja að að- stæður þess séu sérstakar, t.d. sé þorri skjólstæðinganna frá svæðum utan Suðurlands. „Engin stofnun vinnur nú eftir þjónustumatinu frá 2002 en nú er búið að vinna nýtt fyrir flestar stofnanir í landinu. Samkomulag er um að það taki gildi um næstu ára- mót, þá verði það lagt til grundvallar.“ Nýtt mat fyr- ir árið 2012 DEILA MEÐ DJÚPAR RÆTUR Kajakræðararnir Riaan Manser og Dan Skinstad ætla að freista þess í dag að róa fyrir Font á Langanesi, að sögn Bradleys Loubsers, sem stýrir leiðangrinum á landi. Þeir fé- lagar tóku land í Skoruvík á Langa- nesi fyrir nokkrum dögum en hafa verið veðurtepptir síðan enda er ekki gáfulegt að róa kajökum fyrir Fontinn nema veður sé skaplegt. Á meðan hafa þeir dvalið á Þórshöfn og hefur væntanlega ekki væst um þá. Straumar við Fontinn eru afar stríðir og ef öldugangur bætist við getur sjórinn orðið eins og í suðu- potti. runarp@mbl.is Róa Þeir róa tvöföldum opnum kajak. Ætla á kajaknum fyrir Font í dag Héðinn Steingrímsson hélt áfram sigurgöngu sinni í landsliðsflokki Íslandsmótsins í skák sem fram fer á Eiðum. Í fjórðu umferð, sem fram fór í gær, vann hann öruggan sigur á Jóni Árna Halldórssyni. Héðinn hefur fullt hús. Henrik Danielsen og Bragi Þor- finnsson koma í humátt á eftir með þrjá og hálfan vinning. Bragi vann Stefán Kristjánsson í fjörugri skák þar sem Stefán fórnaði manni í fjórða leik og Róbert Lagerman stöðvaði sigurgöngu Henriks Dani- elsens en þeir gerðu jafntefli. Þröstur Þórhallsson vann Guðmund Gíslason en Ingvar Þór Jóhannesson og Guðmundur Kjartansson gerðu jafntefli. Héðinn með fullt hús

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.