Morgunblaðið - 26.04.2011, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.04.2011, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 2011 ✝ Vilmar Guð-mundsson fæddist í Hafnarfirði hinn 28. júní 1922. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Suð- urnesja 10. apríl 2011. Foreldrar hans voru Katrín Margrét Elísdóttir og Guð- mundur Sigurðsson. Fósturfaðir Vilmars var Jóhann Skagfjörð. Hálfbróðir Vilmars samfeðra var Guðjón Guðmundsson, hann er látinn. Hinn 28. júlí 1945 kvæntist Vilmar Björgu Jóhannesdóttur frá Vöðlavík í Helgustaðahreppi. Foreldrar hennar voru Valgerður Arnoddsdóttir og Jóhannes Sig- fússon. Börn Vilmars og Bjargar eru : 1) Margrét Jóhanna f. 25. september 1945, maki Reynir Guðjónsson f. 14. júní 1945. Börn þeirra eru a) Guðjón Vilmar f. 20. febrúar 1966, maki Lilja Jóels- dóttir f. 28. júlí 1965. Börn þeirra eru Margrét Jóhanna, Guðrún Rannveig og Reynir og óskírt barnabarnabarn. b) Bryndís Ásta f. 3. janúar 1970. Börn hennar eru Viktoría Hrund og Ragnar. c) Ró- bert Arnar f. 15. september 1976, maki Ása Árnadóttir f. 24. sept- ember 1977. Börn þeirra eru Ey- þór Ingi, Eva Lind og Andri Steinn, fyrir átti Ró- bert soninn Daníel Aron. d) Jóhann Ingi f. 30. nóvember 1982, maki Hjördís Emilsdóttir f. 19. janúar 1984. Börn þeirra eru Aþena Ósk og Aron Ingi. 2) Alexander Vilm- arsson f. 27. nóv- ember 1948, maki Lilja Friðriksdóttir f. 23. ágúst 1953. Börn þeirra eru: a) Friðrik f. 23. október 1972, maki Birna Sif Ómarsdóttir f. 18. október 1988, barn þeirra Ómar Rafn. b) Björg f. 22. júlí 1975. Börn hennar eru Alexander og Magdalena. c) Eyjólfur f. 3. mars 1981, maki Ingibjörg Helga f. 6. apríl 1984. Barn þeirra er Sölvi. Vilmar ólst upp í Hafnarfirði til 9 ára aldurs. Flyst þaðan til Siglu- fjarðar með móður sinni. Fljót- lega eftir fermingu fer Vilmar að stunda sjómennsku og lengst af sem matsveinn. Um fimmtugt fór hann að starfa við smíðar, lengst af hjá Keflavíkurverktökum. Vilmar og Björg byggðu sér hús við Tjarnargötu 25 í Keflavík og þar bjuggu þau þar allan sinn bú- skap. Útför Vilmars verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag, 26. apríl 2011, og hefst athöfnin kl. 13. Nú ertu farinn, afi, til fundar við ömmu. Það var í takt við þinn karakter að staldra stutt við og sjúkralegan var þar engin und- antekning. Þú varst vanur að vera á sífelldum þeytingi talandi við mann og annan um allt og ekkert. Þegar við lítum til baka yfir farinn veg er okkur minnis- stæðast hversu hlýlegt heimili þið amma bjugguð til, þvílík for- réttindi það voru að fá að eiga svona góðan stað til að koma á, spjalla og þiggja eitthvað gott í gogginn í leiðinni. Það kemur ekki á óvart hvers konar harðjaxl þú varst þegar haft er í huga hversu ungur þú varst þegar lagt var á þínar herðar að fara að sjá um þig sjálfur. Maður getur ein- ungis vonað að manni auðnist brot af því sem þú varst úr garði gerður. Það er því með sorg í hjarta, en um leið gleði fyrir þína hönd, að sjá á eftir þér í faðminn á Björgu ömmu. Eftir sitja minn- ingar um ótrúlegan mann sem á fáa eða engan sinn líka. Friðrik, Björg og Eyjólfur. Elskulegur afi okkar er fallinn frá og góðar minningar fara um huga okkar þegar við lítum um öxl. Afi var okkur mjög kær, hann er stór hluti af bernsku- minningum okkar systkinanna og erum við einstaklega þakklát fyr- ir að hafa átt hann og ömmu að. Afi átti mörg áhugamál og vorum við svo heppin að fá að njóta þeirra með honum. Þegar við vor- um yngri tók hann okkur í bíltúr á sunnudögum, fór með okkur niður á bryggju að