Morgunblaðið - 26.04.2011, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.04.2011, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 2011 Nissan Navara Árgerð 2008, ekinn 54.000 km sjálfskiptur, 2.5 dísel, 4x4, ásett verð 3.990.00,- Tilboð 3.590.000,- HEKLA NOTAÐIR BÍLAR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Ég er að vonast til þess að eftir viku til tíu daga fái ég fyrstu tillögur frá starfshópnum sem við settum í gang í lok mars. Þá mun ég skoða þær og fer eftir atvikum með þær inn í ríkis- stjórn en ég hef ekki viljað gefa nein- ar væntingar um eitt né annað. Þetta er vandi sem menn eru að glíma við um allan heim,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra, að- spurður hvenær niðurstaðna nýskip- aðrar olíunefndar sé að vænta. Krefjast lægri skatta Sögulegt eldsneytisverð hefur verið mikið til umræðu og um helgina dró til frekari tíðinda er Vil- hjálmur Egilsson, framkvæmda- stjóri Samtaka atvinnulífsins, lýsti yfir þeirri skoðun sinni að ríkið ætti að lækka álögur á eldsneyti. Tók hann þar með undir sömu kröfu Fé- lags íslenskra bifreiðaeigenda frá því nokkrum dögum áður. Þá hefur Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, viðrað sambærileg sjónarmið nú nýverið. Spurður um þessar kröfur bendir Steingrímur á að „með örlitlum und- antekningum virðast stjórnvöld víða um heim ekki hafa treyst sér út í beinar aðgerðir til þess að mæta þessum verðhækkunum. Það er enda óvíst að um tímabundið ástand sé að ræða heldur hitt að menn þurfi að búa sig undir að jarðefnaeldsneyt- isverð verði hátt.“ – Í þínu kjördæmi, Norðaustur- kjördæmi, hafa heimamenn bent á að eldsneytisverðið sé farið að valda óheyrilegum flutningskostnaði. Hef- ur þú sem landsbyggðarmaður ekki samúð með því sjónarmiði, að elds- neytisverðið sé orðið of hátt? Hefur vissulega áhyggjur „Ég hef sérstakar áhyggjur af þessu. Hátt olíuverð spilar inn í háan flutningskostnað og var hann þó nógu mikill fyrir. Ég nefni þá sér- staklega framleiðslustarfsemi á landsbyggðinni. Hún býr við stór- skerta samkeppnisaðstöðu út af háum flutningskostnaði.“ – Hvað með það sjónarmið að tekjur ríkisins myndu aukast við það að draga úr álögum vegna aukinnar veltu á öðrum sviðum? „Vandinn er nú sá að þó að ríkið lækkaði sínar álögur um einhverjar krónur á lítrann þá vegur það svo lít- ið á móti þessum gríðarlegu hækk- unum á innkaupsverði. Svigrúm rík- isins til þess að mæta einhliða þessari verðhækkun er afar tak- markað öðruvísi en að það fari að koma beint niður á tekjustofnum til samgöngumála. Veruleikinn er sá að skatthlutfall- ið er komið talsvert niður fyrir 50% og er langt frá því að vera það hæsta í samanburðarlöndum. Það er fyrst og fremst gríðarleg hækkun á inn- kaupsverði sem hefur hleypt upp verðinu núna,“ segir Steingrímur. Bensínlækkun breytti litlu  Fjármálaráðherra telur að nokkurra króna lækkun á álögum á eldsneyti myndi hafa lítil áhrif  Búast megi við háu olíuverði  Boðar skýrslu olíunefndar í maí „Vandinn er nú sá að þó að ríkið lækkaði sínar álögur … þá vegur það svo lítið.