Morgunblaðið - 26.04.2011, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.04.2011, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 2011 Í eigin listaheimi Þessi ungi listamaður tekur sér allan þann tíma sem hann þarf til þess að melta listina sem hann hefur innbyrt á útskriftarsýningu Listaháskóla Íslands í Hafnarhúsinu. Ómar Aðeins ein ríkisstjórn í Evr- ópu er með hug- ann við þjóðnýt- ingu atvinnuveg- anna. Það er rík- isstjórn Íslands. Fyrirmyndin er fengin frá Vene- súela. Og svipar raunar saman í fleiru en þessu hvað varðar meðferð valds í löndunum tveimur. Frá því maður fór fyrst að fylgjast með fréttum voru vand- ræði útgerðarinnar aðalfrétta- efnið á þriggja mánaða fresti. Þá voru teknar ákvarðanir um fisk- verð af ríkisvaldinu, hversu mik- ið gengi krónunnar þyrfti að falla í framhaldinu, niður- greiðslur af ýmsu tagi o.s.frv. Og þegar vinstrimenn réðu ferðinni var spurningin auðvitað hverjum væri pólitískt treystandi til að fá fiskiskip í hendur. – En svo kom kvótakerfið og útgerðin fór smám saman að rétta úr kútnum þrátt fyrir lélegri aflabrögð en oftast voru fyrrum. En ekki svo að kvótakerfið sé fullkomið frek- ar en annað. Nú hefur útgerðin verið bjarg- álna um nokkuð langt árabil, jafnvel farin að græða, þrátt fyr- ir að nýgræðingar hafi þurft að kaupa kvóta af „sægreifum“. Orðið greifi er einungis notað í þessu sambandi um útgerð- armenn sem selt hafa rekstur sinn; bændur sem hætta og selja eða leigja út eru ekki nefndir „búgreifar“ og „iðngreifi“ er óþekkt orð. „Nú get ég“ er því mottó dagsins þegar að útgerð kemur. Kennarar vestur í Há- skóla sem eiga víst fullt í fangi með að leysa dæmi á töflunni fara fremstir ásamt miklum mannasætti frá Ísafirði. Útgerðin hefur staðið sína plikt og ekki skrifað undir loforð um kaupgreiðslur mörg ár fram í tím- ann, ekki vitandi hvort ríkið verður búið að gera kaup- greiðslurnar ómögulegar. Svo mikið er stjórninni í mun að þjóðnýta útgerðina að lagt er til atlögu við sjálfa stjórnarskrána. Menn vita sem er að eignir manna verða ekki gerðar upptækar eða verðlausar að óbreyttu eign- arréttarákvæði stjórnarskrár- innar. Og jafnvel þeir sem fúsir eru að leggja ómældar ábyrgðir á ríkissjóð kynnu að hika við bótaábyrgðina sem að óbreyttu við blasir við þjóðnýtingu í raun. Enda verður björninn ekki unn- inn með afnámi stjórnarskrár- varinna réttinda. Heldur ekki eignarnámi í þjóðaratkvæða- greiðslu. Ísland er aðili að mannréttindasáttmála Evrópu. Þar líka er eignarrétturinn var- inn. Varla ætlar ríkisstjórnin sér þá skömm að láta dæma sig öðru sinni fyrir brot á mann- réttindasáttmála Evrópu með tilheyrandi milljarðabótum (þótt undarlega lágt hafi farið í fjölmiðlum nema Morg- unblaðinu). Eftir Einar S. Hálfdánarson »Höfundur hefur engin tengsl við, vinnur enga vinnu fyrir, á engan kunningja sem stundar útgerð, né hagsmuni sem tengj- ast útgerð nema sem Íslendingur. Einar S. Hálfdánarson Höfundur er hæstaréttar- lögmaður og löggiltur endurskoðandi. Þjóðnýting útgerðarinnar Tíu ár eru liðin frá því Schengen-samningurinn um afnám persónueftirlits á sameiginlegum landa- mærum Evrópusam- bandsins, Íslands og Nor- egs öðlaðist gildi. Ekki hafa íslensk stjórnvöld minnst þessara tímamóta svo ég hafi tekið eftir, þó ekki væri nema með því að meta reynsluna af þessum viðamikla og kostnaðarsama samningi. Það er frekar að hans sé nú getið vegna atburða á meginlandinu í kjölfar vaxandi straums flóttamanna frá Norður-Afríku og deilna milli Schengen-ríkja um hvernig við skuli brugðist. Hér verða rifjuð upp nokkur atriði um Schengen um leið og skorað er á íslensk stjórnvöld að gera hið fyrsta rækilega úttekt á reynslunni af aðild Íslands að samningnum. Fimm ára þóf 1995-1999 Schengen-samstarfið um afnám vega- bréfaeftirlits hófst 1985 með yfirlýsingu 5 Evrópusambandsríkja og tíu árum síð- ar voru 10 ESB-ríki orðin þátttakendur. Um það leyti höfðu Svíar og Finnar gerst aðilar að ESB og þá var staðhæft að Norræna vegabréfasambandið frá 6. áratugnum heyrði brátt sögunni til. Samstarfssamningur var undirritaður í árslok 1996 milli Íslands, Noregs og þá- verandi Schengen-ríkja en með An- sterdam-sáttmála ESB 1997 voru meg- inreglur samningsins færðar undir lögsögu