Morgunblaðið - 26.04.2011, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 26.04.2011, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 2011 » TónlistarmennirnirElíza Newman og Helgi Björnsson stilltu saman strengi sína í tónleikaröðinni Fugla- búrið 19. apríl á Café Rósenberg. Þau fluttu eigið efni og þá saman og hvort í sínu lagi. Tón- leikarnir eru haldnir að undirlagi Félags tón- skálda og textahöfunda. Elíza Newman og Helgi Björnsson í Fuglabúrinu Morgunblaðið/Eggert Söngfuglar Helgi Björnsson og Elíza Newman taka lagið saman í Fuglabúrinu. Myrra Rós Þrastardóttir, Margrét Þorgeirsdóttir og Snædís Snorradóttir. Vestfirðingar Kiddi, Spessi, Siggi og Arnar eru allir Ísfirðingar. Gestir Helga Björnsson og Edda Þórarinsdóttir. Hvað ertu að hlusta á um þessar mundir? Ég er að hlusta á ýmislegt, flakka svolítið á milli. Ég er að hlusta á Melody Gardot, frábær söngkona sem er svona djassmegin. Ég er líka að hlusta á Secret Sisters sem eru yndislegar kántrísöngkonur og nýja verkefnið hans T.Bone Burnett og svo Scott Matthews … alveg óþekktur hérna en alveg geggjaður tónlistarmaður. Svo var ég að hlusta á nýju plötuna með Duran Duran. Skemmtileg blanda! Hvaða plata er sú besta sem nokkurn tíma hefur verið gerð að þínu mati? Ég get aldrei sagt að eitthvað eitt sé „best“. Þetta er líka tengt vissum áratugum og straumar og stefnur, hljómur og tækni breytast mikið. Ég get alveg nefnt nokkrar plötur sem hafa haft rík áhrif á mig: Allar Bítlaplöturnar, Raising Sand með Plant og Krauss, Rumours með Fleetwood Mac, allar plötur Joni Mitch- ell, þá sérstaklega Blue og Clouds, Tapestry með Carol King, OK Computer með Radiohead. Gæti nefnt svolítið margar í viðbót. Hver var fyrsta platan sem þú keyptir og hvar keyptirðu hana? Annaðhvort er það The Muppet Show eða eitthvað af safnplötunum góðu gömlu. Líklega keypti ég þetta í Músík og sport í Hafnarfirði eða … mhm … ég bara man það ekki … Hvaða íslensku plötu þykir þér vænst um? Eniga Meniga með Olgu Guðrúnu Árnadóttur og Svanhildur syngur fyrir börnin með Svanhildi Jakobs. Ég söng hástöfum með þessum plötum þegar ég var lít- il. Alveg elskaði þetta. Mér líður líka alltaf vel þegar ég heyri þetta í útvarpinu í dag. Hvaða tónlistarmaður værir þú mest til í að vera? mhmm …erfitt …kannski bara Bono … hann er flott- ur og með hlutina á hreinu. Á samt dálítið erfitt með að staðsetja mig í einhverjum öðrum. Væri líka til í að vera Joni en hún reykir alltof mikið. Hvað syngur þú í sturtunni? Ég syng yfirleitt eitthvað úr söng- leikjum en í gær var það samt You lost me með Christinu Aquil- era. Flott lag og algjör eyrnaormur. Maður