skoða bátana og sagði okkur sögur frá síldar- ævintýrinu á Siglufirði. Alltaf var gott að koma á Tjarnargötuna til afa og ömmu og komum við oftast við þegar við áttum leið þar framhjá. Þar var ávallt til suðu- súkkulaði og eitthvað heimalagað að hætti ömmu og „ömmu-kók“, svo lumaði afi á íspinna í frysti- kistunni. Afi hafði mikinn áhuga á veiðum og gerði mikið af því að fara í veiði og vorum við öll mjög lánsöm að hafa farið að veiða með afa. Hann sýndi okkur hvernig ætti að gera veiðistöngina klára, gera veiðihnút og þræða maðkinn á öngulinn. Eitt sumarið veiddi afi stærsta laxinn sem veiddist það sumarið. Hann var mjög stoltur af honum og gekk með mynd af laxinum í vasanum og sýndi öllum sem vildu sjá. Hann átti einnig stækkaða mynd af sér og laxinum niður í bókaherbergi og sýndi hann öllum þá mynd líka. Afi var líka mikill fugla- áhugamaður og daglega, þegar hann hafði heilsu, fór hann út á Fitjar með brauð til að gefa álft- unum og öndunum sem þar eru. Hann var búinn að semja við bak- ara bæjarins og fékk hjá þeim brauð handa fuglunum. Ef hann komst ekki þá fékk hann annan til að gera það fyrir sig. Afi fékk umhverfisverðlaun Reykjanes- bæjar fyrir áralanga tryggð við fuglana á Fitjum árið 2007. Hann gaf líka smáfuglunum á veturna og var alltaf mikið af fuglum í kringum Tjarnargötuna. Okkur eru minnisstæðar sögurnar um álftina sem hann bjargaði úr ís- brynju á Fitjum og af snjótitt- lingnum sem kom ár eftir ár og borðaði úr lófanum hans afa þeg- ar hann flautaði á hann. Afi hafði alltaf nóg að gera og kunni illa við að sitja aðgerðalaus, hann átti mjög erfitt með að viðurkenna að hann væri til dæmis að leggja sig. Hann stoppaði sjaldan lengi við á hverjum stað og minnumst við þess þegar amma var á lífi og þau voru í kaffi hjá foreldrum okkar í Baugholtinu og oftar en ekki var afi kominn út í bíl langt á undan ömmu og beið þar eftir henni. Þegar við komum í heimsókn til ömmu og afa þá settist hann að- eins niður, fékk sér einn kaffi- bolla og spjallaði við okkur og var svo rokinn stuttu seinna til að at- huga með garðinn, fuglana eða bara fara á rúntinn. Afi var mannglöggur og það var eins og hann þekkti alla því hann kom þannig fram við fólk, allir voru jafnir fyrir honum. Nú kveðjum við afa okkar og við vitum að nú eru amma og afi sameinuð á ný. Við erum þakklát fyrir þann tíma sem við áttum með honum og munum við varðveita minningu hans í hjörtum okkar. Hvíldu í friði, elsku afi okkar. Þín afabörn Guðjón Vilmar, Bryndís Ásta, Róbert Arnar og Jóhann Ingi. Langafi Villi er dáinn. Okkur þótti öllum einstaklega vænt um langafa. Við eigum ljúfar og góð- ar minningar frá jólunum heima hjá ömmu og afa í Baugholti og heima hjá honum og langömmu á Tjarnargötunni en þangað var alltaf svo gott að koma. Hann var alltaf svo góður við okkur og vildi okkur það besta. Hjá langafa fékk maður alltaf ís og stundum ekki bara einn, heldur tvo eða jafnvel þrjá. Okkur langar að minnast langafa okkar með fal- legu ljóði: Við sjáum að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær, og faðmi jörðina alla. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóst þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt, og svanur á bláan voginn. (Davíð Stefánsson) Þín langafabörn, Margrét Jóhanna, Viktoría Hrund, Guðrún Rannveig, Daníel Aron, Ragnar, Reynir, Eyþór Ingi, Aþena Ósk, Eva Lind, Andri Steinn og Aron Ingi. Þegar maður horfir um öxl, til bernskuáranna í Keflavík, rifjast upp margar góðar minningar. Þessar góðu minningar eru ekki hvað síst sprottnar af því að við ólumst upp í ríkum og góðum fé- lagskap stórrar fjölskyldu. Megnið af okkar fjölmennu föð- urætt bjó í Keflavík og almennt var mikil samheldni og samgang- ur innan fjölskyldunnar. Björg Jóhannesdóttir föðursystir okkar giftist árið 1945 Vilmari Guð- mundssyni sem við kveðjum nú. Björg og Vilmar byggðu sér hús, Tjarnargötu 25 í Keflavík, og bjuggu þar til dánardags. Villi var sterkur persónuleiki og hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum. Hann lá ekki á skoð- unum sínum og það var gaman að ræða við hann um hvaðeina. Hann var hafsjór af fróðleik og hafði gaman af því að segja sög- ur, sérstaklega af sjónum, en á yngri árum vann hann bæði á fiskveiðibátum og fragtskipum. Svo var nú ekki beinlínis erfitt að laða fram eina og eina veiðisögu en Villi var stangveiðimaður af Guðs náð. Villi unni náttúrunni og dýrunum og sérstaklega fugl- unum. Álftirnar á Fitjum voru fuglarnir hans. Veturinn 1995 var óþekkt að álftir hefðu vetursetu á tjörnunum á Fitjum en þann vet- ur fann Villi álft sem var meidd og frosin í ísinn. Hann braut ísinn frá álftinni, setti hana upp á gras- ið, gaf henni brauð og annaðist næstu daga. Um haustið var Villi á ferð um Fitjar og sá álftina sem hann hafði hjúkrað um veturinn. Hún kom strax til hans og var nú komin með fjóra unga og með henni voru tvær álftir einnig með unga. Upp frá þessu fór Villi á hverjum morgni með fulla poka af brauði frá bakaríunum og gaf álftunum sem hefur fjölgað ár frá ári á Fitjum. Nú þegar farfugl- arnir hópast til landsins er það trú okkar að þeir séu komnir til að heiðra minningu Villa. Björg og Villi voru einn af hornsteinunum í tilveru okkar. Þau voru skemmtilega ólík að mörgu leyti en áttu samt svo vel saman. Björg var hæglát kona en Villi var alltaf mjög kvikur. Þau vógu hvort annað upp. Hjálpsemi þeirra og örlæti var einstakt og hvenær sem hjálpar var þörf voru þau mætt á staðinn. Þær voru ófáar veislurnar sem þau hjónin hristu fram úr erminni af ótrúlegum myndarskap. Okkur þótti alltaf einstaklega þægilegt að koma heim til Bjargar og Villa enda tóku þau alltaf á móti okkur eins og höfðingjum. Það segir kannski sitt að eitt okkar kaus að gista brúðkaupsnóttina sína í kjallaranum hjá Björgu og Villa, frekar en í hótelsvítu. Þau hjón voru klettur sem við reiknuðum eiginlega aldrei með að gæti horf- ið okkur sýnum. Það var okkur harmur þegar Björg lést í desem- ber 2006. Villi syrgði konu sína mjög en hann var samt ekki sú manngerð sem ber tilfinningar sínar á torg. Nú hefur Villi einnig hvatt þetta jarðlíf og þessi frá- bæru hjón eru saman á ný. Það eru vísast fagnaðarfundir og nokkuð ljóst að pabbi okkar og fleiri taka fagnandi á móti hon- um. Það verður ljúft að komast í pönnukökurnar hjá Björgu og Villa þegar okkar tími kemur. Þangað til verður þeirra sárt saknað. Elsku Björg og Villi. Takk fyrir allt. Valgerður, Sigurbjörg, Björg og Jóhannes. Vilmar Guðmundsson ✝ Ása Beckfæddist í Reykjavík 27. apríl 1948. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 16. apríl 2011. Foreldrar Ásu voru Árni Eyjólfur Beck vélstjóri, fæddur á Sóma- stöðum í Reyð- arfirði 12.10. 1919, d. 17.10. 1981, og Ásta Ólafsdóttir Beck, f. í Reykjavík 15.11. 1921, d. 21.6. 2010. Foreldrar Árna voru Hans Jakob Beck útvegsbóndi, f. 17.1. 1838, d. 29.11. 1920, og Mekkín Jónsdóttir Beck, f. 11.5. 1883, d. 11.2. 1975. Foreldrar Ástu voru Ólafur Sigurðsson skip- stjóri, f. 20.8. 1894, d. 9.2. 1969, og Una Þorsteinsdóttir, f. 7.10. 1896, d. 19.3. 1965. Systkini Ásu eru: Ólöf Una Beck, f. 1.11. 1952, og Sveinbjörn Beck, f. 26.7. 