Morgunblaðið - 26.04.2011, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 26.04.2011, Blaðsíða 36
ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 116. DAGUR ÁRSINS 2011 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Vilja rannsaka gamalt mannshvarf 2. Röktu slóðina í heimahús 3. Reynt að hengja 11 ára dreng 4. Api gengur laus í Danmörku »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Söngkonan og söngvaskáldið Mariah Ver Hoef frá Alaska kynnir nýútkomna sólóplötu sína „Space between two worlds“ í Evrópu á næstunni og verða fyrstu tónleikarnir á Íslandi; í Merkigili á Eyrarbakka kl. 20 í kvöld og á Rósenberg kl. 21 ann- að kvöld. Evróputúrinn hefst í kvöld á Eyrarbakka  Helgi og hljóð- færaleikararnir hafa gefið út plöt- una Nakta apann með tuttugu nýj- um lögum eftir alla hljómsveitar- meðlimi, ýmist eina sér eða með öðrum, en allir textar eru eftir Helga Þórsson. Út- gáfutónleikar verða á Dalvík föstu- daginn 29. apríl nk. og á Græna hatt- inum á Akureyri daginn eftir. Tónleikar Helga og hljóðfæraleikaranna  Grammyverðlaunahafinn Elvis Cos- tello heldur tónleika í Hörpu 21. nóv- ember nk. og hefst forsala aðgöngu- miða á netinu (Harpa.is) klukkan 12:00 í dag. Costello verður einn á sviðinu á tónleikunum og á heimasíðu hans (elviscostello.is) er hægt að panta óska- lög fyrir tón- leikana. Miðasala á tónleika Elvis Costellos Á miðvikudag Suðaustan 8-15 m/s og talsverð rigning austantil framan af degi, en annars suðvestlæg eða breytileg átt, 3-8 og skúrir. Hiti 5 til 10 stig, en kólnar um kvöldið. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Sunnan og suðvestan 8-15, hvassast vest- ast. Rigning eða súld vestantil á landinu, en annars þurrt að kalla. Hiti 5 til 13, hlýjast austantil. VEÐUR Valsmenn urðu í gær deildabikarmeistarar í knattspyrnu karla í annað sinn þegar liðið lagði Fylk- ismenn, 3:1, í fram- lengdum leik í Kórnum. Þetta var annar titill Vals- manna á undirbúnings- tímabilinu en þeir hömp- uðu einnig Reykjavíkur- meistaratitlinum. Íslandsmótið hefst svo um næstu helgi með leik KR og Breiðabliks. »4 Valsmenn unnu deildabikarinn Hermann Hreiðarsson náði þeim áfanga um helgina að spila sinn 500. deildarleik á ferl- inum og er hann þriðji ís- lenski knatt- spyrnumað- urinn í sögunni sem nær þeim leikjafjölda. Arnór Guð- johnsen hefur átt leikjametið lengi en hann spilaði samtals 523 deildar- leiki á sín- um ferli. »1 Hermann sá þriðji í 500 leikja klúbbinn Katrín Ómarsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, hefur skrifað undir samn- ing við nýtt bandarískt atvinnumanna- lið, Orange County Waves í Kaliforníu. Orange County Waves mun spila í WPSL í sumar en áætlað er að liðið verði með í WPS-deildinni næsta sum- ar. Þar á Ísland einn fulltrúa, Hólmfríði Magnúsdóttur, sem leikur með Phila- delphia Independence. »1 Katrín til liðs við Orange County Waves ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ben@mbl.is Goðsögnin um Fönixinn sem brenn- ur upp í eldinum og rís svo upp úr öskunni með nýja vængi er inn- blástur sýningar sem sett verður upp á Listahátíð í Reykjavík eftir tæpan mánuð, þar sem sönglist, danslist og leikhús er brætt saman í eina heild. „Eftir því sem maður öðlast meiri lífsreynslu sér maður að fólk fer stöðugt í gegnum stórar breytingar – það byggir upp líf sitt og svo hryn- ur allt, það gengur í gegnum skiln- að, veikist eða verður fyrir sorg og allt hrynur. Rétt eins og gerðist með Ísland,“ segir María Ellingsen leikkona. „Ég stúdera mikið goðsög- ur og hvernig þær spegla í stóru samhengi það sem við göngum í gegnum og mér fannst gaman að þessari goðsögu um Fönixinn – hvernig hann fer inn í eldinn og brennur upp áður en hann endur- fæðist. Þegar eitthvað hrynur þýðir það ekki að maður sé dáinn heldur að maður muni endurfæðast. Þetta finnst mér mjög spennandi hugsun: að ná að sleppa, deyja og fæðast á ný.“ Unnu við Úlfhamssögu María fékk til liðs við sig tónlist- arkonuna Eivöru Pálsdóttur og finnska nútímadansarann Reijo Kela til að gera þessu viðfangsefni skil, en þau unnu saman að upp- færslu Úlfhamssögu árið 2004. „Við höfum fikrað okkur áfram eftir þessu þema en allir koma með sína lífsreynslu inn í þetta og við vinnum öll á mjög ólíkan hátt,“ heldur María áfram. „Þetta er mjög per- sónulegt og við höfum farið mjög nálægt sjálfum okkur.“ Umgjörð sýningarinnar er óvenjuleg, t.d. fyrir það að áhorf- endur eru á sviðinu þar sem verkið verður flutt og það er án talaðra orða, svo leikkonan María „hreyfir sig í gegnum stykkið“ eins og hún orðar það. Eivör kemur líka við sögu á sviðinu en hún semur og flyt- ur lifandi tónlist sem hreyfingarnar hverfast um. „Mér fannst þetta strax mjög spennandi hugmynd þegar María kom með hana og ég fæ mik- inn inn- blástur af því að vinna með hana. Þetta er svolítið mikill spuni hjá mér enn sem komið er og ég hugsa að þannig verði það, alla vega að einhverju leyti, þótt eitthvað verði ákveðið líka,“ segir hún. Aðkoma Reijos að Úlfhamssögu var með nokkru öðru móti en nú, en í þeirri sýningu kom hann fram í myndbandi sem var tekið upp í Finnlandi, þar sem hann dansaði nakinn á ísbreiðu. Núna verður hann hins vegar í eigin persónu á sviðinu. „Ég hugsa lítið um sjálfan mig og söguna að baki verkinu held- ur fyrst og fremst um tónlistina og að upplifa andartakið og rýmið,“ segir hann og bætir því við að hon- um henti vel að vinna með þessum hætti. „Alla vega ef ég fæ nægilegt frjálsræði. Ég hef unnið með dans- spuna í næstum því 20 ár, svo mér líkar ekki að endurtaka mig.“ Að sleppa, deyja og fæðast á ný  Ferðalag Fönixins sett upp á Listahátíð í vor Morgunblaðið/Ómar Listamennirnir María Ellingsen, Eivör Pálsdóttir og Reijo Kela unnu saman að Úlfhamssögu fyrir sjö árum. Auk Maríu, Eivarar og Reijos koma Snorri Freyr Hilmarsson leikmyndahöfundur, Filippía El- ísdóttir búningahönnuður og Björn Bergsteinn Guðmundsson ljósameistari að sýningunni en verkefnastjóri og framleiðandi er Sigrún Þorgeirsdóttir. Verkið verður flutt þrisvar á Listahá- tíð í vor en að auki er stefnt að sýningum í Færeyjum og Finn- landi síðar á árinu. Sýnt þrisvar FLUTT Á LISTAHÁTÍÐ Í VOR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.