Morgunblaðið - 19.04.2011, Blaðsíða 21
minnst. Hún hafði sinn eigin stíl,
bar sig vel og naut sín í fjöl-
menni, en átti líka sínar stundir
með fjölskyldu sinni, góð móðir
og amma og mikil húsfreyja.
Halldóra og Jóhann Gunnar
voru farsæl í sínu einkalífi, einn
hugur með tvo sjálfstæða vilja.
Þau voru vinmörg og höfðingjar
heim að sækja. Þau áttu fallegt
heimili, prýtt fjölda málverka og
fagurra muna, sem bar vitni um
listasmekk húsmóðurinnar. Og
það fylgdi henni til hinstu stund-
ar að vilja hafa fallegt í kringum
sig. Við Kristrún heimsóttum
hana í Hlíð. Þar fór vel um hana í
litlu, snotru herbergi, málverk
upp um alla veggi og ljóðabækur
í litlu bókahillunni. Þar leið okk-
ur vel og áttum góða stund með
þessari ógleymanlegu konu, –
stund sem geymist í minni okkar
og við erum þakklát fyrir.
Halldóra hafði yndi af fögrum
skáldskap og las ljóð á hverjum
degi. Hún hafði næma tilfinningu
fyrir hrynjandi og myndmáli og
bjó yfir þeirri náðargáfu að geta
farið þannig með ljóðið, að aðrir
hrifust með. Það fann ég á sjálf-
um mér, að hún dýpkaði skilning
minn og gaf mér nýja sýn á það
sem skáldið vildi segja. Oftast fór
hún með ljóð eftir Stein Steinarr
eða Snorra Hjartarson. Og þetta
er auðskilið um leið og maður átt-
ar sig á því, að hún var skáld
sjálf, þó hún ræktaði ekki þá gáfu
sem skyldi. Þó bar það við, að
hún segði nokkur orð í góðra vina
hópi eða á mannfagnaði. Ræða
hennar var falleg, ljóðræn og haf-
in yfir hversdagsleikann.
Með Halldóru Ingimarsdóttur
er mikil kona gengin, öllum
harmdauði, sem henni kynntust.
Guð geymi minningu hennar.
Halldór Blöndal.
Hún Halla okkar er dáin. Þessi
síunga og fallega kona sem þó
var komin yfir nírætt. Æsku-
minningar okkar systra eru
margar. Halla gerði alla tíð leik-
fimiæfingar, bæði heima og er
við fórum í útilegur, og mælti ein-
dregið með að við gerðum slíkt
hið sama. Hún kenndi okkur öll-
um ástvinum sínum að elska og
lesa ljóð. Í uppáhaldi var Steinn
Steinarr en einnig mat hún Hall-
dór Laxness mikils og eitt er það
ljóð er hún flutti ótal sinnum og
maður sér hana fyrir sér í hvert
sinn sem maður les:
Og árið kom og árið leið
með eina stund,
með eina gjöf um óttuskeið:
vorn eina fund.
Og aðeins þessi eina gjöf,
sú eina mynd,
er ofar harmi, ofar gröf
og ofar synd.
Já ofar því sem er og var
í önd mín sjálfs
er bros þitt sem þú brostir þar.
Ó bros míns álfs.
Hvorki orð né gull þú af mér fær
og einga gjöf
-utan það hjarta er heitast slær,
þess harm og – gröf.
Í ljóðastað þér rún ég ríst,
og rúnin þín
er þögn sú ein sem alveg víst
er eilífð mín.
(H.L.)
Allt fram á síðasta dag var hún
að læra ljóð utanað og síðasta
ljóðið sem við fórum með saman
var eftir Stein:
Undarleg ósköp að deyja
hafna í holum stokki.
Hendur niður með síðu
hendur sem struku lokki.
(S.S.)
