Morgunblaðið - 26.04.2011, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.04.2011, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 2011 Stafir lífeyrissjóður boðar til ársfundar að Stórhöfða 27 (neðstu hæð) í Reykjavík þriðjudaginn 17. maí kl. 17:00. Dagskrá: Venjuleg ársfundarstörf. Stafir boða jafnframt til kjörfundar að Stórhöfða 27 kl. 15:00 sama dag. Þar verða kjörnir fulltrúar sjóðfélaga og varamenn þeirra í stjórn sjóðsins. Framboð til stjórnar þurfa að berast skrifstofu Stafa tveimur vikum fyrir boðaðan ársfund. Stórhöfða 31 | 110 Reykjavík | S ími 569 3000 | w w w.staf i r. i s Ársfundur 17. maí Stjórn Stafa lífeyrissjóðs út úr dú r2 00 42 01 1 Allir sjóðfélagar eru hjartanlega velkomnir á ársfundinn. Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna varði ég nokkrum tíma í að fara yfir rökin fyrir því að íslenskir skatt- greiðendur ættu ekki að bæta inni- stæðueigendum tjón sitt eða tap annarra ríkisstjórna. Mér varð það ljósara hvers vegna einkum bresk stjórnvöld voru ekki ýkja áfjáð um að sækja kröfur sínar fyrir dómi,“ skrifar John Dizard, dálkahöfundur hjá Financial Times, um rökin gegn því að íslenskir skattgreiðendur borgi Icesave-kröfuna. Stórblað leggur Íslandi lið Financial Times, einn áhrifamesti fjölmiðill heims, hefur sem kunnugt er tekið málstað Íslands í deilunni. Skrif Dizards eru framhald af þeim leiðaraskrifum en hann játar að hafa reiknað með að síðasti Icesave- samningur yrði samþykktur. Í ljósi nýrra upplýsinga kemst hann sem fyrr segir að þeirri niðurstöðu að hann skilji hvers vegna bresk stjórn- völd hafi ekki sótt málið af hörku. Bresk stjórnvöld vilji eðlilega ekki skapa fordæmi sem geti kallað á há- ar kröfur á breska banka síðar. Lagarökin gegn kröfunni Máli sínu til stuðnings vitnar Diz- ard til ritsmíðar Tobiasar Fuchs, sérfræðings í lögum við Evrópuhá- skólann í Frankfurt, þar sem komist er að þeirri niðurstöðu að Ísland hafi ekki brotið „tilskipun [Evrópuþings- ins og ráðsins númer] 94/19/EC um innlánstryggingakerfi “. Dizard bendir á að 2004 hafi Evr- ópudómstóllinn úrskurðað að engin ríkisábyrgð hlytist af ófullkomnu eftirliti með fjármálastarfsemi. Ríkin bera ekki ábyrgð  Dálkahöfundur Financial Times telur Breta forðast dómsmál vegna Icesave Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Ég held að engum hafi dottið í hug, þó við tækjum málefni Suðurnesjanna sérstaklega fyrir, færum þangað í heimsókn og hleyptum af stað ýmsum aðgerðum, að það eitt og sér gerði kraftaverk,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra, spurður um þá staðreynd að störfum á Reykjanesi hefur fækkað síðan ríkis- stjórnin efndi til fundar um átak í atvinnu- málum svæðisins í nóvember. Ýmis verkefni séu þegar í pípunum. „Síðan þetta var hefur þó náðst að ganga frá samningum um eitt stórt atvinnuverkefni á Suðurnesjum sem er að fara af stað á árinu, þ.e. bygging kísilverksmiðju í Helguvík. Ég hygg að öll þau mál sem voru sett í farveg á fundinum séu á sínum stað. Þá á ég við kortlagningu á fé- lagslegum aðstæðum, átak á menntasviðinu og störf á vegum Þróunarfélags Keflavíkur og fleiri aðila. Allt hefur þetta vissulega hjálpað,“ segir fjármálaráðherra. Veldur engum straumhvörfum strax Hann telur væntingarnar ekki raunhæfar. „En það datt engum í hug, hvorki okkur né heimamönnum, að þetta átak myndi valda ein- hverjum straumhvörfum í glímunni við atvinnu- leysi strax, t.d. upphefja hina árstíðabundnu sveiflu í atvinnuleysi,“ segir hann og kveðst gera sér vonir um að atvinnuleysi fari niður fyrir 7% á landsvísu í sumar. En hvernig svarar ráðherra gagnrýni á meint aðgerðaleysi stjórnvalda í at- vinnumálum? „Ég myndi svara því til að það væri ekki sanngjörn gagnrýni, ef menn horfa raunsætt á aðstæður. Það mætti lista það upp. Það er búið að gera gríðarlega mikið, bæði á sviði