Morgunblaðið - 19.04.2011, Síða 12
Hjartaheill færði hjartadeild Land-
spítala háskólasjúkrahúss við
Hringbraut gjöf í síðustu viku.
Gjöfin var hjartariti ásamt fylgi-
hlutum, átta sjónvarpstæki og inn-
anstokksmunir fyrir aðstandenda-
herbergi Hjartadeildarinnar.
Hjartaheill eru samtök hjarta-
sjúklinga, aðstandenda þeirra og
áhugafólks um heilbrigt hjarta sem
vilja stuðla að betri heilsu og bætt-
um lífsgæðum í íslensku samfélagi.
Um leið er lögð áhersla á framfarir
í forvörnum, fræðslu og meðferð
hjartasjúkdóma. Þá stendur
Hjartaheill vörð um hagsmuni og
réttindi hjartasjúklinga og starfar
faglega og af heilum hug fyrir
skjólstæðinga sína.
Hjartadeild fær gjöf
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 2011
Dalahringur er nýr og bragðmildur
hvítmygluostur. Lögun ostsins gerir það
að verkum að hann þroskast hraðar en
aðrir sambærilegir mygluostar á
markaðnum. Gríptu með þér
Dalahring í næstu verslun.
Skráning í Vinnuskóla Reykjavíkur
hófst í gær. Foreldrar nemenda sjá
um skráninguna í gegnum Rafræna
Reykjavík líkt og í fyrra. Skráning-
arfrestur er til föstudagsins 20.
maí. Öllum nemendum í 9. og 10.
bekk grunnskóla býðst starf hjá
Vinnuskólanum. Nemendur í 8.
bekk eiga ekki kost á starfi í sumar.
Vinnutímabilin verða tvö, þrjár
vikur í senn. Fyrra tímabilið er frá
9. júní-1. júlí og það seinna 4.- 22.
júlí. Reynt verður að koma til móts
við óskir flestra um val á tímabili.
Búist er við að um það bil 2.000
nemendur skrái sig til starfa í
Vinnuskólanum í sumar.
Opið fyrir skrán-
ingar í Vinnuskólann
Á föstudag sl. var opnaður nýr upp-
lýsingavefur á pólsku um þjónustu
borgarinnar. Slóðin er
www.reykjavik.is/polska. Fram
kom á Fjölmenningaþingi Reykja-
víkurborgar sem haldið var hinn 6.
nóvember sl. að helsta umkvört-
unarefni innflytjenda væri skortur
á upplýsingum. Pólverjar eru lang-
stærsti hópur innflytjenda í Reykja-
vík, eða 3.362. Tilgangurinn með
vefnum að auka lífsgæði pólsku-
mælandi íbúa borgarinnar með því
að veita þeim betri þjónustu með
auknu upplýsingaflæði. ESB greið-
ir helminginn af kostnaðinum.
Vefsíða á pólsku
STUTT
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Þungt hljóð er í verkalýðsforingjum
landssambanda og aðildarfélaga
ASÍ eftir að kjaraviðræðurnar fóru
út um þúfur sl. föstudagskvöld.
Fæstir reikna með að þær komist
aftur á skrið fyrr en eftir páska.
Engir fundir hafa verið boðaðir á
milli ASÍ og SA, en „menn eru þó
alltaf að tala saman,“ eins og Vil-
hjálmur Egilsson, framkvæmda-
stjóri SA, orðar það.
Forystumenn í launþegahreyfing-
unni eru mjög ósáttir við framgöngu
SA á föstudagskvöldið og segja að
samningar hafi verið svo gott sem í
höfn þegar SA fór fram á að við-
semjendur stæðu saman að yfirlýs-
ingu með rökstuðningi fyrir samn-
ingunum.
„Það kom okkur verulega á óvart
að þeir kæmu með þessa yfirlýsingu
og að hún þyrfti að vera inni í
skammtímasamningnum,“ segir
Björn Snæbjörnsson, formaður
SGS. „Við höfum oft skammað rík-
isstjórnina en sjáum enga ástæðu til
að skrifa það inn í haus á samning-
um. Þetta eru ekki rétt vinnubrögð.“
Áfram er unnið í einstökum mál-
um landssambanda og félaga sem
útaf stóðu, að sögn Vilhjálms. „Ef
einhverjir hlutir gerast, þá geta þeir
gerst hratt,“ segir hann. Forsvars-
menn SA líta ekki svo á að slitnað
hafi upp úr viðræðunum. ,,Menn eru
svona að draga andann. Á endan-
um ætlum við að gera samninga.
