Morgunblaðið - 26.04.2011, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.04.2011, Blaðsíða 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 2011 –– Meira fyrir lesendur PANTAÐU AUGLÝSINGAPLÁSS : Þann 13. maí gefur Morgunblaðið út sérblað Ferðasumar 2011 ferðablað innanlands. Ferðablaðið mun veita upplýsingar um hvern landshluta fyrir sig. Ferðablaðið verður aðgengilegt á mbl.is. Ferðablaðinu verður einnig dreift á helstu Upplýsingamiðstöðvar og bensínstöðvar um land allt. MEÐAL EFNIS: Fjölskylduvænar uppákomur um land allt. Hátíðir í öllum landshlutum Gistimöguleikar. Ferðaþjónusta. Útivist og náttúra. Uppákomur. Skemmtun fyrir börnin. Sýningar. Gönguleiðir. Tjaldsvæði. Skemmtilegir atburðir. Ásamt fullt af öðru spennandi efni. Katrín Theódórsdóttir Sími 569 1105 kata@mbl.is NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 9. maí. Ferðasumar 2011 ferðablað innanlands SÉ R B LA Ð „Lífið getur verið erfitt og flókið. Maður veit aldrei í hvorn fót- inn maður á að stíga. Við getum farið í ólík- ar áttir en ég vona að ég hafi valið rétta leið.“ Lokaorð aðal- persónunnar í söng- leiknum „Ólíkum átt- um“, í uppsetningu leiklistarhóps Öldu- selsskóla. Á liðnu hausti kom í ljós að nokkr- ir unglingar í Seljahverfi fiktuðu með fíkniefni (gras). Hratt var brugðist við og tekið á málum með uppbyggilegum hætti af skólastjórn- endum, kennurum, foreldrum og nemendum. M.a. var félagsstarf skólans eflt og sjö nýir klúbbar stofnaðir. Leiklistarhópur skólans var stórefldur og í kjölfarið samdi hann og setti upp söngleik um líf nú- tímaunglinga. Rúmlega áttatíu ung- lingar tóku þátt í uppfærslunni eða um helmingur af unglingadeild skól- ans. Áhersla hefur þannig verið lögð á að nemendur hafi nóg uppbyggi- legt fyrir stafni utan hefðbundins skólatíma. Afrakstur hins öfluga leiklistarhóps kom í ljós fyrir nokkr- um vikum með leikritinu Ólíkum átt- um, sem sýnt var við góðar undir- tektir. Frábær söngleikur Í söngleiknum var fjallað á hisp- urslausan hátt um þær áskoranir og lífsþorsta, sem fylgja unglingsárun- um. Skólinn, samskipti kynjanna, foreldravandamál og vímuefnavand- inn fá veglegan sess. Allir, sem muna unglingsárin, þekkja hugs- anirnar og samtölin. Börnin halda út á fullorðinsbrautina, sum varfærn- islega, öðrum liggur lífið á. Eins og í heimi hinna fullorðnu ná ekki allir að greina á milli raunverulegra gilda og gervigilda. Útlitsdýrkun, kraftadella og tíska fá sinn skammt. Leikritið er innihaldsríkt, bráð- skemmtilegt og oft veltust áhorf- endur um af hlátri. Ég velti því fyrir mér á sýningunni hvaða leikrita- skáld næði að túlka svo vel gleði, sorgir og viðfangsefni unglinga með eigin orðfæri þeirra og um leið að tvinna marga ólíka þætti saman svo úr yrði heilsteypt og vel heppnað leikrit. Ólöf Halla Bjarnadóttir leik- listarkennari lagði til söguþráðinn en unglingarnir skrifuðu þættina og mótuðu framvinduna eftir sínu höfði. Nemendunum er óskað til hamingju með frábært leikrit. Ólöf Halla, Daníel Gunnarsson skólastjóri og Haraldur Reynisson tónmennta- kennari, sem stýrði metnaðarfullum tónlistarflutningi, fá einnig ham- ingjuóskir ásamt kennurum og öðr- um starfsmönnum skólans. Stutt á milli gleði og harms Þessi bráðskemmtilegi söngleikur hafði þó alvarlegan undirtón í líki vá- gests, sem leggur snörur