vinnumarkaðs- og virkniúrræða og í bein- um átaksverkefnum, t.d. við að skapa sumar- störf. Mér finnst umræðan dálítið merkileg ef það er andinn á árinu 2011 að það séu stjórnvöld sjálf sem eigi að skapa störfin. Er það umræðan en ekki hitt að við séum að hamast við að skapa skilyrði sem geta síðan orðið til þess að störf skapist vítt og breitt með fjölbreyttum hætti um allt hagkerfið? Þar höfum við óumdeilanlega náð miklum árangri,“ segir hann og vísar m.a. til þess að tekist hafi að „ná verðbólgu og vöxt- um niður, koma á gengisstöðugleika, ná miklum árangri í ríkisfjármálum og fleira“. Ekki hlutverk ríkisins að skapa störf  Fjármálaráðherra segir ýmis atvinnuskapandi verkefni í gangi á Suðurnesjum  Vísar gagnrýni á meint aðgerðaleysi stjórnvalda á bug  Segir „engan hafa búist við kraftaverkum“ eftir átaksfund Morgunblaðið/RAX Átaksfundur Fundað var um atvinnumál 9. nóv. sl. í Víkingaheimum á Reykjanesi. Við mót Norðurlandsvegar hjá Blönduósi og vegarins til Skagastrandar eru tvö skilti á einum staur sem með góðu móti má misskilja. Vonandi gild- ir a.m.k. ekki 10 tonna öxulþungi á golfvelli þeirra Blönduósinga! Morgunblaðið/Björn Jóhann Öxulþungi á golfvellinum? Vegaskilti við Blönduós sem má misskilja Tankvagn mjólkurbíls frá Mjólkur- samsölunni valt á bæjarhlaðinu á Hjálmsstöðum í Laugardal á tólfta tímanum í gærmorgun. Bílnum var ekið út í vegkant í beygju á heimreið- inni svo kanturinn gaf sig og vagninn fór á hliðina. Mjólkurbíllinn var í daglegri smöl- un hjá mjólkurbændum í uppsveit- um Árnessýslu þegar þetta gerðist. Um 11.000 þúsund mjólkurlítrar voru í tankinum þegar þetta gerðist. Var mestu bjargað með því að dæla yfir á annan mjólkurbíl sem var sendur á staðinn. Vagninn var svo dreginn upp síðdegis í gær með vinnuvélum. „Þetta fór miklu betur en við ótt- uðumst,“ sagði Guðmundur Geir Gunnarsson, mjólkurbússtjóri MS á Selfossi, sem fór á vettvang. „Veg- irnir í sveitunum eru aurblautir – nú þegar frost er að fara úr jörðu – og því geta kantarnir gefið sig. Það sem mest er þó um vert er að enginn slas- aðist. Mestu af mjólkinni var bjargað þannig að ekki kemur til þess að hrá- efni vanti til framleiðslu. Og vagninn má alltaf laga,“ sagði Guðmundur Geir. sbs@mbl.is Tankvagn valt á hlaðinu Mjólk Vagninn valt í beygju á heimreið- inni á Hjálmsstöðum í Laugardalnum. Ljósmynd/Reynir Pálmason „Kirkjusókn hér var með ágæt- um,“ segir sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson, prest- ur á Selfossi. Hann segir tals- verðan fjölda hafa sótt messur við kirkjuna um páska, en flestir hafi sótt ferming- arathafnir á skírdag. Þá hafi ýmsir fjölsóttir viðburðir verið í kirkjunni á föstudaginn langa, svo sem lestur Passíusálma. Fleiri prestar sem Morgunblaðið ræddi við segja svip- aða sögu. Selfossprestur segir nokkuð um að fólk noti tækifærið um páska og láti þá skíra börn sín eða gangi í hjónaband. Sjálfur hafi hann annast nokkrar slíkar athafnir um hátíð- ina. sbs@mbl.is Kirkjusókn ágæt og margar giftingar Slökkviliðið í Bolungarvík fékk í gærmorgun tilkynningu um að eld- ur væri laus í bíl við Vélsmiðju Bol- ungarvíkur. Þegar slökkviliðið kom á staðinn skömmu síðar var mikill eldur í jeppabifreið sem stóð ofan við Vélsmiðjuna. Líklegt er talið að kveikt hafi verið í bílnum. Þá er lögreglan á Ísafirði með til rann- sóknar innbrot í fyrirtæki í Bolung- arvík um helgina. Grunur um íkveikju í jeppa í Bolungarvík Þyrla Landhelg- isgæslunnar var kölluð út undir kvöld í gær til að sækja ferðamann sem fótbrotnað hafði í gönguferð í Reykjadal inn af Hveragerði. Rann maðurinn til á sleipum steini og þar sem yfir torsótt land var að fara fyrir björgunarsveitir og sjúkralið var ákveðið að kalla þyrlu frá Gæslunni á vettvang. Fótbrotnaði í göngu- ferð í Reykjadal

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.