Morgunblaðið - 26.04.2011, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 26.04.2011, Blaðsíða 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 2011 Hjördís Stefánsdóttir hjordst@hi.is Bjólfskviða hefur notið nokkurrar vinsældar hin síðustu ár en þrjár frekar stórar kvikmyndir hafa verið byggðar á henni. Kviðan er fornenskt miðaldakvæði sem segir af víkingahetjunni Bjólfi og viðureignum hans við risann Grendil og forynjuna móður hans. Hetjudáðir Bjólfs eru einnig nokkuð vel skrásettar í norrænum sögum. Lýsingarnar á Grendli og forynjunni eru ekki mjög ítarlegar í þessum frásögnum en ótukt- arskapur þeirra hefur orkað á sköpunargleði umræddra kvikmyndagerðarmanna sem í eig- inlegu framhjáhlaupi hafa gert ásatrúar- samfélag víkinga að umfjöllunarefni sínu. Frægust af þessum þremur myndum er Holly- wood-myndin Beowulf (2007) í leikstjórn Robert Zemeckis. Ray Winstone lék Bjólf og Anthony Hopkins brá sér í gervi föður hans. Grendill og forynjan voru leikin af Crispin Glover og Angel- inu Jolie en í öðrum hlutverkum voru meðal ann- ars Robin Wright Penn og John Malkovich. Myndin Beowulf & Grendel (Kanada, Ísland, Bretland, 2006) var öllu óháðari. Þar voru frum- samdir viðbótarsögurþræðir spunnir við kviðuna og fjöldi persóna aukinn en meðal nýliða er ör- laganorn. Myndin var tekin á Íslandi í leikstjórn Vestur-Íslendingsins Sturlu Gunnarssonar en með aðalhlutverk fóru Gerard Butler sem Bjólf- ur, Stellan Skarsgård sem Danakonungurinn Hrothgar og Ingvar E. Sigurðsson sem grodd- inn Grendel. Líkt og í hinum myndunum sem hér er rætt um snýst fléttan aðallega um þá ógn sem siðmenningu miðalda stafar af óvættum for- tíðar. Frá Bjólfi til Valhallar Óðins Önnur Hollywood-mynd, The 13th Warrior (1999), fjallar sömuleiðis um bardagann við Grendils-mæðginin en nálgunin er önnur. Að- alhetjan er arabinn Ahmad ibn Fadlan (Antonio Banderas) sem sendur er í útlegð á slóðir vík- inga. Handrit myndarinnar er aðlögun á met- sölubók eftir Michael Crichton sem aftur bygg- ist á Bjólfskviðu og sögulegum heimildum er liggja eftir samnefnda aðalhetju. Víkingasiðir norrænu mannanna eru framandi í augum Ah- meds og jafnvel barbarískir en hann verður meðal annars vitni að bátsbálför konungs þar sem ungri konu er fórnað svo að konungurinn geti tekið með sér brúði til Valhallar. Valhöll kemur einnig við sögu í myndinni Val- halla Rising (Danmörk, Bretland, 2009) sem frumsýnd var á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum fyrir tveimur árum. Handritið byggist á goðsög- um um Óðin og ferðir hans í mannheimum en söguhetjan, One-Eye, er mállaus norrænn stríðsmaður gæddur yfirnáttúrlegum kröftum. Honum hefur verið haldið föngnum í Hálönd- unum um áraraðir en sleppur með aðstoð ungs drengs. Þeir flýja um borð í skip krossfara og sigla í átt að Landinu helga. Grimm örlög bíða krossfaranna þegar þeir ná landi og One-Eye áttar sig á því að hann hefur ferðast til heljar og að hann er guðleg vera sem sómir sér best í Val- höll. Þór og rimmur ásanna Sonur Óðins, þrumuguðinn Thor, er að- alhetjan í samnefndri nýrri Hollywood-mynd sem frumsýnd verður hérlendis á föstudaginn. Um er að ræða þrívíddar-ofurhetjumynd byggða á myndasögum frá Marvel útgáfufyritækinu. Thor (Chris Hemsworth) er kraftmikill en hrokafullur stríðsmaður sem með glannalegu framferði kyndir undir gömlum erjum og kemur af stað stríði meðal ása. Fyrir vikið er hann sendur í útlegð í mannheima samtímans. Þar vinnur hann sanna hetjudáð þegar hann ver mannfólkið fyrir illvirkjum erkióvinarins Loka. Ættfræðin hefur eitthvað skolast til í