Morgunblaðið - 19.04.2011, Page 16

Morgunblaðið - 19.04.2011, Page 16
Fréttir affundumSteingríms J. og Árna Páls vestra líta helst út eins og fréttamenn hafi dottið inn á forsýningu í fjarstæðu- leikhúsi. Þeir félagar höfðu gengið hart fram í hræðslu- áróðrinum fyrir þjóðar- atkvæðið og nú hafa þeir sett á svið leiksýningu til að skýra hvers vegna illspárnar rættust ekki. Og endirinn er sannar- lega óvæntur. Það var sem sé vegna þess að heimsenda- spámennirnir sjálfir komu í veg fyrir að hræðsluáróðurinn rættist! Kannski átti Moody’s að lækka Ísland í mati strax eftir Icesave-úrslitin. Ekki vegna þess að betra væri fyrir Ís- land að sitja uppi með stórauk- inn skuldaklafa og mikla og óvissa ábyrgð. Heldur vegna þess hvernig þeir vesturfarar höfðu talað niður hagsmuni Ís- lands ásamt forsætisráð- herranum sjálfum. En Jó- hanna hafði sagt við umheiminn að segði þjóðin Nei myndi leiða af þeirri niður- stöðu „stjórnmálalegt og efna- hagslegt öngþveiti“. Mats- fyrirtæki hljóta að lækka lönd sem í slíku lenda. Reyna að tala sig út úr fyrra fleipri}Fáránleikur færður upp FRÉTTASKÝRING Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is V íða um heim skerða rík- isstjórnir í auknum mæli aðgengi þegna sinna að internetinu, samhliða því sem notk- un þess verður útbreiddari. Atburðir undanfarinna mánaða í Mið- Austurlöndum hafa sýnt fram á mik- ilvægi internetsins í skipulagningu mótmæla, og líklegt að stjórnvöld annars staðar íhugi til hvaða ráða sé hægt að grípa til þess að stemma stigu við slíkri þróun heima fyrir. Bandaríska hugveitan Freedom House sendi í gær frá sér skýrslu um frelsi á netinu, en hún byggist á ít- arlegum samanburði á stöðu mála í 37 löndum. Í fyrri rannsókn voru 15 lönd skoðuð, en af þeim hefur frelsi netverja minnkað í níu. Kínverjar fremstir í flokki Í mjög grófum dráttum má skipta því efni sem reynt er að hamla aðgangi að. Annars vegar „ósiðlegt“ efni á borð við fjárhættuspil, klám og stolin hugverk – hugbúnað, tónlist, kvikmyndir og svo framvegis. Hins vegar færist það stöðugt í vöxt að að- gengi að efni sem á einn eða annan hátt tengist stjórnmálum sé skert. Einfaldasta leiðin til þess er einfald- lega að loka aðgangi að síðunni, með milligöngu internetþjónustaðila sem notast við „svartan lista“ frá stjórn- völdum yfir óæskilegt efni. Þessi að- ferð er býsna útbreidd, en sum lönd eru lengra komin í ritskoðun sinni. Kínverjar eru öllum þjóðum fremri hvað tæknilega fágun ritskoð- unarinnar varðar. Í stað þess að loka algjörlega fyrir viðkvæmt efni er það þess í stað síað jafnóðum. Íranar og Túnisar hafa fært sig upp á skaftið í þessum efnum og standa Kínverjum ekki langt að baki. Af öðrum löndum á listanum yf- ir þau sem hefta aðgang að netinu kemur ekki á óvart að sjá lönd á borð við Búrma, Kúbu og Sádi-Arabíu. Hins vegar eru tvö lönd þar einnig ofarlega á lista, sem skera sig úr fyr- ir það að búa við fulltrúalýðræði – Tyrkland og Suður-Kórea. Þeir síð- arnefndu hafa markvisst lokað á vef- síður sem fjalla um Norður-Kóreu. Tyrkir lokuðu fyrir myndskeiðavef- inn YouTube í tvö og hálft ár. Þrátt fyrir það var síðan sú áttunda vin- sælasta í Tyrklandi, og bannið því lít- ið haft að segja. Svipaða sögu er að segja af Víetnömum. Þar tvöfaldaðist fjöldi notenda samskiptavefjarins Facebook þrátt fyrir að heita ætti að síðan væri lokuð. Rannsókn Freedom House leið- ir það í ljós að netnotendur eru klók- ari en svo að tæknilega einfaldar lok- anir dugi til að halda þeim frá „óæskilegu“ efni. Kínverjar hafa náð bestum árangri í þeirri baráttu. Einfalt að taka úr sambandi Telji ritskoðunarþenkjandi stjórnvöld síun eða lokun ákveðinna vefsvæða ekki duga til geta þau grip- ið til þess að ráðs að taka internetið úr