Á heimili Höllu og Jóhanns
voru oft á tíðum kettir og hétu
þeir ýmist Skoruvík (á Langa-
nesi) eða Fagurhólsmýri (í Öræf-
um). Einn kötturinn þótti þó bera
af í gáfum og var því umsvifa-
laust gefið nafnið Ríkisútgáfa
Námsbóka. Halla var svolítið
eins og köttur sjálf og lét okkur
gjarnan klóra sér á bakinu – þess
á milli klóraði hún okkur og mik-
ið var gott að liggja í kjöltu henn-
ar, hlusta á skrafið í þeim bræðr-
um, og mömmu og Höllu, og láta
klóra sér. Já við fengum einnig
að fikta í öllum armböndunum
sem hún bar, telja þau og máta.
Halla var alltaf í svo fallegum
fötum og átti mikið af skartgrip-
um sem hún notaði af einstakri
smekkvísi og svo ilmaði hún allt-
af svo vel.
Við systur eigum henni svo
ótal margt að þakka. Hún reynd-
ist okkur báðum sérlega vel og
flutti Margrét margoft inn á
heimili til Jóhanns og Höllu til
margra mánaða dvalar þegar
móðir okkar átti við veikindi að
stríða og var Halla henni sem
önnur móðir.
Halla gaf endalaust af sér, var
síkát, og lífsglaðari konu var vart
að finna. Hún lifði aldrei lífinu til
leiðinda og dekraði ekki við raun-
ir sínar.
Jóhann sinn elskaði hún meira
en allt og þegar hann dó fyrir
rúmu ári þá missti Halla lífslöng-
unina því svo mjög saknaði hún
hans.
Við viljum að leiðarlokum
þakka allt sem elsku Halla hefur
gefið okkur systrum, fyllt líf okk-
ar gleði og umvafið okkur með
elsku sinni.
Fjölskyldunni vottum við sam-
úð. Hörmum við mjög að geta
ekki fylgt elsku bestu Höllu okk-
ar síðasta spölinn.
Ragnheiður og Margrét
Ólafsdætur.
Þegar við hjónin fluttum
ásamt fjórum börnum okkar á
Ásveg 23 á Akureyri óraði okkur
ekki fyrir því að nágrannarnir,
gömlu hjónin á efri hæðinni á Ás-
vegi 21, yrðu fljótt meðal okkar
kærustu vina. Þar bjuggu öðling-
arnir Halldóra Ingimarsdóttir og
Jóhann Gunnar Benediktsson
ásamt kettinum Skoruvík. Þau
Halla og Jóhann tóku okkur
nýbúunum af mikilli hlýju og eft-
ir því sem árin liðu kynntumst
við betur þeim skemmtilegu og
lífsglöðu einstaklingum sem
þessir vinir okkar voru.
Þau ár sem nábýli okkar var-
aði komumst við betur og betur
að því hvernig pólitík og púrtvín
fara ágætlega saman. Jóhann sá
um pólitíkina og Halla um púrt-
arann. Við komum okkur upp
merkjakerfi sem sagði til um
hvenær rétt væri að setjast á
rökstóla. Þar flugu í bland sögur
Jóhanns af stríðni og skemmti-
legum atvikum og sögur Höllu af
gleði og skemmtunum. Halla var
með eindæmum lífsglöð og björt í
öllu því sem hún komst í kynni
við. Þessi gleði smitaði út frá sér
og mikið óskaplega var notalegt
að skreppa yfir og hlýða á hana
rifja upp liðna sæludaga á
Langanesinu eða sjá hana taka
upp nýjan kjól og dásama. Þegar
þau Jóhann fluttu á Hlíð fækkaði
samverustundunum til muna,
fjarlægðin kom í veg fyrir að
unnt væri að nýta merkjakerfið
góða.
Jóhann lést fyrir rétt rúmu ári
og við fráfall hans skynjuðum við
fljótt hversu mikill missir Höllu
var af félagsskap hans. Tilveran
varð litlausari þegar lífsförunaut-
ur hennar, besti vinur og félagi
var fallinn frá. Höllu leiddist og
það var ekki hennar stíll.