1960, d. 6.3. 1979. Sonur Ólafar er Ulf Egill Beck, f. 28.7. 1983, barnsfaðir Björn Luthander. Ása giftist hinn 20. júlí 1969 Jökli Jakobssyni, skáldi og rit- höfundi, f. í Neskaupstað 14.9. 1933, d. 25.4. 1978. Sonur þeirra er Magnús Haukur, f. 20.7. 1971. Dóttir Magnúsar er Þór- unn Elín, f. 18.11. 1989, barns- móðir Annika Walstrom. For- eldrar Jökuls voru Hans Jakob Jónsson prestur, f. 20.1. 1904, d. 17.6. 1989, og Þóra Ein- arsdóttir, f. 12.9. 1901, d. 9.1. 1994. Ása útskrifaðist úr Kvenna- skólanum í Reykjavík 1965. Hún starfaði um árabil hjá Rík- isútvarpinu uns fjölskyldan flutti til Svíþjóðar árið 1976. Ása var búsett í Svíþjóð til sum- arsins 2010, að hún flutti aftur heim til Íslands. Útför Ásu Beck fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, 26. apríl 2011, og hefst athöfnin kl. 15. Hlýjar og góðar minningar koma upp í hugann þegar ég minnist Ásu Beck. Ég kynntist Ásu 1969 á tónlistardeild Ríkisút- varpsins við Skúlagötu, þar sem hún vann við hlið móður minnar, Else Snorrason. Þær urðu fljótt miklar og góðar vinkonur, þrátt fyrir mikinn aldursmun, en eins og vinkona mömmu komst að orði „Else var alltaf 17!“ Ása kom mikið á heimili mömmu, svo bættist við litla fjöl- skyldan, Jökull Jakobsson og sonur þeirra Magnús Haukur. Mamma var svaramaður í brúð- kaupi Ásu og Jökuls ásamt Magnusi Magnussyni sjónvarps- manni, og er sonurinn skírður í höfuðið á Magnúsi og Haukur eftir föður mínum Hauki Snorra- syni. Mamma elskaði þessa fjöl- skyldu, það var mikill samgangur og Magnús Haukur fékk strax þann sess að vera barnabarn, hann var augasteinn ömmu Elsu, til jafns við önnur barnabörn. Ég naut góðs af vinskap mömmu og Ásu, við urðum góðir vinir, hittumst oft bæði hjá mömmu og í Garðbæ, heimili Ásu og Jökuls, og á tónlistar- deild þar sem ég var tíður gest- ur. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að þekkja Ásu, þessa fal- legu stúlku með sitt fallega bros. Hún var hlý og gjöful, skemmti- leg og klár, góður og traustur vinur. Eða eins og mamma sagði: „Hún er svo kvikk, hún Ása!“ Ég sendi mínar innilegustu samúðarkveðjur til Magnúsar Hauks og Þórunnar og ég veit að guð geymir Ásu Beck. Kristín Hauksdóttir. „Stelpur, það eru til ósóttir miðar á Dramaten í kvöld, eruð þið með?“ Við fórum í leikhúsið með Ásu. Við drifum okkur alltaf þegar hún bankaði, jafnvel með hálf- tíma fyrirvara. Hún var leikhús- kona enda gift Jökli leikskáldinu okkar. Við kynntumst í Stokkhólmi á áttunda áratugnum og áttum saman indælar stundir í áhyggjuleysi og lífsþorsta. Héld- um veislur á stúdentagarðinum í Kungshamra með íbúum hverf- isins. Ása var hrókur alls fagn- aðar og ómissandi á slíkum stundum. Hún var drifkraftur- inn. Lagði á borð úti í garði. Keypti inn og grillaði líka ef því var að skipta. Fann réttu serv- étturnar, diskana og allt passaði. Allir voru velkomnir. Háir sem lágir. Við nutum saman veður- blíðunnar á sumrin og lögðum land undir fót um nágrennið til að skoða skóginn í Ulriksdal og fara saman í bæinn á kaffihús. Endalaust gátum við þvælst um Stokkhólm og skoðað Gamla Stan. Minningarnar sem við eig- um frá þessum ferðum eru ógleymanlegar. Það var alltaf opið heima hjá Ásu, ekki nokkrum manni var út- hýst. Ef einhvern að heiman vantaði gistingu var alltaf laust herbergi hjá henni með uppbúnu rúmi. Hún var snillingur í mat- argerð og bauð í dýrlegar veisl- ur. Hún var fyndin og orðheppin og sagði svo skemmtilega frá að gestirnir veltust um af hlátri. Lífið lék ekki alltaf við hana. Hún missti Jökul og eina bróður sinn