Morgunblaðið - 26.04.2011, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.04.2011, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 2011 Heimsferðir bjóða frábæra 9 nátta ferð til Costa del Sol í vor. Í boði er frábært sértilboð á Aguamarina íbúðarhótelinu með hálfu fæði, sem var mjög vinsælt meðal farþega Heimsferða í fyrra. Ath. mjög takmarkaður fjöldi íbúða í boði á þessum kjörum. Gríptu þetta frábæra tækifæri og njóttu lífsins í vor á Costa del Sol á ótrúlegum kjörum. Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Costa del Sol Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is - með hálfu fæði - 6. maí í 9 nætur frá kr. 99.900 Verð kr. 99.900 Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli í 9 nætur í studio íbúð með hálfu fæði á Aguamarina ***. VIÐTAL Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Ástandið er skelfilegt. Það er hneyksli að þessi ríkisstjórn skuli kenna sig við velferð. Það er mjög algengt að hingað komi fólk sem sér ekki fram á að peningarnir endist út mánuðinn. Ástandið hefur farið hraðversnandi síðan hrunið varð. Þetta er langsamlega alvarlegasta staða sem ég hef séð síðan ég fór að láta mig þessi mál varða á miðjum áttunda áratugnum,“ segir Guð- mundur Magnússon, framkvæmda- stjóri Öryrkjabandalags Íslands, um miklar þrengingar hjá þeim ör- yrkjum sem minnstu tekjurnar hafa. Morgunblaðið sagði frá því í marsbyrjun að dæmi væru um að mæður úr hópi öryrkja ættu ekki fyrir mat. Varð sú umfjöllun til þess að nokkrir lesendur blaðsins buðust til að gefa einstæðri móður á Ak- ureyri mat. Ráðherrar hafa daufheyrst Aðspurður hvort þessi umfjöllun hafi hreyft við stjórnvöldum segir Guðmundur engin merki um það. Ítrekað hafi verið gerð grein fyrir alvarleika málsins á fundi með ráð- herrum en ekkert gerst í kjölfarið. „Mér finnst viðbrögðin mjög lé- leg. Það er þöggun frekar en hitt. Stjórnvöld byrjuðu á vitlausum enda í niðurskurðinum. Þau byrjuðu á því að skera niður hjá lífeyrisþeg- um. Það var ekki byrjað á því að fara í hátekjuskattinn. Það kom seinna. Það hefur ekki verið gengið jafn hart gegn þeim tekjuhæstu og þeim sem minnst hafa. Það er held- ur ekki hægt að tala um að stjórn- völd hafi hlíft þeim allra tekju- lægstu.“ Hafa 2.000 krónur á dag – Hvernig er kaupmátturinn? „Hann er langt fyrir neðan það sem almennt gerist.“ – Ég fékk þær upplýsingar frá ör- yrkja sem vildi ekki láta nafns síns getið að dæmi væru um að öryrkjar í blokkunum í Hátúni í Reykjavík hefðu 60.000 kr. til að lifa út mán- uðinn eftir að leigan er greidd, eða 2.000 kr. á dag. Getur þetta staðist? „Já. Ég myndi ætla að það væru mörg dæmi um það. Það er ekki raunhæft að lifa af þessu. Fólk leitar eftir ókeypis mat hjá vin- um og kunningjum til að draga fram lífið. Sumir eiga þess ekki kost. Það eru heldur ekki allir sem treysta sér í matarraðir. Ég myndi því ætla að hundruð Íslendinga svelti á árinu 2011.“ Segir stóran hóp öryrkja svelta  Framkvæmdastjóri ÖBÍ er harðorður í garð stjórnvalda Morgunblaðið/Ómar Hátún Öryrkjabandalagið er með íbúðir í Hátúni en þar búa margir við mjög kröpp kjör. Bílar eru lítið hreyfðir. Eftirmál gengislánadómanna svo- kölluðu eru þungamiðja kvörtunar, sem Hagsmunasamtök heimilanna og Samtök lánþega hafa sent til Eft- irlitsstofnunar EFTA (ESA), en samtökin telja íslensk stjórnvöld hafa brotið á Evrópurétti með fram- kvæmd sinni. Auk ofangreindra samtaka skrifa um þúsund einstak- lingar undir kvörtunina. „Við erum knúin til að fara þessa leið þar sem íslensk stjórnvöld eru að brjóta þá samninga sem íslenska ríkið er skuldbundið til að efna skv. EES-rétti, sér í lagi tilskipun 93/13/ EC um neytendavernd,“ segir Björn Þorri Viktorsson hæstaréttarlög- maður og talsmaður hópsins sem stendur að kvörtuninni. Hann segir þungamiðju kvörtun- arinnar vera lagasetninguna í kjöl- far svokallaðra gengislánadóma sem féllu á síðasta ári. „Fólki er ætlað að taka á sig afturvirka vexti sem eru miklu hærri en það hefði nokkru sinni skrifað undir vísvitandi, allt upp í 21% á ársgrundvelli. Þetta er vegna tímabila sem löngu er búið að greiða fyrir og gera upp. Þetta gengur algerlega gegn þeirri grund- vallarhugsun að neytendur eigi að vita í upphafi þegar þeir gangast undir samninga, hver samningskjör- in eru.