Morgunblaðið - 26.04.2011, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.04.2011, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 6. A P R Í L 2 0 1 1  Stofnað 1913  96. tölublað  99. árgangur  BJARTSÝNI OG ÆVINTÝRALEGT DRAUMALÍF UMDEILD 15 METRA REGLA VIÐ SORPLOSUN ARNAR DAVÍÐ EVRÓPUMEIST- ARI Í KEILU TEKUR SENN GILDI 12 STEFNIR HÆRRA ÍÞRÓTTIRHAMINGJA 10 Kvörtun vegna aðgerða stjórnvalda í kjölfar gengislánadómanna svo- kölluðu hefur verið send til Eftirlits- stofnunar EFTA (ESA). Telja þeir sem að kvörtuninni standa að að- gerðirnar brjóti í bága við grund- vallaratriði evrópsks neytendarétt- ar. Það eru Hagsmunasamtök heim- ilanna, Samtök lánþega og um þús- und einstaklingar sem rita undir kvörtunina, en talsmaður hópsins er hæstaréttarlögmaðurinn Björn Þorri Viktorsson. „Fólki er ætlað að taka á sig afturvirka vexti, allt upp í 21% á ársgrundvelli vegna tímabila sem löngu er búið að greiða fyrir og gera upp. Þetta gengur algerlega gegn þeirri grundvallarhugsun að neytendur eigi að vita í upphafi þeg- ar þeir gangast undir samninga, hver samningskjörin eru.“ Hann segir málið einnig varða Evrópusambandið þar sem tveir að- standenda kvörtunarinnar séu frá ríkjum innan ESB. »4 Gengislánin til ESA  Aðgerðir stjórnvalda þungamiðja kvörtunar sem send hef- ur verið til ESA  Um þúsund manns rita undir kvörtunina Íþyngjandi lagasetning » Hópurinn telur málið varða Evróputilskipun 93/13/EC þar sem brotið sé á neytenda- rétti. » Hann segir vernd eignar- réttar sniðgengna með lögum í kjölfar gengislánadóma hér á landi að undanförnu. Framkvæmdastjóri Öryrkjabandalags Íslands segir svo þröngt í búi hjá hluta íbúa í öryrkjablokkunum í Hátúni í Reykjavík að þeir hafi ekki leng- ur efni á að hreyfa bílinn. Einn íbúanna, sem vildi ekki láta nafns síns getið, sagði suma bílana aðeins hreyfast úr stæðinu um mánaðamótin. »2 Akstur orðinn að lúxus Morgunblaðið/Ómar Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Þeir sem virkilega þurfa á bílum að halda eru í verulegum vandræðum. Sumir hafa ekki lengur efni á að aka bílnum. Það er alveg sama hvernig neysluviðmið ríkisstjórnarinnar eru skoðuð. Öryrkjar eru þar langt fyrir neðan,“ segir Guðmundur Magnús- son, framkvæmdastjóri Öryrkja- bandalags Íslands, um þá staðreynd að eldsneytiskaup eru orðin tekju- lægstu öryrkjunum ofviða. Margir eiga heldur ekki fyrir mat. „Fólk leitar eftir ókeypis mat hjá vinum og kunningjum til að draga fram lífið. Sumir eiga þess ekki kost. Það eru heldur ekki allir sem treysta sér í matarraðir. Ég myndi því ætla að hundruð Íslendinga svelti á árinu 2011,“ segir Guðmundur. Björn Arnar Magnússon, fram- kvæmdastjóri Brynju, hússjóðs Ör- yrkjabandalagsins, skýrir nýlega hækkun á húsaleigu svo: „Allir leigu- samningar eru tengdir vísitölunni. Þetta þarf að haldast í hendur við skuldir sjóðsins hjá Íbúðalánasjóði,“ segir Björn Arnar. Helmingur tekna í húsaleigu Spurður um leigukostnað í Hátúni svarar Björn Arnar því til að leigan fari hæst upp í ríflega 60.000 krónur á mánuði fyrir tveggja herbergja íbúð, að teknu tilliti til hússjóðs og húsaleigubóta. Ekki sé óraunhæft að ætla að lægstu tekjur séu 120.000 kr. á mánuði eftir skatta. „Við höfum reynt að halda leig- unni niðri en eigum enga sjóði til að niðurgreiða hana. Félagið er rekið án hagnaðar og hefur verið rekið með tapi síðustu þrjú ár vegna verð- bólgunnar. Kjör öryrkja hafa versn- að töluvert á síðustu þremur árum, fyrst og fremst vegna þess að bæt- urnar hafa ekki fylgt verðlagi. Síðan hafa húsaleigubæturnar ekki hækk- að síðan 1. janúar 2008 þótt mikið verðbólguskeið hafi tekið við.