verður að geta blastað aðeins út í sturtunni. Hvað fær að hljóma villt og galið á föstudagskvöldum? Það er opin dagskrá á föstudögum … Aretha Franklin, Levon Helm, U2, Mavis Staple, Radiohead, Stevie Wonder … og auð- vitað vinir mínir í Duran Duran. Ég er líka með frá- bæran DJ heima sem setur alltaf eitthvað nýtt á fóninn sem ég hef aldrei heyrt áð- ur. Tónlistin hættir aldrei að koma mér á óvart hvort sem það er nýtt eða gamalt! Í mínum eyrum Margrét Eir Joni reykir of mikið Margrét Eir Syngur eitthvað úr söngleikjum í sturtu. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ 551 1200 I leikhusid.is 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is NEI, RÁÐHERRA! (Stóra sviðið) Fös 29/4 kl. 19:00 Sun 8/5 kl. 20:00 Sun 29/5 kl. 20:00 Fös 29/4 kl. 22:00 aukasýn Fös 13/5 kl. 19:00 Fös 3/6 kl. 20:00 Lau 30/4 kl. 19:00 Fös 13/5 kl. 22:00 aukasýn Lau 4/6 kl. 20:00 Lau 30/4 kl. 22:00 Sun 15/5 kl. 20:00 Fös 10/6 kl. 20:00 Fim 5/5 kl. 20:00 Fim 19/5 kl. 20:00 Lau 11/6 kl. 20:00 Fös 6/5 kl. 19:00 aukasýn Fös 20/5 kl. 19:00 Lau 7/5 kl. 19:00 Lau 28/5 kl. 19:00 Tveggja tíma hláturskast...með hléi Strýhærði Pétur (Litla sviðið) Fim 28/4 kl. 20:00 8.k Lau 30/4 kl. 20:00 10.k Fös 6/5 kl. 20:00 Fös 29/4 kl. 20:00 9.k Fim 5/5 kl. 20:00 Lau 7/5 kl. 20:00 Krassandi ruslópera. Áhorfendur standa á sýningunni. Ekki við hæfi ungra barna. Húsmóðirin (Nýja sviðið) Þri 26/4 kl. 20:00 forsýn Sun 8/5 kl. 20:00 8.k Lau 28/5 kl. 20:00 aukasýn Mið 27/4 kl. 20:00 frumsýn Fös 13/5 kl. 20:00 9.k Sun 29/5 kl. 20:00 17.k Fim 28/4 kl. 20:00 2.k Sun 15/5 kl. 20:00 10.k Þri 31/5 kl. 20:00 18.k Fös 29/4 kl. 20:00 aukasýn Þri 17/5 kl. 20:00 11.k Mið 1/6 kl. 20:00 19.k Lau 30/4 kl. 20:00 3.k Mið 18/5 kl. 20:00 12.k Fim 2/6 kl. 20:00 20.k Þri 3/5 kl. 20:00 4.k Fim 19/5 kl. 20:00 aukasýn Fös 3/6 kl. 20:00 21.k Mið 4/5 kl. 20:00 5.k Fös 20/5 kl. 20:00 13.k Lau 4/6 kl. 20:00 22.k Fim 5/5 kl. 20:00 aukasýn Sun 22/5 kl. 20:00 14.k Sun 5/6 kl. 20:00 Fös 6/5 kl. 20:00 6.k Þri 24/5 kl. 20:00 15.k Þri 7/6 kl. 20:00 Lau 7/5 kl. 20:00 7.k Mið 25/5 kl. 20:00 16.k Mið 8/6 kl. 20:00 Samvinnuverkefni Borgarleikhússins og Vesturports Afinn (Stóra sviðið) Fim 28/4 kl. 20:00 Óumflýjanlegt framhald Pabbans Faust (Stóra svið) Fim 12/5 kl. 20:00 Lau 21/5 kl. 20:00 Fös 27/5 kl. 20:00 Örfár aukasýningar í maí! Eldfærin (Stóra sviðið) Lau 30/4 kl. 13:00 Lau 7/5 kl. 13:00 Lau 14/5 kl. 13:00 Lau 30/4 kl. 14:30 Lau 7/5 kl. 14:30 Lau 14/5 kl. 14:30 Sun 1/5 kl. 13:00 Sun 8/5 kl. 13:00 Sun 1/5 kl. 14:30 Sun 8/5 kl. 14:30 Sögustund með öllum töfrum leikhússins Afinn – HHHH J.V. DV

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.