“ Einnig beint til ESB Björn Þorri segir að ekki aðeins brjóti þetta í bága við umrædda Evróputilskipun, heldur fari einnig gegn íslensku stjórnarskránni, þótt vissulega muni ESA ekki fjalla um það atriði. „Í stjórnarskránni eru ákvæði sem banna afturvirka laga- setningu, sérstaklega þegar hún er íþyngjandi. Ríkið má t.a.m. ekki setja afturvirk skattalög og þess vegna finnst okkur með ólíkindum að fjármálafyrirtækjum sé heimilt að reikna afturvirka vexti með slík- um íþyngjandi hætti.“ Hann bætir því við að kvörtunin hafi einnig verið send til fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins og forseta Evrópuþingsins. „Það eru tveir evrópskir ríkisborgarar, frá Spáni og Þýskalandi, aðilar að þessari kvörtun og því má gera ráð fyrir að Evrópusambandið sjálft taki málið upp þar sem verið er að brjóta gegn þeirra ríkisborgurum.“ Hann segir að samkvæmt Kaupmanna- hafnarsamkomulaginu frá 1993 sé ein af grundvallarforsendum aðildar að ESB, að umsóknarríki virði grundvallarréttindi þegnanna. „Mál- ið er því risastórt, ef tekið verður tekið jákvætt á þessu erindi okkar.“ Björn Þorri segir málið snerta alla gengislánaþega í landinu, alla vega alla neytendur. Hann á von á því að það taki ESA nokkra mánuði að úrskurða í málinu. „Vonandi þó ekki allt of marga.“ ben@mbl.is Kvörtun vegna gengislána send til ESA  Vísa í tilskipun um neytendavernd Morgunblaðið/Ómar Neytendur Björn Þorri segir málið varða alla gengislánaþega landsins. Gott veður var síðdegis á Akureyri í gær, eftir heldur rysjótta tíð yfir páskana. Opið var í Hlíðarfjalli flesta dagana og fjöldi gesta staddur í bæn- um. Á „Dallavellinum“ svonefnda við Stóragerði og Dalsgerði voru nokkrir piltar í fótbolta og ofan á markinu lágu þeir Úlfar Logi og Atli Björn. Gott veður á Akureyri Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson „Allir leigusamningar eru tengd- ir vísitölunni. Þetta þarf að hald- ast í hendur við skuldir sjóðsins hjá Íbúðalánasjóði,“ segir Björn Arnar Magnússon, framkvæmda- stjóri Brynju, hússjóðs Öryrkja- bandalagsins, um nýlega hækk- un á húsaleigunni. Spurður um leigukostnað í Há- túni svarar Björn Arnar því til að leigan fari hæst upp í ríflega 60.000 krónur á mánuði fyrir tveggja herbergja íbúð, að teknu tilliti til hússjóðs og húsaleigu- bóta. Ekki sé óraunhæft að ætla að lægstu tekjur séu 120.000 kr. á mánuði eftir skatta. „Við höfum reynt að halda leigunni niðri en eigum enga sjóði til að niður- greiða hana. Félagið er rekið án hagnaðar og hefur verið rekið með tapi síðustu þrjú ár vegna verðbólg- unnar.“ Húsaleigan hækkar BÆTUR STANDA Í STAÐ Guðmundur Magnússon Hópurinn telur lagaramma ís- lenskrar verðtryggingar einnig brjóta gegn evrópskum neyt- endarétti þar sem hún aftrar neytendum að meta skuldbind- ingar sínar við undirritun samn- ings. Er því í kvörtuninni einnig óskað eftir yfirlýsingu frá ESA um að hún brjóti gegn grund- velli Evrópuréttar. Verðtrygging ólögleg? YFIRLÝSINGAR ÓSKAÐ Össur Skarphéð- insson utanríkis- ráðherra kom til Indlands í gær þar sem hann mun dvelja í 9 daga í opinberri heimsókn í boði utanríkis- ráðherra Ind- lands. Að sögn Urðar Gunnarsdóttur, upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins, mun Össur meðal annars hitta indverska utan- ríkisráðherrann að máli, sem og umhverfisráðherra indversku stjórnarinnar. Fjallað var um ferðina á vefnum dailyindia.com en þar sagði að Öss- ur væri væntanlegur til Nýju-Delhí í gær og að framundan væru fundir með ráðherrum og embættis- mönnum. Á morgun muni Össur funda með stjórn indversk-íslenska verslunarráðsins og vitja grafar Mahatma Gandhi, frelsishetju Ind- lands. Össur kemur heim eftir átta daga. Ekki náðist í Össur í gær. Össur sækir Indland heim Össur Skarphéðinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.