með stuttu millibili. En hún kunni að bregðast við sorginni og stóð alltaf hnarreist og sterk. Þau Jökull eignuðust saman soninn Magnús Hauk sem var áberandi strákur í hverfinu okk- ar Kungshamra. Fallegur og kraftmikill drengur sem hjálpaði öllum eins og Ása. Hann leitaði uppi og fann týnda skó. Hljóp um með krökkunum sem voru að læra að hjóla og studdi við hjólið. Þannig var hann einsog mamma hans, góður og hjálpsamur. Magnús eignaðist dótturina Þórunni Elínu sem varð auga- steinn ömmu sinnar og mikil vin- kona. Við vitum að þær áttu sam- an góðar stundir. Þegar við fluttum heim til Ís- lands vildum við hafa Ásu með okkur, ætluðum að hitta hana í hrauninu við Hafnarfjörð, í litla Garðbæ, þar sem þau Jökull bjuggu fyrst. En hún ætlaði að koma seinna. Því miður náði hún ekki að komast til okkar. Við þökkum Ásu allar góðar samverustundir og minningarn- ar um hana munu ylja okkur. Elín Snædal og Gyða Gunnarsdóttir. Ása Beck Minn kæri föðurbróðir og frændi Ásgeir H. Jónsson er far- inn … áfram yfir í eilífðina þangað sem við öll förum fyrr eða síðar. Honum hefur örugglega verið fagnað af foreldrum og systkinum, sem öll eru farin. Ásgeir var næstyngstur af systkinunum frá Hraunum/ Lambanesreykjum í Fljótum í Skagafirði. Systkini Ásgeirs voru Guð- mundur, Sigurlína, Snorri, Svavar og Anna. Foreldrar þeirra voru Sigríður Guðmundsdóttir og Jón Sigmundsson. Frá því ég man eftir mér sem barn man ég vel eftir Ásgeiri frænda. Hann var hóflegur í fram- komu, dulur sem persóna, snyrti- menni, stutt í grín og glens í góðra vina hópi. Hljóðfæraleikari var hann, sjálflærður fram í fingur- góma. Mikill grúskari á sínum yngri árum (sagði pabbi minn mér) og seinna meir lærði hann rafvirkni, sem þá kallaðist. Ásgeir var mjög vandasamur til verka og kom það sér vel í svona iðn sem rafeindameistari þarf að hafa. Hann gerðist rafveitustjóri í Húnavatnssýslunni í allmörg ár með aðsetur á Blönduósi. Alltaf ef illa viðraði gat það haft Ásgeir Hólm Jónsson ✝ Ásgeir HólmJónsson fæddist á Molastöðum í Austur-Fljótum 4. mars 1933. Hann andaðist á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri fimmtu- daginn 14. apríl 2011. Útförin fór fram frá Akureyrarkirkju 20. apríl 2011. rafmagnsleysi í för með sér, þá vissum við að frændi hafði mikið að gera úti í stórhríðum eða ofsaroki, að koma lagi á línurnar eða klifra upp í raf- magnsstaurana og þvíumlíkt, sem nú heyrir sögunni til. Vel er nú það. Þá kom sér ákaf- lega vel fyrir hann að keyra um á blágræna Scout-jeppanum sínum með gamla góða númeraspjaldinu H-604. Á þessum árum kunni ég öll bílnúmerin í sýslunni og var ákaflega stolt yfir jeppanum hans frænda, sem allir aðrir þekktu svo vel líka. Allir þekktu Ásgeir frænda og verkin hans. Ásgeir átti fallega konu, hana Guðrúnu sína, og tvö yndisleg börn, Hauk og Huldu. Fjölskyldan bjó á Árbrautinni á Blönduósi. Þangað kom ég oft við í kaffisopa og spjall með foreldrum mínum, þá í „kaupstaðarferðum“. Þar var alltaf ákaflega vel tekið á móti okkur á heimili þeirra. Ég man sérstaklega eftir öllum labbrabb- tækjunum og talstöðvum, alls konar símatækjum sem fylltu augu forvitinnar sveitastúlku (mín). Svo eignuðust þau sjónvarp langt á undan okkur, sem var auð- vitað mjög áhugavert og spenn- andi. Svona gæti ég lengi rifjað upp gamlar og góðar minningar um elskulegan frænda minn. Ég kveð ástkæran frænda minn með þakklæti fyrir gamalt og gott og votta konu hans og börnum og fjölskyldum þeirra dýpstu samúð. Ásdís Svavarsdóttir frá Öxl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.