Morgunblaðið - 19.04.2011, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.04.2011, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 2011 STUTTAR FRÉTTIR ● Greiningardeild Arion banka spáir því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni ekki breyta stýrivöxtum bankans á fundi sínum í vikunni. Greiningardeildin segir ljóst að nið- urstaða Icesave og sú óvissa sem fylgt hafi í kjölfarið dragi úr vilja Seðlabank- ans til að hreyfa við vöxtum. Greining Íslandsbanka spáir sömuleiðis óbreytt- um vöxtum en hagfræðideild Lands- bankans telur hins vegar að forsendur séu fyrir að minnsta kosti 0,25 pró- sentustiga lækkun stýrivaxta. Gengið hafi verið stöðugt og undirliggjandi verðbólga sé lítil. bjarni@mbl.is Deildar meiningar ● Stjórn Skipta hefur gengið frá ráðn- ingu Steins Loga Björnssonar sem nýs forstjóra Skipta frá og með gærdeg- inum. Steinn Logi Björnsson er 51 árs og í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að hann hafi starfað við stjórnunarráðgjöf hjá eigin fyrirtæki síðasta ár og setið í stjórnum nokkurra fyrirtækja. Steinn Logi var forstjóri Húsasmiðj- unnar frá 2005-2010 og starfaði þar áður hjá Flugleiðum/Icelandair um 20 ára skeið, síðustu 10 árin sem fram- kvæmdastjóri. Steinn Logi nýr forstjóri móðurfélags Símans Standard & Poor’s lánshæfisfyrir- tækið breytti í gær horfum fyrir lánshæfismat Bandaríkjanna til langs tíma úr „stöðugum“ í „nei- kvæðar“. Bandaríska ríkið er sem fyrr með einkunnina AAA hjá fyr- irtækinu, en S&P varar við því að sí- vaxandi fjárlagahalli og skuldasöfn- un vestanhafs kunni að setja þrýsting á þá einkunn á næstu tveimur árum. Hallinn er nú 11% af vergri landsframleiðslu. Verð á gulli hækkaði snarlega við þessi tíðindi í gær, úr 1.482 dollurum únsan í 1.496 dollara. Sem kunnugt er hefur verðið á gulli og öðrum hrá- vörum farið mjög hækkandi síðustu mánuði og misseri, vegna peninga- prentunar seðlabanka um víða ver- öld. Fjárlagahalli í Bandaríkjunum hefur valdið mikilli lánsfjárþörf bandaríska ríkisins og til þess að koma í veg fyrir að vaxtakostnaður þess hækki hefur bandaríski seðla- bankinn keypt ríkisskuldabréf og þannig haldið niðri ávöxtunarkröfu á bandarísk ríkisskuldabréf. Þannig hefur bankinn aukið magn dollara í umferð og valdið því að fleiri dollara en áður þarf til að kaupa sama magn varnings og þjónustu. ivarpall@mbl.is Reuters Washington Mikill fjárlagahalli og skuldasöfnun bandaríska ríkisins setur þrýsting á lánshæfismat Bandaríkjanna að mati Standard & Poor’s. Verri horfur fyrir ríkið vestra  S&P breytir horfum í neikvæðar Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Kanadíska fyrirtækið Magma gæti grætt hátt í 3,5 milljarða króna á sölu á fjórðungshlut í HS Orku til ís- lenskra lífeyrissjóða, þótt kaupverð- ið í krónum talið sé það sama og Magma greiddi fyrir hlutinn á sínum tíma. Er það vegna þess að Magma greiddi fyrir hlutinn með svokölluð- um aflandskrónum, íslenskum krón- um sem keyptar höfðu verið á af- landsgengi. Á þeim tíma var aflandsgengi krónunnar gagnvart Bandaríkjadal í kringum 200 krónur, en gengi Seðlabankans er um 114 krónur núna. Viðræðunefnd, sem hópur lífeyr- issjóða skipaði til viðræðna við Magma Energy um möguleg kaup sjóðanna á fjórðungshlut í HS Orku, hefur ákveðið að stíga næsta skref í viðræðuferlinu og hefja áreiðan- leikakönnun á orkufyrirtækinu. Fjórtán lífeyrissjóðir standa að nefndinni, að sögn Ólafs Sigurðsson- ar, framkvæmdastjóra lífeyrissjóðs- ins Stafa og formanns viðræðu- nefndar lífeyrissjóðanna. „Að svo stöddu munum við ekki gefa upp hvaða sjóðir standa að þessu, ef ske kynni að einhver þeirra drægi sig úr hópnum.