sagna- heimi myndarinnar þar sem bragðarefurinn Loki er fóstbróðir Þórs og því alinn upp af Óðni (Anthony Hopkins) og konu hans Frigg (Rene Russo). Í raun réttri var Loki sonur Laufeyjar og Fárbauta jötuns en í myndinni er blóðfaðir Loka, jötunkonungurinn „Laufey“. Enn fremur þarf ásynjan Sif sem er eiginkona Þórs í Eddukvæðum, að lúffa fyrir mennsku vísindakonunni Jane Foster (Na- talie Portman) sem Þór ann af heil- um hug í myndinni. Einna frjálslegast er þó farið með persónu Heim- dalls, hins skyggna, skar- peygða og velheyrandi varðar brúarinnar Bifrast- ar, inngangsins að Ásgarði. Í fræðunum er Heimdallur vörður goðanna og Loki svarinn óvinur þeirra og þessir tveir því andstæðingar sem fella hvor annan í ragnarökum. Í myndinni etur Heimdallur aftur á móti stundum kappi við Þór að atbeina Loka. Heimdallur og Sif eru sömuleiðis bæði vígaglöð í nýju útgáfunni og jafnframt systkini. Enn fremur rennur tímasvið forneskju saman við nútíma og ævintýralegur ofurhetjubragur einkennir alla framvinduna eins og við er að búast af mynd byggðri á teikni- myndasögu. Það sem kemur hins vegar á óvart er að myndinni er leikstýrt af Kenneth Branagh sem nafnkunnur er fyrir gerð mikilsmetinna kvikmyndaaðlagana eftir verkum Shakespeares svo fróðlegt verður að sjá útkomuna. Marvel-útgáfan er með aðra ofurhetjumynd í vinnslu sem frumsýnd verður á næsta ári en Thor er einnig í burðarhlutverki þar. Hugs- anlega glæðist í framhaldinu áhugi kvikmynda- gerðarmanna á menningararfleið ásatrúar og það verður kannski vinsælt að byggja stórmynd- ir á norrænni goðafræði eða víkingasiðum, jafn- vel Íslendingasögunum. Að minnsta kosti er um auðugan garð að gresja í þeim efnum. Nánast ónýtt auðlind  Fáar kvikmyndir hafa verið byggðar á norrænni goðafræði og víkingasiðum en hugsanlega breyt- ist það á næstunni  Hægt er að tína til fimm nýlegar myndir um þetta efni sem vakið hafa eftirtekt Stórmyndin Thor Miklu var til kostað við gerð og markaðssetningu myndarinnar og því hefur skapast töluverð eftirvænting fyrir frumsýningu hennar vestanhafs sem verður í byrjun maí. Hér sést Óðinn (Anthony Hopkins) með syni sínum Þór (Chris Helmsworfth). Kvikmyndin verður frumsýnd hér á landi á föstudaginn, enn ein hetja Marvel-teiknimyndasagnanna komin á hvíta tjaldið. Rimma Ingvar E. Sigurðsson sem Grendill og Gerard Butler sem Bjólfur takast á í myndinni Beowulf & Grendel frá árinu 2006. Þó að fá nýleg verk byggist á grunni norrænnar goðafræði má finna vísanir í hana víða. Til dæmis leikur Jim Carrey ófram- færinn meðalmann í The Mask sem tekur stakkaskiptum eftir að hann rambar á grímu magn- aða kröftum Loka og í The Mat- rix Reloaded er geimskip nefnt Mjolnir eftir hamri Þórs. Æsir og valkyrjur koma nokkuð við sögu í sjónvarpsþáttunum um stríðs- prinsessuna Xenu og það sama er að segja um Stargate SG-1 þættina. Sögur Tolkiens eru sterklega litaðar af norrænum fræðum en þær hafa áhrif á flestar síðari tíma ævintýrasög- ur og því eru álfar, dvergar og jötnar orðin auðþekkjanlegar verur. Persóna Fenris Greybacks í Harry Potter-ævintýrunum byggist á ímynd fenrisúlfsins og Max Payne-tölvuleikirnir notast töluvert við goðafræðina. Þar eru persónur nefndar Balder og Woden, Aesir-samsteypan kem- ur við sögu, ásamt vímuefn- inu Valkyr og skemmti- staðnum Ragnarock. Tomb Raider: Under- world-tölvuleikurinn vísar sömuleiðis í goða- fræðina en þar ferðast hetjan Lara Croft til Neifl- heims og mundar á þeirri vegferð vopn- ið Mjolni. Vísanir leyn- ast víða ÓDAUÐLEGIR ÆSIR Jim Carrey í The Mask

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.