“ Steingrímur J. Sigfússon „Nú ætti mesti hrollurinn að vera að baki því spáin næstu daga gerir ráð fyrir suðlægum átt- um, rigningu og hlýindum,“ segir Einar Svein- björnsson veðurfræðingur. Snjór var yfir öllu í höfuðborginni í gærmorgun enda þótt fólk sem tók sitt venjubundna skemmtiskokk léti það ekki slá sig út af laginu. Nokkrar sveiflur hafa verið í veðráttunni síðustu daga, kaldir vindar frá Grænlandsströndum hafa blásið að landinu þótt aprílmánuðir hafi verið fremur hlýir, enda suð- lægar áttir ríkjandi. Næstu daga má, að sögn Einars, gera ráð fyrir fimm til tíu stiga hita með rigningu um landið sunnanvert. Enn hlýrra verður nyrðra þar sem vænta má góðrar tíðar og grasa í túni jafnt sem úthaga. Hrollurinn að baki og hlýindi eru í kortunum Morgunblaðið/Ómar Vélsleðamaðurinn sem lenti í byltu á Tröllafjalli í Áreyj- ardal inn af Reyðarfirði á laugardag liggur slasaður á gjör- gæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Er hann töluvert brotinn en þó á batavegi, að sögn læknis. Björgunarsveitir á Austurlandi sóttu manninn og var hann fluttur til Reyðarfjarðar og á Egilsstaði og með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Páskahelgin var nokkuð annasöm hjá björgunarsveit- um. Nokkuð var um minni útköll, t.d. við að losa fasta bíla úr sköflum og forarpyttum sem eru víða nú þegar frost fer úr jörðu. Þannig fóru björgunarmenn úr uppsveitum Ár- nessýslu á föstudaginn langa inn á Bláfellsháls á Kjalvegi þar sem jeppamenn höfðu fest sig í slæmu færi. „Þó allt sé hvítt yfir að líta er bloti í snjónum og það get- ur villt um fyrir ferðamönnum. Bílar frá okkur sem voru inni í Landmannalaugum komust hvorki lönd né strönd og sömuleiðis gátum við ekkert hreyft snjóbíl. Það er margt að varast,“ sagði Jónas Guðmundsson hjá Slysavarna- félaginu Landsbjörg í samtali við Morgunblaðið í gær. sbs@mbl.is Vélsleðamaðurinn brotinn en á batavegi á sjúkrahúsi Morgunblaðið/Ómar Sleðaferð Vélsleðafólk var víða um páska. Margt ber að varast á útmánuðum, þegar bloti er kominn í snjó.  Páskaannir hjá björg- unarsveitum víða um landið „Atvinnurek- endur hafa aldrei gert athuga- semdir við hverj- ir skipi samn- inganefndir stéttarfélaga. Ég vænti því að fulltrúar launa- manna séu ekki með slíka íhlutun í okkar mál,“ seg- ir Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs- ins. Formaður Rafiðnaðarsambands Íslands krafðist þess í fréttum RÚV í gærkvöldi að fulltrúar LÍÚ vikju frá samningaborði aðila vinnumark- aðarins. Útvegsmenn misnotuðu að- stöðu sína og hefðu iðnaðarmenn að fíflum í yfirstandandi kjara- viðræðum. Viðræður SA og ASÍ um nýjan kjarasamning fóru út um þúfur fyrir páska. Þreifingar hafa þó verið í gangi og sérmál í viðræðum við landssambönd hafa verið til lykta leidd. Í dag munu atvinnurekendur funda hjá ríkissáttasemjara með Starfsgreinasambandinu. Nokkru fyrir páska kynnti Starfs- greinasambandið kröfugerð sína og vill 15 þús. kr. launahækkun á mán- uði og 4,5% hækkun hjá þeim sem hafa yfirborganir. „Viðsemjendur okkar hljóta núna að koma með gagntilboð,“ segir Björn Snæbjörns- son, formaður Starfsgreina- sambandsins. sbs@mbl.is Viðræð- urnar af stað á ný Björn Snæbjörnsson SA skipa ekki í nefnd- ir stéttarfélaga „Það má segja það, að hugs- anlega sé að vænta tíðinda. En ég lofa engu,“ segir Atli Gísla- son þingmaður, aðspurður hvort vænta megi fregna af hugs- anlegri fæðingu nýs stjórnmála- afls á vinstri vængnum í dag. „Við erum að ræða pólitísk og praktísk atriði. Það hafa margir ver- ið í sambandi. Þetta er fólk úr öllum flokkum, alveg ótrúlega margir.“ Tíðinda að vænta í dag? Atli Gíslason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.