Morgunblaðið/RAX
Talast við Eftir strangar viðræður í síðustu viku liggja samningafundir niðri. En menn eru þó alltaf að tala saman, að sögn Vilhjálms Egilssonar.
Búa sig undir næstu lotu
Ekki er reiknað með að viðræður ASÍ og SA haldi áfram fyrr en eftir páska
SGS lagði fram tilboð um kjarasamning til eins árs á sáttafundi með SA í gær
að skapa stöðugleika á svæðinu
og tryggja rekstrarskilyrði fyr-
irtækisins,“ segir Vilhjálmur.
Samninganefndirnar hittast kl.
10 í dag. Verkalýðsfélag Akraness
semur einnig fyrir hönd starfs-
manna í álveri Norðuráls og hjá
Klafa, og héldu kjaraviðræður
vegna samninga þeirra áfram í
gær.
Ekki er útilokað að samningar
við fleiri félög séu í sjónmáli.
Framsýn stéttarfélag samþykkti
um helgina að vísa kjaradeilu fé-
lagsins við SA til ríkissáttasemj-
ara. Hafa deiluaðilar verið boð-
aðir til fundar hjá sáttasemjara
kl. 11 í dag. Aðalsteinn Á. Bald-
ursson, formaður félagsins, segir
að þolinmæði félagsmanna hafi
brostið og því verið ákveðið að
vísa deilunni til sáttameðferðar.
Hann segir vel koma til greina að
ganga til skammtímasamninga
eins og þeirra sem ASÍ og SA ætl-
uðu að undirrita í Karphúsinu sl.
föstudagskvöld en bætir við að
menn séu hins vegar ekki tilbúnir
að skrifa upp á einhverja yfir-
lýsingu SA gagnvart
ríkisstjórninni.
Samningar í burðarliðnum
EINSTÖK FÉLÖG HAFA NÁÐ ÁRANGRI Í VIÐRÆÐUM VIÐ SA
Járnblendiverksmiðjan á Grundartanga
Við viljum fara atvinnuleiðina og er-
um ekkert að gefast upp við það,“
segir hann.
Meðal mála sem óleyst eru eru
kjör ræstingarfólks í viðræðum SA
við SGS og Flóafélögin en Vilhjálm-
ur segir að nú verði reynt að klára
þau mál.
Umtalsverðar upphæðir í
Becromal-samningnum
Verkalýðsfélagið Eining á Akur-
eyri og Becromal skrifuðu undir nýj-
an kjarasamning sl. föstudag. Inni-
hald þeirra samninga hefur ekki
verið opinberað. Vilhjálmur segir
um sérstakt mál að ræða, enda ný-
hafin flókin framleiðslustarfsemi í
verksmiðjunni. Lausnin felst í því að
taka upp bónuskerfi sem virki en
það taki nokkurn tíma að koma því á
að fullu og því sé samið um aðfar-
argreiðslur að því. Hann viðurkenn-
ir aðspurður að um umtalsverðar
upphæðir sé að ræða á meðan bón-
uskerfinu verður smám saman kom-
ið á.
Starfsgreinasambandið er eina
landssambandið sem vísað hefur
kjaradeilu við SA til ríkissáttasemj-
ara. Boðað var til sáttafundar í deil-
unni í gær og þar lagði SGS fram til-
boð að kjarasamningi til eins árs
með 15.000 kr. taxtahækkun frá 1.
mars að telja og almenna kaup-
hækkun upp á 4,5% svo og hækkun
lágmarkstekjutryggingar í
200.000 kr.
Kjarasamningar náðust sl. föstu-
dag milli Einingar Iðju og viðsemj-
enda fyrir starfsmenn hjá Becro-
mal. Kjarasamningar gætu einnig
náðst í dag fyrir starfsmenn í
Járnblendiverksmiðju Elkem á
Grundartanga. Vilhjálmur Birg-
isson, formaður Verkalýðsfélags
Akraness, sagði eftir samn-
ingafund í gær að drög að nýjum
kjarasamningi lægju fyrir og átti
hann von á að hægt verði að und-
irrita nýjan samning í dag.
Í umfjöllun verkalýðsfélagsins
segir að um þriggja ára samning
sé að ræða sem væntanlega verði
kynntur á morgun ef endanleg
niðurstaða fæst. Vilhjálmur segist
vera þokkalega sáttur við þau
drög sem nú liggja fyrir.
„Það liggur fyrir að í þessum
samningsdrögum muni vera um
afturvirkni samningsins að ræða
þannig að starfsmenn hafa ekki
orðið af launahækkunum fyrir
tímabilið frá því að samningurinn
rann út.“
„Það skiptir
líka gríðarlega
miklu máli