sambandi – bókstaflega. Þegar mótmælin í Egyptalandi stóðu sem hæst fyrir fáeinum vikum gerðu stjórnvöld nákvæmlega það. Á innan við klukkustund var lokað á að- gang 88% notenda að net- inu. Á síðari hluta ársins 2009 og framan af 2010 lok- uðu kínversk stjórnvöld á tengingu íbúa Xinjiang- héraðs við umheiminn og írönsk stjórnvöld hægðu á netumferð sumarið 2009, þegar mótmælin þar stóðu sem hæst. Í kjölfarið gat tekið allt að klukkustund að hlaða einni ljósmynd inn á vef- inn og sömuleiðis óratíma að opna vefsíður. Stjórnvöld herða tök- in á internetaðgangi Reuters Kalt Litlir kærleikar eru á milli Google og kínverskra stjórnvalda. Í fyrra sökuðu talsmenn leitarfyrirtækisins Kínverja um árásir á vefþjóna sína. 16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Sigur flokks„SannraFinna“ í þingkosningum í Finnlandi vekur athygli. Stjórn- málalegur rétt- trúnaður á frétta- stofum gerir mönnum erfitt fyrir. Í útvarpi var fyrst jafnan talað um öfgasinnaðan hægriflokk, nokkru síðar var það hinn umdeildi flokkur og í gær óánægjuflokkurinn. Allt er þetta vafasamt. Það var ekki hinn hefð- bundni hægri flokkur sem tapaði mestu vegna sóknar Sannra Finna. Það var Mið- flokkurinn. Og jafnaðarmenn sem voru stærsti stjórn- arandstöðuflokkurinn tapaði líka þrátt fyrir það. Hægri- flokkurinn, Þjóðarflokkurinn sem svo er nefndur, tapaði minnstu af stóru flokkunum og er orðinn stærstur finnskra stjórnmálaflokka, þótt sáralitlu muni á þrem þeim stærstu. En finnskri hefð samkvæmt er gert ráð fyrir að honum verði ætlað forsætisráðuneytið vegna stærðar þótt litlu muni. Í Danmörku, Noregi og Svíþjóð er „hefðin“ á hinn bóginn sú að „óumdeildu flokkarnir“ sameinast um að halda „óánægjuflokkum“ ut- an stjórnarráðsins, hversu mikinn stuðning sem þeir hljóta í kosningum. Þar ættu að vakna spurningar um lýð- ræðisleg sjónarmið og virð- ingu fyrir kjósendum. Þjóðarflokkurinn í Finn- landi hefur sagt að hann vilji ekki útiloka stjórnarsam- vinnu við neinn og Jafn- aðarmannaflokkurinn telur að Sannir Finnar eigi að fá aðild að ríkisstjórn. Engum dettur væntanlega í hug að frambjóðendur eða kjós- endur Sannra Finna séu endilega sannari en aðrir Finnar. Nöfn á flokkum eða framboðum segja sjaldnast alla söguna og síst ef þau eru mjög háreist og algild. En sigur flokksins sýnir óumdeil- anlega nýjar áherslur finnskra kjósenda um þessar mundir. Og aðrir flokkar þar í landi virðast hafa þann stjórnmálalega þroska að vilja að þau áhrif skili sér lengra en í kjörkass- ann einan. Það veldur nokkr- um óróa í Brussel og Berlín. Finnar hafa hingað til þótt þægastir allra í taumi komm- issara ESB. Það kynni nú að breytast eitthvað. Verði sú raunin gæti það flækst nokk- uð fyrir Evrópusambandinu á leið þess við að varðveita veiklaða evruna með láns- framlögum til þeirra ríkja sem eru í vandræðum og geta ekki leyst þau innan sameiginlegrar myntar. En þótt óttinn við þetta sé bersýnilega nokkur er und- irliggjandi ótti annar og kannski meiri. Í sumum stór- ríkjum Evrópu, svo sem hjá dráttarklár evrunnar sjálf- um, Þýskalandi, eru vaxandi efasemdir um sameiginlegu myntina. Þær hafa raunar lengi verið töluverðar en ekki fengið viðnám eða útrás vegna þess að „óumdeildu flokkarnir“ þar í landi hafa sameinast um stóra sannleik- ann eina. Þeir hafa sameig- inlega lyft tilveru evrunnar upp fyrir og út fyrir um- ræðuna. En undir hefur kraumað. Finnsku kosningarnar gætu ýtt undir að hin mikla óánægja fengi senn stjórn- málalega útrás í kosningum í Þýskalandi. Það er áhyggju- efnið. Fjölmiðlar hafa líkt kosningunum í Finnlandi við pólitískan jarðskjálfta í Evr- ópu. Og sem slíkur hefur hann vissulega sést vel á jarðskjálftamælum. En ef sprungan í Þýskalandi opn- aðist óvænt er ekki víst