Í huga okkar verður þeirra
heiðurshjóna alla tíð minnst sem
skemmtilegra og góðra nágranna
og vina. Við þökkum Höllu af al-
hug samfylgdina og vottum Mar-
gréti, Ásgeiri og Helgu, Jóhanni
og Kristínu og öllum börnum
þeirra innilega samúð.
Guðbjörg, Kristján Þór
og börn.
Í dag kveð ég elskulega vin-
konu mína, Halldóru Ingimars-
dóttur. Ég kynntist Jóhanni og
Höllu, móðursystur mannsins
míns, fyrir u.þ.b. 40 árum. Við
Kalli vorum á leið til Þórshafnar
að heimsækja frændfólkið hans,
ég ólétt og bílveik og við komum
við á Mýrarveginum seint að
kveldi og okkur var boðin gisting.
Ég gleymi aldrei móttökunum
þar, uppbúið rúm, góður matur
og elskulegt viðmót. Eftir að við
fjölskyldan fluttum norður
tengdumst við betur þessum
elskulegu hjónum. Við Jóhann
fórum í ótal veiðitúra austur í
Fnjóská og aldrei komum við
fisklaus heim. Við Halla höfðum
mikil samskipti og þó að aldurs-
munurinn væri 30 ár fundum við
aldrei fyrir því. Við vorum vin-
konur og þá skiptir aldur ekki
máli. Við vorum nágrannar á Ás-
veginum í mörg ár og þar áttum
við góðar stundir. Eldhúsglugg-
arnir okkar sneru saman og
kveiktum við á kertum og veif-
uðum hvor til annarrar og voru
ýmis tákn í gangi. Komið þið yfir
eða við til ykkar. Þá var oft veifað
rétt fyrir matinn í góðum til-
gangi. Halla og Jóhann voru
bæði miklir fagurkerar og áttu
fallegt heimili og þar var oft
margt um manninn og glatt á
hjalla. Eftir að Jóhann lést hrak-
aði Höllu fljótt. Hún saknaði
hans og fjölskyldu sinnar. Við
áttum ótal góðar stundir á Dval-
arheimilinu Hlíð þar sem hún
hlaut afbragðsgóða umönnun hjá
frábærum starfsstúlkum sem
voru henni allar svo góðar. Undir
það síðasta ræddum við mest um
gömlu góðu dagana frá æsku
hennar og uppvexti á Þórshöfn,
það var það sem hún mundi best
og hafði mesta ánægju af að tala
um. Heimsóknir mínar til Höllu
voru aldrei kvöð og ég naut þess
að vera í návist hennar. Hún var
góð vinkona og ég sakna hennar
mjög. Við sendum börnum henn-
ar og fjölskyldum þeirra okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Karl Davíðsson og
Margrét Eyfells.
Kveðja frá Inner
Wheel-konum á Akureyri
Brostu og veröld brosir til þín
blítt syng lag
og í þinni sálu sól skín
sérhvern dag.
Og þó að blási á móti
og myrkrið nísti kalt
máttur til er sterkur
er læknað getur allt.
Brostu og veröld brosir til þín
blítt syng lag.
Með þessum Inner Wheel-
söng kveðjum við kæra klúbb-
systur, Halldóru Ingimarsdóttur,
en hún var ein af stofnendum
klúbbsins og viðtakandi forseti í
fyrstu stjórn hans.
Síðar varð hún umdæmisstjóri
fyrir hönd klúbbsins og að lokum
heiðursfélagi. Halla var trú Inner
Wheel-hugsjóninni og hvatti okk-
ur til góðra verka. Hún var fyr-
irmynd á mörgum sviðum og við
dáðumst að gáfum hennar og út-
geislun. Hún var framúrskarandi
fjölhæf kona og engin las kvæði
kvöldsins, sem var fastur liður á
fundum, af eins mikilli innlifun og
hún og þar að auki hafði hún á
hraðbergi kvæði góðskáldanna.
