Morgunblaðið - 26.04.2011, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 26.04.2011, Blaðsíða 27
Íkarlakórnum Heimi er margtgóðra hagyrðinga, sem eflaust kunna að syngja líka. Á tónleikum í Hólaneskirkju á Skagaströnd var kynnirinn Gunnar Sandholt óvenju hógvær fyrir hlé í kynningu á lög- unum, enda kom í ljós að hann hafði gleymt að hafa með sér gleraugun á svið. Eftir hlé sótti hann í sig veðrið og skemmti fólki eins og endranær með vísum og sögum tengdum dagskránni. Árna á Upp- sölum, raddfélaga hans úr öðrum bassa, varð að orði: Gunnar malar og malar, magnaður lopann að spinna. Endalaust talar og talar, ég trúi honum minna og minna. Nýverið fór kórinn í söngferð um Suðurland söng meðal annars í Sel- fosskirkju, þar sem kynnirinn fór með vísu eftir Erling Sigurðarson frá Grænavatni í Mývatnssveit: Skagfirðingum er lífið leitt, létta það eftir föngum, ríða þétt við þjóðveg eitt og þykjast vera í göngum. Hirðskáld kórsins, Sigurður Han- sen frá Kringlumýri í Blönduhlíð, taldi sér málið skylt og svaraði að bragði. Þeir ganga um og gleypa loft, gelta skríðandi, því Þingeyingar eru oft illa ríðandi. Ekki lét hirðskáldið sitt eftir liggja, en hann þekkir vel til í Holt- unum, dvaldi þar við störf á yngri árum og rómantískur texti lagsins „Við linditréð“ vakti hjá honum þessar kenndir: Þó lífsins vindar líði hjá, lifir mynd á skjánum, því gengnar syndir gleymast hjá gömlu linditrjánum. Davíð Hjálmar Haraldsson slær á létta strengi: Ég get flogið, klifið kletta, klukkur smíðað, samið lag, dansað, hannað, hitt og þetta, hugsað stórt – en bara í dag. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af Heimi og linditrjánum DAGBÓK 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 2011 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand GÓÐA NÓTT LÍSA GÓÐA NÓTT JÓN ÉG GET EKKI KYSST HANA Á MEÐAN ÞÚ ERT HÉRNA GRETTIR ÉG GET VERIÐ HÉRNA EINS LENGI OG ÞÚ VILT HERRA, ÉG ÞARF AÐ SKJÓTAST HEIM... ...ÉG GLEYMDI AÐ TAKA VÍTAMÍNIN MÍN Í MORGUN FINNST ÞÉR LYKTIN INNAN ÚR NÝJU GRASKERI EKKI ÆÐISLEG? KÆRI PENNAVINUR, HVERNIG ER SUMARIÐ BÚIÐ AÐ VERA HJÁ ÞÉR? ÞAÐ ER BÚIÐ AÐ RIGNA MIKIÐ HJÁ OKKUR ÉG VONA AÐ ÞÚ NJÓTIR ÞESS SEM EFTIR ER AF SUMRINU. ÞINN VINUR, KALLI BJARNA P.S. NJÓTTU HAUSTSINS HVERT ERTU AÐ FARA? ÉG ÆTLA AÐ HJÓLA 10 KM MEÐ FÓLKINU SEM ÆTLAR AÐ „HJÓLA GEGN HUNGRI” HELDURÐU AÐ ÞÚ GETIR HALDIÐ Í VIÐ ÞAU? MÉR SKILST AÐ ÞÁTT- TAKENDURNIR SÉU Í MISJAFN- LEGA GÓÐU FORMI Ó, NEI! AF HVERJU HELDURÐU AÐ ÉG SÉ SANDMAN? ÉG FYLGDIST MEÐ ÞÉR Í GEGNUM SJÓNAUKA Í GÆR... ... ÉG SÁ ÞIG LEIKA VIÐ DÓTTUR ÞÍNA Aðeins um Gnarr borgarstjóra Hingað kom þýskt skip í kurteisisheimsókn og Þjóðverjar hafa alltaf verið okkur vinsamlegir, borgarstjórinn neitaði að taka á móti skipstjór- anum. Þvílík ókurteisi, hann talar sennilega ekkert erlent tungumál. Mér finnst þetta fyrir neðan allar hellur. Sigrún Sigurþórs. Lestur Passíusálmanna Ég vil þakka fyrir frábæran lestur ungmenna á Passíusálmunum, ég óska þeim Guðs blessunar. Öldruð kona. Ást er… … að dreyma um að klæðast hvítu. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9, gönguhópur kl. 10.30, vatnsleikfimi kl. 10.45, postulínsmálun og tölvu- færni (leiðbeint á tölvur) kl. 13, les- hópur kl. 13.30, jóga kl. 18. Árskógar 4 | Smíði/útskurður kl. 9. Botsía kl. 9.45. Bólstaðarhlíð 43 | Myndvefnaður, útskurður, línudans kl. 13.30, handa- vinna. Dalbraut 18-20 | Handavinna kl. 9, framsögn kl. 13, félagsvist kl. 14. Dalbraut 27 | Handavinnustofa kl. 8, Söngur/upplestur á 2. hæð kl. 14. Digraneskirkja | Leikfimi ÍAK kl. 11. Félag eldri borgara, Reykjavík | Skák kl. 13. Félagsvist kl. 20. Félagsheimilið Boðinn | Handavinna m/leiðbeinanda kl. 9, Gönguklúbbur (róleg ganga) kl. 13, kínversk leikfimi (tai-chi) í sal sjúkraþjálfunar kl. 13.30. Félagsheimilið Gjábakki | Leikfimi kl. 9.15, handavinnustofa, gler- og postulín kl. 9.30, jóga kl. 10.50 og al- kort kl. 13.30. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Vefn- aður kl. 9 jóga, myndlist og tréskurð- ur kl. 9.30, ganga kl. 10, málm, silf- ursmíði og tréskurður kl. 13, jóga kl. 18. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Qi gong kl. 8.10, vatnsleikfimi kl. 12.10, bútasaumur/karlaleikfimi/opið hús í kirkju kl. 13, botsía kl. 14, Bón- usrúta kl. 14.45, línudans kl. 16.15. Félagsstarf Gerðubergi | Vinnustof- ur kl. 9, glerskurður og perlusaumur. Stafganga kl. 10.30. Jóga kl.15.30. Fimmtudaginn 12. maí er leikhúsferð í Þjóðleikhúsið á leikritið ,,Allir synir mínir“, skráning hafin á staðnum og í s. 575 7720. Grafarvogskirkja | Opið hús kl. 13.30. Helgistund, handavinna, spil og spjall. Grensáskirkja | Kyrrðarstund kl. 12. Hvassaleiti 56-58 | Jóga kl. 8.30 og 9.30. Bútasaumur kl. 9. Helgistund kl. 14, sr. Ólafur Jóhannsson. Stóla- leikfimi kl. 15. Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun, miðvikudag, kl. 13.30 er félagsfundur Korpúlfa í Hlöðunni við Gufunesbæ. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Postu- lín kl. 9/13, Vísnaklúbbur kl. 9.15, leikfimi kl. 11, handverksstofa, ýmis verkefni kl. 13, brids/vist kl. 13. Norðurbrún 1 | Útskurður kl. 9. Sr. Sigurður í húsinu kl. 13.30-14. Safnaðarheimilið Kirkjuhvoll, Garðabæ | Kyrrðarstund í hádegi. Súpa og brauð. Opið hús kl. 13 þar sem spilað er, saumað, prjónað og spjallað. Seljakirkja | Menningarvaka í Selja- kirkju í kvöld kl. 18. Guðmundur Ár- mann Pétursson, frkvstj. Sólheima, segir frá sögu og starfi á staðnum. Haukur Guðlaugsson, fyrrum söng- málastjóri, leikur á orgel. Matur á eft- ir. Þátttaka tilk. í s. 567-0110. Vesturgata 7 | Aðstoð v/böðun, handavinna kl. 9.15, spurt og spjall- að/leshópur/spil kl. 13. Vitatorg, félagsmiðstöð | Búta- saumur kl. 9, morgunstund kl. 9.30, glerbræðsla kl. 9, framh.saga kl. 12.30, handavinnustofa kl.13, fé- lagsvist kl. 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.