“ MSegir stóran hóp »4 Hafa hvorki efni á mat né bensíni  Neyðarástand ríkir hjá hluta öryrkja  Forysta ÖBÍ áætlar að hundruð svelti  „Mér finnst umræðan dálítið merkileg ef það er andinn á árinu 2011 að það séu stjórnvöld sjálf sem eigi að skapa störfin. Er það umræðan en ekki hitt að við séum að hamast við að skapa skil- yrði sem geta síðan orðið til þess að störf skapist vítt og breitt með fjöl- breyttum hætti um allt hagkerfið?“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra, aðspurður um gagn- rýni á meint aðgerðaleysi stjórn- valda í atvinnumálum. „Þar höfum við óumdeilanlega náð miklum árangri,“ segir Stein- grímur sem bendir á ýmis átaks- verkefni þegar atvinnuleysi á Suðurnesjum ber á góma. »6 Tímaskekkja að ríkið skapi störfin Steingrímur J. Sigfússon  Þétt og óhappalaus umferð var til borgarinnar utan af landi allan daginn í gær, þar sem fólk var á leið til síns heima eftir páskana. Talning Vegagerðar gefur vísbend- ingu um umferð. Kl. 20:30 í gær- kvöldi höfðu um 7.600 bílar ekið Kjalarnes á sólarhringnum og 5.300 Hellisheiði. Það er mikið en þó fjarri öllum metum. „Það hefur verið mikil umferð hér í gegnum bæinn í dag. Færið er gott og á Holtavörðuheiði rignir. Þetta hefur verið virkilega góð ferðahelgi,“ sagði Símon Aðal- steinsson á bensínstöð N1 í Borg- arnesi við Morgunblaðið í gær- kvöldi. sbs@mbl.is Þétt umferð í bæinn eftir páskahelgina Bílar Umferð á Suðurlandsvegi í gærdag. Morgunblaðið/Ómar Björn Arnar Magnússon hjá Brynju, hússjóði Öryrkjabandalagsins, gagn- rýnir Reykjavíkurborg harðlega og segir aðgerðaleysi hennar hafa bæst við neikvæð áhrif af frystingu húsaleigubóta. „Reykjavíkurborg hefur neitað að greiða sérstakar húsaleigubætur til einstaklinga sem leigja hjá okkur. Borgin heldur því fram að við niður- greiðum leiguna. Ég kannast ekki við það. Það eru aðeins einstaklingar á almennum markaði og hjá Félagsbústöðum sem fá sérstakar húsaleigu- bætur. Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) kærði þetta til innanríkisráðuneyt- isins sem gaf út álit þar sem sagði að þetta stæðist ekki lög, að mismuna fólki. Síðan hefur ÖBÍ sent bréf til borgarinnar en ekki fengið svör.“ Fá ekki svör frá borginni ÞEIR EFNAMINNSTU ÞURFA MEIRI STUÐNING Ótti breskra stjórnvalda við að dómur gegn Íslandi í Icesave-deilunni geti skapað bótakröfu á hendur þeim síðar vegna falls breskra banka skýrir hvers vegna þau hafa ekki beitt sér af hörku fyrir því að deilan komi til kasta dómara. Þetta er mat Johns Dizard, dálka- höfundar hjá Financial Times um ára- tuga skeið, en hann fjallar þar um lagarökin gegn því að íslenskum skattgreiðendum verði sendur reikn- ingurinn vegna tapaðra innistæðna á Icesave-reikningum. Dizard vitnar í grein sinni í það álit Tobiasar Fuchs, sérfræð- ings í lögum hjá Evrópuháskól- anum í Frankfurt, að Ísland hafi ekki brotið gegn ákvæðum tilskip- unar Evrópuþingsins og ráðsins um innlánatryggingarkerfi. Þá bendir Dizard á að Evrópudómstóllinn hafi úrskurðað gegn ríkisábyrgð. »6 Bretar forðast dómsmál í Icesave

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.