Mörg gullkorn féllu af vörum
hennar á góðum samverustund-
um okkar og hún hvatti til þess
að njóta hverrar stundar, þær
kæmu ekki aftur. Henni fannst
reyndar þegar hún leit til baka til
þess tíma að klúbburinn var
stofnaður að aðeins væri liðin ör-
stutt stund síðan og óskaði þess
að félagskonur gætu alltaf starf-
að í anda friðar og vináttu og
hugsjónir Inner Wheel yrði góð-
ur stuðningur í lífinu.
Nú við leiðarlok þökkum við
áralanga vináttu og tryggð og
vottum Margréti, Ásgeiri, Helgu,
barnabörnum og langömmus-
telpunum dýpstu samúð. Guð
blessi minningu Halldóru Ingi-
marsdóttur.
F.h. Inner Wheel-kvenna á
Akureyri,
Guðbjörg Sigurðardóttir.
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 2011
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GUÐBJÖRG ÞÓRHALLSDÓTTIR,
áður til heimilis á Kirkjuvegi 1,
Keflavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Hlévangi,
Keflavík, föstudaginn 15. apríl.
Útför hennar verður gerð frá Keflavíkurkirkju miðvikudaginn
27. apríl kl. 15.00.
Þórdís Þormóðsdóttir, Karl Steinar Guðnason,
Úlfar Þormóðsson, Anna Kristín Arngrímsdóttir,
Hrönn Þormóðsdóttir, Hallbjörn Sævars,
Logi Þormóðsson,
Anna Björg Þormóðsdóttir, Erling Kristinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Í dag kveðjum við mág okkar
Leif Vilhelmsson. Þessi grann-
vaxni og léttlyndi maður varð okk-
ur samferða í gegnum lífið allt frá
því að Sæunn elsta systir okkar
kom með hann inn í fjölskylduna
fyrir um það bil fimmtíu árum. Á
þeim árum lá hann ekki á skoð-
unum sínum, róttækur vinstri-
maður, keypti Þjóðviljann og
barðist gegn veru bandaríska
hersins á Íslandi. Ekki voru nú all-
ir sammála honum í fjölskyldunni
og skoðanaskipti gátu því stund-
um orðið hávær. Leifur var ein-
staklega orðheppinn og skemmti-
legur maður sem átti auðvelt með
að umgangast fólk. Hann var bók-
hneigður og ljóðelskur með góða
þekkingu á íslenskri tungu. Þegar
hann þurfti að hverfa frá vinnu
vegna heilsubrests nýtti hann
tíma sinn gjarnan til lesturs góðra
bóka. Sæunn og Leifur komu sér
upp bústað undir Skeljabrekku-
fjalli í Borgarfirði, og dvöldu þar
langtímum. Staðinn nefndu þau
Brekkuland og þar fékk Leifur út-
rás fyrir sitt annað áhugamál sem
var trjárækt. Þarna vildi hann
vera og minning okkar um mann-
inn með alpahúfuna á höfði og píp-
una í munni tengist sterklega
þessum fallega stað. Þeir sem litu
inn fengu ósjaldan með kaffinu
vísubrot eða tilvitnanir úr skáld-
skap honum hugleiknum, tiltæki
sem skemmti oft unga fólkinu.
Við systkinin og fjölskyldur
okkar vottum Sæunni og Steina
okkar dýpstu samúð. Við þökkum
Leifi samfylgdina og finnst við
hæfi að kveðja hann með þessu
fallega ljóði eftir Björnstjerne
Björnsson í þýðingu Magnúsar
Ásgeirssonar.
Og tréð var að springa út með
blómknapp og blað.
„Nú bít ég!“ með reigingi frostnótt-
in kvað.
„Nei, væna veittu tóm,
uns vaxin eru blóm!“
bað tréð, og af hræðslu fór hrollur
um það.
Brátt sungu þar fuglar við full-
blómgað skraut.
„Nú feyki ég því öllu!“ í storminum
þaut.
„Nei, besti bíddu við,
svo berin hafi frið!“
kvað tréð, og í vindinum titrandi
laut.
Og rauð urðu berin, af röðlinum
kysst.
„Má ræna?“ kvað stúlkan svo ung
og svo þyrst.