“ Í febrúar síðastliðnum greindi Morgunblaðið frá því að í hópnum væru Lífeyrissjóður verzl- unarmanna og Lífeyrissjóður starfs- manna ríkisins auk annarra sjóða. Í tilkynningu frá viðræðunefnd- inni segir að aðilar hafi komið sér saman um útlínur mögulegra við- skipta og helstu skilmála. Verði af fjárfestingu lífeyrissjóðanna í HS Orku er gert ráð fyrir að greiddir verði um 8,06 milljarðar króna fyrir fjórðungs hlut, sem er sama verð og seljandi greiddi fyrir hlutinn. Þá hef- ur seljandi ennfremur boðið sjóðun- um að auka hlut sinn í HS Orku í 33,4 prósent með kaupum á nýjum hlut- um í HS Orku fyrir 10. febrúar 2012. Áætlað kaupverð hinna nýju hluta er um 4,7 milljarðar króna. Ólafur stað- festi við Morgunblaðið að greitt yrði fyrir hlutinn með íslenskum krónum, yrði af kaupunum. Háð gjaldeyrishöftum Samkomulag er um að ef af fjár- festingunni verður verði lífeyrissjóð- unum tryggð rík minnihlutavernd með setu fulltrúa lífeyrissjóðanna í stjórn HS Orku og formlegri að- komu að öllum meiriháttar ákvörð- unum á vegum félagsins. Þeir skil- málar eru háðir því að eignarhlutur kaupenda verði ekki lægri en 22,5% í fyrirtækinu. Hugsanleg fjárfesting lífeyris- sjóðanna á hlut í HS Orku er háð ýmsum frekari skilyrðum, þar á meðal áreiðanleikakönnun, sem nú er hafin, sem og endanlegri ákvörð- un stjórna lífeyrissjóðanna. Áætlað er að ákvörðun um fjárfestinguna liggi fyrir í maí. Í dollurum talið greiddi Magma því í kringum 40 milljónir dala fyrir 25 prósent í HS Orku, en fær nú um 70 milljónir dala fyrir sama hlut. Þetta er að vísu háð því að kanadíska fyrirtækið megi skipta krónunum í gjaldeyri á seðlabankagengi og flytja hann út. Hins vegar er ekki gefið að Magma muni geta keypt gjaldeyri. Þegar Morgunblaðið fjallaði um mál- ið í febrúar svaraði Seðlabankinn fyrirspurn blaðsins með því að vísa í reglur um nýfjárfestingu erlendra aðila. Þar segir að söluhagnaði megi skipta í gjaldeyri á seðlabankagengi að því gefnu að upphafleg fjárfesting hafi uppfyllt skilyrði um nýfjárfest- ingar. Til að gera það þarf fjárfest- ingin að hafa verið með innflutningi erlends gjaldeyris til landsins, sem skipt hafi verið í krónur hjá íslensku fjármálafyrirtæki. Magma getur grætt vel á sölu til lífeyrissjóða  Lífeyrissjóðir í áreiðanleikakönnun á HS Orku  Skoða kaup á fjórðungshlut Orka Hópur lífeyrissjóða skoðar nú kaup á allt að þriðjungshlut í HS Orku af kanadíska fyrirtækinu Magma. Morgunblaðið/Golli Ávöxtunarkrafa á grísk rík- isskuldabréf til tveggja ára fór í gær yfir 20% og hefur aldrei ver- ið hærri. Hækk- unin er rakin til fréttarinnar sem er hér til hliðar, um að S&P hafi breytt horfum fyrir lánshæfismat bandaríska rík- isins úr stöðugum í neikvæðar. Fjárfestar óttast að gríska ríkið geti ekki staðið við skuldbindingar sínar, en Grikkland er eitt skuldset- tasta Evrópuríkið og talið er sífellt líklegra að skuldir þess verði end- urskipulagðar, þannig að eigendur skuldabréfa þurfi að sætta sig við að slá verulega af kröfum sínum. Hin svokölluðu jaðarríki evr- ópska myntbandalagsins eiga nú í miklum örðugleikum vegna skulda- byrði. Portúgal óskaði sem kunn- ugt er á dögunum eftir aðstoð Evr- ópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, en áður höfðu Írar og Grikkir hlotið neyð- arlán frá sömu stofnunum. Augu manna beinast nú að Ítalíu og Spáni sem bæði eru afar skuldsett. ivarpall@mbl.is Grísk krafa yfir 20% Frá Grikklandi  Grikkland talið á leið í þrot                                          !"# $% " &'( )* '$* ++,-./ +/0-12 ++1-/+ 2+-111 23-/4 +/-+/5 +25-55 +-,1+. +/3-1+ +52-0. ++,-/. +/.-+1 ++/-+. 2+-/0+ 23-4.2 +/-2,4 +21-3+ +-,1.. +/+-2. +52-4 2+1-,., ++0-+2 +/.-52 ++/-04 2+-43. 2+-3+0 +/-242 +21-,5 +-,14. +/+-14 +5,-,. Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.