að burðarvirki evrunnar myndi hafa styrk til að standast það. Sigur Sannra Finna hefur ýtt óþægilega við þjóðaleiðtogum í Evrópu} Sigur Sannra Finna Þ að hefur verið ánægjulegt að sjá ís- lensku þjóðina vakna til lífsins. Með því að segja nei í þjóðar- atkvæðagreiðslunni fyrir rúmri viku lýsti hún yfir því, fyrst þjóða í heiminum, að hún myndi ekki borga skuldir annarra. Skattgreiðendur bæru ekki ábyrgð á fjárglæfrum banka og innstæðueigenda sem hefðu tekið þá áhættu að leggja fé sitt inn á hávaxtareikninga. Þessi yfirlýsing þjóðarinnar markaði tíma- mót. Ekki bara hér á landi því hún endurómar víða um lönd. Evrópusambandið og Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn sækja nú fast að skuldum einkabanka verði snarað um háls skattgreið- enda á Írlandi, Portúgal og Grikklandi. Þess- ar dæmalausu stofnanir hafa að miklu leyti haft erindi sem erfiði, í krafti stærðar sinnar og ósvífni. Írska ríkið tók yfir skuldbindingar gjaldþrota bankakerfis, það gríska tók himinhátt lán sem það mun líklega ekki ráða við og nú er rætt um svipaðan gjörning í Portúgal. Nokkur von er til þess að almenningur í þess- um löndum líti til atburðarásarinnar hér á landi og segi hátt og snjallt „Hingað og ekki lengra. Við borgum ekki skuldir fjárglæframanna.“ Þessi prinsipafstaða meirihluta Íslendinga á sér þannig varla fordæmi í mannkynssögunni. Hún leiðir líka í ljós að flestir Íslendingar eru alfarið andsnúnir ábyrgð íslenska ríkisins á innistæðum í hinum nýju ís- lensku bönkum. Ef þeir eru samkvæmir sjálfum sér. Íslenskir ráðamenn hafa lýst því yfir að ríkið ábyrgist 1.450 milljarða króna innistæð- ur í Íslandsbanka, Landsbanka og Arion banka. Þannig taka skattgreiðendur ábyrgð á gríðarlegum lántökum eigenda bankanna, sem eru að mestu erlendir lánardrottnar í til- felli Íslandsbanka og Arion og íslenska ríkið í tilfelli Landsbanka. Fyrir hrunið veltu fáir fyrir sér hvort ríkis- ábyrgð væri á Icesave-innistæðum Breta og Hollendinga í Landsbankanum. Slíkt álitamál var frekar óáþreifanlegt. Ef ríkið bar ábyrgð á þessari lántöku íslensks banka erlendis var það skuldbinding sem ekki hafði reynt á og óljóst var hvort reyndi nokkurn tímann á. Á sama hátt er ríkisábyrgð (þótt hún bygg- ist einungis á yfirlýsingum ráðamanna og sé því ekki í gildi lögum samkvæmt) á 1.450 milljarða innlánum viðskiptabankanna núna fremur óá- þreifanlegt vandamál. Hún skaðar engan eins og er og alls er óvíst hvort á hana reynir nokkru sinni. En eins og við vitum geta skjótt skipast veður í lofti þegar fjármála- fyrirtæki eru annars vegar. Óhlutbundin vandamál geta skyndilega orðið mjög áþreifanleg. Þess vegna hljóta þeir, sem hökuðu við nei í atkvæða- greiðslunni um daginn, að krefjast þess að öll ábyrgð skattgreiðenda á skuldbindingum einkafyrirtækja verði afnumin, ekki seinna en strax. Annað væri merki um tví- skinnung. ivarpall@mbl.is Ívar Páll Jónsson Pistill Segjum líka nei á Íslandi STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Af löndunum 37 sem rannsóknin náði til reyndist frelsi netverja mest í Eistlandi. Bandaríkin koma næst á eftir, og þá Þýska- land og Austurríki. Ísland er ekki með á listanum. Á botni listans eru lönd sem ekki hafa verið þekkt fyrir frjáls- lynt stjórnarfar. Neðsta sætið vermir Íran, en á mælikvarða Freedom House er lítill munur á því landi og Búrma og Kúbu, sem eru sjónarmun ofar á blaði. Kín- verjar eru í fjórða neðsta sæti. Mælikvarðinn sem liggur til grundvallar listanum tek- ur mið af aðgengi að int- ernetinu yfir höfuð, tak- mörkunum á því efni sem hægt er að nálgast, og loks réttindum netnot- enda, til að mynda til frið- helgi einkalífs. Mest frelsi í Eistlandi NETFRELSI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.