„Já, blessuð, öll mín ber
eru bara handa þér!“
söng tréð, er það hneigði henni
krónu og kvist.
Valgerður Eiríksdóttir.
Leifur Vilhelmsson
✝ Leifur Vil-helmsson var
fæddur á Hofsósi
26. júlí 1934. Hann
lést á líknardeild
Landakotsspítala
11. apríl 2011.
Foreldrar hans
voru Hallfríður
Pálmadóttir og Vil-
helm Erlendsson.
Árið 1960 kvænt-
ist Leifur Sæunni
Eiríksdóttur, f. 7. júlí 1938. Son-
ur þeirra er Þorsteinn, f. 6. sept-
ember 1961.
Útför Leifs verður gerð frá
Áskirkju í dag, 19. apríl 2011, og
hefst athöfnin klukkan 11.
Sagan af honum
Grána, sem við Leif-
ur frændi minn sótt-
um út í Þingeyra-
sand sem unglingar
um sumarnótt, verð-
ur ekki sögð hér í
neinum smáatriðum.
Ég var í kaupavinnu
á Helgavatni í
Vatnsdal, en Leifur í
vegavinnu framar í
dalnum. Við hugð-
umst ná í gráan hest, sem ég átti í
hagagöngu á Þingeyrum, til nota í
Vatnsdalnum þetta sumar.
Eftir mikið bardús og eltinga-
leik tókst okkur að handsama
gráa hestinn og koma honum síð-
an í girðingu á Helgavatni.
Á þessum tíma var sveitasím-
inn helsta fréttaveitan þar um
slóðir. Næsta dag var óvenju mik-
ið um hringingar jafnvel svo að
menn fóru að taka upp tólið og
hlusta, því það leit helst út fyrir að
um stórfréttir væru í boði á lín-
unni. Fréttist þá að Gráni prests-
ins væri týndur og hans leitað um
allan Hagann, allt frá strönd
Húnaflóa í norðri að Sveinsstöð-
um í suðri. Nú voru góð ráð dýr.
Gat verið að við frændsystkinin
hefðum gert mistök þrátt fyrir
okkar glögga auga að eigin mati
fyrir hestum? Ég fór út í girðingu
til þess að skoða hestinn, sem þar
var og ég hafði talið mína eign.
Svo fór að ég fór að efast. Ég ráð-
færði mig við vin minn bóndann á
bænum og hann ráðlagði mér að
sleppa hestinum umsvifalaust úr
girðingunni og láta hann sjálfan
sjá um að koma sér á framfæri.
Þetta gerði ég þótt ekki væri það
stórmannlegt. Hesturinn tók á rás
í norðurátt og hvarf mér brátt
sjónum. Nokkru síðar barst sú
frétt úr sveitasímanum að leit
væri aflétt því Gráni prestsins
væri fundinn heill á húfi.
Viðbrögð Leifs við gjörðum
mínum voru á þann veg, að hann
stóð með mér í þessu máli á alla
lund.
Þannig hefur hann reynst mér
og mínum fram í rauðan dauðann.
Að verða aðnjótandi artarsemi,
vináttu og tryggðar fólks verður
seint fullþakkað. Leifur kom
þannig fram við mig að ógleymdri
Sæunni konu hans.
Ég þakka kærum frænda sam-
fylgdina og hjálp margvíslega, s.s.
við að handsama hesta, smíða
stóðrétt, leiðbeina um skógrækt
og þá ekki síst fyrir, að hafa farið
með mér í ótal könnunarferðir um
svæðið sunnan og norðan Skarðs-
heiðar og gætt þess eftir bestu
getu að ég væri ekki ein á dimm-
um síðkvöldum í þeim leiðangrum,
ef svartur refur kynni að birtast á
glugga.
Innilegar samúðarkveðjur til
þinna nánustu frá öllu mínu fólki.
Hvíl þú í friði.
Guðrún Jónsdóttir arkitekt.