Evrópusambandsins og þar með orðnar yfirþjóðlegar. Þá var enn sest að samningaborði og fundnar krókaleiðir til að Ísland og Noregur gætu haldið áfram þátttöku sem við- hengi. Samningur aðila var undirritaður vorið 1999 en öðlaðist ekki gildi hvað Ís- land varðaði fyrr en eftir breytingar á flugstöðinni í Keflavík 25. mars 2001. Falsrök notuð sem tálbeita Sjaldan hefur verið beitt jafnmiklum blekkingum við gerð aðþjóðasamnings og í þessu tilviki. Íslendingum var talin trú um að með aðild að Schengen losn- uðu þeir undan þeirri kvöð að hafa meðferðis vegabréf í ferðum til meginlands Evrópu, annars konar per- sónuskilríki myndu duga ef eftir væri leitað. Þennan spuna tóku margir trúan- legan þar til hið nýja fyr- irkomulag brast á. Alla götu síðan hafa menn verið krafðir um íslenskt vega- bréf á Keflavíkurflugvelli, jafnt við innritun sem og við vegabréfaskoðun, hvert svo sem förinni er heitið. Í op- inberu kynningarriti utan- ríkis- og dómsmálaráðuneytis um Schengen var eftir að aðild lá fyrir skýrt tekið fram: „Vegabréfin alltaf með- ferðis!“ upphrópunarmerkið komið frá ráðuneytunum sem keyrðu samninginn í gegn. – Þagað var sem fastast um þá staðreynd að ekki þarf að sýna vegabréf nema einu sinni við innkomu á Schen- gen-svæðið og síðan ekki söguna meir. Með Schengen-aðild tók Ísland einnig að sér að gæta ytri landamæra Evrópu- sambandsins, m.a. gagnvart ferðamönn- um frá Ameríku. Glæpagengi hafa frjálsa för Önnur aðalröksemd íslenskra stjórn- valda í aðdraganda Schengen-aðildar var að með henni væri verið að styrkja baráttuna gegn alþjóðlegri glæpastarf- semi. Í stað vegabréfaeftirlits fengju lögregluyfirvöld aðgang að Schengen- upplýsingakerfinu (SIS), viðamiklu mið- lægu tölvuskráningarkerfi um hættu- lega eða óæskilega einstaklinga. Á bak við það er fólgin svonefnd SIRENE- skrifstofa með gagnabanka fyrir lög- regluyfirvöld. Þetta kerfi kemur hins vegar fyrir lítið eftir að inn á Schengen- svæðið er komið þar sem víðtæk og þaulskipulögð glæpastarfsemi blómstr- ar og erindrekar hennar rása um ótrufl- aðir af eftirliti á landamærum. Íslend- ingar hafa ekki farið varhluta af skipulögðum þjófagengjum erlendis frá sem treyst geta á frjálsa för yfir landa- mæri. Áður höfðu íslensk lögreglu- yfirvöld byggt upp alþjóðlegt samstarf, m.a. við Interpol, þannig að því fór fjarri að Schengen-aðild þyrfti að koma til af þessum sökum. Fíkniefnaeftirlit erfiðara en áður Ýmsir vöruðu við því í aðdraganda Schengen-aðildar Íslands að með henni yrði erfiðara um eftirlit með innflutningi fíkniefna, þrátt fyrir það að tolleftirliti yrði áfram haldið uppi. Sem þingmaður flutti ég ítrekað tillögur um úttekt á þessum þætti málsins en þær fengust ekki samþykktar þrátt fyrir jákvæðar undirtektir frá lögreglustjóraemb- ættum og Tollvarðafélagi Íslands. Í um- sögn til Alþingis um tillögu mína og Kristínar Ástgeirsdóttur haustið 1998 sagði lögreglustjórinn í Reykjavík m.a.: „Með því verður tolleftirliti ekki haldið uppi með sama hætti og áður, meðal annars leit að fíkniefnum.“ Tollvarða- félagið taldi að niðurstaða úttektar á þessum þætti einum ætti að ráða úrslit- um um aðild. Þrátt fyrir þetta fékkst til- laga okkar ekki samþykkt. Endurmeta ætti afstöðuna til Schengen Í tilefni tíu ára reynslu af Schengen- aðild ættu stjórnvöld með Alþingi í far- arbroddi að beita sér fyrir allsherj- arúttekt á kostum og göllum sem fylgt hafa þátttöku Íslands í þessu samstarfi. Liður í slíkri úttekt væri að draga fram kostnað af Schengen-aðild á þessu tíma- bili, þar á meðal vegna breytinga á flug- stöðinni í Keflavík og reksturs stuðn- ingskerfa SIS og SIRENE. Mestu skipta þó öryggisþættir er snúa að al- þjóðlegri glæpastarfsemi að innflutningi fíkniefna meðtöldum. Sem eyland hefur Ísland margháttaða sérstöðu er snýr að samskiptum okkar við aðrar þjóðir. Kosti þessarar landfræðilegu stöðu þarf að meta fordómalaust og á raunsæjan hátt. Eftir Hjörleif Guttormsson » Íslendingum var talin trú um að með aðild að Schengen losnuðu þeir undan þeirri kvöð að hafa meðferðis vegabréf í ferð- um til meginlands Evrópu. Hjörleifur Guttormsson Höfundur er náttúrufræðingur. Schengen-aðild Íslands var misráðin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.