sínar fyrir unga fólkið okkar á viðkvæmasta og áhrifagjarnasta skeiði lífsins. Þetta er vímuefnavandamálið, sennilega stærsta ógnin sem steðjar nú að vestrænum þjóð- félögum. Einhverjir falla í freistni, misstíga sig og kjósa að flýja veruleikann um stund, sækja í hluti sem síðan reynast ekki eftirsókn- arverðir. Fjallað er á hispurslausan hátt um þann hlut sem gerir alla baráttu stjórnvalda gegn eiturlyfjum erfiða, þ.e. þann skelfilega hvata fíkniefnaneytand- ans að leita uppi þá sem minnst mótstöðuafl hafa gegn efnunum, búa til nýja neytendur og selja þeim dóp svo hann sjálfur geti dópað frítt: „Hvað er í gangi, er ég nú orðin einhver dí- ler? Eins og ég sé ekki í nægum vandræðum fyrir? En er þetta ekki í lagi; það er ekki eins og ég sé ein- hver sjúskaður sprautufíkill,“ segir ein persónan í áhrifamiklu atriði. Vel kom fram í leikritinu hversu örstutt er á milli fölskvalausrar lífs- gleði æskunnar og hins harða heims eiturlyfjanna. Fjörugur söngleikur fær sorglegan endi með dauða einn- ar aðalpersónunnar. Með því sýna leikritahöfundarnir 82 að þeir átta sig á miskunnarleysi eiturlyfja- heimsins og miðla þeim veruleika til skólafélaga sinna. Nemendur, kenn- arar og skólastjórnendur við Öldu- selsskóla fá bestu þakkir fyrir gott framtak. Eflum jákvæðar forvarnir Ekkert hverfi er stikkfrí þegar kemur að vímuefnavanda ung- menna. Fyrir nokkrum vikum heim- sótti ég t.d. skóla í Vesturbænum þar sem fjórtán ára nemendur sögðu frá því að piltur hefði komið á skóla- lóðina og boðið þeim fíkniefni til kaups. Gagnvart slíkum vágestum þarf ætíð að vera á verði og verði þeim ágengt, þarf að grípa í taum- ana með uppbyggilegum hætti eins og gert var í Ölduselsskóla. Reynslan sýnir að fíkniefnavand- inn verður aldrei leystur með lög- gæslu og tolleftirliti. Jákvæðar for- varnir á einstaklingsbundnum grunni, í skólum og félagsstarfi, virðast skila mestum árangri. Nefna má aukna samveru foreldra og barna og umræður um málið á heim- ilum sem og þátttöku í starfi íþrótta- félaga, skáta, félagsmiðstöðva o.s.frv. Síðast en ekki síst felast já- kvæðar forvarnir í miðlun upplýs- inga milli unglinganna sjálfra á jafn- réttisgrundvelli, eins og í þessu góða leikriti. Slíkar forvarnir þarf að efla og þar geta allir lagt eitthvað af mörkum. Ólíkar áttir Eftir Kjartan Magnússon Kjartan Magnússon » Jákvæðar forvarnir á einstaklings- bundnum grunni, í skólum og félagsstarfi, virðast skila mestum árangri í baráttunni við fíkniefnin. Höfundur er borgarfulltrúi og situr í menntaráði og íþrótta- og tómstundaráði. Forvarnir Úr uppfærslu nema Ölduselsskóla á söngleiknum Ólíkar áttir. Nú reynir á rögg- semi löggjafans. Það er skylda okkar bind- indismanna að draga í dagsljós fram tiltækar staðreyndir um váleg- ar afleiðingar áfeng- isneyzlu og samofnar þeim afleiðingar ann- arra vímuefna. Þar leitum við yfirleitt til virtra rannsóknaraðila og helzta leiðarljós okkar er svo stefnumörkun Al- þjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar – WHO sem ætti í raun að vera leiðarljós stjórnvalda og löggjafans um leið. Skylda okkar er líka sú að vekja athygli á því sem er að gerast á innlendum vettvangi, þau vanda- mál er næst okkur standa. Þar er því miður af nægu að taka, þótt gleðilegt sé það vissulega að áfeng- isneyzla unglinga skuli vera