Nú er hann Leifur frændi lát-
inn. Eðlilegt framhald af heilsu-
leysi síðasta eina og hálfa árið, en
samt er mér brugðið. Eitthvað svo
tómlegt að vita ekki af honum með
Sæunni á Nesinu eða í Jökul-
grunninu. Einkennileg tilfinning
að eiga ekki eftir að sjá hann aftur.
Leifur og Sæunn voru fasta-
gestir í nýársboðinu sem mamma
hélt á hverju ári fyrir ömmu mína
Huldu Árdísi, sem var skírð í
höfuðið á huldukonunni góðu sem
reyndist að vísu mennsk. Þetta
voru fjölmenn boð með vinum og
ættingjum, sem voru ýmsir, því
amma var mjög ættrækin. Leifur
var sonur Hallfríðar systur afa
Jóns. Þau voru fólkið sem rabbaði
við okkur krakkana og vildi heyra
okkar álit á hinum ýmsu málefn-
um. Eftir að ég varð ein með
krakkana mína, Nikulás Árna og
Steinunni Völu, voru þau tíðir
gestir og bættust við í ömmu- og
afahópinn. Við vorum alltaf
velkomin óvænt í kvöldmat og
ósjaldan komu þau til okkar með
máltíð með sér. Bobbi bróðir minn
var gjarna með í för og oft glatt á
hjalla. Bobbi er rúmum 6 árum
eldri en krakkarnir mínir og þau
miklir félagar. Leifur og Sæunn
tóku einnig mikinn þátt í hans lífi,
m.a. í hestamennsku á Grjóteyri
og ferðalögum til Akureyrar með-
an Bobbi var í MA. Við fórum
saman í yndislegar sumarferðir.
Sæunn hafði vit fyrir mér sem yf-
irleitt hef ekki mikinn fyrirvara á
hlutunum og pantaði gistingu með
hálfs árs fyrirvara. Hún vildi að
það færi vel um okkur og útbjó
mat og drykk til fararinnar. Leifur
var fararstjórinn og sá til þess að
við stoppuðum bílinn með reglu-
legu millibili og skoðuðum okkur
um. Sæunn bauð upp á nesti og
kakó á brúsa og vakti það mikla
lukku. Í minningunni var alltaf sól
nema hálfan dag á Kirkjubæjar-
klaustri, en þá rigndi eldi og
brennisteini. Í einni af þessum
ferðum fórum við í Skagafjörðinn
og þá uppgötvaði ég fegurðina á
Hofsósi. Leifur frændi dreif okkur
niður í fjöru að sjá stuðlabergið og
fór svo með okkur í kvosina við ós
Hofsár, en þar stóð húsið sem
hann ólst upp í að niðurlotum kom-
ið. Ég sá Hofsós í nýju ljósi, kulda-
legi útkjálkabærinn hvarf. Næsta
sumar urðum við þeirrar ánægju
aðnjótandi að sjá sama húsið upp-
gert og breytt í kaffihúsið Sólvík,
skemmtilegt upphaf að upp-
byggingunni á Hofsósi sem fæddi
af sér Vesturfarasetrið.
Leifur átti sínar skuggahliðar
og gat orðið óendanlega svart-
sýnn. „Það bjargast ekki neitt, það
ferst, það ferst.“ Sem betur fer
varði það ástand ekki lengi í einu,
því það gat verið mjög erfitt að
verjast slíku tali.
Leifur naut þess vel að vera á
Brekkulandi undir Skeljabrekku-
fjalli í Borgarfirði síðustu árin, en
þar er indæll sumarbústaður með
öllum þægindum sem þau Sæunn
byggðu og hann dvaldi þar löngum
stundum. Ég er þess fullviss að
það hefur verið Leifi ofraun að sjá
ekki fram á að geta dvalið þar í
sumar vegna heilsuleysis og hefur
því flýtt sér þangað sem hann hef-
ur betri yfirsýn.
Ég þakka þér, Leifur, fyrir allar
góðu stundirnar sem þú áttir með
ökkur krökkunum og Sæunni. Ég
mun geyma þær í hjarta mínu.
Hulda Sigríður Jeppesen.