snöggt- um minni, sem gefur manni von um betri tíð og máske þá blóm bind- indis í þjóðlífshaganum. Sláandi hörmulegar fregnir um dauða svokallaðra útigangsmanna sem hreinlega hafa orðið úti í okkar velferðarsamfélagi eru virkilega sem aðvörun til allra sem um heil- brigðismál véla á einhvern máta, til okkar allra sem hugsa um þessi mál yfirleitt. Alltof sjaldan les mað- ur eða heyrir frá þessu fólki sem á þó að vera vakandi með voðann hið næsta sér oft á tíðum, alltof oft í raun. Þessa sakna ég og raunar umfjöllunar almennt um þessi mál, svo oft er líkast því að áfengisvand- inn út af fyrir sig sé eitthvert feimnismál og vonandi að það stafi ekki einfaldlega af því að þar eru alltof marg- ir neytendur er ekki vilja skyggja á „gleði- gjafann“ sinn, eins og maður heyrir þó alltof oft í máli ótrúlegasta fólks. Það er nefnilega svo hörmulega oft sem gleðigjafinn breytist í hörmungarvald, allt yfir í eyðileggingu mannlegra eiginda. Þessar staðreyndir fá aukið vægi hjá almenningi ef um þær er fjallað af þeim sem fást við þennan ógnarvanda hið næsta sér og hafa bæði siðræn og heilsufars- leg gildi í fylgd með sér. En aðalástæða þessa pistils míns er sú að nú fær löggjafinn gullið tækifæri til að sýna vilja sinn í áfengismálum, m.a. varðandi áfeng- isauglýsingar sem eiga að vera bannaðar lögum samkvæmt, en framkvæmdin ekki reynzt sú sem löggjafinn á sínum tíma augljóslega ætlaðist til. Hér á ég við frumvarp sem nýlega hefur verið lagt fram á Alþingi um breytingar á áfeng- islöggjöfinni. Það er Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sem leggur frumvarpið fram fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Fyrir hans hlut í þessu máli skal þakkað alveg sér- staklega. Það eru ýmsar mætar breytingar sem þetta frumvarp fjallar um og allar þær helztu til bóta, m.a. um leyfilegt áfengismagn í blóði ökumanns, enn meiri og um leið sjálfsagðari takmarkanir á því, enda ófáir harmleikirnir sem hafa orðið að veruleika vegna áfeng- isneyzlu ökumanna og vonandi verða allir sammála um þetta á Al- þingi. Það atriði sem við bindind- ismenn teljum markverðast varðar þó áfengisauglýsingar og hindrun á undanskotum á þeirri löggjöf sem þar er í gildi. Það heyrast strax mótbárur við þessu atriði, enda vita menn að fjölmiðlar, auglýsingastofur, að ekki sé minnst á alla framleiðendurna og seljend- urna á þessari vöru hafa haft af undanskotunum gífurlegar tekjur og eiga því sína slæmu hagsmuni að verja, enda þegar byrjaðir að skrækja um boð og bönn, frels- issviptingu og hvaðeina í þeim dúr. Vitandi ættu þessir aðilar allir að vera, að það sem þeir hafa verið að gera með undanskotunum eru brot á íslenzkri, ótvíræðri löggjöf og ættu ekki aðeins að þegja held- ur enn frekar að skammast sín, sem er líklega til of mikils mælzt. En nú er að sjá hvort alþing- ismenn standa með íslenzkri lög- gjöf, þannig að hún nái tilgangi sínum eða hvort öskurapakórinn verður öllu yfirsterkari. Við bíðum og sjáum hvað setur, en vonum hið bezta. Nú reynir á röggsemi löggjafans Eftir Helga Seljan »… nú fær löggjafinn gullið tækifæri til að sýna vilja sinn í áfeng- ismálum, m.a. varðandi áfengisauglýsingar sem eiga að vera bannaðar lögum samkvæmt … Helgi Seljan Höfundur er formaður fjölmiðlanefndar IOGT.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.